Pétur um riðlakeppni Meistaradeildarinnar: „Ætlum að reyna þangað til við komumst inn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. október 2023 07:00 Pétur segir Valsliðið hafa verið að horfa til leiks kvöldsins undanfarnar þrjár vikur. Vísir/Diego Íslandsmeistarar Vals mæta St. Pölten frá Austurríki, meistaraliðinu þar í landi, í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, segir Valskonur ætla að reyna við riðlakeppnina þangað til þær komast inn. Töluvert er síðan Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn en deildinni lauk þau ekki fyrr en á föstudaginn var. Liðið hafði ekki að miklu að keppa á lokametrum mótsins og viðurkennir Pétur Pétursson að liðið hafi verið með hugann við Evrópuleikina tvo gegn St. Pölten. „Það má segja að við séum alveg búnar að stefna á þennan leik síðan mótið kláraðist. Höfum einbeitt okkur að þessum leik því við þurftum ekki að hugsa mikið um eitthvað annað,“ sagði Pétur og bætti við að komnar væru þrjár vikur síðan Valskonur fóru að einbeita sér að St. Pölten. „Þetta er gott lið og þetta er rútínerað lið. Það þekkir það enginn en þetta er lið sem hefur komist tvisvar í Meistaradeildina og var þar í fyrra. Að sama skapi segi ég að við erum líka með gott lið og þetta snýst um að spila okkar besta leik.“ Innslagið úr Sportpakka Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að ofan. Valur féll úr leik í umspilinu í fyrra eftir afar svekkjandi tap gegn Slaviu Prag. Gefur það auka bensín á eldinn? „Þetta er þriðja árið í röð sem við erum mjög nálægt þessu. Töpuðum fyrir Glasgow City í vítaspyrnukeppni og síðan töpuðum við gegn Slavia í einvígi sem við töldum okkur eiga að vinna miðað við leikina tvo. Við höfum einhverskonar reynslu, skulum vona að það hjálpi okkur.“ „Við ætlum að reyna þangað til við komumst inn,“ sagði Pétur að endingu eftir að hafa bent á að Valur væri þegar búið að tryggja sér þátttöku í undankeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 2024/2025 með Íslandsmeistaratitlinum í ár. Leikur Vals og St. Pölten hefst klukkan 18.00. Er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst 17.50. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Töluvert er síðan Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn en deildinni lauk þau ekki fyrr en á föstudaginn var. Liðið hafði ekki að miklu að keppa á lokametrum mótsins og viðurkennir Pétur Pétursson að liðið hafi verið með hugann við Evrópuleikina tvo gegn St. Pölten. „Það má segja að við séum alveg búnar að stefna á þennan leik síðan mótið kláraðist. Höfum einbeitt okkur að þessum leik því við þurftum ekki að hugsa mikið um eitthvað annað,“ sagði Pétur og bætti við að komnar væru þrjár vikur síðan Valskonur fóru að einbeita sér að St. Pölten. „Þetta er gott lið og þetta er rútínerað lið. Það þekkir það enginn en þetta er lið sem hefur komist tvisvar í Meistaradeildina og var þar í fyrra. Að sama skapi segi ég að við erum líka með gott lið og þetta snýst um að spila okkar besta leik.“ Innslagið úr Sportpakka Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að ofan. Valur féll úr leik í umspilinu í fyrra eftir afar svekkjandi tap gegn Slaviu Prag. Gefur það auka bensín á eldinn? „Þetta er þriðja árið í röð sem við erum mjög nálægt þessu. Töpuðum fyrir Glasgow City í vítaspyrnukeppni og síðan töpuðum við gegn Slavia í einvígi sem við töldum okkur eiga að vinna miðað við leikina tvo. Við höfum einhverskonar reynslu, skulum vona að það hjálpi okkur.“ „Við ætlum að reyna þangað til við komumst inn,“ sagði Pétur að endingu eftir að hafa bent á að Valur væri þegar búið að tryggja sér þátttöku í undankeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 2024/2025 með Íslandsmeistaratitlinum í ár. Leikur Vals og St. Pölten hefst klukkan 18.00. Er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst 17.50.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira