Innlent

Fréttamynd

Innbrotsþjófur í neyð

Brotist var inn í söluskála Esso á Suðureyri aðfaranótt fimmtudags og var þjófurinn augljóslega í neyð því það eina sem hann hafði á brott voru 4 pakkar af Durex smokkum með ávaxtabragði. Eftirlitsmyndavél er á staðnum og náði hún að festa atburðinn á filmu. Þjófurinn reyndi svo lítillega að opna peningakassann á leið sinni út aftur, en þegar að það gekk ekki greiðlega fyrir sig, hvarf hann á braut.

Innlent
Fréttamynd

Magni rokkstar skilinn

Magni rokkstjarna Ásgeirsson og eiginkona hans Eyrún Haraldsdóttir hafa slitið samvistum. Í yfirlýsingu frá þeim, sem birtist í DV í dag, segir að þau hafi fjarlægst hvort annað tilfinningalega, í kjölfar mikilla breytinga sem urðu á högum Magna á nýliðnu ári. Þau segjast munu vinna í sameiningu að uppeldi sonar síns, Marinós, og biðja um næði til þess að vinna úr erfiðum málum, án íþyngjandi áreitis.

Innlent
Fréttamynd

Nýr sæstrengur er þjóðhagslega hagkvæmur

Póst- og fjarskiptastofnun hefur látið vinna skýrslu um áhrif sambandsrofa í millilandasamskiptum. Í skýrslunni, sem unnin var í desember, kemur fram að þjóðhagslega hagkvæmt er að ráðast í lagningu nýs sæstrengs, FARICE-2, fyrr en síðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Um 50 flugumferðarstjórar ráðnir í dag

Um fimmtíu flugumferðarstjórar, sem neitað höfðu að ráða sig hjá Flugstoðum ohf., óskuðu í dag eftir starfi þar. Þeir fyrstu mættu á vakt strax í morgun og viðbúnaðaráætlun var aflýst um hádegi. Flugumferðarstjórn er því komin í eðlilegt horf. Félag íslenskra flugumferðarstjóra og Flugstoðir náðu í gær samkomulagi eftir margra vikna deilur en hið opinbera hlutafélag, Flugstoðir, tóku við af Flugmálastjórn um áramótin. Sex flugumferðarstjórar voru komnir á biðlaun núna í janúar, þar á meðal formaður Félags flugumferðarstjóra, en að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Flugmálastjórnar, mun það ekki valda vandkvæðum við ráðningar þeirra. Hún segir viðbúnaðaráætlunina hafa gengið vel við tilstuðlan þeirra starfsmanna sem stóðu vaktina.

Innlent
Fréttamynd

Fagleg íslensk leyniþjónusta

Samkvæmt leyniskjölum, sem Stöð 2 fékk aðgang að í krafti upplýsingalaga, virðist náið samstarf hafa verið á milli íslensku öryggisþjónustunnar og leyniþjónustu bandaríska flotans undir lok sjöunda áratugarins, þegar fullvíst er talið að víðtækar fjarskiptanjósnir hafi verið stundaðar í sovéska sendiráðinu. Í einu þessara skjala hæla bandarískir leyniþjónustumenn íslenskum kollegum sínum í hástert fyrir fagmennsku.

Innlent
Fréttamynd

Greiðsluafkoma ríkissjóðs jákvæð um 23 milljarða

Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs jókst um 52 milljarða krónur á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs, samkvæmt greiðsluuppgjöri ríkissjóðs. Þetta er 30,1 milljarði hagstæðari niðurstaða en á sama tíma árið áður. Þetta merkir að greiðsluafkoma ríkissjóðs var jákvæð um rúma 23 milljarða krónur á fyrstu ellefu mánuðum ársins samanborið við 11,4 milljarða árið áður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi Kaupþings hækkar eftir nýtt verðmat

Bandaríski bankinn Citigroup gaf í dag út nýtt verðmat á Kaupþingi. CitiGroup metur bankann á 1.000 krónur á hlut. Gengi Kaupþings stóð 859 krónum á hlut við upphaf viðskipta í morgun. Það hækkaði um tæp 4 prósent í kjölfar verðmatsins og stóð gengið í 887 krónum á hlut rétt fyrir klukkan hálf 11.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vöruskipti óhagstæð um 13,5 milljarða í nóvember

