Valur

Fréttamynd

Snorri Steinn: HSÍ ekkert búið að hringja

„Ég er rosalega ánægður með stigin tvö ef ég á að segja alveg eins og er. Þetta er búið að vera erfið vika hjá okkur eins og reyndar margar aðrar í vetur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals eftir sigur á ÍR í Olís-deildinni í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

„Hann er bara kaup ársins“

Snorri Steinn Guðjónsson segir leikmenn hafa hafnað því að ganga til liðs við Val síðasta sumar áður en hann hreppti Berg Elí Rúnarsson sem reynst hefur vel á sinni fyrstu leiktíð á Hlíðarenda.

Handbolti
Fréttamynd

Vídeó á djamminu skilaði Bergi í besta lið landsins

Segja má að óvæntur senuþjófur kvöldsins á Hlíðarenda í gærkvöld, í einum fræknasta sigri íslensks handboltaliðs á þessari öld, hafi verið hornamaðurinn Bergur Elí Rúnarsson. Það virðist hafa borgað sig fyrir hann og Val að Bergur skyldi kíkja á djamm með Agnari Smára Jónssyni síðasta sumar.

Handbolti
Fréttamynd

Meistararnir mæta Haukum

Dregið var í undanúrslit Powerade-bikars karla og kvenna í handbolta í dag en úrslitin í keppninni ráðast með bikarveislu í Laugardalshöll 15.-18. mars.

Handbolti
Fréttamynd

„Mig dreymdi alltaf um 16-liða úrslitin“

Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik í marki Vals er liðið vann sannfærandi níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Björgvin varði 21 skot í leiknum og endaði með 41 prósent hlutfallsmarkvörslu.

Handbolti
Fréttamynd

„Það hefur verið mikill sómi af þessu“

Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans, er Valsari í húð og hár og hann ræddi við Vísi um stórleikinn í kvöld þegar Valur mætir franska liðinu PAUC, á Hlíðarenda í Evrópudeildinni í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

„Við munum mæta mjög orkumiklir“

Aron Dagur Pálsson segir að Valsmenn mæti dýrvitlausir til leiks í kvöld í hálfgerðan úrslitaleik á Hlíðarenda gegn franska liðinu PAUC, í baráttunni um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta eru akkúrat þeir þrír sem ég ætlaði að nefna“

„Framlengingin“ var á sínum stað í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Farið var yfir hverjir væru þrír bestu leikmennirnir í Subway deild karla í körfubolta og fleira skemmtilegt. Að þessu sinni voru þeir Sævar Sævarsson og Örvar Þór Kristjánsson ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni þáttastjórnanda.

Körfubolti
Fréttamynd

Stefnir í að Donni verði með gegn Val annað kvöld

Donni, Kristján Örn Kristjánsson, verður að öllum líkindum með franska liðinu PAUC þegar það heimsækir Val í Evrópudeildinni í handbolta annað kvöld. Stutt er síðan Donni fékk leyfi frá störfum þar sem hann glímdi við kulnun.

Handbolti
Fréttamynd

Kristófer: Sýndum svægi í seinni hálfleik

Kristófer Acox, fyrirliði Vals, leiddi sína menn til sigurs á gömlu félögum sínum með stórleik þegar Valur vann KR 90-71 í 17. umferð Subway deildarinnar í körfuknattleik karla. Kappinn skilaði af sér 24 stigum og átta fráköstum og samtals 34 framlagspunktum.

Körfubolti