Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

„Ég hefði viljað sjá þessar reglur öðruvísi“

Bankastjóri Íslandsbanka segir að æskilegt hefði verið að girða fyrir kaup starfsmanna sem komu að útboði bankans á þessu ári. Verið sé að breyta reglum til að koma í veg fyrir slíkt. Hún segist ekki vita hvort starfsmenn hafi áður keypt hluti í útboðum sem þeir hafi á sama tíma sinnt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Þau ætla að reyna að þegja af sér hneykslismálið“

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir augljóst að ríkisstjórnin sé að reyna að þegja af sér Íslandsbankamálið en vill að stjórnarliðar hugsi um afleiðingarnar af slíku til lengri tíma sem hann segir að verði vafalaust dýpra vantraust til þingsins um ókomin ár.

Innlent
Fréttamynd

Sögulegt ávarp í þingsal

Úkraínuforseti ávarpar Alþingi í dag í gegnum fjarfundarbúnað í sérstakri athöfn. Þetta er í fyrsta skipti sem slík athöfn fer fram í þingsal. Forseti Alþingis segir um sögulegan viðburð að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Niður­staða við­ræðna um nýja þjóðar­höll kynnt á föstu­dag

Niðurstaða úr viðræðum ríkisins og Reykjavíkurborgar um nýja þjóðarhöll fyrir handbolta, körfubolta og aðrar innanhússíþróttir verður kynnt á fundi borgarráðs á morgun. Málið er svo á dagskrá ríkisstjórnar á föstudaginn og verður niðurstaðan kynnt opinberlega í kjölfar þess fundar.

Innlent
Fréttamynd

Er fjármálaráðherra í jarðsambandi?

Hlutafjárútboðið í Íslandsbanka var það þriðja stærsta í Íslandssögunni. Þar var seldur hlutur í Íslandsbanka fyrir 52,5 milljarða króna. Mikilvægi útboðsins var því gríðarlegt almannahagsmunamál.

Skoðun
Fréttamynd

Gagnrýnir aðferðafræði Íslandsbankaútboðsins

Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnkerfið hafa tapað trausti og trúverðugleika vegna aðferðarfræðinnar við söluna á Íslandsbanka. Afar mikilvægt sé að upplýsa hvernig fjárfestarnir voru valdir til að kaupa í bankanum á afslætti.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er áfram á ábyrgð okkar allra“

Gert er ráð fyrir fjölmennum fundi á Austurvelli í dag þar sem sölunni á Íslandsbanka verður mótmælt í fjórða sinn. Einn af ræðumönnum fundarins í dag segir mikilvægt að fólk láti ekki deigan síga og gerir ráð fyrir að áfram verði mótmælt þar til ríkisstjórnin bregst við.

Innlent
Fréttamynd

„Ekki benda á mig“

Í umræðum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er stjórnarþingmönnum tíðrætt um stóru myndina. En þeirri mynd hefur ríkisstjórnin klúðrað nokkuð hressilega. Það eru mikil vonbrigði fyrir þau okkar sem viljum að ríkið losi um eignarhluti sína í bankakerfinu. 

Skoðun
Fréttamynd

Hrópandi ó­sam­ræmi í svörum ráð­herranna

Ráðherrum ber ekki saman um hvort þeir hafi verið með efasemdir um útboðið á Íslandsbanka. Innviðaráðherra kennir Bankasýslunni um það sem misfórst og segist svekktur vegna málsins á meðan fjármálaráðherra segist treysta Bankasýslunni.

Innlent
Fréttamynd

Einkamál innviðaráðherra

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, gerðist uppvís að því að fara með rasísk, eða eins og hann komst að orði, helst til „óviðurkvæmileg“ ummæli fyrir fáeinum vikum síðan. Málið varð kveikja að talsverðri samfélagsumræðu – en hvert hras ríkisstjórnarinnar á fætur öðru gerði það að verkum að umræðan snerist fljótlega annað. Mér þykir þó einstaklega mikilvægt að við skiljum ekki við málið og látum þar við sitja.

Skoðun