Innlent

Fréttamynd

Ofsaakstur endaði á Búllunni

Þrennt var flutt á slysadeild eftir að bíll á ofsahraða hafnaði á Hamborgarabúllu Tómasar um tvöleytið í nótt. Ökumaður bílsins var í kappakstri við annan bíl á Geirsgötunni og ók í vesturátt en náði ekki beygjunni við Hamborgarabúllu Tómasar og flaug inn á bílastæðið við Búlluna.

Innlent
Fréttamynd

Føroya Banki hækkaði um 29%

Hlutabréf í Føroya Banka ruku upp 28,6 prósent frá útboðsgengi á fyrsta viðskiptadegi félagsins í Kauphöllunum á Íslandi og í Kaupmannahöfn. Útboðsgengið var 189 danskar krónur á hlut, fyrstu viðskipti fóru fram á genginu 240 en lokagengið var 243. Velta var töluverð í Kauphöll Íslands eða um 530 milljónir króna í 241 viðskiptum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gjensidige fær meiri tíma

Norska fjármálaeftirlitið hefur veitt gagnkvæma tryggingafélaginu Gjensidige þriggja mánaða frest til þess að kaupa sig upp í fimmtungshlut í Storebrand. Gjensidige heldur utan um tæp tíu prósent og er annar stærsti hluthafinn á eftir Kaupþingi sem er með um tuttugu prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Emmessís gengur inn í Sól

Sól ehf gekk í gær frá kaupum á Emmessís hf., einu af þekktari vörumerkjum landsins, frá Auðhumlu svf., móðurfélagi Mjólkursamsölunnar. Samkomulag náðist um viðskiptin seint í maí með fyrirvara um áreiðanleikakönnun, sem nú er lokið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gnúpur þriðji stærsti hluthafinn í Kaupþingi

Fjárfestingafélagið Gnúpur, félag þeirra Kristins Björnssonar, Magnúsar Kristinssonar og Þórðar Más Jóhannessonar, fór yfir fimm prósenta hlut í Kaupþingi í gær. Þetta gerist skömmu eftir að félagið jók hlut sinn í FL Group upp fyrir tuttugu prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kvennaslóðir.is

Næstum sex hundruð sérfræðingar af kvenkyni eru skráðir í gagnabankann Kvennaslóðir sem var enduropnaður með viðhöfn í dag. Forstöðumaður Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum er sannfærður um að bankinn hjálpi til við að jafna kynjahallann í fjölmiðlum og stjórnum fyrirtækja.

Innlent
Fréttamynd

Dauðsfall á Landspítala

Rannsókn á vofveiflegu láti tuttugu og tveggja ára stúlku á Landspítala háskólasjúkrahúsi í Fossvogi um helgina er enn í gangi. Stúlkan fannst látin á herbergi sínu aðfararnótt sextánda júní, var endurlífguð en lést tveimur sólarhringum síðar. Í ljós hefur komið að engin sprautunál var í handlegg hennar eins og sagt var í fréttum okkar í gær. Ekki er vitað hvernig lyfin, sem talið er að hafi leitt stúlkuna til dauða, bárust í hana.

Innlent
Fréttamynd

Bjó til tölvuleik fyrir tvíburasynina

Móðir heyrnarskertra tvíburadrengja dó ekki ráðalaus þegar hún stóð frammi fyrir því að finna nútímaafþreyingu fyrir syni sína. Hún bretti einfaldlega upp ermar og hannaði tölvuleikinn: Tumi og táknin.

Innlent
Fréttamynd

Upplýsingar um upptöku ökutækja

Ríkissaksóknari hefur sent frá sér upplýsinar um upptöku ökutækja vegna umferðalagabrota. Það er gert í tilefni af mjög alvarlegum umferðarlagabrotum, ofsaakstri, og vangaveltum um hvenær heimilt sé að gera ökutæki brotlegs ökumanns upptæk.

Innlent
Fréttamynd

Eining-Iðja semur við Sparisjóð Norðlendinga

Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, Sigrún Lárusdóttir, skrifstofustjóri og gjaldkeri Einingar-Iðju, og Örn Arnar Óskarsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlendinga, skrifuðu í vikunni undir samning um heildarbankaviðskipti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikil hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,6 prósent í maí. Slíkt hækkun hefur ekki sést síðan í maí í fyrra. Hækkun íbúðaverðs frá áramótum nemu 9,6 prósentum. Á sama tíma nam hækkunin hins vegar 5,3 prósentum. Meðal staðgreiðsluverð á fermetra í fjölbýli í Reykjavík hefur hækkað úr 73 þúsund krónum í 239 þúsund krónur á síðustu tíu árum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bréf í Føroya Banka hækka um 25 prósent

Føroya Banki var skráður í Kauphöll Íslands og kauphöllina í Danmörku í morgun. Opnunargengi bréfa í bankanum stóð í 220 krónum á hlut. Gengið tók kipp stuttu eftir opnun viðskipta í Kauphöllinni og voru fyrstu viðskipti með bréf í félaginu upp á 240 krónur á hlut, sem er rúmum 25 prósentum yfir útboðsgengi bréfanna í síðustu viku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Byrjunarlið Íslendinga gegn Serbum

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið kvennalandsliðsins er mætir Serbum. Leikurinn er liður í undankeppni EM og hefur íslenska liðið unnið báða leiki sína til þessa í riðlinum. Serbneska liðið hefur spilað einn leik og vann hann.