Vöruskipti voru óhagstæð í nóvember um 13,5 milljarða krónur í nóvember í fyrra. Þetta er 300 milljónum krónum meira en á sama tíma árið 2005, samkvæmt bráðabirgðaútreikningum Hagstofu Íslands. Halli á vöruskiptum við útlönd nam 122,6 milljörðum króna á fyrstu 11 mánuðum síðasta árs sem er 27,9 milljörðum krónum meira en árið áður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ferðamenn í vandræðum á Kjalvegi

Erlent par komst í hann krappann í gær þegar það hugðist aka yfir Kjöl á venjulegum jepplingi sem það hafði tekið á leigu. Þrátt fyrir að Kjalvegur sé rækilega merktur ófær á skiltum, lagði fólkið af stað en festi svo bílinn norðan við Bláfellsháls.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla leitar manns í Hafnarfirði

Leit er hafin að rúmlega fertugum karlmanni, Gísla Bryngeirssyni, sem fór frá heimili sínu í Hafnarfirði í gærkvöldi á ljós bláum Chevrolet Suburban, til að viðra tvo hunda. Síðast heyrðist frá honum í grennd við Hvaleyrarvatn um klukkan hálf tólf.

Innlent
Fréttamynd

Krónan styrkist á ný

Krónan styrktist verulega á fyrsta viðskiptadegi ársins í gær og hækkaði um tæp tvö prósent. Fjármálasérfræðingar segja að það megi að mestu rekja til þess að hollenskur banki gaf út svonefnd krónubréf upp á þrjá milljarða króna. Þetta er einhver mesta sveifla á gengi krónunnar um langt skeið.

Innlent
Fréttamynd

Árásarmanna enn leitað

Lögreglan í Reykjavík hefur engar vísbendingar fengið um árásarmennina, sem frömdu alvarlega líkamsárás á móts við kínverska viðskiptasendiráðið í Garðastræti á nýjársnótt. Upptaka af atvikinu úr eftirlitsmyndavél, var sýnd í sjónvarpsstöðvunum í gærkvöldi, en það hefur ekki enn borið árangur.

Innlent
Fréttamynd

Opinber rannsókn á ummælum Jóns Baldvins

Hæstiréttur hefur heimilað opinbera rannsókn á ummælum Jóns Baldvins Hannibalssonar um Sigurjón heitin Sigurðsson, fyrrverandi lögreglustjóra. Vildi Jón Baldvin að börn Sigurjóns rækju einkamál gegn sér, ættu þau eitthvað sökótt við sig en Jón Baldvin kallaði Sigurjón "alræmdan" í Kastljósviðtali.

Innlent
Fréttamynd

Borgin sýknuð af kröfu erfingja Kjarvals

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Reykjavíkurborg af kröfu erfingja Jóhannesar Kjarvals um að fá til baka listaverk eftir meistarann sem eru í vörslu borgarinnar. Reykjavíkurborg hefur fullyrt að listamaðurinn hafi gefið borginni þessi verk árið 1968 en erfingjarnir báru brigður á að um gjöf hefði verið að ræða. Þeir ætla ekki að una dómi héraðsdóms og munu áfrýja til æðri dómsstiga - jafnvel leita til dómsstóla utan landssteina.

Innlent
Fréttamynd

Flugstoðir hafa ekki svarað flugumferðarstjórum

Flugumferðarstjórar samþykktu einróma í dag að ganga að samkomulagi við Flugstoðir. Því má reikna með að flugumferð komist aftur í eðlilegt horf yfir landinu. Farsæl lending í sjónmáli, segir forstjóri Flugstoða.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu jöklabréf ársins gefin út í dag

ABN Amro, einn stærsti banki Hollands, gaf út svokölluð jöklabréf fyrir þrjá milljarða krónur í dag. Bréfið er með gjalddaga 11. janúar á næsta ári og ber 14 prósenta vexti. Þetta er fyrsta jöklabréfið á árinu og það fyrsta síðan í byrjun desember, að sögn greiningardeildar Landsbankans. Jöklabréf fyrir 35 milljarða krónur verða á gjalddaga á fyrsta fjórðungi þessa árs, þar af eru 5 milljarðar á gjalddaga á morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi AMR tók á rás vestanhafs

Gengi bréfa í bandaríska félaginu AMR, móðurfélagi American Airlines, tóku á rás við opnun markaða í Bandaríkjunum í dag og hækkaði mest um rúm 7,20 prósent. Þetta er fyrsti viðskiptadagur ársins vestanhafs á árinu. FL Group keypti tæpan 6 prósenta hlut í AMR fyrir um 29 milljarða íslenskra króna undir lok síðasta árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hrun í rækjuveiðum

