Innlent

Fréttamynd

Ráðinn bæjarstjóri Vestubyggðar

Ragnar Jörundsson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Vesturbyggðar. Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá því að þrír einstaklingar hafi sótt um starfið auk Ragnars. Ragnar er 61 árs að aldri og hefur áður gengt starfi sveitarstjóra í Hrísey og á Súðavík. Guðný Sigurðardóttir hefur gengt starfi bæjarstjóra frá því Guðmundur guðlaugsson fyrrum sveitarstjóri lét af störfum í vor.

Innlent
Fréttamynd

Taprekstur hjá Vinnslustöðinni

Vinnslustöðin á Neskaupsstað skilaði 368 milljóna króna tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er mikil breyting frá sama tímabili í fyrra þegar fyrirtækið skilaði 463 milljóna króna hagnaði. Þá skilaði félagið 260 milljóna króna tapi á öðrum ársfjórðungi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Iceland America Energy gerir raforkusamning

Iceland America Energy, dótturfélag Enex hf., og orkufyrirtækið Pacific Gas & Electric í Kaliforníu hafa undirritað samning um framleiðslu og sölu á 50 megavöttum af raforku.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður Kaupþings 31,8 milljarðar króna

Hagnaður Kaupþings banka nam 13,0 milljörðum króna á öðrum ársfjóðungi en hagnaður bankans á fyrstu sex mánuðum ársins nemur 31,8 milljörðum króna, sem er 7 milljörðum krónum meira en á sama tíma í fyrra. Hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi er hins vegar 700 milljónum krónum minni en fyrir ári. Hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi er um þremur milljörðum krónum meiri greiningardeildir bankanna höfðu spáð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leiðtogar funda í Róm

Fundur utanríkisráðherra helstu ríkja og fulltrúa alþjóðsamtaka um átökin í Líbanon hófst í Róm á Ítalíu í morgun. Þar verður rætt um hvernig hægt verði að stilla til friðar milli Ísraela og skæruliða Hizbollah og hvernig hægt verði að flytja hjálpargögn til þjáðra á átakasvæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Tveir kostir varðandi gengi krónunnar

Aðeins tveir kostir eru í stöðunni varðandi framtíðarskipan gengismála hér á landi, segir í skýrslu, sem Viðskiptaráð hefur látið gera og kynnt verður í dag. Annarsvegar að að taka upp Evru og ganga þar með í Evrópusambandið, og hinsvegar að byggja áfram á sjálfstæðri krónu með fljótandi gengi. Tilgangur Viðskiptaráðs með gerð skýrsunnar, sem heitir: Krónan og atvinnulífið, er að leggja grunn að faglegri umræðu um gengismál hérlendis.

Innlent
Fréttamynd

Beðið eftir leyfinu

Borgaryfirvöld fóru fram á í síðustu viku að framkvæmdum á lóð nýrrar bensínstöðvar Esso í Vatnsmýrinni yrði hætt.

Innlent
Fréttamynd

Gríðarlegir fjármunir tapast

Flugfélagið Icelandair skoðar rétt sinn til að krefja íslenska ríkið um skaðabætur vegna mikilla veikinda flugumferðarstjóra undan­farið. Eins og komið hefur fram í fréttum eru flugumferðarstjórar mjög ósáttir við nýtt vaktakerfi sem sett var á í mars síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Stækkun sem dugar til 2016

Fjölgun farþega um Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur kallað á stækkun og breytingar. Verklok eru áætluð í vor. Meðal nýjunga er farangursflokkunarkerfi.

Innlent
Fréttamynd

Actavis eykur við hlutafé

Samþykktar voru á hluthafafundi Actavis í gær tvær tillögur í tengslum við fjármögnun væntanlegs yfirtökutilboðs í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva. Var annars vegar útgáfa nýs hlutafjár að verðmæti um 20 milljarða króna að markaðsvirði samþykkt. Hins vegar var veitt heimild til útgáfu breytiréttar í hlutafé vegna skuldbindinga félagsins samkvæmt lánasamningi fyrir allt að 525 milljónir evra, um 48,7 milljarða króna. Munu handhafar breytiréttar hafa heimild til að breyta kröfum sínum í hlutabréf í Actavis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kvóti seldur frá Grímsey til Sandgerðis

Kvóti, sem dugað hefur til að gera út fjóra báta frá Grímsey, hefur verið seldur til Sandgerðis og eru seljendurnir hættir útgerð, að því er Morgunblaðið greinir frá. Þetta eru tæp 12.000 tonn af þorski og ýsu, sem er stór hluti af heildarkvóta Grímseyinga, og er söluvirðið nálægt tveimur milljörðum króna. Nú búa um það bil hundrað manns í Grímsey þannig að þeta er umtalsvert hlutfall af efnahag eyjarskeggja.

Innlent
Fréttamynd

Ökumennirnir gæta sín ekki

Ellefu hafa látist í umferðinni á árinu. Slysin hafa orðið jafnt í þéttbýli sem dreifbýli og ýmist ökumenn, farþegar eða gangandi vegfarendur hafa látið lífið. Þá hafa orðið slys, bæði vegna árekstra og útafaksturs.

Innlent
Fréttamynd

Unglingum séu sett mörk

Foreldrahús og skjólstæðingar þess vilja veita foreldrum stuðning með því að hvetja til samráðs og samheldni við að virða lög og reglur. Brýnt er að foreldrar setji skýrar reglur og hviki ekki frá þeim.

