Þorskur

Fréttamynd

Fisk­veiði­ráð­gjöf og strand­veiðar

Árið 1995 var innleidd hér 25% aflaregla í fiskveiðiráðgjöf og var hún við líði í 10 ár Á þessum árum var veiði á þorski umfram ráðgjöf samtals um 149 þús tonn eða að jafnaði tæp 15 þús. tonn á ári. Við upphaf tímabilsins, þ.e. veiðiárið 1995-1996 var ráðgjöfin 155 þús tonn en við lok tímabilsins 2004-05 var hún 205 þús tonn eða um þriðjungi meiri en í upphafi. Umframveiðin virðist því ekki hafa haft neikvæð áhrif á veiðistofnstærðina, nema síður sé.

Skoðun
Fréttamynd

Leiguverð aflaheimilda þorsks hækkar um 50 prósent milli ára

Leiguverð á aflaheimildum helstu bolfisktegunda hefur hækkað töluvert frá síðasta ári, að því er kemur fram í gögnum Fiskistofu. Meðalleiguverð aflamarks þorsks á síðasta ári var ríflega 405 krónur fyrir hvert kíló. Það er um það bil 50% hærra verð en meðalverð síðasta árs. Leiguverð aflaheimilda ýsu og ufsa hefur einnig hækkað töluvert.

Innherji
Fréttamynd

Bragðmikill fiskréttur með ólífusalsa

Fiskur er hinn fullkomna fæða, hann er bæði svakalega hollur og góður. Það á ekki að elda fisk í langan tíma og í síðasta þætti af Matargleði Evu lagði ég áherslu á íslenskt hráefni og eldaði meðal annars fiskrétt þar sem fiskurinn fær að njóta sín. Tilvalið að bera þennan rétt fram í matarboðum helgarinnar.

Matur