Innlent

Fréttamynd

Dregið úr hraðakstri á Suðurlandsvegi

Stórlega hefur dregið úr hraðakstri á Suðurlandsvegi undanfarna daga, svo tíðindum sætir, að sögn lögreglunnar á Selfossi. Heyrir nú til algerra undantekninga að menn mælist á of miklum hraða, og þeir fáu, sem hafa mælst, eru aðeins lítillega yfir hámarkshraða.

Innlent
Fréttamynd

Komust ómeidd úr brennandi húsi

Roskin kona komst ómeidd út úr brennandi húsi sínu við Oddeyrargötu á Akureyri um klukkan hálf tólf í gærkvöldi, og gerði nágrönnum sínum viðvart, sem líka forðuðu sér út.

Innlent
Fréttamynd

Sýndu enga biðlund á slysstað

Ótrúleg óþolinmæði og dónaskapur vegfarenda mætti lögreglumönnun og þeim sem komu fyrstir á vettvang að banaslysi sem varð á Vesturlandsvegi í gær. Fólk ók jafnvel í gegnum vettvanginn áður en lögregla kom á staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Báru skotheld vesti vegna líflátshótana

Allir lögreglumenn, á vakt í miðborginni um helgina, báru skotheld vesti og sérstakar kylfur vegna margítrekaðra líflátshótana. Hótanirnar eru teknar alvarlega, en þær berast í kjölfar þess að maður lést í vörslu lögreglu í lok nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Kaupþing spáir hærri stýrivöxtum

Ný fjárlög sem voru samþykkt nú fyrir helgi gera bæði ráð fyrir töluverðri lækkun skatta og hækkun útgjalda. Greiningardeild Kaupþings banka segir að vegið sé töluvert nærri grunnafkomu ríkissjóðs sem muni hefna sín um leið og þenslan gengur niður. Deildin segir erfitt að finna betri fjárfestingu en breikkun þjóðvega. Tímasetningin sé hins vegar slæm og geti það, ásamt öðru, kallað á hækkun stýrivaxta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kosningabaráttan hafin

Síðasti þingfundur Alþingis fyrir jólaleyfi leystist upp í kosningafund á lokasprettinum og kallaði formaður Samfylkingarinnar ríkisstjórnina einhverja skæðustu frjálshyggjustjórn Vesturlanda. Þingmaður Framsóknarflokksins sagði þvert á móti að ríkisstjórnin væri velferðarstjórn sem bætt hefði hag allra landsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Líkamsræktarstyrkir skattskyldir

Líkamsræktarstyrkir vinnuveitenda og stéttarfélaga eru skattskyld hlunnindi og breyting á því yrði frávik frá meginreglum tekjuskattslaga. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við skriflegum fyrirspurnum Björns Inga Hrafnssonar, varaþingmanns Framsóknarflokksins, um styrki til íþróttaiðkunar og heilsuræktar. Björn Ingi spyr í pistli á heimasíðu sinni í dag hvort ekki sé kominn tími til fyrir stjórnvöld að viðurkenna forvarnargildi hollrar hreyfingar og verðlauna þá með einhverjum hætti sem hugsa vel um heilsuna og spara þannig heilbrigðiskerfinu umtalsverða fjármuni til lengri tíma litið.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagnstruflanir í Kjós og Hvalfirði í nótt

Rafmagnstruflanir voru í nótt í Hvalfirði og Kjós. Stór hluti Kjósar var straumlaus til klukkan fimm í morgun og voru síðustu notendur ekki komnir með rafmagn fyrr en klukkan átta. Rafmagn komst á Hvalfjörðinn klukkan hálftvö í nótt. Ástæða bilunarinnar í Kjós var að staurar brotnuðu vegna ísingar við Grjóteyri og Miðdal.

Innlent
Fréttamynd

Undirbýr stofnun nýs dagblaðs

Sigurjón M. Egilsson hefur sagt upp störfum sem ritstjóri Blaðsins og hefur óskað eftir að fá að hætta strax um áramót. Sigurjón sagði, í samtali við fréttastofu, að hann væri að undirbúa stofnun nýs dagblaðs, en vildi ekki greina frá því hverjir útgefendur þess yrðu.

Innlent
Fréttamynd

Gengu gegn ofbeldi

16 ungir karlmenn gengu niður Laugaveginn í dag til að hvetja karlmenn til að taka afstöðu gegn ofbeldi gegn konum. Einhverjum var misboðið vegna þessa framferðis og kallaði til lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Reykdalsvirkjun endurreist

Í dag var hundrað ára afmælis Reykdalssvirkjunar minnst í Hafnarfirði. Virkjunin er með þeim fyrstu sem reist var hér á landi. Það var athafnamaðurinn Jóhannes Reykdal sem reisti virkjun á þessum stað fyrir rétt liðlega hundað árum.

Innlent
Fréttamynd

Málaferlin kostuðu 8 milljónir

Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir málaferlin gegn sér í Bretlandi hafa kostað sig 8 milljónir. Hann fagnar því að dómurinn frá í fyrra hafi verið ógildur og vonar að nú sé málinu lokið.

Innlent
Fréttamynd

Alnæmissamtökin styrkt

Það hljóp á snærið hjá Alnæmissamtökunum á Íslandi nú síðdegis þegar Alnæmissjóður MAC afhenti samtökunum fimmhundruð þúsund króna styrk við hátíðlega athöfn í snyrtivörubás MAC í Debenhams Smáralindinni. Hver króna af seldum viva glam varalit rennur í sjóðinn. Styrkurinn kemur sér ákaflega vel að sögn framkvæmdastjóra samtakanna en hann verður nýttur í fræðslu og forvarnarverkefni. Til samanburðar má geta þess að fjárveitingar ríkisins til samtakanna á síðasta ári námu tveimur og hálfri milljón króna.

Innlent
Fréttamynd

6,6% íslenskra barna býr við fátækt

Á fimmta þúsund íslenskra barna býr við fátækt, samkvæmt nýrri skýrslu sem forsætisráðherra lét taka saman að beiðni þingmanna Samfylkingarinnar. Þetta er óviðunandi ástand, segir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, sem vill meðal annars skoða hækkun barnabóta.

Innlent
Fréttamynd

Síðasti þingfundur fyrir jólafrí

Alþingi kom saman til síðasta fundar síns fyrir jólaleyfi klukkan hálf tíu í morgun. Fyrir fundinum liggja þrjátíu mál. Búast má við að nokkur þeirra verði afgreidd sem lög frá Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Gosið lækkar meir en mörg hollustan

Stjórnvöld eru að senda fólki röng skilaboð með því að lækka virðisaukaskatt á gosdrykkjum og sykruðum svaladrykkjum, segir forstjóri Lýðheilsustöðvar.

Innlent
Fréttamynd

Pilturinn sem lést á Stykkishólmsvegi

Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Stykkishólmsvegi aðfararnótt föstudags hét Valtýr Guðmundsson. Hann var til heimilis að Árnatúni 5 í Stykkishólmi. Hann var 22 ára gamall, ókvæntur og barnlaus.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkurinn misbeitti ríkisvaldinu

Sjálfstæðisflokkurinn misbeitti ríkisvaldinu í hlerunum pólitískra andstæðinga, sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Fjármálaráðherra hafnaði því og sagði að menn mættu ekki vanmeta hlut Alþýðuflokks og framsóknarráðherra í hlerunum. Þingmaður Framsóknar brást hart við þeim orðum og sagði árásir á aðra flokka málinu ekki til framdráttar.

Innlent
Fréttamynd

Miklar hækkanir á norrænum mörkuðum

Miklar hækkanir hafa verið á norrænum hlutabréfamörkuðum það sem af er ársfjórðungsins. Greiningardeild Landsbankans segir að þegar norrænu markaðirnir séu skoðaðir kemur í ljós að einungis 15 félög af 95 hafa lækkað á tímabilinu. Mesta hækkunin nemur 120% í danska fyrirtækinu Vestas Wind, sem framleiðr tækjabúnað og vindmyllur til raforkuframleiðslu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nýtt fraktflugfélag stofnað á Akureyri

Nýtt flugfélag sem flýgur fraktflug frá Akureyri til meginlands Evrópu var stofnað á Akureyri í dag. Félagið heitir Norðanflug ehf. og eru stofnendur þess þrír það er Samherji, Eimskipafélag íslands og SAGA Fjárfestingar. Hefja á fraktflugið vorið 2007. Hlutfé Norðurflugs er 50 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt flugfélag á Akureyri

Norðanflug ehf., félag um fraktflug frá Akureyri til meginlands Evrópu, var stofnað á Akureyri í dag en hefur starfsemi næsta vor. Stofnendur eru Samherji hf., Hf. Eimskipafélag Íslands og SAGA Fjárfestingar ehf. Hlutafé er 50 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jónínu Ben dæmdar bætur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Mikael Torfason og Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóra DV, til að greiða Jónínu Benediksdóttur bætur vegna umfjöllunar DV um einkalíf hennar.

Innlent
Fréttamynd

Samruni SPV og SH samþykktur

Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt samruna Sparisjóðs vélstjóra, SPV og Sparisjóðs Hafnarfjarðar, SPH. Stofnfjáreigendur beggja sjóðanna samþykktu samrunann fyrir réttri viku. Ragnar Z. Guðjónsson og Magnús Ægir Magnússon, sparisjóðsstjórar sameinaðs sparisjóðs, segja að við sameininguna verði til „mjög öflugt fjármálafyrirtæki.“

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Karlmaður um tvítugt lést í umferðarslysi

Karlmaður um tvítugt beið bana í umferðarslysi á Stykkishólmsvegi við afleggjarann að Stykkishólmsflugvelli í nótt. Slysið var rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Nokkur ísing og hálka var á veginum en talið er að maðurinn hafi misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann hafnaði á ljósastaur. Talið er að að maðurinn hafi látist samstundis. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.

Innlent
Fréttamynd

Full samstaða stjórnarliða um RÚV

Full samstaða er meðal stjórnarliða um RÚV-frumvarpið segir menntamálaráðherra og átelur menn fyrir að setja frestun lokaumræðunnar í annarlegt ljós.

Innlent
Fréttamynd

Fullar atvinnuleysisbætur hækka um 3.000 krónur um áramótin

Atvinnuleysisbætur hækka um 2,9% 1. janúar á næsta ári. Hækkun atvinnuleysisbóta helst í hendur við hækkun launa í landinu almennt. Fullar atvinnuleysisbætur hækka um rúmar 3.000 krónur. Þær eru nú 111.015 krónur en verða 114.234 krónur 1. janúar 2007.

Innlent