Innlent
Fréttamynd

Áætluð fjölgun um 15 prósent

Sveitarfélögin í landinu áætla að rúmlega ellefu þúsund einstaklingar muni njóta greiðslna húsaleigubóta á þessu ári. Það er 14,9 prósenta fjölgun frá árinu áður.

Innlent
Fréttamynd

Slapp úr brennandi hjólhýsi

Maður slapp ómeiddur út úr brennandi hjólhýsi í Þjórsárdal í nótt, en hjólhýsið brann til kaldra kola. Um leið og hann komst út, hringdi hann á slökkvilið, sem brátt kom á vettvang, en þá var hjólhýsið al elda og ekki lengur við neitt ráðið. Svo vel vildi til að ringt hafði á svæðinu í gærkvöld og fram yfir miðnætti, þannig að eldur náði ekki að læsa sig í skóginn í grenndinni. Þá voru önnur hjólhýsi á svæðinu í öruggri fjarlægð. Eldsupptök eru ókunn.

Innlent
Fréttamynd

Framkvæmdum við tónlistarhús frestað

Ríkisstjórnin vill fresta framkvæmdum við tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík um eitt ár. Þannig á að sporna gegn þenslu og hvetja aðra til að hægja á dýrum framkvæmdum. Portus group hefur þegar samþykkt frestun.

Innlent
Fréttamynd

Mikil eldhætta skapaðist

Rúmlega tíu þúsund lítrar af bensíni runnu niður í jarðveg eftir að tankbíll með tengivagn valt á þjóðveginum við Stórutjarnir í Ljósavatnsskarði í gærmorgun. Bílstjórinn var fluttur lítillega slasaður á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Aukinn kraftur í rannsóknir

Landsvirkjun setur nú aukinn kraft í rannsóknir á Norðausturlandi í tengslum við viðræður Alcoa um álver á Húsavík að sögn Bjarna Pálssonar, verkfræðings hjá Landsvirkjun.

Innlent
Fréttamynd

Brenndist illa þegar hann olli stórtjóni

Karlmaður á þrítugsaldri brenndist alvarlega þegar hann olli stórtjóni með því að kveikja í bílum á bílasölu í Reykjavík í nótt. Lögreglumaður á eftirlitsför sá eldinn og kallaði á slökkvilið, en maðurinn var á bak og burt. Hann komst af sjálfsdáðum á Slysadeild Landsspítalans, þar sem hann er enn í meðferð vegna brunasára, einkum í andliti. Þaðan tilkynnti hann lögreglu að hann hefði kveikt í bílunum. Hann hefur borið eldfimt efni að einum eða tveimur bílum, sem eru gjörónýtur, en eldurinn varð svo mikill að hann barst í fjóra bíla til viðbótar, sem allir skemmdust nokkuð og hleypur tjónið á mörgum milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

Féll marga metra af gaffli lyftara og lést

Banaslys varð við Hellisheiðarvirkjun í gær þegar maður sem stóð á vörubretti á gaffli lyftara féll marga metra til jarðar. Forstjóri Vinnueftirlitsins segir að öryggisráðstöfunum hafi ekki verið fylgt og hefur vinna við verkið verið stöðvuð.

Innlent
Fréttamynd

Breytir miklu fyrir farsímanotendur

Ákveðið hefur verið að skylda farsímafélögin til þess að lækka lúkningargjöld. Miklar hagsbætur fyrir neytendur, segir Hrafnkell Gíslason. Fögnum breytingunni, segir fulltrúi Símans. Óþarfa inngrip, segir forstjóri Og Vodafone.

Innlent
Fréttamynd

Ætíð ný njósnaforrit í umferð

Stöðugur straumur nýrra eða endurbættra njósnaforrita er í umferð á hverjum tíma að sögn Friðriks Skúlasonar tölvufræðings. Hann segir svokallaða auðkennislykla, sem eru samstarfsverkefni allra banka landsins og verða teknir í almenna notkun hér á landi í haust, vera mikilvæga vörn gegn heimabankaþjófnaði.

Innlent
Fréttamynd

Útgáfa jökla-bréfa í blóma

Krónan styrktist um 1,4 prósent í gær en KfW, þýski landbúnaðarsjóðurinn, gaf í gær út erlend skuldabréf fyrir níu milljarða króna sem eru á gjalddaga eftir eitt ár.

Innlent
Fréttamynd

Segir skilyrðin engu breyta

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, um að setja samruna Dagsbrúnar og Securitas ákveðin skilyrði, breytir engu um starfsemi Securitas eða Dagsbrúnar, segir Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar.

Innlent
Fréttamynd

Lýsa stuðningi við formann

Framkvæmdastjórn Öryrkjabandalags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullum stuðningi er lýst við formann bandalagsins, Sigurstein Másson. Harmar stjórnin persónugerða gagnrýni í fjölmiðlum frá hendi tveggja af þrjátíu fulltrúum aðalstjórnar á hann og störf stjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Verulega dregur úr nýskráningum bíla

Sala nýrra bíla það sem af er þessu ári er umtalsvert meiri en fyrir ári síðan en tæplega þúsund fleiri bílar hafa verið seldir nú en þá sem þó var algjört metár hvað sölu á nýjum bílum snerti.

Innlent
Fréttamynd

Síminn og Atlassími ná sáttum í deilu

Síminn hf. og Atlassími hafa náð sáttum í deilu félaganna um færslu á númerum úr almennri símaþjónustu í netsímaþjónustu. Póst- og fjarskiptastofnun mun ekki hafa frekari afskipti af málinu en undrast stjórnsýslukæru í málinu.

Innlent