Vistvænir bílar

Fréttamynd

BL hefur afhent þrjú þúsund rafbíla

BL við Sævarhöfða afhenti í síðustu viku þrjú þúsundasta rafbílinn frá því að fyrirtækið hóf sölu rafbíla árið 2013. Bíllinn sem afhentur var er af gerðinni BMW iX Atelier xDrive40, sem er nýjasti fjórhjóladrifni jepplingurinn frá BMW. Bíllinn, sem hefur um 425 km drægni, er 326 hestöfl og getur dregið 2,5 tonn á dráttarkróki sem er mesta dráttargetan á rafbílamarkaðnum.

Bílar
Fréttamynd

Volswagen ID Buzz kynntur til leiks

Rafbíllinn ID Buzz frá Volkswagen mun vera til bæði sem van og sem strumpastrætó. Hann sækir innblástur í klassíska hönnun á Volskwagen sem gekk undir nafninu rúgbrauð á Íslandi.

Bílar
Fréttamynd

Ný nálgun í rafvæðingu frá Nissan með e-Power

Nissan kynnir í sumar skilvirku og hljóðlátu rafdrifnu aflrásina e-Power fyrir Nissan Qashqai sem felst í meginatriðum í eiginleikum og upplifun af akstri rafbíls án þess að nokkru sinni þurfi að stinga bílnum í samband til að hlaða. Tæknin kom fyrst fram í Nissan Note á ákveðnum mörkuðum árið 2017 en hún felst í því að sparneytin bensínvél hleður orku beint inn á rafhlöðu bílsins þaðan sem 188 hestafla rafmótor fær orku til að knýja bílinn áfram. Hinn sívinsæli Qashqai verður fyrsti bíllinn á Evrópumarkaði með tækninni þegar fyrstu bílarnir koma á markað í júní.

Bílar
Fréttamynd

Indian eFTR Hooligan rafhjólið

Rafknúin reiðhjól eru á mikilli siglingu og njóta sífellt meiri vinsælda. Nýjasta viðbótin í þá flóru er Indian eFTR Hooligan sem hefur útlit sem er alls ekki mjög reiðhjólalegt í laginu.

Bílar
Fréttamynd

Kia EV6 valinn Bíll ársins í Evrópu

Rafbíllinn Kia EV6 hefur verið valinn Bíll ársins í Evrópu árið 2022. Kia EV6 hefur fengið góðar viðtökur síðan hann var frumsýndur á síðasta ári.

Bílar
Fréttamynd

Toyota með flestar nýskráningar í febrúar

Toyota seldi flesta bíla í febrúar, með 124 eintök nýskráð. Nissan var í öðru sæti með 91 eintak nýskráð. Alls voru 1293 ökutæki nýskráð í febrúar, það er aukning um 34 prósent frá því í febrúar í fyrra. Tölurnar eru byggðar á tölfræðivef Samgöngustofu.

Bílar
Fréttamynd

Rivian er á góðri leið að aukinni framleiðslu

Framkvæmdastjóri bandaríska rafbílaframleiðandans Rivian, RJ Scaringe segir að fyrirtækið sé „á góðri leið í átt að aukinni framleiðslu.“ Hann hefur einnig sagt að félagið stefni á 10% markaðshlutdeild á rafbílamarkaði fyrir árið 2030.

Bílar
Fréttamynd

Toyota og Yamaha þróa vetnis vél saman

Samstarfinu er ætlað að skila af sér átta strokka, fimm lítra 444 hestafla vetnisvél. Markmiðið er einnig að komast að því hvort vetni sé raunverulegur kostur fyrir brunahreyfilsvélar.

Bílar
Fréttamynd

Renault er að vinna að vetnisbíl

Franski framleiðandinn kynnti nýlega hugmyndabíls sem notast við vetni. Myndin af hugmyndabílnum gefur lítið upp en bíllinn gæti verið afar spennandi. Sérstaklega þar sem um vetnisbíl er að ræða. Er um straumhvörf að ræða?

Bílar
Fréttamynd

BMW iX - Sannur BMW

BMW iX er stærsti rafdrifni bíllinn frá BMW hingað til. Um er að ræða fimm manna rafjeppling, þar sem mikið hefur verið lagt upp úr upplifun við hönnun. Upplifunin er BMW út í gegn, sem er áhugavert.

Bílar
Fréttamynd

Genesis GV60 með drift- og innskotsstillingu

Genesis er lúxus útgáfa af Hyundai bílum, svipað og Lexus er hjá Toyota. Genesis miðar frekar á BMW og Audi á meðan Hyundai miðar á aðra keppinauta. Genesis bifreiðar hafa nánast eingöngu verið fáanlegar í Bandaríkjunum. Nú stefnir í að breyting verði þar á, Evrópa er á planinu.

