Fíkn

Fréttamynd

Vilja skaðaminnkun á sérgang á Litla-Hrauni

Afstaða, félag fanga, leggur til að sérstakur skaðaminnkunargangur verði á Litla-Hrauni. Félagið segir þá sem neyta vímuefna í flestum tilvikum vera sjúklinga en ekki afbrotamenn og því viðfangsefni heilbrigðiskerfisins.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtugar hollenskar konur neita sök í kókaínmáli

Tvær rúmlega fimmtugar hollenskar konur neita sök í máli héraðssaksóknara á hendur þeim fyrir innflutning á rúmlega kílói af kókaíni til landsins þann 29. ágúst síðastliðinn. Konurnar eru par og voru með stóran hluta efnisins innvortis.

Innlent
Fréttamynd

Skaða­minnkun Frú Ragn­heiðar berg­málar í bíó

Skaðaminnkunarúrræðið Frú Ragnheiður kemur við örsögu í Bergmáli eftir Rúnar Rúnarsson. Atriðið snart aðstandendur myndarinnar svo djúpt að þau ákváðu að styrkja sprautubílinn góða með sérstakri sýningu í Háskólabíói annað kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Náðist með tvö kíló af kókaíni í Leifsstöð

Íslenskur karlmaður er nú í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa reynt að smygla tæplega tveimur kílóum af kókaíni til landsins fyrr í mánuðinum. Lögreglan á Suðurnesjum hefur haldlagt á fimmta tug kílóa af sterkum fíkniefnum það sem af er ári.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu mánuðir í fangelsi fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning

Pólskur karlmaður hefur verið dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og tolla-, lyfsölu- og lyfjalagabrot. Hann var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku fyrir innflutning á 900 millilítrum af amfetamínbasa, 95 steratengdum töflum og 120 millilítra af steravökva.

Innlent
Fréttamynd

Sjö hundruð bíða meðferðar á Vogi

Síðustu tvö ár hafa um og yfir sjö hundruð manns verið á biðlista eftir meðferð á Vogi og þurft að bíða í allt að hálft ár. Þó greiðir SÁÁ um tvö hundruð milljónir á ári til að geta veitt hundruðum meðferð sem ríkið greiðir ekki með.

Innlent
Fréttamynd

„Bannstefnan hefur einfaldlega ekki virkað“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kallar eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og segir að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Mikilvægt sé að líta á fíkniefnaneytendur í auknum mæli sem sjúklinga fremur en glæpamenn.

Innlent
Fréttamynd

Spice ó­líkt öllum öðrum fíkni­efnum

Spice er eitt erfiðasta efni sem fangelsisyfirvöld og lögregla fást við. Notendurnir tala um að fara í froskinn, þegar þeir fá krampaköst af ofneyslu og margítrekað hefur þurft að kalla til sjúkrabíl.

Innlent
Fréttamynd

Mælt fyrir frumvarpi um neyslurými í annað sinn

Landlæknir getur veitt sveitarfélagi leyfi til að stofna og reka neyslurými þar sem varsla og meðferð ávana- og fíkniefna er heimil, eða svo kölluð neyslurými, samkvæmt frumvarpi sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti fyrir í dag.

Innlent
Fréttamynd

Flug­vallar­starfs­maður á­fram í ein­angrun

Gæsluvarðhald yfir starfsmanni Airport Associates sem grunaður er um aðild að stóru fíkniefnamáli sem kom upp á Suðurnesjum fyrir viku var framlengt í gær um viku auk þess honum er gert að sæta einangrun. Lögmaður mannsins hefur kært úrskurðinn til Landsréttar.

Innlent