Innlent

Fréttamynd

Yfirlætislegt tal að segja að meiri hagsmunir víki fyrir mini

Það yfirlætislegt tal að halda því fram um nýhafnar hvalveiðar að meiri hagsmunir víki fyrir minni. Þetta sagði Einar K. Guðfinnssona sjávarútvegsráðherra í ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ í dag. Einar sagði að í hvalveiðum fælust gríðarlegir efnahagslegir hagsmunir. Bent hefði verið á að afrakstur þorskstofnsins gæti orðið allt að fimmtungi minni ef hvalastofnanir væru friðaðir.

Innlent
Fréttamynd

Halda fast við áform um hungurverkfall

Fangar í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg halda fast við áform sín um að fara í hungurverkfall á morgun nema að þeir fái skrifleg svör við óskum sínum um bætta aðstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Pólitísk afskipti skaða Strætó

Pólitísk afskipti af starfsemi Strætós bs. eru skaðleg fyrirtækinu og óljóst er hver stefna fyrirtækisins er, segir í nýrri stjórnsýsluúttekt á Strætó sem endurskoðunarfyrirtækið Deloitte gerði að ósk stjórnar fyrirtækisins.

Innlent
Fréttamynd

Abramovich skoðaði höfuðstöðvar OR

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, skoðaði nú í hádeginu höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur en hann er hér í erindagjörðum sem ríkisstjóri í Chukotka í Síberíu.

Innlent
Fréttamynd

Varað við óveðri í Öræfasveit

Vegagerðin varar við óveðri í Öræfasveit. Þar hafa hviður farið upp í fimmtíu metra á sekúndu í dag og er fólk beðið um að vera ekki á ferð að ástæðulausu.

Innlent
Fréttamynd

Fjármálaráðherra ver hvalveiðar á BBC

Árni Mathiesen, fjármálaráðherra og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, varði í dag þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný á sjónvarpsstöðinni BBC World.

Innlent
Fréttamynd

Ágúst Ólafur sækist eftir fjórða sætinu

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sækist eftir 4. sætinu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Prófkjörið fer fram 11. nóvember. Ágúst Ólafur hefur setið á þingi frá árinu 2003 og á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd, allsherjarnefnd og er varamaður í utanríkismálanefnd.

Innlent
Fréttamynd

Saxbygg kjölfestufjárfestir í Steni

Fjárfestingarfélagið Saxbygg er kjölfestufjárfestir í kaupum nokkurra fjárfesta á norska fyrirtækinu Steni sem framleiðir húsaklæðingar. Stofnað hefur verið eignarhaldsfélag, Steni Holding AS, sem er í eigu stjórnenda, starfsmanna og hóps íslenskra, norksra og finnskra fjárfesta.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið skili vannýttum lóðum í Efstaleiti

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að ganga eftir því við ríkið að vannýttum lóðum við húsnæði Ríkisútvarpsins við Efstaleiti yrði skilað til Reykjavíkurborgar. Það voru fulltrúar Samfylkingarinnar sem lögðu fram tillögu þessa efnis.

Innlent
Fréttamynd

Iceland Express eykur umsvif sín

Lággjaldaflugfélagið Iceland Express verður eina lággjaldaflugfélagið á Norður-Atlantshafsleiðinni þegar það hefur áætlunarflug á milli Bandaríkjanna og meginlands Evrópu næsta sumar, með viðkomu á Íslandi. Fjöldi ákvörðunarstaða í Evrópu verður líka tvöfaldaður.

Innlent
Fréttamynd

Kynbundinn launamunur nánast óbreyttur í áratug

Kynbundinn launamunur hefur sama og ekkert minnkað á síðustu tíu árum. Ný rannsókn sem Capacent gerði fyrir Félagsmálaráðuneytið sýnir að konur eru með 84,3% af launum karla - sem eingöngu má rekja til kyns. Fyrir tíu árum voru konur með 84% af launum karla. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra lýsir yfir vonbrigðum með niðurstöðuna.

