Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Ráð­leggja ó­léttum að fá bólu­efni Pfizer eða Moderna

Breskum barnshafandi konum er ráðlagt að fá bóluefni við kórónuveirunni frá annað hvort Pfizer eða Moderna þar sem fleiri rannsóknir liggi fyrir sem benda til þess að þau séu örugg. Þetta kemur fram í tilmælum ráðgjafanefndar um bólusetningar þar í landi.

Erlent
Fréttamynd

Einn af þeim heppnu... ári síðar

Nú er uþb ár síðan ég losnaði „úr haldi hryðjuverkamanna“ eftir rúmlega 2ja vikna dvöl. Þetta var skelfilegur tími - en sem betur fer náði ég réttu ráði (að mestu held ég) og langar til að deila með ykkur þessari grátbroslegu upplifun af því að vera með óráð í öndunarvél á gjörgæslu í 16 daga.

Skoðun
Fréttamynd

Bóluefnið sem er aðeins gefið fólki utan áhættuhópa

Fimm af hverjum milljón Bretum sem bólusettir hafa verið með bóluefni AstraZeneca eiga á hættu að fá alvarlega blóðtappa. Hlutfallið er einn af hverjum fjörutíu þúsund í Danmörku og Noregi. Sóttvarnalæknir segir aðeins einstaklingum utan áhættuhópa boðið bóluefnið sem veiti góða vörn gegn Covid-19.

Innlent
Fréttamynd

Merkel vill herða aðgerðir gegn Covid-19

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur kallað eftir því að þingmenn samþykki að veita henni heimildir til að beita ströngum sóttvarnaraðgerðum á svæðum landsins þar sem dreifing nýju kórónuveirunnar er mikil. Hún segir það nauðsynlegt og að meirihluti Þjóðverja styðji hertar aðgerðir.

Erlent
Fréttamynd

Með sótt­varnir á heilanum

Viltu ekki halla þér þarna á bekkinn og segja mér af hverju þér líður svona illa? Það er fullbókað hjá mér en ég bara skaut þér inn. Hvernig byrjaði þetta?

Skoðun
Fréttamynd

Veiru­tímar og hlut­verk laga

„Sóttvarnarlög og stjórnarskrá“ var yfirskrift fjarfundar sem haldinn var 15. apríl sl. á vegum Lögmannafélags Íslands og Lögfræðingafélags Íslands. Fundur þessi heppnaðist vel, m.a. vegna málefnalegs framlags frummælenda og fyrirspyrjenda. Ein pæling sneri að hlutverki lögfræðinnar á þessum skrítnu veirutímum.

Skoðun
Fréttamynd

Danir taka upp Covid-vegabréf í síma

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur til áframhaldandi notkunar á AstraZeneca bóluefninu sem Danir hafa ákveðið að hætta að nota. Þeir hafa tekið í notkun rafrænt Covid-vegabréf í símum fyrir aðgang að ýmis konar þjónustu.

Erlent
Fréttamynd

For­stjóri Pfizer segir lík­legt að fólk muni þurfa þriðja skammtinn

Albert Bourla, forstjóri lyfjafyrirtækisins Pfizer, segir líklegt að fólk muni þurfa viðbótarskammt (e. booster) af bóluefni við Covid-19 innan við ári eftir að það lýkur bólusetningu. Þá sé sá möguleiki fyrir hendi að fólk þurfi að fara í árlega bólusetningu gegn kórónuveirunni til að viðhalda vernd.

Erlent
Fréttamynd

Steingrímur sloj og dregur sig í hlé

Ýmsir þingmenn voru hugsi, í ljósi almennra tilmæla sóttvarnaryfirvalda að þeir sem væru með flensueinkenni, héldu sig til hlés, á þinginu í dag. En þar var Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, afar aumingjalegur að sjá.

Innlent
Fréttamynd

Enn án bragð- og lyktarskyns vegna Covid-19

„Ég er bara nokkuð góður. Þessi hvíld sem ég fékk í fríinu hjálpaði mér mikið,“ segir Víðir Reynisson um Covid veikindin en hann er nýkominn aftur til starfa eftir smá frí.

Lífið
Fréttamynd

Danir gætu gefið fátækari ríkjum AstraZeneca-bóluefni

Dönsk stjórnvöld kanna nú möguleikann á því að deila skömmtum af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni sem þau hafa ákveðið að hætta alfarið að nota með þróunarríkjum. Notkunin í Danmörku var stöðvuð vegna fátíðra tilfella blóðtappa.

Erlent
Fréttamynd

Fólk í heimasóttkví fær heimsóknir en ekki frá lögreglu

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að eftirlit með fólki sem kemur til landsins og fer í heimasóttkví verði aukið með tvennum hætti. Annars vegar skerpt á símtölum til fólks og þeim fjölgað. Hins vegar fær fólk í heimasóttkví heimsókn frá aðilum sem þó er ekki lögregla.

Innlent