Stjörnubíó

Fréttamynd

Hlegið að nasistum

Kvikmyndin Jojo Rabbit fjallar um ævintýri ungs drengs sem þráir ekkert heitar en að verða góður og gildur nasisti. En svo því sé haldið til haga þá gerist hún jú í Þýskalandi síðari heimsstyrjaldarinnar. Líf hans kemst hinsvegar í uppnám þegar hann uppgötvar að móðir hans er að fela unglingsstúlku af gyðingaættum. Það fer ekki vel í hann, ekki frekar en ímyndaða vin hans, Adolf Hitler.

Gagnrýni
Fréttamynd

Það er líka til fólk sem finnst The Irishman leiðinleg

Kvikmynd Martins Scoreseses The Irishman hefur fengið allt að því einróma lof gagnrýnenda í Bandaríkjunum, því eru væntingar áhorfenda gagnvart henni miklar. Það er Netflix sem stendur að framleiðslunni og hægt er að horfa á hana þar. Hún fór þó í kvikmyndahús og er enn sýnd í Bíó Paradís.

Gagnrýni
Fréttamynd

Hollywooddrama í háum gæðaflokki

Árið 1966 lét bílaframleiðandinn Ford hanna og smíða Ford GT40 kappakstursbílinn. Tilgangur þess var að sigra Ferrari í Le Mans úthaldskappakstrinum í Frakklandi en þar er keyrt í hringi í heilan sólarhring. Kvikmyndin Ford v Ferrari fjallar um þetta.

Gagnrýni
Fréttamynd

Jón og Gulli fyrirmyndir nýrra útvarpsmanna á X977

Í morgun klukkan 9:00 fór í loftið á X977 nýr morgunþáttur sem nefnist Eldur og brennisteinn í umsjón Heiðars Sumarliðasonar og Snæbjörns Brynjarssonar. Þeir félagar ættu að vera hlustendum Frosta og Mána í Harmageddon að góðu kunnir. Heiðar hefur verið kvikmynda- og sjónvarpsrýnir þeirra og Snæbjörn sérfræðingur í Ameríkumálum. Heiðar er einnig með útvarpsþáttinn Stjörnubíó alla sunnudaga á X977 klukkan 12:00.

Lífið
Fréttamynd

Ferðast aftur í tímann með Tortímandanum

Terminator bálkurinn er hugarfóstur kvikmyndagerðarmannsins James Cameron, en hann bæði leikstýrði og skrifaði handritið að fyrstu tveimur myndunum. Kveikjan að sögunni kom þegar hann var staddur í Róm að leikstýra sinni fyrstu kvikmynd Piranha II: The Spawning, ódýrri hryllingsmynd fyrir költmyndaframleiðandann Roger Corman.

Bíó og sjónvarp