Innlent

Fréttamynd

Lögregla stöðvaði 400 bíla

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók tólf ökumenn úr umferð í gærkvöldi eftir að hafa stöðvað tæplega fjögur hundruð bíla og kannað ástand ökumanna. Sex voru látnir hætta akstri þar sem ögn af vínanda mældist í þeim, fjórir voru kærðir fyrir ölvunarakstur og tveir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna.

Innlent
Fréttamynd

Nú get ég andað léttar

Formaður MND-félagsins á Íslandi fagnaði í dag áfangasigri í baráttunni fyrir vali fatlaðra til að lifa með hjálp öndunarvélar heima. Þeir sem þurfa á hjálp öndunarvélar að halda eiga nú kost á því að fá slíka þjónustu. Um tilraunaverkefni er að ræða sem nær til sex einstaklinga næstu tvö árin. Rúmlega fimm starfsmenn þarf til að sinna hverjum sjúklingi og kostnaður á ári er um 20 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Vilja landnýtingaráætlun fyrir ferðaþjónustuna

Á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar, sem haldinn var í dag, var samþykkt áskorun á stjórnvöld um að vinna að landnýtingaráætlun með þarfir ferðaþjónustunnar í huga. Lagt var til að hún yrði með sama hætti og fyrirliggjandi tillaga á Alþingi um nýtingaráætlun og verndaráætlun fyrir auðlindir landsins til lands og sjávar. Jafnframt var sagt að nýting náttúruauðlinda til ferðaþjónustu sé mikilvæg og að undibúa þurfi fjárfestingu í innviðum og markaðsstarfi.

Innlent
Fréttamynd

Íhuga að stefna ríki vegna reykingabanns

Eigandi Ölstofunnar í miðbæ Reykjavíkur óskar eftir fundi með heilbrigðisráðherra til að leita úrræða fyrir þá viðskiptavini ríkissjóðs sem krárnar þjónusta. Það er að segja - reykingamenn. Reykingabann gengur í gildi eftir tvo mánuði og eigendur Ölstofunnar íhuga að stefna ríkinu fyrir skerðingu á atvinnuréttindum.

Innlent
Fréttamynd

Krónikan hættir og seld til DV

Útgáfu Krónikunnar hefur verið hætt og var útgáfufélag hennar selt DV í dag. Ritstjóri og framkvæmdastjóri Krónikunnar hafa ráðið sig til DV. Tólf manns störfuðu hjá Krónikunni og hefur öllum starfsmönnum verið boðið starf hjá DV, en óvíst hve margir þiggja það.

Innlent
Fréttamynd

10 gagnageymslur skapa 200 hátæknistörf

Tíu gagnavistunarbú verða komin upp innan tveggja ára ef áætlanir Data Íslandía ganga eftir og tvö hundruð störf verða til. Áhugi stórfyrirtækja á borð við British Telecom á gagnavistun á hinu friðsæla Íslandi hefur tvíeflst eftir að upp komst um áætlanir Al Kaída um að lama internetið í Bretlandi.

Innlent
Fréttamynd

Hugmyndakeppni um skipulagningu Vatnsmýrar hafin

Í dag hófst hugmyndakeppni um skipulag Vatnsmýrar. Keppnin er á vegum Reykjavíkurborgar. Hún er jafnframt alþjóðleg og fer fram í tveimur þrepum. Úrslit verða ljós í nóvember á þessu ári og gert er ráð fyrir því að Reykjavíkurborg semji við einn eða fleiri vinningshafa um skipulagningu hluta af Vatnsmýrarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Félag Atorku Group með meirihluta í Romag

Renewable Energy Resources, félag í eigu Atorku Group, hefur eignast 22,1% í fyrirtækinu Romag, sem er leiðandi framleiðanda á sérhæfðum glerlausnum sem nýta birtu til rafmagnsframleiðslu og framleiðir auk þess skotheld öryggisgler fyrir byggingar og farartæki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rafmagnstruflanir á Austurlandi

Rafmagnsnotendur á Austurlandi mega búast við tímabundnum spennubreytingum vegna spennusetningar og prófana á rafbúnaði í Fljótsdalsstöð og hjá Fjarðaráli. Afleiðingarnar geta verið blikk í ljósum notenda en þær eiga hvorki að valda tjóni á búnaði né straumleysi. Einungis er um tímabundið ástand að ræða þar til rekstur Fljótsdalsstöðvar og Fjarðaráls hefst.

