Innlent

Fréttamynd

Bandaríkjamenn féllu ekki fyrir lambinu

Nánast samfellt tap hefur verið á sölu lambakjöts til Bandaríkjanna - þrátt fyrir að stjórnvöld hafi í rúman áratug styrkt markaðssetningu á lambakjöti og íslenskum vörum um meira en 300 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Fjarlægjumst enn norrænt matarverð

Matur á Íslandi er röskum 60 prósentum dýrari hér en að meðaltali innan Evrópu og hefur munurinn rokið upp á milli ára. Íslenskur almenningur greiðir gríðarlegan fórnarkostnað vegna krónunnar, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

2,1 prósenta verðbólga innan OECD

Verðbólga mældist 2,1 prósent innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í nóvember á síðasta ári. Á sama tíma fyrir ári var verðbólgan 1,7 prósent. Verðbólgan var líkt og fyrr næstmest hér á landi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þess vegna eru karlmenn hamingjusamari

Menn hafa lengi velt því fyrir sér hvort kynið sé hamingjusamara, karlar eða konur. Nokkrir bandarískir hugsuðir hafa sett fram tuttugu ástæður fyrir því að karlar séu hamingjusamari. 1. Við höldum eftirnafninu okkar. 2. Brúðkaupsundirbúningurinn sér um sig sjálfur. 3. Bifvélavirkjar segja okkur sannleikann. 4. Sama vinna, hærri laun. 5. Hrukkur auka á karakter. 6. Brúðarkjóll 300 þúsund, smókingleiga 5000.

Innlent
Fréttamynd

Eigið fé bankanna aldrei hærra en nú

Nettóstaða viðskiptabankanna í erlendum gjaldeyri jókst um rúmlega 80 milljarða krónur í desember og var 188,5 milljarðar króna í lok síðasta árs. Það jafngildir tæplega 23 prósentum af eigin fé bankanna og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Greiningardeild Glitnis segir vöxt viðskiptabankanna verða fyrst og fremst utan landsteina og því vegi krónan æ minna í efnahagi og rekstri þeirra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Glitnir segir líkur á lægra bensínverði

Verð á Brentolíu fór í 55 dali á tunnu við opnun markaða í morgun. Olíuverð lækkað nokkuð stöðugt undir lok síðasta árs og er komið talsvert frá þeim methæðum sem það fór í um mitt sumar í fyrra. Greiningardeild Glitnis segir íslensku olíufyrirtækin ekki hafa lækkað eldsneytisverð síðan 22. nóvember í fyrra en telur líkur á lækkun á næstunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kviknaði í út frá potti á Húsavík

Slökkvilið Húsavíkur var kallað að fjölbýlishúsi í bænum á áttunda tímanum í kvöld. Kviknað hafði í eldhúsinnréttingu út frá potti og var talsverður reykur. Lítill eldur reyndist vera í íbúðinni, en nokkrar skemmdir eru urðu vegna reyks og sóts. Sameign hússins slapp þó nær alveg við skemmdir.

Innlent
Fréttamynd

Tveir dvergkafbátar seldir

Íslenska hátæknifyrirtækið Hafmynd hefur samið við tvo kaupendur um sölu á dvergkafbát sem fyrirtækið hefur framleitt. Samanlagt kaupverð er tæpar hundrað milljónir. Annar báturinn fer til Ástralíu en ekki fæst gefið upp að sinni hvert hinn fer. Vonast er til að fimm til átta kafbátar til viðbótar verði seldir síðar á árinu.

Innlent
Fréttamynd

Icelandair tilnefnt til alþjóðlegra vefverðlauna

Icelandair hefur verið útnefnt til alþjóðlegu „Technology For Marketing“ verðlaunanna fyrir best hannaða vefsvæði ársins, eða „Best Website Design of the Year“ eins og það heitir á frummálinu. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í London þann 6. febrúar næstkomandi. Icelandair er eina íslenska fyrirtækið sem hlotið hefur útnefningu til verðlaunanna en keppt er í 12 flokkum. Icelandair keppir í sínum flokki við fyrirtækin Orange, Dabs, Odeon og Xchange Wales.

Innlent
Fréttamynd

Jólatrén hirt fram á föstudag

Hátt í áttatíu tonn af jólatrjám fara upp á pallbíla framkvæmdasviðs borgarinnar þessa vikuna. Starfsmenn borgarinnar verða að fram á föstudag við að fjarlægja jólatrén.

Innlent
Fréttamynd

Áhætta í evrulaunum

Launþegar taka mikla áhættu með því að þiggja laun í evrum, segir aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Hann telur hverfandi líkur á að evran laumi sér bakdyramegin inn í íslenskt efnahagslíf. Hún verði aldrei tekin upp nema um það ríki pólitísk sátt.

Innlent
Fréttamynd

Þúsund færri fólksbílar fluttir til landsins

Bílainnflutningur dróst lítillega saman á síðasta ári miðað við 2005. 17.000 fólksbílar voru fluttir inn á árinu miðað við 18.000 bíla árið áður. Helsta ástæðan fyrir samdrættinum er veiking á gengi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum, að sögn greiningardeildar Kaupþings.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óhagstæður vöruskiptahalli veikir krónuna

Nafngengi krónunnar hefur lækkað um 7 prósent frá miðjum október á síðasta ári. Fram að þeim tíma hafði krónan styrkst töluvert og leit út fyrir að fyrri veiking myndi ganga til baka að mestu. Greiningardeild Landsbankans segir það skipta máli að snúa óhagstæðum vöruskiptahalla við eigi að koma í veg fyrir frekari veikingu krónunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Elin Gabriel lætur af störfum hjá Actavis

Elin Gabriel, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Actavis í Vestur Evrópu, mun láta af störfum hjá félaginu í þessum mánuði en Aidan Kavanagh, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs samstæðunnar í Mið-, Austur-Evrópu og í Asíu mun taka yfir ábyrgðarsviði hennar ásamt Ferghal Murphy yfirmanni innkaupasviðs Actavis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

200 milljónir fyrir dvergkafbát

Íslenska hátæknifyrirtækið Hafmynd hefur samið við tvo kaupendur um sölu á dvergkafbát sem fyrirtækið hefur framleitt. Samanlagt kaupverð er tæpar hundrað milljónir. Annar báturinn fer til Ástralíu en ekki fæst gefið upp að sinni hvert hinn fer.

Innlent
Fréttamynd

Morgan Stanley gefur út verðmat á Kaupþingi

Bandaríski fjárfestingabankinn Morgan Stanley hefur gefið út nýtt verðmat á Kaupþingi. Bankinn segir markgengi á bréfum bankans vera rúmar 956 krónur á hlut. Það er 44 krónum lægra en mat bandaríska bankans Citigroup á Kaupþingi í síðustu viku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjónvarpsmaðurinn Magnús Magnússon er látinn

Sjónvarpsmaðurinn góðkunni Magnús Magnússon er látinn, 77 ára að aldri. Hann greindist með krabbamein í fyrra. Mark Thompson forstjóri BBC sagði um Magnús: "Fyrir milljónir áhorfenda þá var Magnús Magnússon hin eina sanna rödd og andlit BBC. Hugsanir okkar eru hjá fjölskyldu hans og allir hjá BBC sameinast þeim í söknuði."

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra opin fyrir aukinni veiðiskyldu

Sjávarútvegsráðherra vill skoða hvort tilefni sé til að auka veiðiskyldu þeirra sem ráða yfir aflaheimildunum í framhaldi af sviptingum í sjávarútvegi að undanförnu. Formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins segir veiðiframsalið undirrót vandans í greininni.

Innlent
Fréttamynd

Fokker með bilaðar bremsur

Fokker flugvél Flugfélags Íslands, sem var að koma frá Akureyri, síðdegis, lenti á Keflavíkurflugvelli í stað Reykjavíkurflugvelli, vegna gruns um að einhver bilun væri í bremsum vélarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Tvær stúlkur börðu með hafnaboltakylfu

Tvær unglingsstúlkur, á 15. og 14. aldursári játuðu í gærkvöldi að hafa slegið stúlku á 16. ári í höfuðið með hafnaboltakylfu. Atburðurinn átti sér stað á leikvelli við Ásabraut í Keflavík á tíunda tímanum og hlaut stúlkan skurð á hnakkann.

Innlent
Fréttamynd

Álagningin jókst á síðasta ári

Álagning íslensku olíufélaganna var talsvert meiri á síðasta ári en á árinu 2005, samkvæmt útreikningum Félags íslenskra bifreiðareigenda. Forstjóri Olíufélagsins segir rétt að álagningin hafi verið nokkur á síðari hluta ársins en bendir á að um miðbik þess hafi félagið tekið á sig miklar hækkanir á heimsmarkaðsverði.

Innlent
Fréttamynd

Segir brandarann misskilinn

Varaformaður vinstri grænna segir brandara í áramótaannáli vefritsins Múrsins, um bók Margrétar Frímannsdóttur, hafa farið yfir strikið. Hún segir grínið hvorki hafa beinst gegn Margréti né Thelmu Ásdísardóttur heldur Jóni Baldvin Hannibalssyni.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að Þormóður Rammi leigi kvóta þriggja skipa

Oddvita Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi lýst illa á uppsagnir yfirmanna á þremur skipum Þormóðs ramma. Hann óttast að fyrirtækið muni nota smugu í lögunum til þess að leigja út allar aflaheimildir skipanna á næsta fiskveiðiári. Framkvæmdastjóri Þormóðs ramma segir að samkvæmt lögum megi fyrirtækið ekki leigja út meira en helming aflaheimildanna.

Innlent
Fréttamynd

Óljóst hver á að njóta hækkunarinnar

Niðurgreiðslur til dagforeldra jukust um ríflega 85 milljónir króna um áramótin. Bæði dagforeldrar og foreldrar virðast ráðvilltir um hver eigi að njóta aukinnar niðurgreiðslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Eftirliti með fjárútlátum ríkisins ábótavant

Eftirliti með framkvæmd fjárlaga er ábótavant og hvergi í stjórnkerfinu er til listi yfir þá sem fá framlög úr ríkissjóði. Ríkisendurskoðandi vill bæta úr þessu og fór í fyrradag bréflega fram á það, við öll ráðuneytin, að þau taki saman upplýsingar um hverjir fá hvað og í hvað peningarnir fara.

Innlent
Fréttamynd

Olíuverðslækkanir ósennilegar

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur fallið um tíu prósent í þessari viku og hefur ekki verið lægra í hálft annað ár. Ólíklegt er að íslenskir neytendur njóti lækkunarinnar vegna óhagstæðrar gengisþróunar.

Innlent
Fréttamynd

Sátu fyrir innbrotsþjófum

Tveir menn sátu fyrir innbrotsþjófum á heimili föður síns í morgun og leiddi fyrirsátið til handtöku þeirra. Þetta var þriðja ferð innbrotsþjófa í húsið, frá því um jólin, en þeir höfðu stillt upp þýfi í anddyrinu sem beið þess að vera sótt.

Innlent