Unglingum séu sett mörk 26. júlí 2006 07:30 sýna stuðning Frá vinstri eru þau Díana Ósk, Signý og Þorlákur sem öll hafa leitað stuðnings til Foreldrahúss. Þau hvetja foreldra til að gefa börnum og unglingum skýr skilaboð. MYND/Stefán Díana Ósk Óskarsdóttir, Signý Pétursdóttir og Þorlákur Jónsson eiga það sameiginlegt að eiga sextán til sautján ára unglinga sem eiga eða hafa átt í erfiðleikum. Þau hvetja foreldra til aukins samráðs við aðra foreldra og til samheldni þeirra innan skóla, borgarhverfa eða minni samfélaga við að virða lög og reglur sem varða börn og unglinga og gefa skýr skilaboð um hvað er leyfilegt og hvað ekki. Díana Ósk, Signý og Þorlákur kynntust í Foreldrahúsi, sem er hluti af foreldrasamtökum Vímulausrar æsku, þar sem þau hafa leitað sér ráðgjafar og stuðnings. Nú þegar verslunarmannahelgin nálgast finnst þeim nauðsynlegt að veita öðrum foreldrum stuðning með því að minna á hversu mikilvægt það er að standa á sínu og láta ekki undan þrýstingi unglingsins. Signý Pétursdóttir segist hafa lært af reynslu að foreldri eigi ekki að vera hrætt við að setja unglingum skýr mörk og afdráttarlausar reglur. „Þó að maður sé hræddur um hann má það ekki birtast sem hræðsla við viðbrögð unglingsins. Það má aldrei hætta að segja nei, þetta gerir þú ekki. Foreldrar verða að halda í sín mörk og reglur, og að þær séu eðlilegar að mati foreldris en ekki unglingsins.“ Signý telur einnig mikilvægt að foreldrar séu alltaf á varðbergi. „Sá sem selur barninu þínu eiturlyf er oft hluti af vinahópi þíns unglings og einhver sem þú grunar kannski aldrei um neitt misjafnt.“ Þorlákur Jónsson minnir á að unglingar eru á ábyrgð foreldra þangað til þau eru orðin sjálfráða og það sé foreldranna að leggja viðmið. „Aðhaldið á að koma frá foreldrunum. Það er meiri umhyggja í að segja nei en já hvað þetta snertir.“ Díana Ósk telur mikilvægast fyrir foreldra að hafa stjórn eins lengi og þeir mögulegast geta og að börn og unglingar séu ekki eftirlitslaus, sérstaklega þar sem er hugsanlegt að áfengis eða annarra vímuefna sé neytt. „Þegar þau eru byrjuð að fikta þá hafa foreldrarnir misst tökin. Það er ekki nóg að treysta sínum eigin ungling því það eru svo margir aðrir sem engin ástæða er til að treysta. Það er alls konar fólk sem er með gylliboð og hefur hreinlega af því atvinnu að afvegaleiða börn og unglinga.“ Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Dramatískar breytingar hjá Flokki fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Díana Ósk Óskarsdóttir, Signý Pétursdóttir og Þorlákur Jónsson eiga það sameiginlegt að eiga sextán til sautján ára unglinga sem eiga eða hafa átt í erfiðleikum. Þau hvetja foreldra til aukins samráðs við aðra foreldra og til samheldni þeirra innan skóla, borgarhverfa eða minni samfélaga við að virða lög og reglur sem varða börn og unglinga og gefa skýr skilaboð um hvað er leyfilegt og hvað ekki. Díana Ósk, Signý og Þorlákur kynntust í Foreldrahúsi, sem er hluti af foreldrasamtökum Vímulausrar æsku, þar sem þau hafa leitað sér ráðgjafar og stuðnings. Nú þegar verslunarmannahelgin nálgast finnst þeim nauðsynlegt að veita öðrum foreldrum stuðning með því að minna á hversu mikilvægt það er að standa á sínu og láta ekki undan þrýstingi unglingsins. Signý Pétursdóttir segist hafa lært af reynslu að foreldri eigi ekki að vera hrætt við að setja unglingum skýr mörk og afdráttarlausar reglur. „Þó að maður sé hræddur um hann má það ekki birtast sem hræðsla við viðbrögð unglingsins. Það má aldrei hætta að segja nei, þetta gerir þú ekki. Foreldrar verða að halda í sín mörk og reglur, og að þær séu eðlilegar að mati foreldris en ekki unglingsins.“ Signý telur einnig mikilvægt að foreldrar séu alltaf á varðbergi. „Sá sem selur barninu þínu eiturlyf er oft hluti af vinahópi þíns unglings og einhver sem þú grunar kannski aldrei um neitt misjafnt.“ Þorlákur Jónsson minnir á að unglingar eru á ábyrgð foreldra þangað til þau eru orðin sjálfráða og það sé foreldranna að leggja viðmið. „Aðhaldið á að koma frá foreldrunum. Það er meiri umhyggja í að segja nei en já hvað þetta snertir.“ Díana Ósk telur mikilvægast fyrir foreldra að hafa stjórn eins lengi og þeir mögulegast geta og að börn og unglingar séu ekki eftirlitslaus, sérstaklega þar sem er hugsanlegt að áfengis eða annarra vímuefna sé neytt. „Þegar þau eru byrjuð að fikta þá hafa foreldrarnir misst tökin. Það er ekki nóg að treysta sínum eigin ungling því það eru svo margir aðrir sem engin ástæða er til að treysta. Það er alls konar fólk sem er með gylliboð og hefur hreinlega af því atvinnu að afvegaleiða börn og unglinga.“
Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Dramatískar breytingar hjá Flokki fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira