Play

Fréttamynd

Öllu flugi í fyrra­málið frestað eða af­lýst

Öllu flugi ís­lensku flug­fé­laganna til og frá Kefla­víkur­flug­velli í nótt og í fyrra­málið hefur verið frestað eða af­lýst vegna ó­veðursins. Allar flug­ferðir Icelandair frá Banda­ríkjunum til landsins í kvöld hefur einnig verið frestað um sólar­hring.

Innlent
Fréttamynd

Sagt upp hjá PLAY vegna gruns um ofbeldi

Millistjórnanda hjá flugfélaginu PLAY hefur verið sagt upp störfum í kjölfar atviks á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur um síðustu helgi. Millistjórnandinn er samkvæmt heimildum fréttastofu grunaður um ofbeldi gagnvart samstarfsmanni, flugliða hjá félaginu.

Innlent
Fréttamynd

Ferða­löngum snúið við vegna vonsku­veðurs

Öllu flugi Icelandair, sem fara átti frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi í dag, hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs. Flugi Play til Tenerife og Alicante hefur sömuleiðis verið frestað um sólarhring.

Innlent
Fréttamynd

Vindurinn veldur vand­ræðum á Kefla­víkur­flug­velli

Ferðalangar, sem lentu á Keflavíkurflugvelli á leiðinni frá Tenerife með flugvél Play í kvöld, munu þurfa að bíða eitthvað eftir að komast heim en svo mikið rok er á flugvellinum að ekki er hægt að hleypa farþegum inn á Leifsstöð. 

Innlent
Fréttamynd

Forstjóri PLAY: „Við höfum séð að það er bara verðið sem skiptir máli“

Bandaríkjaflug PLAY, sem hefst í vor, gjörbreytir viðskiptalíkani íslenska flugfélagsins og leiðir til þess að umsvifin aukast gríðarlega. Birgir Jónsson, forstjóri PLAY, segir félagið í góðu færi til að sækja markaðshlutdeild á tengimarkaðinum yfir Norður-Atlantshafið með lágum verðum. Verðið sé það sem skipti mestu máli þegar upp er staðið.

Innherji
Fréttamynd

Play hefur miðasölu vestur um haf

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til bandarísku borganna Boston og Washington D.C. Fyrsta flugið til bandarísku höfuðborgarinnar Washington verður 20. apríl næstkomandi og til Boston 11. maí. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lítið svigrúm fyrir verðhækkanir ef Play ætlar að ná viðunandi nýtingarhlutfalli

Miðað við upphaflegar áætlanir Play virðast flugfargjöld ætla að vera lítillega lægri og nýtingarhlutfall flugsæta lægra. Þannig var meðalverð flugfargjalda um 111 Bandaríkjadalir á þriðja ársfjórðungi þegar verð flugsæta er hvað hæst en flugfélagið hafði stefnt á heldur hærra verð í áætlunum sínum þegar félagið fór af stað í sumar.

Innherji
Fréttamynd

Flug­iðnaðurinn mun meira mengandi en hann þarf að vera

Tækni til orku­skipta í flug­iðnaðinum verður ó­lík­lega til staðar fyrr en eftir að minnsta kosti tvo ára­tugi að sögn bresks flug­mála­sér­fræðings. Þó séu þekking og geta til staðar innan iðnaðarins til að draga all­veru­lega úr losun loft­tegunda sem eru skað­legar fyrir um­hverfið. Það skorti hins vegar pólitískan vilja til að hrinda að­gerðum til þess í framkvæmd.

Innlent
Fréttamynd

Faraldurinn hafi ekki jafn mikil áhrif og áður á hegðun Íslendinga

Núverandi bylgja faraldurins virðist ekki hafa mikil áhrif á hegðun ferðamanna og er lítið um afbókanir þrátt fyrir uppsveiflu í fjölda smitaðra. Forstjóri Play segir það sérstaklega eiga við um Íslendinga sem voru óöruggir í sumar þegar fjórða bylgja faraldursins reið yfir en þeir eru nú rólegri og yfirvegaðri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Play opnar úti­bú í Litháen

Lággjaldaflugfélagið Play mun opna útibú í Vilníus í Litháen í næsta mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu tengt ársfjórðungsuppgjöri, en þar var jafnframt sagt frá því að sætanýting félagsins hafi aukist um 30% milli mánaða og var 67,7% í október.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rakel Eva flytur sig frá Marel til Play

Rakel Eva Sævarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður sjálfbærni- og samfélagsábyrgðar hjá flugfélaginu Play. Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að hún muni í starfinu móta og innleiða sjálfbærnistefnu félagsins ásamt því að skilgreina sjálfbærnitengd markmið þess sem snúa að umhverfismálum, félagslegum þáttum, stjórnarháttum og öðrum rekstrarlegum þáttum.

Viðskipti innlent