Valur

Fréttamynd

„Þeir þurftu að hafa fyrir sínum mörkum“

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var sáttur með sigur sinna manna er þeir tóku á móti Fram í 16. umferð Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en Valsmenn tóku yfir í seinni hálfleik og unnu leikinn með sjö mörkum, 34-27. 

Handbolti
Fréttamynd

Elín Metta er hætt

Knattspyrnukonan og markaskorarinn Elín Metta Jensen hefur lagt skóna á hilluna. Hún varð Íslandsmeistari með Val um helgina og valin í íslenska landsliðshópinn sem kemur saman í vikunni til undirbúnings fyrir úrslitaleikinn um sæti á HM.

Fótbolti
Fréttamynd

Kristófer: Allt í toppstandi, geggjaður

Kristófer Acox, fyrirliði Vals, var að vonum ánægður með að hans menn væru búnir að lyfta einum bikar nú þegar þetta tímabilið en var þó ánægðari með það hvernig hans menn unnu leikinn. Valur lagði Stjörnuna 80-77 í leiknum um Meistara meistaranna fyrri í kvöld. Leikurinn markar upphafl körfuknattleikstímabilsins karlamegin.

Körfubolti
Fréttamynd

Arna Sif: „Mögulega besta tímabilið á ferlinum"

Arna Sif Ásgrímsdóttir hefur leikið frábærlega á sínu fyrsta keppnistímabili með Val síðan hún gekk í raðir félagsins á nýjan leik síðasta haust. Arna Sif segir nýlokna leiktíð mögulega vera þá bestu á sínum ferli. 

Sport
Fréttamynd

Umfjöllun: Valur - Selfoss 1-1 | Valur gerði jafntefli áður en bikarinn fór á loft

Valur og Selfoss skildu jöfn 1-1 þegar liðin mættust í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta á Origo-vellinum að Hlíðarenda í dag. Valur hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn Aftureldingu í síðustu umferð deildarinnar og því eingöngu spurning um að klára mótið með glæsibrag áður en bikarinn færi á loft. Valur varð bæði Íslands- og bikarmeistari á nýlokinni leiktíð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Fannst halla mjög mikið á okkur“

Jónatan Magnússon, þjálfari KA, var svekktur með lokamínútur fyrri hálfleiks í tapinu fyrir Val í kvöld, 26-18. Honum fannst Valsmenn fá að ganga full hart fram í vörninni.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta eru alltaf bestu bikararnir“

„Mér líður frábærlega, þetta er titill sem er erfitt að vinna. Að vinna annað árið í röð, það hefur ekki verið gert oft undanfarin ár þannig mér finnst þetta frábært hjá okkur,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, eftir að titillinn var endanlega kominn í hús.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 18-27 | Valur ekki í vandræðum með nýliðana

Valur var ekki í vandræðum með nýliða Selfoss í 2. umferð Olís deildar-kvenna. Varnarleikur Vals var vel skipulagður sem Selfyssingar áttu engin svör við. Valur var sex mörkum yfir í hálfleik og setti tóninn strax í upphafi síðari hálfleiks og áttu nýliðarnir aldrei möguleika. Valur endaði á að vinna níu marka sigur 18-27. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Handbolti