Innlent
Fréttamynd

Missti ökuskírteinið á fyrsta degi

Sautján ára piltur var tekinn fyrir hraðakstur í Ártúnsbrekku í gærkvöldi á 136 km hraða. Skírteinið var gefið út í gær en pilturinn er nýorðinn 17 ára. Hann má búast við að fá 75 þúsund króna sekt og missa ökuleyfið í einn mánuð. Hinn nýbakaði bílstjóri fær því að hugsa ráð sitt í um mánaðartíma áður en hann snýr aftur út í umferðina.

Innlent
Fréttamynd

Tyrkir bjóða í BTC

Tyrkneska farsímafélagið Turkcell hefur lagt fram tilboð í kaup á 65 prósenta hlut í búlgarska símafyrirtækinu Bulgarian Telecommunications Company, BTC. Hluturinn er í eigu Novators, félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Nokkrir af stærstu fjárfestingasjóðum í heimi eru sagðir hafa áhuga á kaupum á hlutnum. Gert er ráð fyrir að verðmæti hlutar Novators í BTC nemi um 99 milljörðum íslenskra króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Seðlabankinn heldur stýrivöxtum óbreyttum

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 14,25 prósentum. Þetta er í takt við spár greiningardeilda viðskiptabankanna þriggja og erlendra greinenda. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína síðast um fjórðung úr prósenti á aukavaxtaákvörðunardegi 21. desember síðastliðinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tekinn á 148 kílómetra hraða

Ökumaður var tekinn á 148 kílómetra hraða í Ártúnsbrekkunni um klukkan tíu í kvöld. Maðurinn var á leið upp brekkuna og út úr bænum. Lögregla segir að hann megi búast við 90 þúsund króna sekt og tveggja mánaða sviptingu á ökuréttindum en hámarkshraði í Ártúnsbrekkunni er 80 kílómetrar á klukkustund. Annar ökumaður var síðan tekinn í kvöld á 113 kílómetra hraða á 70 kílómetra svæði. Hann má búast við sektum.

Innlent
Fréttamynd

Spánverjar báru sigurorð af Íslendingum

Íslenska landsliðið tapaði 1-0 fyrir því spænska í leik liðanna á Mallorca í undankeppni EM í kvöld. Sigur Spánverja var fyllilega verðskuldaður og hefði orðið miklu stærri ef ekki hefði verið fyrir stórleik Árna Gauts Arasonar í íslenska markinu. Það var miðjumaðurinn Andres Iniesta sem skoraði sigurmark spænska liðsins þegar tíu mínútur voru til leiksloka.

Innlent
Fréttamynd

Markalaust eftir rúmlega hálftíma leik

Enn er ekkert mark komið í leik Spánverja og Íslendinga sem fram fer við mjög erfiðar aðstæður á Mallorca. Heimamenn hafa ráðið ferðinni í leiknum, en á 26. mínútu átti Ólafur Örn Bjarnason besta færi íslenska liðsins en skot hans eftir hornspyrnu fór framhjá spænska markinu. Vallaraðstæður eru skelfilegar vegna bleytu og á boltinn það til að stoppa í pollum sem myndast hafa á vellinum.