Rækjuaflinn á nýliðnu ári var aðeins 3000 tonn. Þar af var stór hluti veiddur á Flæmingjagrunni, langt utan íslensku lögsögunnar. Fyrir 10 árum fór rækjuaflinn hátt í 100 þúsund tonn, þannig að þessi grein sjávarútvegsins hefur hrunið.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur ungmenni handtekinn með fíkniefni

Lögreglan í Reykjavík handtók fjögur sextán ára ungmenni í nótt, eftir að kannabis og anfetamín fannst í fórum þeirra. Fólkið var saman í bíl, sem lögregla stöðvaði við umferðareftirlit. Málefni hópsins heyra undir barnaverndaryfirvöld.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla kölluð til vegna vélmennis

Hreyfiskynjari í iðnaðarfyrirtæki í Kópavogi gaf í nótt til kynna að einhver væri á ferð inni í fyrirtækinu, sem átti að vera mannlaust. Lögregla kom á vettvang til að góma hinn óboðna gest, sem reyndist vera vélmenni, sem var í óða önn að hreinsa gólfin, eins og fyrir það hafði verið lagt. Ekkert varð þvi úr handtöku.

Innlent
Fréttamynd

Afbrotamaður fenginn að láni

Lögreglan á Selfossi fékk í fyrrakvöld lánaðan mann, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í haldi vegna afbrota í borginni, til þess að mæta fyrir rétti fyrir afbrot á Selfossi.

Innlent
Fréttamynd

Losnaði fyrir eigin vélarafli

Flutningaskipið Sunna, sem skipafélagið Nes gerir út, skemmdist nokkuð, þegar það strandaði við Orkneyjar í gærmorgun. Að sögn Morgunblaðsins var sjö manna pólskri áhöfninni, ekki hætta búin og losanði skipið af strandstað fyrir eigin vélarafli.

Innlent
Fréttamynd

Gengu af fundi

Fulltrúar flugumferðarstjóra gengu af fundi með fulltrúum Flugstoða á níunda tímanum í gærkvöldi án niðurstöðu. Efnislegt samkomulag hafði náðst um lífeyrismál, sem eru helsti ásteytingarsteinninn, en formsatriði kom í veg fyrir að skrifað væri undir samkomulagið.

Innlent
Fréttamynd

Flugskólar lamaðir

Fulltrúar flugumferðarstjóra og Flugstoða settust til fundar nú síðdegis til að freista þess að ná lendingu í deilu sinni. Starfsemi flugskóla Reykjavíkur hefur nánast legið niðri í dag vegna skorts á flugumferðarstjórum.

Innlent
Fréttamynd

Bæði vilja í forsætisráðherrastólinn

Það verður ekki heiglum hent að mynda félagshyggjustjórn eftir kosningar í vor ef marka má orðaskak formanna Samfylkingar og Vinstri grænna í Kryddsíldinni á gamlársdag. Ný staða gæti komið upp í íslenskum stjórnmálum eftir kosningar, segir stjórnmálafræðingur, ef sá flokkur sem lengst er til vinstri fengi stól utanríkisráðherra

Innlent
Fréttamynd

Læknar meta aðstæður vistmanna

Læknar og sérfræðingar hafa verið fengnir til að skoða aðstæður vistmanna í Byrginu. Reykjavíkurborg, eins og ríkið, bíður niðurstöðu Ríkisendurskoðunar um fjármál Byrgisins áður en ákvörðun verður tekin um frekari styrki.

Innlent
Fréttamynd

ICEX-15 hækkaði um 15,8 prósent í fyrra

ICEX-15 hlutabréfavísitala Kauphallar Íslands hækkaði um 15,8 prósent á síðasta ári. Til samanburðar nam árleg hækkun vísitölunnar 56-65 prósentum á árunum 2003-2005, að sögn greiningardeildar Glitnis, sem spáði 15-25 prósenta hækkun á síðasta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vekjaraklukka vakti nágranna

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Álfaborgum í Grafarvogi í gær þar sem maður hringdi í neyðarlínuna út af reykskynjara í íbúð nágrannans, - eða svo hélt hann. Verkefnið var á endanum ekki flóknara en að slökkva á vekjaraklukku sem granninn hafði stillt áður en hann fór að heiman.

Innlent