Kvöldfréttir Stöðvar 2 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Deilur milli hópa tengdum hnífstunguárásinni á Bankastræti club hafa stigmagnast eftir að árásin var gerð á fimmtudag. Dæmi eru um að menn hafi brotið rúður og að bensínsprengju hafi verið kastað í hús, sem skapi hættu fyrir almenning. Við ræðum við aðstoðaryfirlögregluþjón um málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 20.11.2022 18:10 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Átta hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við hnífstunguárás í miðbænum á fimmtudag. Beðið er eftir úrskurði í máli eins til viðbótar. Lögregla leitar enn rúmlega tíu manna sem eru í felum og eru taldir tengjast málinu. Fórnarlömb árásarinnar opnuðu sig um málið í dag en annað þeirra hlaut stungu í lungað. Við fjöllum ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 19.11.2022 18:24 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Átta eru í haldi lögreglu í tengslum við hnífstunguárás sem gerð var á skemmtistaðnum Bankastræti club í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Árásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. Þá herma heimildir fréttastofu að margir mannanna hafi starfað sem dyraverðir í miðbænum og hafi tengsl við öryggisfyrirtæki. Við fjöllum ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við afbrotafræðing í beinni útsendingu. Innlent 18.11.2022 18:10 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Maður sem var hætt kominn þegar aurskriða féll á tvo bíla á Grenivíkurvegi snemma í morgun segir ótrúlegt að enginn hafi slasast. Það eina sem hann gat gert var að halda fast í stýrið og vona það besta. Skriðusérfræðingur segir viðbúið að aurskriðum fjölgi samhliða loftlagsbreytingum. Við fjöllum ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 17.11.2022 17:57 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum segir forstjóri Bankasýslunnar að stofnunin hafi ekki gert nein mistök við söluna á hlutum í Íslandsbanka. Forstjóri Ríkisendurskoðunar segir upplýsingar í skýrslu hennar um söluna hins vegar meðal annars byggja á upplýsingum frá Bankasýslunni og skýrslan tali sínu máli. Innlent 16.11.2022 18:15 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina og fjármálaráðherra þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð vegna söluferils Íslandsbanka. Viðskiptaráðherra segir framkvæmd Bankasýslunnar á frekari einfaldri sölu, hafa mistekist. Við höldum áfram að fjalla um Íslandsbankaskýrsluna í kvöldfréttum Stöðvar 2 og verðum í beinni útsendingu frá Alþingi þar sem heitar umræður hafa staðið yfir um hana í dag. Innlent 15.11.2022 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ríkisendurskoðun segir margt hafa farið úrskeiðis við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og bendir á að Bankasýslan hafi ekki fylgt meginreglu laga um að fá hæsta verð fyrir hlutinn. Fjármálaráðherra hafnar því að farið hafi verið á svig við lög við söluna. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 14.11.2022 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar á Stöð 2 og Bylgjunni klukkan hálf sjö segjum við frá því að nú fer í hönd háannatími kort-og netsvika. Fólk hefur tapað allt að fimm milljónum bara með því að svara á messenger. Innlent 13.11.2022 18:00 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Koma hátt í þrjátíu meðlima vélhjólaklúbbsins Hells Angels til landsins undirstrikar að samfélaginu stafi ógn af skipulagðri brotastarfsemi. Þetta segir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Fimm verður vísað frá landinu í fyrramálið til viðbótar við þá tuttugu og tvo sem gert var að yfirgefa landið í morgun. Innlent 12.11.2022 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Forsætisráðherra segir að draga þurfi lærdóm af því hvernig brottflutningur hælisleitenda, sem voru sendir til Grikklands í síðustu viku, fór fram. Vegna úrræðaleysis í Grikklandi hefur hópur Íslendinga tekið á leigu íbúð fyrir fatlaðan mann og fjölskyldu hans sem var vísað úr landi. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 11.11.2022 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tveir karlmenn sem lögregla grunar um að hafa skipulagt hryðjuverk hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald. Lögmaður annars þeirra segir úrskurðinn óskiljanlegan þar sem geðlæknir hafi metið þá hvorki hættulega sjálfum sér né öðrum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 10.11.2022 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Úrslit nýafstaðinna þingkosninga í Bandaríkjunum velta á niðurstöðum í þremur ríkjum, þar sem gríðarmjótt er á munum. Hin svokallaða rauða bylgja repúblikana reið varla yfir, að sögn stjórnmálaskýrenda, og demókratar unnu hálfgerðan varnarsigur - þó að þeir bíði nú milli vonar og ótta. Innlent 9.11.2022 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Lögmaður Hussein Hussein, fatlaðs manns sem vísað var úr landi á fimmtudag, segir mál hans svo fordæmalaust að það kalli á fordæmalausar aðgerðir á borð við vitnakvaðningu. Dómari mun ákveða á fimmtudag hvort Hussein komi aftur til landsins til þess að gefa skýrslu fyrir dómi. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 8.11.2022 17:45 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. 116 hefur verið komið úr landi það sem af er ári. Snorri Másson fer ítarlega yfir þessi mál í kvöldfréttatímanum á slaginu 18:30 en hart var tekist á um þau á Alþingi í dag. Innlent 7.11.2022 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Bjarni Benediktsson var í dag endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins og hlaut 59 prósent atkvæða á móti Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Guðlaugur sér ekki eftir að hafa boðið sig fram og hefur engar áhyggjur af sínum pólitíska ferli. Við förum yfir formannskjörið í kvöldfréttum okkar í kvöld. Innlent 6.11.2022 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Þingmaður Viðreisnar segir meinta ólöglega vopnasölu föður ríkislögreglustjóra og takmarkaða rannsókn lögreglu á henni mjög óþægilega. Efla þurfi eftirlit með störfum lögreglu svo traust almennings á henni rýrni ekki. Innlent 5.11.2022 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Aldrei hafa jafn margir beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og nú. Yfir þrjú hundruð manns eru á biðlista en dæmi eru um fólk hafi beðið í meira en ár. Í kvöldfréttum verður rætt við dóttur áttatíu og níu ára konu sem bíður eftir plássi segir langa bið hafa orðið til þess að móðir hennar hafi misst allan lífsþrótt. Innlent 4.11.2022 18:01 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri fjöldabrottvísun á hælisleitendum. Við fjöllum ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30, ræðum við forsætisráðherra og förum yfir þá gríðarlegu gagnrýni sem dunið hefur á stjórnvöldum í dag. Innlent 3.11.2022 18:01 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Byssusmiður, sem segist hafa breytt tveimur ólöglegum og hálfsjálfvirkum rifflum sem faðir ríkislögreglustjóra seldi, segir engan innan lögreglunnar hafa viljað snerta á málinu. Erfiðlega hefur gengið að fá svör frá lögreglu og öðrum viðeigandi yfirvöldum í dag; fulltrúar benda hvern á annan. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 2.11.2022 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum förum við yfir það helsta í mestu aðhaldsaðgerðum Reykjavíkurborgar frá hruni. Einar Þorsteinsson verðandi borgarstjóri segir að tryggja þurfi sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga. Við heyrum einnig álit oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni á aðgerðunum. Fréttir 1.11.2022 18:02 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Stjórnarþingmenn telja ólíklegt að hægt verði að halda stjórnarsamstarfinu áfram verði Guðlaugur Þór kjörinn nýr formaður flokksins næstu helgi. Stjórnmálaskýrandi segir formannsslaginn hreinlega snúast um hvort blása eigi til þingkosninga í ár. Farið verður yfir málið og fyrirkomulag formannskjörsins í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttir 31.10.2022 17:59 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra vill að Sjálfstæðisflokkurinn verð langstærsti flokkur landsins og býður sig fram á móti sitjandi formanni. Bjarni Benediktsson ætlar að hætta í pólitík ná hann ekki endurkjöri á Landsfundi flokksins um næstu helgi. Við fjöllum ítarlega um vendingar dagsins í kvöldfréttum klukkan 18:30 og ræðum við Bjarna Benediktsson í beinni útsendingu. Innlent 30.10.2022 18:10 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Algjör endurnýjun varð á forystu Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins um helgina. Nýr formaður boðar endurreisn velferðarkerfisins og breytingar í flokknum. Hún svarar því ekki beint hvort hún útiloki ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum, en fór þó hörðum orðum um hann í stefnuræðu. Við fjöllum um landsfundinn og ræðum við nýkjörna stjórnarmeðlimi í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 29.10.2022 18:16 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Logi Einarsson sagði í kveðjuræðu sinni á landsfundi Samfylkingarinnar í dag að jafnaðarstefnan væri svarið við úrlausn risavaxinna vandamála samtímans vegna misskiptingar, sóunar og loftslagsbreytinga. Kristrún Frostadóttir tekur við formannsembætti flokksins í kvöld og við ræðum við hana í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 28.10.2022 17:58 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Svartur reykur hefur legið yfir Akranesi og nærliggjandi svæði eftir að mikill eldur kom upp í um eitt hundrað bílhræjum við bæjarmörkin í dag. Framkvæmdastjóri Málma endurvinnslu segir eldinn hafa breiðst hratt út og að stoltið sé sært vegna atviksins. Við verðum í beinni þaðan í kvöldfréttum og ræðum við slökkvilið um stöðu mála. Innlent 27.10.2022 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjármálaráðherra er með frumvarp í undirbúningi þannig að hægt verði að slíta ÍL sjóði á næsta ári en segist helst vilja semja við kröfuhafa þannig að ekki þurfi að leggja frumvarpið fram. Stjórnarandstöðuþingmenn saka ráðherra um að ætla að varpa skuld sjóðsins yfir á lífeyrissjóðina. Innlent 26.10.2022 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Þingmenn tókust harkalega á um stöðu fólks sem sækir um alþjóðlega vernd á Íslandi á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra segir stefna í að fjörutíu sinnum fleiri sæki um vernd á þessu ári en í fyrra. Stjórnarandstöðuþingmenn sökuðu ráðherra um brot á ýmsum lögum. Innlent 25.10.2022 18:01 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Rishi Sunak verður næsti forsætisráðherra Bretlands og sá þriðji á þessu ári. Stjórnarandstaðan kallar eftir kosningum og segir Íhaldsmenn ekki geta teflt fram nýjum leiðtoga í hverjum mánuði. Innlent 24.10.2022 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Maður sem kærði gróf kynferðisbrot sem hann varð fyrir í æsku hefur áhyggjur af því að meintur gerandi haldi áfram að brjóta á börnum þar sem málið er nú fyrnt. Meintur gerandi sé veikur og hættulegur. Tveir aðrir hafa stigið fram og kært sama mann. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt að auki við réttarsálfræðing um kæruferli og fyrnd brot. Innlent 23.10.2022 17:53 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Barnshafandi kona á Egilsstöðum þarf að flytja alla fjölskyldu sína til Akureyrar yfir jólin þar sem ljóst þykir að hún muni ekki geta fætt barn í Neskaupstað. Þar finnst enginn skurðlæknir til að vera á vakt. Þetta er ástand sem þarf að breytast, segir konan, sem sjálf er hjúkrunarfræðingur. Aðeins er hægt að ganga út frá fæðingarþjónustu vísri árið um kring á þremur stöðum á landinu. Innlent 22.10.2022 18:20 « ‹ 23 24 25 26 27 28 29 30 31 … 64 ›
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Deilur milli hópa tengdum hnífstunguárásinni á Bankastræti club hafa stigmagnast eftir að árásin var gerð á fimmtudag. Dæmi eru um að menn hafi brotið rúður og að bensínsprengju hafi verið kastað í hús, sem skapi hættu fyrir almenning. Við ræðum við aðstoðaryfirlögregluþjón um málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 20.11.2022 18:10
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Átta hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við hnífstunguárás í miðbænum á fimmtudag. Beðið er eftir úrskurði í máli eins til viðbótar. Lögregla leitar enn rúmlega tíu manna sem eru í felum og eru taldir tengjast málinu. Fórnarlömb árásarinnar opnuðu sig um málið í dag en annað þeirra hlaut stungu í lungað. Við fjöllum ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 19.11.2022 18:24
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Átta eru í haldi lögreglu í tengslum við hnífstunguárás sem gerð var á skemmtistaðnum Bankastræti club í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Árásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. Þá herma heimildir fréttastofu að margir mannanna hafi starfað sem dyraverðir í miðbænum og hafi tengsl við öryggisfyrirtæki. Við fjöllum ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við afbrotafræðing í beinni útsendingu. Innlent 18.11.2022 18:10
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Maður sem var hætt kominn þegar aurskriða féll á tvo bíla á Grenivíkurvegi snemma í morgun segir ótrúlegt að enginn hafi slasast. Það eina sem hann gat gert var að halda fast í stýrið og vona það besta. Skriðusérfræðingur segir viðbúið að aurskriðum fjölgi samhliða loftlagsbreytingum. Við fjöllum ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 17.11.2022 17:57
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum segir forstjóri Bankasýslunnar að stofnunin hafi ekki gert nein mistök við söluna á hlutum í Íslandsbanka. Forstjóri Ríkisendurskoðunar segir upplýsingar í skýrslu hennar um söluna hins vegar meðal annars byggja á upplýsingum frá Bankasýslunni og skýrslan tali sínu máli. Innlent 16.11.2022 18:15
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina og fjármálaráðherra þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð vegna söluferils Íslandsbanka. Viðskiptaráðherra segir framkvæmd Bankasýslunnar á frekari einfaldri sölu, hafa mistekist. Við höldum áfram að fjalla um Íslandsbankaskýrsluna í kvöldfréttum Stöðvar 2 og verðum í beinni útsendingu frá Alþingi þar sem heitar umræður hafa staðið yfir um hana í dag. Innlent 15.11.2022 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ríkisendurskoðun segir margt hafa farið úrskeiðis við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og bendir á að Bankasýslan hafi ekki fylgt meginreglu laga um að fá hæsta verð fyrir hlutinn. Fjármálaráðherra hafnar því að farið hafi verið á svig við lög við söluna. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 14.11.2022 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar á Stöð 2 og Bylgjunni klukkan hálf sjö segjum við frá því að nú fer í hönd háannatími kort-og netsvika. Fólk hefur tapað allt að fimm milljónum bara með því að svara á messenger. Innlent 13.11.2022 18:00
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Koma hátt í þrjátíu meðlima vélhjólaklúbbsins Hells Angels til landsins undirstrikar að samfélaginu stafi ógn af skipulagðri brotastarfsemi. Þetta segir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Fimm verður vísað frá landinu í fyrramálið til viðbótar við þá tuttugu og tvo sem gert var að yfirgefa landið í morgun. Innlent 12.11.2022 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Forsætisráðherra segir að draga þurfi lærdóm af því hvernig brottflutningur hælisleitenda, sem voru sendir til Grikklands í síðustu viku, fór fram. Vegna úrræðaleysis í Grikklandi hefur hópur Íslendinga tekið á leigu íbúð fyrir fatlaðan mann og fjölskyldu hans sem var vísað úr landi. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 11.11.2022 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tveir karlmenn sem lögregla grunar um að hafa skipulagt hryðjuverk hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald. Lögmaður annars þeirra segir úrskurðinn óskiljanlegan þar sem geðlæknir hafi metið þá hvorki hættulega sjálfum sér né öðrum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 10.11.2022 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Úrslit nýafstaðinna þingkosninga í Bandaríkjunum velta á niðurstöðum í þremur ríkjum, þar sem gríðarmjótt er á munum. Hin svokallaða rauða bylgja repúblikana reið varla yfir, að sögn stjórnmálaskýrenda, og demókratar unnu hálfgerðan varnarsigur - þó að þeir bíði nú milli vonar og ótta. Innlent 9.11.2022 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Lögmaður Hussein Hussein, fatlaðs manns sem vísað var úr landi á fimmtudag, segir mál hans svo fordæmalaust að það kalli á fordæmalausar aðgerðir á borð við vitnakvaðningu. Dómari mun ákveða á fimmtudag hvort Hussein komi aftur til landsins til þess að gefa skýrslu fyrir dómi. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 8.11.2022 17:45
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. 116 hefur verið komið úr landi það sem af er ári. Snorri Másson fer ítarlega yfir þessi mál í kvöldfréttatímanum á slaginu 18:30 en hart var tekist á um þau á Alþingi í dag. Innlent 7.11.2022 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Bjarni Benediktsson var í dag endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins og hlaut 59 prósent atkvæða á móti Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Guðlaugur sér ekki eftir að hafa boðið sig fram og hefur engar áhyggjur af sínum pólitíska ferli. Við förum yfir formannskjörið í kvöldfréttum okkar í kvöld. Innlent 6.11.2022 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Þingmaður Viðreisnar segir meinta ólöglega vopnasölu föður ríkislögreglustjóra og takmarkaða rannsókn lögreglu á henni mjög óþægilega. Efla þurfi eftirlit með störfum lögreglu svo traust almennings á henni rýrni ekki. Innlent 5.11.2022 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Aldrei hafa jafn margir beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og nú. Yfir þrjú hundruð manns eru á biðlista en dæmi eru um fólk hafi beðið í meira en ár. Í kvöldfréttum verður rætt við dóttur áttatíu og níu ára konu sem bíður eftir plássi segir langa bið hafa orðið til þess að móðir hennar hafi misst allan lífsþrótt. Innlent 4.11.2022 18:01
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri fjöldabrottvísun á hælisleitendum. Við fjöllum ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30, ræðum við forsætisráðherra og förum yfir þá gríðarlegu gagnrýni sem dunið hefur á stjórnvöldum í dag. Innlent 3.11.2022 18:01
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Byssusmiður, sem segist hafa breytt tveimur ólöglegum og hálfsjálfvirkum rifflum sem faðir ríkislögreglustjóra seldi, segir engan innan lögreglunnar hafa viljað snerta á málinu. Erfiðlega hefur gengið að fá svör frá lögreglu og öðrum viðeigandi yfirvöldum í dag; fulltrúar benda hvern á annan. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 2.11.2022 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum förum við yfir það helsta í mestu aðhaldsaðgerðum Reykjavíkurborgar frá hruni. Einar Þorsteinsson verðandi borgarstjóri segir að tryggja þurfi sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga. Við heyrum einnig álit oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni á aðgerðunum. Fréttir 1.11.2022 18:02
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Stjórnarþingmenn telja ólíklegt að hægt verði að halda stjórnarsamstarfinu áfram verði Guðlaugur Þór kjörinn nýr formaður flokksins næstu helgi. Stjórnmálaskýrandi segir formannsslaginn hreinlega snúast um hvort blása eigi til þingkosninga í ár. Farið verður yfir málið og fyrirkomulag formannskjörsins í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttir 31.10.2022 17:59
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra vill að Sjálfstæðisflokkurinn verð langstærsti flokkur landsins og býður sig fram á móti sitjandi formanni. Bjarni Benediktsson ætlar að hætta í pólitík ná hann ekki endurkjöri á Landsfundi flokksins um næstu helgi. Við fjöllum ítarlega um vendingar dagsins í kvöldfréttum klukkan 18:30 og ræðum við Bjarna Benediktsson í beinni útsendingu. Innlent 30.10.2022 18:10
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Algjör endurnýjun varð á forystu Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins um helgina. Nýr formaður boðar endurreisn velferðarkerfisins og breytingar í flokknum. Hún svarar því ekki beint hvort hún útiloki ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum, en fór þó hörðum orðum um hann í stefnuræðu. Við fjöllum um landsfundinn og ræðum við nýkjörna stjórnarmeðlimi í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 29.10.2022 18:16
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Logi Einarsson sagði í kveðjuræðu sinni á landsfundi Samfylkingarinnar í dag að jafnaðarstefnan væri svarið við úrlausn risavaxinna vandamála samtímans vegna misskiptingar, sóunar og loftslagsbreytinga. Kristrún Frostadóttir tekur við formannsembætti flokksins í kvöld og við ræðum við hana í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 28.10.2022 17:58
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Svartur reykur hefur legið yfir Akranesi og nærliggjandi svæði eftir að mikill eldur kom upp í um eitt hundrað bílhræjum við bæjarmörkin í dag. Framkvæmdastjóri Málma endurvinnslu segir eldinn hafa breiðst hratt út og að stoltið sé sært vegna atviksins. Við verðum í beinni þaðan í kvöldfréttum og ræðum við slökkvilið um stöðu mála. Innlent 27.10.2022 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjármálaráðherra er með frumvarp í undirbúningi þannig að hægt verði að slíta ÍL sjóði á næsta ári en segist helst vilja semja við kröfuhafa þannig að ekki þurfi að leggja frumvarpið fram. Stjórnarandstöðuþingmenn saka ráðherra um að ætla að varpa skuld sjóðsins yfir á lífeyrissjóðina. Innlent 26.10.2022 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Þingmenn tókust harkalega á um stöðu fólks sem sækir um alþjóðlega vernd á Íslandi á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra segir stefna í að fjörutíu sinnum fleiri sæki um vernd á þessu ári en í fyrra. Stjórnarandstöðuþingmenn sökuðu ráðherra um brot á ýmsum lögum. Innlent 25.10.2022 18:01
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Rishi Sunak verður næsti forsætisráðherra Bretlands og sá þriðji á þessu ári. Stjórnarandstaðan kallar eftir kosningum og segir Íhaldsmenn ekki geta teflt fram nýjum leiðtoga í hverjum mánuði. Innlent 24.10.2022 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Maður sem kærði gróf kynferðisbrot sem hann varð fyrir í æsku hefur áhyggjur af því að meintur gerandi haldi áfram að brjóta á börnum þar sem málið er nú fyrnt. Meintur gerandi sé veikur og hættulegur. Tveir aðrir hafa stigið fram og kært sama mann. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt að auki við réttarsálfræðing um kæruferli og fyrnd brot. Innlent 23.10.2022 17:53
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Barnshafandi kona á Egilsstöðum þarf að flytja alla fjölskyldu sína til Akureyrar yfir jólin þar sem ljóst þykir að hún muni ekki geta fætt barn í Neskaupstað. Þar finnst enginn skurðlæknir til að vera á vakt. Þetta er ástand sem þarf að breytast, segir konan, sem sjálf er hjúkrunarfræðingur. Aðeins er hægt að ganga út frá fæðingarþjónustu vísri árið um kring á þremur stöðum á landinu. Innlent 22.10.2022 18:20