Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Tæplega 10 þúsund manns losnuðu úr sóttkví í dag

Tæplega tíu þúsund manns losnuðu úr sóttkví í dag og hún heyrir nú sögunni til vegna tilslakana á sóttvarnaráðstöfunum. Frá miðnætti mega tvö hundruð manns koma saman og opnunartími veitinga- og skemmtistaða lengist. Stefnt er að því að aflétta öllum aðgerðum í lok mánaðar.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin fundar um afléttingar

Nú stendur yfir ríkisstjórnarfundur þar sem meðal annars er rætt um afléttingar á sóttvarnaaðgerðum. Fregna af fundinum er beðið með mikilli eftirvæntingu en sóttvarnalæknir skilaði nýjum tillögum til heilbrigðisráðherra í gær.

Innlent
Fréttamynd

Hætt við að bið eftir niðurstöðum lengist enn frekar vegna álags

Sóttvarnalæknir leggur til að hraðprófum verði beitt í auknum mæli í stað PCR-prófa í ljósi þess hve löng bið getur verið eftir niðurstöðum. Biðtíminn getur nú verið allt að þrír sólarhringar. Yfirlæknir sýkla og veirufræðideildar Landspítala segir deildina ekki ráða við álagið um þessar mundir og óttast að biðtími muni lengjast hratt verði ekkert gert. 

Innlent
Fréttamynd

Öllum takmörkunum aflétt á Grænlandi

Frá og með miðnætti í kvöld verður öllum sóttvarnaaðgerðum aflétt á Grænlandi. Stjórnvöld segja aðgerðirnar engu máli skipta þar sem kórónuveirusmit eru svo útbreidd í samfélaginu.  

Erlent
Fréttamynd

Stjórnendum Landspítala stendur uggur af afléttingaáætlun

Starfandi forstjóri Landspítalans segir fyrirhugaðar afléttingar stjórnvalda á sóttvarnaaðgerðum innanlands ekki boða gott. Ekkert lát sé á því að starfsmenn spítalans veikist af veirunni og innlögnum vegna veirunnar fjölgi í takt við fleiri smit í samfélaginu. 

Innlent