Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn verði skimuð á landamærunum Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að öll börn þurfi að undirgangast skimun við Covid-19 við komu þeirra til landsins. Hann mun skila af sér tillögum um næstu sóttvarnaaðgerðir á næstu dögum. Innlent 12.3.2021 19:16 Biden til þjóðarinnar: „Ég þarfnast ykkar“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur vakið mikla athygli fyrir ávarp til bandarísku þjóðarinnar í gær, þar sem umfjöllunarefnið var kórónuveirufaraldurinn. Keppast menn nú við að bera saman nýjan tón Biden við það stef sem hefur glumið síðustu ár. Erlent 12.3.2021 16:55 WHO: Ekki ástæða til að hætta að nota bóluefni AstraZeneca Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur ekki ástæðu fyrir lönd að hætta að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Ekkert bendi til þess að bóluefnið geti valdið blóðtappa. Ísland er á meðal þeirra ríkja sem hafa stöðvað bólusetningar með efninu tímabundið í öryggisskyni. Erlent 12.3.2021 16:48 Bólusetningaráætlun færist aftur um mánuð vegna seinkunar hjá AstraZeneca Tafir verða á afhendingu bóluefnis frá AstraZeneca til allra landa í samstarfi Evrópuþjóða um kaup á bólefni, þar á meðal Íslands. Vegna þessa er gert ráð fyrir því að tímaáætlanir um bólusetningar færist aftur um um það bil fjórar vikur. Innlent 12.3.2021 15:39 Ný herferð um sanngjarna dreifingu bóluefna Herferð Sameinuðu þjóðanna undirstrikar þörfina fyrir alþjóðlega samstöðu um jafnan aðgang allra að bóluefnum. Heimsmarkmiðin 12.3.2021 12:32 94 prósent hafa þegið eða segjast munu þiggja bólusetningu 94 prósent landsmanna hafa þegið eða hyggjast þiggja bólusetningu gegn kórónuveirunni COVID-19. Af þeim sem höfðu eða hugðust afþakka bólusetningu voru fimm prósent sem sögðust afþakka bólusetningu með bóluefni AstraZeneca ef þeim yrði boðin bólusetning með bóluefninu. Innlent 12.3.2021 11:04 Búið að útfæra 970 milljóna króna greiðslur til bænda vegna Covid-19 970 milljónir króna verða greiddar út til sauðfjár- og nautgripabænda til að mæta áhrifum heimsfaraldurs Covid-19. Veiting fjármunanna var samþykkt í fjárlögum ársins 2021 en Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur nú lokið við útfærslu á ráðstöfun þeirra. Innlent 12.3.2021 10:43 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir greindust á landamærunum í seinni landamæraskimun. Innlent 12.3.2021 10:41 1,9 billjóna aðgerðapakki Bidens gerður að lögum Joe Biden Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir lög um eina umfangsmestu efnahagsinnspýtingu í sögu Bandaríkjanna til að ráða niðurlögum kórónuveirufaraldursins og koma hjólum atvinnulífsins aftur á hreyfingu. Erlent 11.3.2021 23:30 Ár síðan WHO lýsti yfir heimsfaraldri Miðvikudaginn 11. mars árið 2020 lýsti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) því yfir að jarðarbúar væru með faraldur á höndunum. Nýja kórónuveiran, sem veldur Covid-19, væri í mikilli dreifingu og þá höfðu um 120 þúsund tilfelli greinst á heimsvísu. Erlent 11.3.2021 22:01 Þrjár tilkynningar um blóðtappa í kjölfar bólusetningar hér á landi Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, segir að þrír hafi tilkynnt um að hafa fengið blóðtappa í kjölfar bólusetningar. Einstaklingarnir höfðu verið bólusettir með sínu hvoru bóluefninu, bóluefni AstraZeneca, Moderna og Pfizer. Innlent 11.3.2021 18:46 Bóluefni Janssen fær markaðsleyfi á Íslandi Lyfjastofnun Íslands hefur veitt bóluefni Janssen gegn Covid-19 skilyrt markaðsleyfi á Íslandi. Lyfjastofnun Evrópu veitti bóluefninu markaðsleyfi fyrr í dag til notkunar hjá einstaklingum sem hafa náð átján ára aldri. Innlent 11.3.2021 17:39 Viktoría prinsessa og Daníel prins með Covid-19 Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar hefur greinst með Covid-19 og eiginmaður hennar Daníel Prins sömuleiðis. Þau eru bæði komin í einangrun en sýna enn sem komið er mild einkenni. Erlent 11.3.2021 17:24 Ekkert bendi til tengsla AstraZeneca við blóðtappa Sérfræðingur í ónæmissfræðum segir ekkert benda til þess að tilfelli blóðtappa í Evrópu tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu heldur hinu sama fram í tilkynningu í dag og mælir áfram með bóluefni AstraZeneca. Innlent 11.3.2021 16:55 Bóluefni Janssen fær grænt ljós hjá Lyfjastofnun Evrópu Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með því að bóluefni Janssen við Covid-19 verði veitt skilyrt markaðsleyfi í Evrópusambandinu til notkunar hjá einstaklingum sem hafa náð átján ára aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni en íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér skammta af bóluefninu fyrir 235 þúsund einstaklinga. Erlent 11.3.2021 13:27 Fengu ekki lotuna sem tengd er mögulegri aukaverkun Landspítali hefur frestað bólusetningu starfsfólks með bóluefni AstraZeneca sem fara átti fram í dag eftir að notkun þess á landinu var stöðvuð tímabundið í morgun. Þá tekur spítalinn fram að hann hafi ekki fengið úthlutað AstraZeneca-bóluefni úr þeirri lotu sem tengd er mögulegri aukaverkun. Innlent 11.3.2021 12:19 Mun ekki leggja til harðari aðgerðir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki ástæðu til að leggja til við heilbrigðisráðherra að herða sóttvarnaaðgerðir sem nú eru í gildi eins og staðan er núna. Hann muni þó ekki leggja til neinar tilslakanir á næstunni. Innlent 11.3.2021 11:54 Fjallgöngumenn fá aftur að klífa Everest Nokkur hundruð fjallgöngumanna munu leggja leið sína að Everest-fjalli í Nepal í næsta mánuði, en fjallinu hefur verið lokað síðasta árið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Erlent 11.3.2021 11:40 Stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca Ákveðið hefur verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Innlent 11.3.2021 11:13 Einn greindist með kórónuveiruna innanlands Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var í sóttkví við greiningu. Enginn greindist með veiruna á landamærum. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. Innlent 11.3.2021 10:42 Svona var 168. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til reglubundins upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Fundirnir fara nú fram einu sinni í viku, á fimmtudögum. Innlent 11.3.2021 10:34 Danir hætta tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með. Innlent 11.3.2021 09:58 Ein stærsta efnahagsinnspýting í sögu Bandaríkjanna samþykkt Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti endanlega eina umfangsmestu efnahagsinnspýtingu í sögu Bandaríkjanna til að ráða niðurlögum kórónuveirufaraldursins og koma hjólum atvinnulífsins aftur á hreyfingu. Aðgerðapakkinn var eitt stærsta stefnumál Joes Biden forseta og demókrata á Bandaríkjaþingi. Erlent 11.3.2021 09:37 Hver lifir á strípuðum bótum? Nú standa yfir kosningar til stjórnar verkalýðsfélagsins VR. Félagsmenn geta kosið í gegnum vef VR á vefslóðinni www.vr.is. Mikilvægt er að allir félagsmenn nýti sinn kosningarétt því hvert einasta atkvæði skiptir máli. Skoðun 11.3.2021 07:04 Mælt með að færa fjarvinnu að hluta til á kaffihús Nú þegar ljóst er að margir vinnustaðir gera ráð fyrir að fjarvinna verði hluti af fyrirkomulagi starfsfólks til framtíðar, velta margir fyrir sér hvernig þessari fjarvinnu verði háttað. Þar sýna rannsóknir að það getur verið góður valkostur fyrir fólk, að setjast niður til vinnu á kaffihúsum. Atvinnulíf 11.3.2021 07:00 Hundruð bólusettra barna í Ísrael upplifðu engar alvarlegar aukaverkanir Um 600 ísraelsk börn á aldrinum 12 til 16 ára sem voru bólusett gegn Covid-19 með bóluefni Pfizer upplifðu engar alvarlegar aukaverkanir. Ungmenni eru almennt ekki bólusett en yfirvöld í landinu hafa mælt með bólusetningu einstaklinga í áhættuhópum. Erlent 10.3.2021 21:08 Telja sjúkrahús í Brasilíu komin að þolmörkum Heilbrigðiskerfið flestum stærstu borgum Brasilíu er að hruni komið vegna fjölda sjúklinga með Covid-19, að mati heilbrigðisstofnunar landsins. Heimshlutanum er talin standa ógn af aðgerðaleysi brasilískra stjórnvalda við faraldrinum sem fær að geisa nær hömlulaust. Erlent 10.3.2021 14:24 Telur aðstæður nú ekki sambærilegar og síðasta haust þegar rakningu og sóttkví var beitt Sóttvarnalæknir segir að ekki sé búið að ná utan um hópsmitið þó enginn hafi greinst með veiruna innanlands í gær. Hann vinnur nú að tillögum til ráðherra um næstu aðgerðir og en segir ekki mikið svigrúm fyrir tilslakanir með þetta hópsmit hangandi yfir. Innlent 10.3.2021 12:02 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír greindust á landamærunum. Innlent 10.3.2021 10:52 Færri skrifborð, breyttar áherslur og nýir samningar Covid er að breyta vinnustöðum til framtíðar og ekki er ólíklegt að húsakostur margra muni breytast næstu misseri. Sums staðar er verið að meta með hvaða hætti framtíðarskipulag ætti að vera, á meðan aðrir vinnustaðir eru farnir að gera nýja samninga um skuldbindingar í fjarvinnu. Þeir samningar eru þá meðal annars gerðir til þess að hægt verði að taka ákvarðanir um húsakost. Varanlegum breytingum í kjölfar Covid fylgja nýjar áskoranir í stjórnun. Atvinnulíf 10.3.2021 10:22 « ‹ 155 156 157 158 159 160 161 162 163 … 334 ›
Börn verði skimuð á landamærunum Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að öll börn þurfi að undirgangast skimun við Covid-19 við komu þeirra til landsins. Hann mun skila af sér tillögum um næstu sóttvarnaaðgerðir á næstu dögum. Innlent 12.3.2021 19:16
Biden til þjóðarinnar: „Ég þarfnast ykkar“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur vakið mikla athygli fyrir ávarp til bandarísku þjóðarinnar í gær, þar sem umfjöllunarefnið var kórónuveirufaraldurinn. Keppast menn nú við að bera saman nýjan tón Biden við það stef sem hefur glumið síðustu ár. Erlent 12.3.2021 16:55
WHO: Ekki ástæða til að hætta að nota bóluefni AstraZeneca Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur ekki ástæðu fyrir lönd að hætta að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Ekkert bendi til þess að bóluefnið geti valdið blóðtappa. Ísland er á meðal þeirra ríkja sem hafa stöðvað bólusetningar með efninu tímabundið í öryggisskyni. Erlent 12.3.2021 16:48
Bólusetningaráætlun færist aftur um mánuð vegna seinkunar hjá AstraZeneca Tafir verða á afhendingu bóluefnis frá AstraZeneca til allra landa í samstarfi Evrópuþjóða um kaup á bólefni, þar á meðal Íslands. Vegna þessa er gert ráð fyrir því að tímaáætlanir um bólusetningar færist aftur um um það bil fjórar vikur. Innlent 12.3.2021 15:39
Ný herferð um sanngjarna dreifingu bóluefna Herferð Sameinuðu þjóðanna undirstrikar þörfina fyrir alþjóðlega samstöðu um jafnan aðgang allra að bóluefnum. Heimsmarkmiðin 12.3.2021 12:32
94 prósent hafa þegið eða segjast munu þiggja bólusetningu 94 prósent landsmanna hafa þegið eða hyggjast þiggja bólusetningu gegn kórónuveirunni COVID-19. Af þeim sem höfðu eða hugðust afþakka bólusetningu voru fimm prósent sem sögðust afþakka bólusetningu með bóluefni AstraZeneca ef þeim yrði boðin bólusetning með bóluefninu. Innlent 12.3.2021 11:04
Búið að útfæra 970 milljóna króna greiðslur til bænda vegna Covid-19 970 milljónir króna verða greiddar út til sauðfjár- og nautgripabænda til að mæta áhrifum heimsfaraldurs Covid-19. Veiting fjármunanna var samþykkt í fjárlögum ársins 2021 en Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur nú lokið við útfærslu á ráðstöfun þeirra. Innlent 12.3.2021 10:43
Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir greindust á landamærunum í seinni landamæraskimun. Innlent 12.3.2021 10:41
1,9 billjóna aðgerðapakki Bidens gerður að lögum Joe Biden Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir lög um eina umfangsmestu efnahagsinnspýtingu í sögu Bandaríkjanna til að ráða niðurlögum kórónuveirufaraldursins og koma hjólum atvinnulífsins aftur á hreyfingu. Erlent 11.3.2021 23:30
Ár síðan WHO lýsti yfir heimsfaraldri Miðvikudaginn 11. mars árið 2020 lýsti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) því yfir að jarðarbúar væru með faraldur á höndunum. Nýja kórónuveiran, sem veldur Covid-19, væri í mikilli dreifingu og þá höfðu um 120 þúsund tilfelli greinst á heimsvísu. Erlent 11.3.2021 22:01
Þrjár tilkynningar um blóðtappa í kjölfar bólusetningar hér á landi Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, segir að þrír hafi tilkynnt um að hafa fengið blóðtappa í kjölfar bólusetningar. Einstaklingarnir höfðu verið bólusettir með sínu hvoru bóluefninu, bóluefni AstraZeneca, Moderna og Pfizer. Innlent 11.3.2021 18:46
Bóluefni Janssen fær markaðsleyfi á Íslandi Lyfjastofnun Íslands hefur veitt bóluefni Janssen gegn Covid-19 skilyrt markaðsleyfi á Íslandi. Lyfjastofnun Evrópu veitti bóluefninu markaðsleyfi fyrr í dag til notkunar hjá einstaklingum sem hafa náð átján ára aldri. Innlent 11.3.2021 17:39
Viktoría prinsessa og Daníel prins með Covid-19 Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar hefur greinst með Covid-19 og eiginmaður hennar Daníel Prins sömuleiðis. Þau eru bæði komin í einangrun en sýna enn sem komið er mild einkenni. Erlent 11.3.2021 17:24
Ekkert bendi til tengsla AstraZeneca við blóðtappa Sérfræðingur í ónæmissfræðum segir ekkert benda til þess að tilfelli blóðtappa í Evrópu tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu heldur hinu sama fram í tilkynningu í dag og mælir áfram með bóluefni AstraZeneca. Innlent 11.3.2021 16:55
Bóluefni Janssen fær grænt ljós hjá Lyfjastofnun Evrópu Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með því að bóluefni Janssen við Covid-19 verði veitt skilyrt markaðsleyfi í Evrópusambandinu til notkunar hjá einstaklingum sem hafa náð átján ára aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni en íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér skammta af bóluefninu fyrir 235 þúsund einstaklinga. Erlent 11.3.2021 13:27
Fengu ekki lotuna sem tengd er mögulegri aukaverkun Landspítali hefur frestað bólusetningu starfsfólks með bóluefni AstraZeneca sem fara átti fram í dag eftir að notkun þess á landinu var stöðvuð tímabundið í morgun. Þá tekur spítalinn fram að hann hafi ekki fengið úthlutað AstraZeneca-bóluefni úr þeirri lotu sem tengd er mögulegri aukaverkun. Innlent 11.3.2021 12:19
Mun ekki leggja til harðari aðgerðir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki ástæðu til að leggja til við heilbrigðisráðherra að herða sóttvarnaaðgerðir sem nú eru í gildi eins og staðan er núna. Hann muni þó ekki leggja til neinar tilslakanir á næstunni. Innlent 11.3.2021 11:54
Fjallgöngumenn fá aftur að klífa Everest Nokkur hundruð fjallgöngumanna munu leggja leið sína að Everest-fjalli í Nepal í næsta mánuði, en fjallinu hefur verið lokað síðasta árið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Erlent 11.3.2021 11:40
Stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca Ákveðið hefur verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Innlent 11.3.2021 11:13
Einn greindist með kórónuveiruna innanlands Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var í sóttkví við greiningu. Enginn greindist með veiruna á landamærum. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. Innlent 11.3.2021 10:42
Svona var 168. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til reglubundins upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Fundirnir fara nú fram einu sinni í viku, á fimmtudögum. Innlent 11.3.2021 10:34
Danir hætta tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með. Innlent 11.3.2021 09:58
Ein stærsta efnahagsinnspýting í sögu Bandaríkjanna samþykkt Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti endanlega eina umfangsmestu efnahagsinnspýtingu í sögu Bandaríkjanna til að ráða niðurlögum kórónuveirufaraldursins og koma hjólum atvinnulífsins aftur á hreyfingu. Aðgerðapakkinn var eitt stærsta stefnumál Joes Biden forseta og demókrata á Bandaríkjaþingi. Erlent 11.3.2021 09:37
Hver lifir á strípuðum bótum? Nú standa yfir kosningar til stjórnar verkalýðsfélagsins VR. Félagsmenn geta kosið í gegnum vef VR á vefslóðinni www.vr.is. Mikilvægt er að allir félagsmenn nýti sinn kosningarétt því hvert einasta atkvæði skiptir máli. Skoðun 11.3.2021 07:04
Mælt með að færa fjarvinnu að hluta til á kaffihús Nú þegar ljóst er að margir vinnustaðir gera ráð fyrir að fjarvinna verði hluti af fyrirkomulagi starfsfólks til framtíðar, velta margir fyrir sér hvernig þessari fjarvinnu verði háttað. Þar sýna rannsóknir að það getur verið góður valkostur fyrir fólk, að setjast niður til vinnu á kaffihúsum. Atvinnulíf 11.3.2021 07:00
Hundruð bólusettra barna í Ísrael upplifðu engar alvarlegar aukaverkanir Um 600 ísraelsk börn á aldrinum 12 til 16 ára sem voru bólusett gegn Covid-19 með bóluefni Pfizer upplifðu engar alvarlegar aukaverkanir. Ungmenni eru almennt ekki bólusett en yfirvöld í landinu hafa mælt með bólusetningu einstaklinga í áhættuhópum. Erlent 10.3.2021 21:08
Telja sjúkrahús í Brasilíu komin að þolmörkum Heilbrigðiskerfið flestum stærstu borgum Brasilíu er að hruni komið vegna fjölda sjúklinga með Covid-19, að mati heilbrigðisstofnunar landsins. Heimshlutanum er talin standa ógn af aðgerðaleysi brasilískra stjórnvalda við faraldrinum sem fær að geisa nær hömlulaust. Erlent 10.3.2021 14:24
Telur aðstæður nú ekki sambærilegar og síðasta haust þegar rakningu og sóttkví var beitt Sóttvarnalæknir segir að ekki sé búið að ná utan um hópsmitið þó enginn hafi greinst með veiruna innanlands í gær. Hann vinnur nú að tillögum til ráðherra um næstu aðgerðir og en segir ekki mikið svigrúm fyrir tilslakanir með þetta hópsmit hangandi yfir. Innlent 10.3.2021 12:02
Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír greindust á landamærunum. Innlent 10.3.2021 10:52
Færri skrifborð, breyttar áherslur og nýir samningar Covid er að breyta vinnustöðum til framtíðar og ekki er ólíklegt að húsakostur margra muni breytast næstu misseri. Sums staðar er verið að meta með hvaða hætti framtíðarskipulag ætti að vera, á meðan aðrir vinnustaðir eru farnir að gera nýja samninga um skuldbindingar í fjarvinnu. Þeir samningar eru þá meðal annars gerðir til þess að hægt verði að taka ákvarðanir um húsakost. Varanlegum breytingum í kjölfar Covid fylgja nýjar áskoranir í stjórnun. Atvinnulíf 10.3.2021 10:22