Bókaútgáfa

Fréttamynd

Okkar Astrid Lindgren kveður

Eftir að andlátsfregn birtist, að Guðrún Helgadóttir rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður væri látin, hafa fjölmargir lýst yfir aðdáun sinni á þessum áhrifamikla rithöfundi, og kvatt hana með miklu þakklæti. Þjóðin syrgir nú einn sinn allra vinsælasta höfund.

Innlent
Fréttamynd

Berg­sveinn telur rektor hafa brugðist fræða­sam­fé­laginu

Bergsveinn Birgisson rithöfundur hefur sent frá sér yfirlýsingu sem snýr að máli hans er varða ásakanir á hendur Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra; að hann hafi fengið eitt og annað að láni við ritun Eyjunnar hans Ingólfs úr bók Bergsveins Leitinni að svarta víkingnum. Málið allt er nú strand.

Innlent
Fréttamynd

Um afsögn Siðanefndar Háskóla Íslands

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum sagði Siðanefnd Háskóla Íslands af sér 10. febrúar 2022. Í afsagnarbréfi sem sent var á lokaðan hóp aðila var tekið fram að siðanefndin myndi ekki tjá sig frekar til að skaða ekki framgang máls 2021/4 hjá nefndinni, en það mál hefur verið rekið í fjölmiðlum.

Skoðun
Fréttamynd

Ásgeir segir framgöngu Bergsveins gegn sér ósæmilega

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur svarað ásökunum Bergsveins Birgissonar, rithöfundar og fræðimanns, um ritstuld og birtir greinargerð þar að lútandi á Vísi. Ásgeir grunar að ásakanirnar hafi öðrum þræði verið hugsaðar til að koma sér frá embætti í Seðlabankanum.

Innlent
Fréttamynd

Fjórtán rangfærslum Bergsveins svarað

Ég er borinn alvarlegum sökum um ritstuld í ritgerð sem Bergsveinn Birgisson birti á visir.is þann 8. desember síðastliðinn. Hún ber titillinn „Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson“.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lensku sprakkarnir í bók Elizu Reid

Eliza Reid, forsetafrú Íslands, gaf út bókina Sprakkar fyrir jólin. Í bókinni fjallar Eliza um stöðu sína, segir frá sjálfri sér og lýsir fjölbreyttum aðstæðum sem hún hefur lent í sem innflytjandi, kona og maki. Hún fléttar þeim sögum saman við frásagnir viðmælenda sinna og rifjar auk þess upp sögur af kvenskörungum fyrri tíma.

Lífið
Fréttamynd

Þjófastefna! Um ritstuld á okkar tímum

Ritstuldarmálið sem risið er upp milli dr. Bergsveins Birgissonar, rithöfundar og fræðimanns, og dr. Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra, hefur verið áberandi undanfarið.

Skoðun
Fréttamynd

Bjarni Harðar með 32 nýjar bækur fyrir jól

„Það er ekki hægt að líka því saman hvað það er miklu skemmtilegra að vera bóksali heldur en alþingismaður“, segir Bjarni Harðarson á Selfossi en hann er að gefa út 32 titla af nýjum bókum fyrir jól. Bjarni, eða Bjarni Harðar eins og hann er alltaf kallaður, og Elín Gunnlaugsdóttir, eiginkona hans fengu í vikunni menningarverðlaun Árborgar fyrir árið 2021.

Innlent
Fréttamynd

Biður fjöl­skyldu mannsins sem hann varð að bana af­sökunar vegna nýrrar bókar

Baldur Einarsson, sem varð Magnúsi Frey Sveinbjörnssyni að bana árið 2002, hefur beðið fjölskyldu Magnúsar afsökunar vegna lýsinga hans á atvikinu í bók sem hann gaf út á dögunum. Hann segist harma óendanlega þann sársauka sem hann hefur valdið Þorbjörgu, fjölskyldu hennar og vinum með lýsingum sínum í bókinni Úr heljargreipum.

Innlent
Fréttamynd

Rostunga­kenningin hreint ekki ný af nálinni

Með einföldunum og eðlilegum fyrirvörum (hvorugur heldur þessu fram í sjálfu sér) má segja að hvorki Bergsveinn Birgisson né Ásgeir Jónsson séu fyrstir til að koma fram með að Ingólfur Arnarson hafi líklega verið rostungsveiðimaður og sú sé kveikja byggðar í Reykjavík. Það var Illugi Jökulsson sem skúbbaði því á sínum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Finn­bogi segir Berg­svein ljúga

Finnbogi Hermannsson sakar Bergsvein Birgisson um lygar þegar hann segir að Finnbogi hafi gefið út bókina Einræður Steinólfs án þess að útgáfuréttur væri virtur.

Fréttir