Fótbolti
Fréttamynd

Netþjónabú góður valkostur

Nokkur fyrirtæki í eigu hins opinbera og á almennum markaði hyggjast í dag kynna niðurstöður athugunar á samkeppnishæfni Íslands fyrir svokölluð netþjónabú sem þau hafa látið gera. Þetta eru Hitaveita Suðurnesja, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur, Farice, Síminn og Teymi auk Fjárfestingarstofu. Niðurstöðurnar verða kynntar á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu kl. 11.15 en fram kemur í tilkynningu að niðurstöðurnar séu mjög jákvæðar.

Innlent
Fréttamynd

Hvalreki í Stokkseyrarfjöru

Um 15 metra búrhvalur fannst í Stokkseyrarfjöru í dag. Lögreglan á Selfossi kannaði aðstæður í fjörunni eftir hádegi en hvalurinn hefur greinilega legið þar í einhvern tíma. Hann er þó ekki farinn að rotna mikið.

Innlent
Fréttamynd

Deilt um úrskurð Blaðamannafélagsins

Jónína Bjartmarz segir að útvarpsstjóri sé ábyrgur fyrir broti Kastjóss gegn siðareglum Blaðamannafélagsins og hann verði að axla ábyrð. Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóss, segir siðanefnd byggja niðurstöðu sína á röngum forsendum og vill nýjan úrskurð.

Innlent
Fréttamynd

451 flóttamaður komið til Íslands

Rauði kross Íslands og Mannréttindaskrifstofa Íslands hvetja íslensk stjórnvöld til að fullgilda alþjóðasamninga um ríkisfangslausa. Á fimmta hundrað flóttamanna hafa komið til Íslands á vegum stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

Íslandpóstur í átak

Íslandspóstur hefur ráðist í átak til að vekja almenning, húsbyggjendur og verktaka til umhugsunar um byggingareglugerð er varðar póstlúgur og póstkassasamstæður. Á undanförnum árum hefur orðið töluverður misbrestur á að farið sé að settum reglum þegar kemur að staðsetningu bréfalúga og póstkassa.

Innlent
Fréttamynd

Hörð samkeppni í ódýrum flugferðum

Írska flugfélagið Ryanair, eitt stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu, spáir miklum samdrætti í sölu á flugsætum á næstu 12 mánuðum, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Flugfélagið tilkynnti í gær að það ætli að selja þrjár milljónir sæta á jafnvirði 1.200 íslenskra króna. Greiningardeild Landsbankans segir tilboðið svar við mikilli samkeppni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skipulagsbreyting hjá Promens

Promens hf., sem er í eigu Atorku Group, hefur ákveðið nýtt skipurit fyrir samstæðuna sem tekur gildi í næsta mánuði. Markmiðið með breytingunni er að gera félagið skilvirkara og betur í stakk búið að stækka enn frekar á alþjóðavettvangi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Føroya Banki í Kauphöllina á morgun

Føroya Banki verður skráður í Kauphöll Íslands á morgun. Umframeftirspurn var eftir bréfum í bankanum bæði hér á landi, í Danmörku, Færeyjum og víða í Evrópu í almennu hlutafjárútboði og er þak sett á það sem hver hluthafi getur fengið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eiturlyfjasalar á Landspítalanum

Sjúkrahússyfirvöld hafa engin tök á að stöðva eiturlyfjasölu inni á Landspítala háskólasjúkrahúsi, að mati lækningaforstjóra spítalans. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú lát konu á þrítugsaldri á Landspítalanum í fyrrinótt.

Innlent
Fréttamynd

Landhelgisbrjótur á Ísafjarðardjúpi

Landhelgisgæslan stóð skipstjóra á tíu tonna línubát að ólöglegum veiðum við mynni Ísafjarðardjúps á lokuðu hafsvæði um hádegið í gær. Afar sjaldgæft er að menn brjóti lokanir Hafrannsóknarstofnunar með þessum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Eik banki skráður í Kauphöllina

Danski bankinn Eik Banki verður tvíhliða skráðu í Kauphöllina hér og í Kaupmannahöfn 11. júlí næstkomandi. Áður mun hlutafé bankans verða aukið. Stefnt var að skráningunni fyrr á þessu ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Borgarstjóri opnaði Elliðaárnar í morgun

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri opnaði í morgun Elliðaárnar þegar hann renndi fyrir laxi fyrstu manna þetta sumarið. Hefð er fyrir því að borgarstjórinn í Reykjavík opni árnar en ekki hafa borist fregnir af því hvort Vilhjálmi hafi orðið ágengt. Veiðitímabilið í Elliðaánum stendur til 1. september en ákveðið var í vetur að takmarka laxveiðar í ánum vegna nýrnaveikissmits sem greindist í klaklaxi í ánum.

Innlent
Fréttamynd

Á 159 kílómetra hraða í Hörgárdal

Lögreglan á Akureyri stöðvaði ökumann á þjóðveginum við bæinn Vindheima í Hörgárdal um sexleytið í morgun eftir að hann hafði mælst á 159 kílómetra hraða á klukkustund. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð þar sem verið er að fara yfir hvort svipta eigi hann ökuleyfi til bráðabirgða.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar frekar áhættusæknir

Íslensk fjármálafyrirtæki hafa sterka ímynd í hugum neytenda. Þetta kemur fram í rannsókn Fortuna sem mælir ímyndarvísitölu fjármálafyrirtækja tvisvar sinnum á ári. Í könnuninni er farið ofan í ýmsa þætti er varða ásýnd fjármálafyrirtækja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bíll lenti á steinvegg

Ökumaður missti stjórn á bíl sínum um ellefu leytið í kvöld og lenti á steinvegg. Ökumaðurinn var að beygja af Miklubraut upp í Skeiðarvog þegar óhappið átti sér stað. Ekki er vitað hvort slys hafi orðið á fólki en bíllinn er töluvert skemmdur.

Innlent