Innlent
Fréttamynd

Hafa enn ekki veitt hval

Hvalveiðiskipið Hvalur 9 hafði ekki veitt hval nú rétt fyrir hádegið, eftir því sem Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, best vissi. Skipið er djúpt vestur af landinu, þar sem það lét fyrir berast í nótt, en ekki er hægt að stunda veiðarnar nema í björtu, þegar sést til hvala með berum augum. Kristján sagðist ekki vita betur en að öll vinnsluleyfi lægju nú fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórn sögð tala tungum tveim í hvalveiðimáli

Heitar umræður voru á Alþingi í morgun þar sem ríkisstjórnin var sökuð um að tala tungum tveim í hvalveiðimálinu. Þar kvaddi Steignrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sér hljóðs í upphafi þingfundar og vakti athygli á því að Jónína Bjartmarz umhvefisrráðherra hefði lýst yfir að hún hefði fyrirvara um veiðar á hval vegna hugsanlegs skaða fyrir orðspor Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Sérsveit kölluð út vegna vopnaðs manns á Siglufirði

Sérsveit Ríkislögreglustjóra á Akureyri var kölluð út skömmu eftir miðnætti í gær vegna ölvaðs og vopnaðs manns í heimahúsi á Siglufirði. Þegar sérsveitin kom á staðinn um klukkan tvö hafði maðurinn skotið þremur skotum úr haglabyssu án þess að nokkur yrði fyrir skaða.

Innlent
Fréttamynd

Fluttir á sjúkrahús með ósoneitrun

Tveir sjómenn af fjölveiðiskipinu Aðalsteini Jónssyni frá Eskifriði voru fluttir á sjúkrahúsið í Neskaupsstað undir hádegið, eftir að þeir höfðu orðið fyrir ósoneitrun í lest skipsins. Það lá úti á firðinum og var verið að sótthreinsa lestirnar þegar ósoni var fyrir misskilning dælt í lest, þar sem þeir voru.

Innlent
Fréttamynd

600 fleiri íbúðir byggðar í fyrra en árið 2000

Um 600 fleiri íbúðir voru byggðar í fyrra en árið 2000 samkvæmt svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Í upplýsingum sem fengnar eru úr Landskrá fasteigna kemur fram að um 1850 íbúðir voru byggðar á árinu 2000 en þær voru um 2420 árið 2005.

Innlent
Fréttamynd

Leonard áfram í Leifsstöð

Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. og eigendur skartgripaverslunarinnar Leonard ehf. hafa endurnýjað samning um rekstur verslunar í flugstöðinni með úr og skartgripi. Sævar Jónsson eigandi Leonard ehf. og Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, undirrituðu samninginn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Varað við hálkublettum víða um land

Vegagerðin varar við hálkulettum víða á Vesturlandi og Vestfjörðum og á Norðaustur- og Austurlandi. Á Öxnadalsheiði eru hálkublettir og éljagangur og snjóþekja er á Lágheiði.

Innlent
Fréttamynd

Ungir jafnaðarmenn viljia óháða rannsókn á hlerunum

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík hvetja íslensk stjórnvöld til að koma á fót óháðri rannsóknarnefnd sem falið yrði að kanna fyrirkomulag hlerana á tímum Kalda stríðsins og strax í kjölfar þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim.

Innlent
Fréttamynd

Raftæki fara úr búðinni í ruslið á tveimur árum

Líftími margra raftækja er ekki langur, þetta vita neytendur af eigin raun. Hver á til dæmis tíu ára gamlan farsíma eða tölvu? Heldurðu að þú verðir ennþá að nota mp3-spilarann þinn eftir fimm ár? Borgar sig að fara með bilaðan hlut í viðgerð eða er betra, og kannski líka ódýrara, að fá sér bara nýjan?

Innlent
Fréttamynd

Þetta eru ekki bílastæði

Lönguhlíðin hefur verið þrengd til að bæta öryggi barna í hverfinu. Akreinum hefur verið fækkað í eina hvoru megin í Lönguhlíðinni og hjólreiðastígar gerðir.

Innlent
Fréttamynd

Hvalveiðar ræddar á CNN

Helgi Ágústsson, sendiherra Íslendinga í Bandaríkjunum, kom fram í beinni útsendingu fréttastöðvarinnar CNN í gær þar sem hann svaraði spurningum um hvalveiðar.

Innlent