Bílar

Fréttamynd

Hækka lág­mark bif­reiða- og vöru­gjalda

Breytingar verða gerðar á vörugjaldi við innflutning ökutækja samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var fjölmiðlum í dag. Þá verða einnig gerðar breytingar á bifreiðagjaldi en tekjur ríkissjóðs vegna þessara flokka hefur dregist saman síðustu ár.

Bílar
Fréttamynd

Sverrir á Ysta­felli ætlar sér að stækka bíla­safnið sitt

Þeim fjölgar og fjölgar alltaf bílunum á safninu á Ystafelli í Köldukinn hjá Sverri Ingólfssyni, sem ræður þar ríkjum. Safnið er sprungið og ætlar Sverrir, sem er í hjólastól, að fara að byggja nýjar byggingar til að stækka safnið og koma fleiri bílum þar inn.

Innlent
Fréttamynd

Fagnar því að olíufélögin séu farin að taka við sér en segir það löngu tímabært

Bensínlítrinn er kominn undir 300 krónur hjá Costco og virðast önnur félög einnig lækka sín verð um þessar mundir. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir þetta löngu tímabært þar sem Ísland sé með hæsta bensínverð í Evrópu. Þó undirliggjandi verðlækkanir séu til staðar sé mikil óvissa fram undan og viðbúið að eldsneytisverð verði enn hátt. 

Innlent
Fréttamynd

Hvernig risa­jeppinn komst í kaldan faðm Norður-Ís­hafsins og aftur burt

Það reyndist þrautin þyngri fyrir íslenska sérfræðinga Arctic Trucks að bjarga Ford F-150 jeppa sem fór niður um ísinn í Norður-Íshafi í könnunarleiðangri fyrir umfangsmikið ferðalag svissneskra samtaka sem ætla sér að keyra á báða póla jarðar. Covid-19, innrás Rússa í Úkraínu og flökkusögur um að gríðarlegt magn eldsneytis hafi farið niður með bílnum auðvelduðu ekki verkið. Björgunin tókst hins vegar vonum framar.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum að fara niður“

Búið er að ná Ford F-150 jeppa sem að fór í gegnum ísbreiðuna á Norður-Íshafinu í miðjum jeppaleiðangri í mars síðastliðnum á þurrt land.  Íslenska fyrirtækið Arctic Trucks kom bæði að jeppaleiðangrinum í mars sem og björgunaraðgerðum núna í ágúst.

Innlent
Fréttamynd

6 kr/km

Það hefur verið hávær umræða í gangi um breytta gjaldtöku í samgöngum. Annarsvegar hefur umræðan snúist um veggjöld á stærri verkefnum tengt jarðgöngum og brúarsmíði. Hinsvegar hefur umræðan snúist um ójafnvægi í núgildandi gjaldtöku þar sem nýorkubílar eru undanskyldir enda gjaldið tekið í gegnum sölu á bensíni og dísil. Hér verður ekki rætt um möguleg gangna- og brúargjöld enda myndu bifreiðar greiða slík gjöld að jöfnu óháð orkugjafa.

Skoðun
Fréttamynd

Geggjað bílasafn á Breiðdalsvík

Eitt glæsilegasta bílasafn landsins er á Breiðdalsvík en það er í gamla frystihúsinu á staðnum. Á safninu eru um tuttugu bílar, allt glæsikerrur, svo ekki sé minnst á sportbíla safnsins.

Innlent
Fréttamynd

DeWALT trukkurinn í fyrsta sinn á Íslandi

DeWALT Yellow Deamon verkfæratrukkur með tengivagn er nú á ferðinni um landið. Trukkurinn er troðfullur af verkfærum sem hægt er að skoða og prófa og fá ráðgjöf sérfræðinga. Keppt verður um titilinn Skrúfumeistari Íslands og boðið upp á hamborgara. Trukkurinn verður staddur á Reyðarfirði á morgun, föstudag.

Samstarf
Fréttamynd

Númera­plötur hækka um 136 prósent

Ný gjaldskrá Samgöngustofu tekur gildi í byrjun ágúst. Almenn verðhækkun er fimm prósent en athygli vekur að skráningarmerki, almennt kölluð númeraplötur, hækka í verði um 136 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Ódýrara að leggja einkaþotu en bíl

Það er ódýrara að leggja einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli en bíl í bílakjallara í miðbæ Reykjavíkur. Fimm daga stæði á Reykjavíkurflugvelli kostar 35.485 fyrir einkaþotu.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs

Formaður FÍB óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs hér á landi. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði um 9,5 prósent í gær og aftur um rúm þrjú prósent í dag. Innlendar bensínstöðvar hafa flestar lækkað lítraverð sitt um tvær og hálfa krónu í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

14 ára og elskar gamlar dráttarvélar

Gamlar og uppgerðar dráttarvélar eru í miklu uppáhaldi hjá 14 ára strák á Reykhólum en hann hefur keyrt dráttarvélar frá því að hann var sex ára gamall. Á bænum er líka Læðan úr Dagvaktinni til sýnis, ásamt öllum dráttarvélunum.

Innlent
Fréttamynd

„Þessir gömlu stálfákar eru eins og að setjast í mjúkan lazyboy“

Að setjast undir stýri í gömlum stálfáki er líkt og að láta sig sökkva ofan í mjúkan hægindastól. Þetta segir formaður Bílaklúbbs Akureyrar um hina haganlega smíðuðu fornbíla. Þrjú hundruð af glæsilegustu bílum landsins, gömlum og nýjum, verða á hátíðarsýningu á bíladögum á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Horft verði til þyngdar í aðgerðum sem eiga að skila ríkissjóði fimmtán milljörðum

Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að meðal annars verði horft til þyngdar ökutækja þegar kemur að boðaðri endurskoðun á skattlagningu á umferð og ökutæki. Reiknað er með að flýting á innleiðingu nýrra gjalda vegna umferðar og eldsneytis skili ríkissjóði fimmtán milljörðum á árunum 2023 til 2027. Meirihluti nefndarinnar telur að ekki sé hægt að horfa mikið lengur framhjá því að núverandi fyrirkomulag komi niður á viðhaldi vega.

Innlent
Fréttamynd

Kalla inn nærri því milljón Mercedes-bíla

Þýski bílaframleiðandinn ætlar að kalla inn tæplega milljón eldri bifreiða um allan heim vegna þess að bremsubúnaður þeirra kunni að hafa orðið fyrir mikilli tæringu. Hætta sé á að bremsurnar virki ekki sem skyldi við vissar aðstæður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heimilin taka bíla­lán sem aldrei fyrr

Alls hafa um 9.600 bifreiðar verið nýskráðar á fyrstu fimm mánuðum ársins sem er um 65 prósenta aukning frá því í fyrra. Rúmur meirihluti nýskráðra ökutækja gengur þá fyrir öllu leyti eða að hluta fyrir rafmagni og virðist því rafbílavæðingin ganga vel.

Viðskipti innlent