Bílar
Fréttamynd

Fljúgandi rafbíllinn Jetson One

Jetson One er eins manns flugbíll sem er hannaður til að minna á kappakstursbíl. Bíllinn er framleiddur af sænska fyrirtækinu Jetson. Hann var fyrst kynntur í október í fyrra.

Bílar
Fréttamynd

Ford Mustang Mach-E - Stendur undir nafni

Ford Mustang Mach-E er fimm manna rafjepplingur frá Ford. Hann er hugsaður sem rafútgáfa af hinum goðsagnakennda Ford Mustang. Sem vissulega er þó ekki jepplingur. Mach-E hefur ansi stóra skó að fylla til að réttlæta nafnið.

Bílar
Fréttamynd

Toyota með flestar nýskráningar í janúar

Toyota nýskráði 129 ný ökutæki á fyrsta mánuði ársins. Þar af voru 109 fólksbifreiðar og 20 sendibifreiðar. Land Cruiser var mest selda undirtegundin með 35 eintök seld. Upplýsingar eru fengnar af vef Samgöngustofu.

Bílar
Fréttamynd

Umhverfisráðherra segir Íslendinga engan tíma mega missa

Umhverfisráðherra segir Íslendinga engan tíma mega missa til öflunar meiri orku til að geta staðið við markmið um orkuskipti. Olíubrennsla að undanförnu vegna skorts á umfram raforku þurrki út árangur rafknúinna bifreiða í loftslagsmálum frá árinu 2010.

Innlent
Fréttamynd

Nýorkubílar 83,3 prósent nýrra seldra bíla í janúar

Hlutdeild nýorkubíla heldur áfram að aukast og nam hlutur þeirra alls 83,3% af heildarsölu nýrra bíla þar sem af er janúar. Hreinir rafbílar eru í efsta sæti með alls 36,9% hlutdeild, tengiltvinnbílar með 32,9% og hybridbílar 13,5%. Hlutdeild dísilbíla var 9,3% og bensínbíla 7,4%.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lotus og Britishvolt í samstarf

Lotus sendi nýlega frá sér skissu af væntanlegum rafbíl frá framleiðandanum. Bíllinn er væntanlegur árið 2026 og mun bera nafnið Type 135. Lotus og Britishvolt hafa hafið samstarf um að smíða nýstárlega drifrafhlöðu í Lotus sportbíla.

Bílar
Fréttamynd

Eintak af Tesla Cybertruck hefur verið smíðað

Tesla hefur smíðað Cybertruck og allar efasemdaraddir þurfa því að draga í land um það að Cybertruck yrði aldrei smíðaður. Myndband af bílnum var birt á Youtube-rás Cybertruck eigendaklúbbsins.

Bílar
Fréttamynd

MG þrefaldaði söluna í Evrópu

Mikill vöxtur var í starfsemi sölu- og markaðsmála bílaframleiðandans MG í Evrópu á síðasta ári, þar sem þreföldun varð í bíla miðað við 2020 og 67% fjölgun á sölu- og þjónustuumboðum. Sambærilegur vöxtur var í sölu MG hér á landi, þar sem 200 bílar voru nýskráðir samanborið við 62 árið 2020.

Bílar
Fréttamynd

Volkswagen íhugar skráningu rafhlöðueiningar á markað

Volkswagen ætlar að koma allri rafhlöðuframleiðslu sinni í eitt evrópskt rafhlöðufyrirtæki. Því verður ætlað að framleiða rafhlöður í sex verksmiðjum fyrir lok 2030. Þar sem útkoman eru um 240GWh á ári. Stjórnarmaður félagsins hefur þegar sagt að hugsanlega verði utanaðkomandi gert kleift að fjárfesta í félaginu.

Bílar
Fréttamynd

Rafbíllinn Renault Megane E-Tech með allt að 470 km drægni

Ný kynslóð af Renault Megane er væntanleg til BL í júní og eru forpantanir þegar hafnar. Ekki aðeins hefur Megane verið endurhannaður frá grunni að utan sem innan heldur kemur Megane í fyrsta sinn í alrafmagnaðri útfærslu sem ber heitið Megane E-Tech. Bíllinn hefur þegar verið kynntur á sýningum víða á meginlandinu og sló strax í gegn hjá til að mynda Top Gear í Bretlandi sem útnefndi hann fjölskyldubíl ársins 2022.

Bílar
Fréttamynd

Myndband: Volvo ætlar að hefja sölu sjálfkeyrslukerfis á árinu

Volvo hefur tilkynnt að fyrirtækið hyggist í samstarfi við Luminar Technologies hefja sölu sjálfkeyrslukerfis í bílum sínum á árinu. Viðskiptavinir í Kaliforníu munu vera þeir fyrstu til að fá að prófa kerfið, sem heitir Ride Pilot. Notkun kerfisins verður háð áskrift af því.

Bílar