Pétur um riðlakeppni Meistaradeildarinnar: „Ætlum að reyna þangað til við komumst inn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. október 2023 07:00 Pétur segir Valsliðið hafa verið að horfa til leiks kvöldsins undanfarnar þrjár vikur. Vísir/Diego Íslandsmeistarar Vals mæta St. Pölten frá Austurríki, meistaraliðinu þar í landi, í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, segir Valskonur ætla að reyna við riðlakeppnina þangað til þær komast inn. Töluvert er síðan Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn en deildinni lauk þau ekki fyrr en á föstudaginn var. Liðið hafði ekki að miklu að keppa á lokametrum mótsins og viðurkennir Pétur Pétursson að liðið hafi verið með hugann við Evrópuleikina tvo gegn St. Pölten. „Það má segja að við séum alveg búnar að stefna á þennan leik síðan mótið kláraðist. Höfum einbeitt okkur að þessum leik því við þurftum ekki að hugsa mikið um eitthvað annað,“ sagði Pétur og bætti við að komnar væru þrjár vikur síðan Valskonur fóru að einbeita sér að St. Pölten. „Þetta er gott lið og þetta er rútínerað lið. Það þekkir það enginn en þetta er lið sem hefur komist tvisvar í Meistaradeildina og var þar í fyrra. Að sama skapi segi ég að við erum líka með gott lið og þetta snýst um að spila okkar besta leik.“ Innslagið úr Sportpakka Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að ofan. Valur féll úr leik í umspilinu í fyrra eftir afar svekkjandi tap gegn Slaviu Prag. Gefur það auka bensín á eldinn? „Þetta er þriðja árið í röð sem við erum mjög nálægt þessu. Töpuðum fyrir Glasgow City í vítaspyrnukeppni og síðan töpuðum við gegn Slavia í einvígi sem við töldum okkur eiga að vinna miðað við leikina tvo. Við höfum einhverskonar reynslu, skulum vona að það hjálpi okkur.“ „Við ætlum að reyna þangað til við komumst inn,“ sagði Pétur að endingu eftir að hafa bent á að Valur væri þegar búið að tryggja sér þátttöku í undankeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 2024/2025 með Íslandsmeistaratitlinum í ár. Leikur Vals og St. Pölten hefst klukkan 18.00. Er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst 17.50. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Sjá meira
Töluvert er síðan Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn en deildinni lauk þau ekki fyrr en á föstudaginn var. Liðið hafði ekki að miklu að keppa á lokametrum mótsins og viðurkennir Pétur Pétursson að liðið hafi verið með hugann við Evrópuleikina tvo gegn St. Pölten. „Það má segja að við séum alveg búnar að stefna á þennan leik síðan mótið kláraðist. Höfum einbeitt okkur að þessum leik því við þurftum ekki að hugsa mikið um eitthvað annað,“ sagði Pétur og bætti við að komnar væru þrjár vikur síðan Valskonur fóru að einbeita sér að St. Pölten. „Þetta er gott lið og þetta er rútínerað lið. Það þekkir það enginn en þetta er lið sem hefur komist tvisvar í Meistaradeildina og var þar í fyrra. Að sama skapi segi ég að við erum líka með gott lið og þetta snýst um að spila okkar besta leik.“ Innslagið úr Sportpakka Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að ofan. Valur féll úr leik í umspilinu í fyrra eftir afar svekkjandi tap gegn Slaviu Prag. Gefur það auka bensín á eldinn? „Þetta er þriðja árið í röð sem við erum mjög nálægt þessu. Töpuðum fyrir Glasgow City í vítaspyrnukeppni og síðan töpuðum við gegn Slavia í einvígi sem við töldum okkur eiga að vinna miðað við leikina tvo. Við höfum einhverskonar reynslu, skulum vona að það hjálpi okkur.“ „Við ætlum að reyna þangað til við komumst inn,“ sagði Pétur að endingu eftir að hafa bent á að Valur væri þegar búið að tryggja sér þátttöku í undankeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 2024/2025 með Íslandsmeistaratitlinum í ár. Leikur Vals og St. Pölten hefst klukkan 18.00. Er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst 17.50.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Sjá meira