Verkföll 2020

Enn bætist í verkföllin
Verkfall hefur verið boðað í Tónlistarskólanum á Akureyri. Fyrirhugað er að það hefjist 21. febrúar næstkomandi, hafi samningar ekki náðst.

„Er ekki einhver þefur af láglaunakvenna-fyrirlitningu hjá ykkur?“
Eflingarfólk gefur lítið fyrir kumpánlegar kveðjur Samfylkingar til verkalýðsstéttarinnar.

Kapp lagt á að TF- GRÓ verði tilbúin á morgun
Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar sneru á ný til vinnu í morgun eftir að lög voru sett á verkfall þeirra í gær.

Áhrifa verkfallsins muni gæta næstu mánuði
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir vonbrigði að ekki hafi tekist að leysa kjaradeilu flugvirkja hjá stofnuninni með samningum. Hins vegar hafi verið nauðsynlegt að stöðva verkfall þeirra með lögum eins og dómsmálaráðherra ákvað að gera í dag. Áhrifa verkfallsins muni engu að síður gæta fram í febrúar.

Segja ríkið ætla sér það eitt að rjúfa tenginguna
Stjórn Flugvirkjafélags Ísland segir ljóst að það eina sem vaki fyrir íslenska ríkinu sé að slíta tengingu samnings flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni vi. Formaður félagsins telur litlar líkur á því að samninganefndir flugvirkja og ríkisins nái saman fyrir 4. janúar.

Setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands.

Flugvirkjar buðu þriggja ára samning
Samninganefnd Flugvirkjafélag Íslands bauð samninganefnd ríkisins samning með tengingu við aðalkjarasamning félagsins til þriggja ára í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið, samkvæmt upplýsingum frá formanni félagsins.

Lagði fram sáttatillögu sem hlaut ekki hljómgrunn hjá flugvirkjum
Sáttatillöga ríkissáttasemjara í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið á sem lögð var fram á maraþonfundi í dag hlaut ekki hljómgrunn hjá Flugvirkjafélagi Íslands.

Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum
TF-GRO eina starfhæfa þyrla Landhelgisgæslunnar fer í reglubundið eftirlit á morgun sem mun að minnsta kosti taka tvo daga. Hún þarf síðan að fara í lengri skoðun hinn 12. desember og ef ekki hafa náðst samninga við flugvirkja þá verður allur flugfloti Gæslunnar lamaður.

Segja Landhelgisgæsluna hafa sýnt flugvirkjum „mikla vanvirðingu“
Jarðvísindamenn, Vestmannaeyingar, sjómenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sjómenn, vélstjórar og málmtækimenn eru á meðal þeirra sem lýst hafa yfir miklum áhyggjum af yfirstandandi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands

Fundi slitið og engin þyrla til taks næstu tvo daga
Fundi samninganefnda Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins vegna kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni lauk án niðurstöði á fimmta tímanum í dag.

„Deilan er á alvarlegum og erfiðum stað“
Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins héldu til samningafundar klukkan 11.30 í dag. Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins vegna alvarlegrar stöðu sem blasir við hjá gæslunni.

Segir verkfallið hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu dragist það á langinn
Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu.

„Fólk er að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar“
Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja.

Flugfreyjur samþykkja nýjan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta
Flugfreyjur samþykktu nýjan kjarasamning við Icelandair í dag. Samningurinn var samþykktur með 83,5 prósentum greiddra atkvæða og greiddu 88,2 prósent félagsmanna atkvæði.

Atkvæðagreiðslu um kjarasamning lýkur og Icelandair kynnir uppgjör annars ársfjórðungs á morgun
Atkvæðagreiðslu flugfreyja um nýjan kjarasamning lýkur klukkan 12 á hádegi á morgun. Uppgjör Icelandair fyrir annan ársfjórðung verður einnig birt á morgun en bráðabirgðarekstrarniðurstöður benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra.

Getur ekki orða bundist vegna deilna Icelandair og flugfreyja: „Verkalýðsforkólfar fara nú hamförum“
Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, segir verkalýðsforystuna fara hamförum í ummælum um mál Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands.

Icelandair sleit kjaraviðræðum og flugfreyjur boða verkfall
Icelandair sleit í dag kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Öllum flugfreyjum félagsins verður því sagt upp. Þá hefur Flugfreyjufélagið boðað til allsherjarverkfalls og verður kosið um það þann 24. júlí næstkomandi.

Flugfreyjur boða allsherjarverkfall
Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar flugfreyja hefst klukkan 10 að morgni 24. júlí næstkomandi og mun henni ljúka klukkan 12 á hádegi þann 27. júlí.

Fundi FFÍ og Icelandair lokið án samnings
Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á sjötta tímanum í dag án samnings.

Segir alvarlegt að kjaradeila hjúkrunarfræðinga fari í gerðardóm
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segist vilja að félagsmenn hennar kynni sér vel samning félagsins við ríkið og að þeir myndi sér skoðanir á honum áður en atkvæði verða greidd um hann.

Verði af verkfalli er ekki unnt að manna alla skimunarbása á Keflavíkurflugvelli
Hjúkrunarfræðingar og ríkið funda enn. Að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta í fyrramálið.

Hjúkrunarfræðingar sýna samningsnefnd samstöðu fyrir utan Karphúsið
Hjúkrunarfræðingar söfnuðust saman fyrir utan Karphúsið í dag áður en samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins mættu þar til fundar á þriðja tímanum.

Klukkan tifar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins
Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins funda í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga í fyrramálið.

Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins funda nú sitt í hvoru lagi
Hlé hefur verið gert á sameiginlegum fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Samninganefndir vinna nú áfram sitt í hvoru lagi og halda sameiginlegar viðræður áfram á morgun þegar þeirri vinnu er lokið.

Hvers virði eru hjúkrunarfræðingar þér?
Ég er fædd á kvennaárinu 1975 og tel ég mögulegt að það hafi haft veruleg áhrif á þroskun taugabrauta minna. Ég fékk líka skýr skilaboð frá foreldrum og forráðamönnum um að ég gæti tekið mér hvað sem fyrir hendur í lífinu og myndi ná árangri eins lengi og ég legði mig fram í verkið.

Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu
Samningafundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hófst á ný klukkan hálf tíu í morgun og stendur enn. Að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta á mánudagsmorgun.

Undirbúningur verkfalls hjúkrunarfræðinga á lokastigi
Samningafundi í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag án niðurstöðu. Nýr fundur hefur verið boðaður í deilunni og hefst hann klukkan hálf tíu í fyrramálið. Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma tvo sólarhringa. Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir undirbúning verkfalls á lokastigi.

Fundur hjúkrunarfræðinga og ríkisins heldur áfram á morgun
Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag hjá ríkissáttasemjara án niðurstöðu.

Taka daginn frá undir viðræðurnar
Samninganefndir ríkisins og Félags íslenskar hjúkrunarfræðinga koma saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 10.