
Verkföll 2020

Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum
Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti.

Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“
Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu.

Úti um friðinn
Ári eftir að vinnuveitendur og félög flestra starfsmanna þeirra gerðu tímamótasamning um þróun launa innan einkageirans stendur opinberi geirinn nú frammi fyrir kröfum um meiri hækkanir en fengust þá.

Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við
Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku.

Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku
Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni.

Viðræðuslit Eflingar komu Aldísi mjög á óvart
Efling sleit viðræðunum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær .

Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu
Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku.

Foreldrar með börnin sín í vinnunni út af verkfalli
Foreldrar leikskólabarna um alla Reykjavík hafa misst úr vinnu, tekið börnin með sér í vinnunna eða leitað til foreldra eða annarra vandamanna til að bregðast við verkfalli Eflingar. Móðir leikskólabarns segir vikuna hafa verið mikið púsluspil til að láta allt ganga upp.

Enn fleira Eflingarfólk gæti farið í verkfall
Greidd verða atkvæði um verkfall Eflingarfólks sem starfar fyrir einkarekna skóla og önnur sveitarfélög en Reykjavík eftir helgi.

Íhuga að endurtaka kosningu í Garðabæ
Hluti félagsmanna í Starfsmannafélagi Garðabæjar, STAG, hefur lýst yfir óánægju með hvernig atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun var afgreidd í vikunni.

Hefur lokað sautján skólastofum og óttast áhrif áframhaldandi óvissu á börnin
Verkfall Eflingar er farið að hafa veruleg áhrif á skólastarf í nokkrum skólum borgarinnar. Hópur nemenda í Grandaskóla sat heima í dag þar sem hluta skólans hefur verið lokað þar sem ekki hefur verið hægt að þrífa hann vegna verkfallsins.

Allir starfsmenn sem sinna þrifum í verkfalli: Staðan á salernum slæm
Réttarholtsskóla var lokað í dag þar sem ekki hefur tekist að þrífa skólans vegna verkfalls Eflingar og óvíst hvenær nemendur geta mætt aftur í skólann.

Framkvæmdastjóri Eflingar segir minna bera í milli en fólk heldur
Framkvæmdastjóri Eflingar segir minna bera milli deiluaðila í kjaradeilu félagsins og borgarinnar en margir telja. Borgarstjóri segir áhyggjur sínar af áhrifum verkfallsins fara vaxandi.

Tvær vikur í fyrstu verkfallsaðgerð fimmtán þúsund félagsmanna BSRB
Verkfallsaðgerðir félaga BSRB, sem samþykktu með afgerandi hætti verkfallsboðun í dag, hefjast mánudaginn 9. mars takist ekki samningar fyrir þann tíma.

Forsætisráðherra segir "algjörlega ótímabært“ að ræða lagasetningu á verkföll
Mótmælendur Eflingar létu vel í sér heyra þegar jafnréttisþing 2020 var sett í morgun.

Segja Dag aðeins láta sjá sig þegar hann „fær að sitja einn í sjónvarpsviðtali“
Stéttarfélagið Efling segir ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um tilboð Reykjavíkurborgar í kjaradeilunni við Eflingu villandi.

88 prósent BSRB-fólks samþykkti verkfallsboðun
Verkfallsaðgerðir munu hefjast mánudaginn 9. mars, takist samningar ekki fyrir þann tíma.

Mótmælum Eflingar á jafnréttisþingi fagnað
Um fimmtíu manns á vegum Eflingar, með Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann í broddi fylkingar, mættu við Jafnréttisþingið í Hörpu klukkan tíu til að mótamæla því sem þau kalla "virðingarleysi samfélagsins gagnvart umönnunarstörfum“.

Dagur segir tilboð borgarinnar líklega mestu hækkun lægstu launa sem samið hafi verið um
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir kröfur Eflingar langt umfram lífskjarasamninginn sem undirritaður var á liðnu ári. Kröfurnar séu þá umfram tilboð borgarinnar sem sé, að hans mati, mjög sterkt og sé til þess gert að tekjulægstu hóparnir geti lifað mannsæmandi lífi á sínum launum.

Ef ófaglærðir starfsmenn í leikskólum fengju borgað eins og barnapíur
Engin starfsgrein skilar jafn miklu til baka en þeir sem mennta börnin okkar enda er menntun það mikilvægasta sem landið getur fjárfest í.

„Reykjavíkurborg hefur enn á ný slegið á sáttahönd láglaunafólks“
Samningafundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkur lauk án árangurs rétt fyrir klukkan 16 í dag. Annar fundur hefur ekki verið boðaður í deilunni.

Fjögurra daga helgi hjá nemendum Réttarholtsskóla vegna verkfalls
400 nemendur í Réttarholtsskóla geta ekki sótt skóla á morgun og föstudag vegna verkfalls starfsmanna Reykjavíkurborgar sem eru í Eflingu.

Um menntun, reynzlu, laun og höfrungahlaup
Grunnkennslan í skólum byggir á reynslu þeirra, sem á undan okkur gengu.

Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið
Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi.

„Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“
Á meðan samninganefndir báru saman bækur sínar í dag gengu verkfallsverðir Eflingar um borgina.

Skorar á meirihlutann að standa við ákvæði meirihlutasáttmála um að leiðrétta laun kvennastétta
Krafa Eflingar um leiðréttingu launa þeirra stétta sem nú eru í verkfalli vegna kjaradeilu við Reykjavíkurborg er eðlileg og það er með öllu óskiljanlegt að ekki sé hægt að verða við þeim kröfum. Þetta segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.

Segist í engum hefndarhug og aðeins reyna að vinna vinnuna sína
Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar í kjaraviðræðum borgarinnar við Eflingu, segist lítið geta gert í yfirlýsingum Gunnars Smára Egilssonar, framkvæmdastjóra Sósíalistaflokksins. Gunnar Smári var liðsmaður Sólveigar Önnu Jónsdóttur þegar hún náði kjöri sem formaður Eflingar vorið 2018.

Fundi Eflingar og borgarinnar lokið en aftur fundað á morgun
Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk í húsakynnum Ríkisáttasemjara núna um klukkan 11:30, án samkomulags.

Koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara
Fulltrúar samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag til að reyna að finna lausn á deilu þeirra.

Verkfallssjóður Eflingar getur staðið undir mjög löngu verkfalli
Ríkissáttasemjari hefur boðað til sáttafundar í deilunni í fyrramálið. Verkfallssjóður Eflingar getur staðið undir mjög löngu verkfalli.