KR

Fréttamynd

Segja ákvörðun KSÍ íslenskri knattspyrnu ekki til heilla

Stjórn knattspyrnudeildar FH sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem félagið gagnrýnir vinnubrögð Knattspyrnusambands Íslands í kjölfar þess að KSÍ varð ekki við ósk félagsins um að fresta leik FH og KR sem átti að fara fram á Kaplakrikavelli í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

KSÍ hafnaði beiðni FH um frestun

„Leikurinn verður á föstudaginn. Mótanefnd KSÍ hafnaði ósk FH um frestun á leiknum,“ segir Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, varðandi ósk FH um að fresta leik liðsins gegn KR í Bestu deild karla.

Fótbolti
Fréttamynd

Um­fjöllun, við­töl og myndir: Víkingur - KR 3-0 | Víkingar með fullt hús stiga eftir stór­­sigur

Víkingur vann sannfærandi sigur á KR í stórleik 3. umferðar Bestu deildar karla í Víkinni í kvöld. Heimamenn áttu aldrei í vandræðum með óspennandi KR lið sem náði ekki að finna taktinn en munurinn á gæðunum í spilamennsku liðanna var augljós. Sterkur sigur Víkings var því óumflýjanlegur og liðið endar umferðina á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, lokatölur 3-0.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þetta er rosalega KR-legt“

KR-ingar byggja sóknarleik sinn mikið á spili upp kantana. Það skilaði sér í báðum mörkum þeirra í 0-2 sigri KR gegn Keflavík á laugardag á gervigrasinu fyrir utan Nettó-höllina í Bestu deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta var þolin­mæðis­verk“

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum ánægður með 2-0 sigur á Keflavík í dag. KR var sterkari aðilinn í leiknum í Keflavík í dag og er liðið komið með fjögur stig eftir tvær fyrstu umferðirnar í Bestu deild karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ætlar hann að skjóta úr þessu?“

„Hvað er í gangi þarna, eigum við að ræða þetta eitthvað? Ég ætla að gera ráð fyrir því að hann sé á æfingasvæðinu og sé að setja boltann af þessu færi í samskeytin mjög reglulega. Annars getur ekki verið að hann fái að skjóta boltanum þaðan. Hvaða vitleysa er þetta?“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Bestu deildar Stúkunnar sem var vægast sagt hissa á tilraun Sveins.

Fótbolti
Fréttamynd

„Fannst þeir fara miklu oftar upp bak­við Kenni­e“

Lárus Orri Sigurðsson leikgreindi viðureign KA og KR í 1. umferð Bestu deildar karla í Stúkunni að leik loknum. Farið var yfir sóknarleik heimamanna í leiknum en þær fóru flestar upp vinstri vænginn, í svæðið sem Kennie Chopart – hægri bakvörður KR – hafði skilið eftir á bakvið sig.

Íslenski boltinn