Tímamótafrumvarp Svandísar um neyslurými nær fram að ganga Heimir Már Pétursson skrifar 13. maí 2020 19:30 Samkvæmt frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra getur landlæknir veitt sveitarfélögum heimild til að stofna og reka neyslurými fyrir fíkniefnaneytendur sem sprauta efnum í æð. Vísir/Vilhelm Útilit er fyrir að tímamóta frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými verði að lögum á yfirstandandi þingi. Þingmaður Pírata vonar að þetta leiði til þess að hennar frumvarp um afglæpavæðingu neyslu og vörslu allra fíkniefna verði einnig afgreitt á vorþingi. Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými má rekja allt aftur til ályktunar Alþingis um þessi mál frá árinu 2014. Svandís Svavarsdóttir lagði fyrst fram frumvarp um málið á þingi síðasta vetur en velferðarnefnd ákvað að vísa því aftur til ríkisstjórnarinnar til frekari vinnslu. Nú lítur hins vegar út fyrir að þetta sögulega frumvarp verði að lögum. Ólafur Þór Gunnarsson mælti fyrir nefndaráliti meirihluta velferðarnefndar og sagði frumvarpið fela í sér miklar framfarir og breytta sýn á stöðu fíkniefnaneytenda.Vísir/Vilhelm Fulltrúar flokkanna í velferðarnefnd gera minniháttar breytingar á frumvarpinu og skila samdóma áliti um að það verði samþykkt á Alþingi. Ólafur Þór Gunnarsson fulltrúi Vinstri grænna í velferðarnefnd og læknir mælti fyrir nefndarálitinu í upphafi annarrar umræðu um frumvarpið í dag. „Með frumvarpinu er lagt til að embætti Landlæknis geti veitt sveitarfélögum heimild til að stofna og reka neyslurými. Þar sem varsla og meðferð ávana- og fíkniefna í æð er heimil undir eftirliti starfsfólks aðuppfylltum ákveðnum skilyrðum. Meðal annars varðandi hollustuhætti, öryggi og eftirlit,“ sagði Ólafur Þór. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir rökrétt að frumvarp hennar og þingmanna fimm flokka á Alþingi um afnám refsinga fyrir neyslu og vörslu neysluskammta fíkniefna verði einnig samþykkt á Alþingi í vor eftir að frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými hlaut framgang.Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen þingmaður Pírata er einnig flutningsmaður á öðru frumvarpi um neytendur ólögegra vímuefna. Þar er lagt til að ákvæði laga um ávana- og fíkniefni um bann við vörslu og meðferð fíkniefna verði breytt á þann hátt að bann við vörslu, kaupum og móttöku efna verði fellt brott og þannig tryggt að neytendum efnanna verði ekki refsað fyrir vörslu neysluskammta og neyslu þeirra. Frumvarp hennar og þingmanna fimm flokka af átta á Alþingi liggur tilbúið í nefnd með nefndaráliti. „Ég vona að við séum á þessari vegferð núna og samþykkt þessa frumvarps sé fyrsta skrefið í átt að því að afglæpa hér vörslu neysluskammta almennt yfir allt samfélagið. Að við séum komin á þá vegferð að okkur sé raunverulega alvara með það að fara í skaðaminnkun og í stað þess að refsa og jaðarsetja fólk að við séum að hjálpa fólki að ná bata,“ segir Halldór Mogensen. Fíkn Alþingi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Útilit er fyrir að tímamóta frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými verði að lögum á yfirstandandi þingi. Þingmaður Pírata vonar að þetta leiði til þess að hennar frumvarp um afglæpavæðingu neyslu og vörslu allra fíkniefna verði einnig afgreitt á vorþingi. Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými má rekja allt aftur til ályktunar Alþingis um þessi mál frá árinu 2014. Svandís Svavarsdóttir lagði fyrst fram frumvarp um málið á þingi síðasta vetur en velferðarnefnd ákvað að vísa því aftur til ríkisstjórnarinnar til frekari vinnslu. Nú lítur hins vegar út fyrir að þetta sögulega frumvarp verði að lögum. Ólafur Þór Gunnarsson mælti fyrir nefndaráliti meirihluta velferðarnefndar og sagði frumvarpið fela í sér miklar framfarir og breytta sýn á stöðu fíkniefnaneytenda.Vísir/Vilhelm Fulltrúar flokkanna í velferðarnefnd gera minniháttar breytingar á frumvarpinu og skila samdóma áliti um að það verði samþykkt á Alþingi. Ólafur Þór Gunnarsson fulltrúi Vinstri grænna í velferðarnefnd og læknir mælti fyrir nefndarálitinu í upphafi annarrar umræðu um frumvarpið í dag. „Með frumvarpinu er lagt til að embætti Landlæknis geti veitt sveitarfélögum heimild til að stofna og reka neyslurými. Þar sem varsla og meðferð ávana- og fíkniefna í æð er heimil undir eftirliti starfsfólks aðuppfylltum ákveðnum skilyrðum. Meðal annars varðandi hollustuhætti, öryggi og eftirlit,“ sagði Ólafur Þór. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir rökrétt að frumvarp hennar og þingmanna fimm flokka á Alþingi um afnám refsinga fyrir neyslu og vörslu neysluskammta fíkniefna verði einnig samþykkt á Alþingi í vor eftir að frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými hlaut framgang.Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen þingmaður Pírata er einnig flutningsmaður á öðru frumvarpi um neytendur ólögegra vímuefna. Þar er lagt til að ákvæði laga um ávana- og fíkniefni um bann við vörslu og meðferð fíkniefna verði breytt á þann hátt að bann við vörslu, kaupum og móttöku efna verði fellt brott og þannig tryggt að neytendum efnanna verði ekki refsað fyrir vörslu neysluskammta og neyslu þeirra. Frumvarp hennar og þingmanna fimm flokka af átta á Alþingi liggur tilbúið í nefnd með nefndaráliti. „Ég vona að við séum á þessari vegferð núna og samþykkt þessa frumvarps sé fyrsta skrefið í átt að því að afglæpa hér vörslu neysluskammta almennt yfir allt samfélagið. Að við séum komin á þá vegferð að okkur sé raunverulega alvara með það að fara í skaðaminnkun og í stað þess að refsa og jaðarsetja fólk að við séum að hjálpa fólki að ná bata,“ segir Halldór Mogensen.
Fíkn Alþingi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira