Innlent

Fréttamynd

Steingeld byggð á Slippsvæðinu

Fyrirhuguð byggð á Slippsvæðinu er steingeld með háum, stórum og ljótum húsum, segir formaður Íbúasamtaka Vesturbæjar sem vill kollvarpa hugmyndum um uppbyggingu við Mýrargötuna. Formaður skipulagsráðs segir þetta gott skipulag sem muni styrkja Vesturbæinn.

Innlent
Fréttamynd

Harður árekstur við Munaðarnes

Harður árekstur varð norðan við Munaðarnes við bæinn Grafarkot rétt fyrir klukkan fjögur í dag þegar jeppi og flutningabifreið skullu saman. Beita þurfti klippum til þess að ná ökumanni jeppans, sem var einn á ferð, út úr bifreiðinni.

Innlent
Fréttamynd

Grundarfjörður fullur af síld

Grundarfjörður er fullur af síld og náði Krossey frá Hornafirði að fylla skipið í tveimur köstum þar í dag en síld hefur ekki verið veidd í firðinum í tugi ára. Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar rannsaka hvort það var þetta mikla magn síldar sem varð til þess að tuttugu tonn af eldisþorski drapst í firðinum.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir skattsvik

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag mann fyrir skattsvik og þarf hann að greiða rúmar átta milljónir í sekt til ríkissjóðs. Hann var einnig dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundins fangelsis. Maðurinn var sakfelldur fyrir að skila virðisaukaskattskýrslum og staðgreiðsluskilagreinum of seint og einnig fyrir vanskil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda.

Innlent
Fréttamynd

Atvinnuleysi jókst lítillega á milli mánaða

Atvinnuleysi í desember hækkaði lítillega frá fyrri mánuði eða úr 1,1 prósent í 1,2 prósent, samkvæmt mælingum Vinnumálastofnunar. Í desember voru að meðaltali 1.879 manns á atvinnuleysisskrá sem er fjölgun um 130 manns á milli mánaða. 17.000 erlendir starfsmenn unnu hér á landi í fyrra en reiknað er með að stór hluti þeirra fari aftur til síns heima að stóriðjuframkvæmdum loknum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lega álvers í Helguvík ákveðin

Sveitarfélögin Reykjanesbær og Garður hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þau segja frá því að sátt hafi náðst um legu lóðar fyrirhugaðs álvers í Helguvík.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar flytja mikið út til Sádi-Arabíu

Vöruútflutningur frá Íslandi til Sádi-Arabíu var þrisvar sinnum meiri en frá Sádi-Arabíu til Íslands árið 2005. Stjórnarformaður verslunarráðs Sádi-Arabíu segir löndin tvö hafa myndað með sér traust viðskiptasamband, að sögn fréttastofunnar Arab News.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðbólgan mælist 6,9 prósent

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,26 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þetta jafngildir því að verðbólgan hafi lækkað úr 7,0 prósentum í 6,9 prósent síðastliðna 12 mánuði. Greiningardeildir viðskiptabankanna voru ekki á einu máli í spám sínum og gerðu ráð fyrir allt frá óbreyttri vísitölu neysluverðs á milli mánaða til 0,2 prósenta hækkunar og að verðbólga gæti farið niður í allt að 6,6 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stór skjálftahrina fyrir utan Siglufjörð

Stór jarðskjálftahrina fór í gang um 30 kílómetra norður fyrir Siglufirði klukkan hálfsex í kvöld. Entist hún í rúman klukkutíma og urðu skjálftarnir 17 talsins og þar af voru fimm þeirra 3 á Richter. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur sagði í samtali við fréttamann Vísis að ekki væri óalgengt að svona hrina yrði á nokkura ára fresti á þessum stað.

Innlent
Fréttamynd

Fimm ár frá því Guantanamo-búðirnar tóku til starfa

Fimm ár eru liðin frá því að fyrstu fangarnir komu til fangabúða Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa á Kúbu vegna gruns um aðild að hryðjuverkum. Af þessu tilefni efndi Íslandsdeild Amnesty International til útifundar á Lækjartorgi nú síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

Spilaði frá sér fjölskylduna

Tæpleg fertugur spilafíkill spilaði frá sér tvær eiginkonur. Hann hætti að spila fyrir fjórum árum en skuldar yfir fimmtán milljónir króna og er með ónýtt nafn í bönkunum.

Innlent
Fréttamynd

Síldin drap þorskinn

Þorskeldisfyrirtæki á Grundarfirði missti allan þorsk í kerjum sínum, um 20 tonn, vegna stórgöngu síldar inn í fjörðinn. Leiða menn líkur að því að síldargangan hafi valdið súrefnisskorti í sjónum í firðinum og því hafi þorskurinn drepist.

Innlent
Fréttamynd

Þriðjungur heyrnarlausra beittur kynferðislegu ofbeldi

Í nýrri könnun sem var gerð á meðal heyrnarlausra á Íslandi sagðist þriðjungur svarenda hafa verið beittur kynferðislegu ofbeldi. Eru þetta að minnsta kosti 30 einstaklingar. Félag heyrnarlausra lét gera könnunina með stuðningi félagsmálaráðuneytisins en Ráðgjöf og greining annaðist gerð hennar.

Innlent
Fréttamynd

Kaupþing með nýtt verðmat á Össuri

Greiningardeild Kaupþings hefur gefið út uppfært verðmat á stoðtækjafyrirtækinu Össuri samhliða birtingu afkomuspár fyrir fjórða ársfjórðung. Deildin spáir því að Össur muni skila þriggja milljóna dala eða 217,6 milljóna króna tapi á fjórða ársfjórðungi með fyrirvörum. Bankinn mælir með því að fjárfestar kaupi bréf í stoðtækjafyrirtækinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Landsbankinn spáir 0,2 prósenta lægri verðbólgu

Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverð hækki um 0,2 prósent á milli mánaða. Gangi spáin eftir lækkar verðbólga úr 7,0 prósentum í 6,8 prósent í þessum mánuði. Hagstofan birtir niðurstöður verðmælinga sinna í fyrramálið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fox-Pitt með nýtt verðmat á Kaupþingi

Bandaríska fjármálafyrirtækið Fox-Pitt Kelton gaf í gær út greiningu og nýtt verðmat á Kaupþingi. Bankinn metur Kaupþing á 970 krónur á hlut sem er nokkuð undir mati bandaríska bankans Citigroup á Kaupþingi, sem mat hann fyrr í mánuðinum á 1000 krónur á hlut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eimskip kaupir Daalimpex

Eimskip hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Daalimpex beheer B.V. í Hollandi, einu stærsta frystigeymslufyrirtæki í Hollandi. Eimskip átti fyrir 40 prósenta hlut í fyrirtækinu. Kaupverð er ekki gefið upp en kaupin eru fjármögnuð með handbæru fé Eimskips.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

OR með bestu lánshæfiseinkunnina

Orkuveita Reykjavíkur (OR) fékk í dag lánshæfiseinkunnina Aa2 hjá alþjóðlega matsfyrirtækinu Moody’s. Í matinu segir að lítil eða óveruleg áhætta sé í rekstri fyrirtækisins en bent er á að vægi tekna þess af samkeppnisrekstri muni fara vaxandi. Framtíðarhorfur OR eru stöðugar, að mati Moody's.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

100 tonn af hvalkjöti óseld

Enn er um 100 tonn af hvalkjöti óseld og bíða nú í frystum útgerðarmanna en þetta staðfesti íslenskur hvalveiðimaður í viðtali við Reuters í dag. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, sagði að tafirnar væru vegna þess enn væri verið að athuga hvort að kjötið stæðist manneldiskröfur sem gerðar eru til hvalkjöts.

Innlent
Fréttamynd

ASÍ segir úrsögn ólöglega

Á fundi miðstjórnar ASÍ í dag kom úrsögn Sjómannafélags Íslands úr Sjómannasambandi Íslands til umræðu. Þar kom fram að ef marka megi umfjöllun og viðtöl við forsvarsmenn félagsins í fjölmiðlum sé ætlan þeirra að segja félagið úr ASÍ án þess að fram fari sérstök atkvæðagreiðsla þar um.

Innlent
Fréttamynd

Spila fjárhættuspil í grunnskólum

Dæmi eru um að allt niður í fjórtán ára drengir spili fjárhættuspil innan veggja grunnskólanna. Ráðgjafi í spilafíkn kallar á að forvarnir verði teknar inn í skólana eins og gert er með áfengi og tóbak

Innlent
Fréttamynd

Krónan veiktist um tæp 2 prósent

Hollenski bankinn ABN Amro gaf í dag út þriggja milljarða króna krónubréf til eins árs. Þrátt fyrir það veiktist krónan um tæp 2 prósent en heildarveiking hennar síðustu fimm viðskiptadaga nemur 3,2 prósentum. Greiningardeild Kaupþings telur líkur á að evruumræðan eigi hlut að máli en leggur áherslu á að aðrar hávaxtamyntir hafi sömuleiðis veikst á sama tíma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gerðu vel við sig um jólin

Metsala var í matar- og drykkjarföngum fyrir síðustu jól samkvæmt rannsókn Rannsóknarseturs verslunarinnar. Miðað við breytilegt verðlag jókst salan um þrettán og hálft prósent á milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir togarar Brims skipta um heimahöfn

Þegar Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður eignaðist Útgerðarfélag Akureyringa og skýrði fyrirtækið Brim óttuðust margir Akureyringar að félaginu yrði skipt upp og það flutt úr bænum. Nú hefur Brim ákveðið að fjórir Togarar Brims skipti um heimahöfn. Árbakur og Sólbakur hafa þegar fengið einkennisstafnina RE í stað EA og hinir tveir, Kaldbakur og Harðbakur fá ný umdæmisnúmer innan skamms.

Innlent
Fréttamynd

Komið í veg fyrir sterasmygl á Seyðisfirði

Við hefðbundið eftirlit tollgæslunnar á Seyðisfirði við komu Norrænu í morgun, fannst talsvert magn af vaxtahormónum og sterum í bíl sem átti að flytja til landsins. Tollgæslan afhenti lögreglu embættisins málið til rannsóknar. Eigandi bifreiðarinnar viðurkenndi að eiga efnin og kvað þau ætluð til eigin nota.

Innlent
Fréttamynd

Bankarnir að undirbúa að yfirgefa krónuna?

Á síðasta ári hafa stærstu bankar landsins sankað að sér erlendri mynt. Þessa breytingu má að hluta til rekja til þess að bankarnir hafi verið að stækka við á erlendri grund og þess vegna sé æ stærri hluti af efnahagsreikningi þeirra í erlendri mynt. Þetta gæti hins vegar valdið því að með lækkandi gengi krónunnar lækki eiginfjárhlutfall bankanna. Bankarnir hafa því tekið upp jákvæðan gjaldeyrissöfnuð til þess að verja eiginfjárhlutfall sitt ef krónan lækkar.

Innlent