Innlent
Fréttamynd

3000 miðar seldust á fyrstu klukkustundunum

Þrjú þúsund miðar seldust á nokkrum klukkustundum á fyrstu tónleika Bjarkar á Íslandi í sex ár. Miðasalan hófst á hádegi og fór gífurlega vel af stað, segja tónleikahaldarar. Alls verða 5500 miðar seldir á tónleikana sem verða mánudaginn níunda apríl í Laugardalshöll.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsti súrálsfarmurinn til Reyðarfjarðar í dag

Fyrsti súrálsfarmurinn til nýs álvers á Reyðarfirði barst þangað í dag. Flutningaskipið, Pine Arrow, kom með þrjátíu og níu þúsund tonn af súráli frá Ástralíu. Tæp tvö tonn af súráli þarf til að framleiða tonn af áli, þannig að farmurinn í dag á eftir að verða að um tuttugu þúsund tonnum af áli.

Innlent
Fréttamynd

Mokveiði hjá línubátum í Grindavík

Mokveiði hefur verið hjá línubátum í Grindavík og hefur rúmum fimm hundruð tonnum af fiski verið landað síðustu tvo daga. Mest veiðist af þorski og segjast menn aldrei hafa veitt svona vel. Hafnarstjórinn í Grindavík segir þessa miklu veiði heldur óvenjulega miðað við fyrri ár.

Innlent
Fréttamynd

Sögðu ákæruvaldið ekki fylgja settum reglum

Verjendur þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, sögðu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að ákæruvaldið hefði ekki fylgt reglum um sjálfstæði, hlutleysi og rannsóknarskyldu við rannsókn Baugsmálsins.

Innlent
Fréttamynd

Rektor HR hafnar ásökunum um spillingu

Háskólinn í Reykjavík samdi án útboðs um byggingu, fjármögnun og eignarhald á nýju húsnæði í Öskjuhlíð, við fyrirtæki sem formaður háskólaráðs á sterk ítök í. Stjórnarformaður Nýsis segir þetta siðferðilega óverjandi, en rektor segir samninginn faglega ákvörðun.

Innlent
Fréttamynd

Yfir 3000 tilkynningar til Barnaverndar Reykjavíkur

Rúmlega þrjú þúsund tilkynningar, um ofbeldi eða vanhirðu á börnum, bárust til Barnaverndar Reykjavíkur í fyrra, sem er töluverð aukning frá árinu á undan. Það færist í vöxt að ítrekað berist tilkynningar vegna sömu barnanna. Dæmi eru um að erfitt sé að ná sambandi við Barnavernd sökum álags.

Innlent
Fréttamynd

Auglýsir ekki eftir fleiri sakarefnum

Jakob Möller sagði við málflutning í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykajvíkur í dag að hann teldi uppbyggingu ákæra um bókhaldsbrot óþægilega og átaksilla. Skrítið væri að ákæra fyrir bókhaldsbrot, en ekki brot á ársreikningum um leið. Hann væri þó ekki að auglýsa eftir fleiri sakarefnum, en saksóknari hefði ekki gefið skýringar á þessu.

Innlent
Fréttamynd

Mokveiði í Grindavík

Mokveiði hefur verið hjá línubátum í Grindavík og hefur rúmum fimm hundruð tonnum af fiski verið landað síðustu tvo daga. Mest veiðist af þorski og segjast menn aldrei hafa veitt svona vel.

Innlent
Fréttamynd

Glitnir hækkar verðmat á Actavis

Greiningardeild Glitnis telur kaup í Actavis góðan fjárfestingakost og mælir með kaupum á bréfum í félaginu í nýju verðmati á félaginu. Glitnir hefur hækkað verðmatsgengið á Actavis úr 68,1 krónu á hlut í 87,7 krónur og verðmatsgengið til næstu sex mánaða úr 72, krónum í 95 krónum á hlut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Viðgerð lokið á heitavatnsæð í Hafnarfirði

Viðgerð er lokið á heitavatnsæð við Öldugötu í Hafnarfirði, en þar varð vart við mikinn leka um kl. 16:00 í dag. Loka þurfti fyrir rennsli til byggða í Áslandshverfi, á Völlum og á Hvaleyrarholti á meðan unnið var að viðgerð. Hún gekk vel og var lokið um kl. 20:00. Fullur þrýstingur var kominn á núna fyrir stundu.

Innlent