Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Valur 63-83 | Valskonur keyrðu yfir Grindavík í seinni hálfleik Siggeir F. Ævarsson skrifar 1. febrúar 2023 22:00 Kiana Johnson reynir að komast í gegnum þykkan varnarmúr Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Grindavík tók á móti Val í Subway-deild kvenna í HS-orku höllinni í kvöld. Valskonur fyrir leik á miklu skriði, með 10. deildarsigurinn í röð í sigtinu. Það hefur sömuleiðis verið stígandi í leik Grindavíkur sem daðra nú við að taka fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, talaði um það fyrir leik að hans konur þyrftu sennilega að hitta á sinn allra besta leik til að eiga möguleika á sigri gegn firnasterku Valsliði. Framan af leik leit allt út fyrir að það væri mögulega að raungerast. Valskonum gekk illa að skora á hálfum velli, þar sem Grindvíkingar gengu hart fram í vörninni. Góður lokasprettur í fyrri hálfleik skilaði Grindvíkingum tveggja stiga forskoti inn í hálfleikinn. Jafnt var á flestum tölum framan af seinni hálfleik en í stöðunni 47-47, þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af þriðja leikhluta, var eins og Valsliðið hrykki loks í gang. Þær tóku 11-0 áhlaup á Grindavík og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. Grindvíkingar skoruðu aðeins 16 stig til viðbótar meðan að gestirnir smelltu í 36 stig. Grindvíkingar að hitta frekar illa, en það verður að gefa þeim kredit fyrir að gefast ekki upp. Þær voru að fá ágætis færi sem þær voru einfaldlega ekki að nýta. Elma Dautovic átti einn sinn slakasta leik í langan tíma, 4/19 í skotum. Skotnýting Grindvíkinga heilt yfir slök, aðeins 32% heilt yfir og 22% fyrir utan. Valskonur gerðu Grindvíkingum lífið leitt í teignum, en frákastabaráttan fór 50-31, Val í vil. Einn tölfræðiþáttur sem stendur þó nokkuð óvænt upp úr voru tapaðir boltar Vals, en þeir voru 20 í kvöld, fjórum fleiri en hjá Grindavík. Það kom þó ekki að sök, 20 stiga sanngjarn Valssigur staðreynd þar sem gestirnir hreinlega keyrðu yfir heimakonur síðustu 13 mínúturnar. Af hverju vann Valur? Valskonur hertu vörnina all hressilega þegar líða tók á leikinn og slökktu hreinlega í Grindvíkingum, en sóknarleikur þeirra virkaði ansi stífur undir lokin. Valskonur fundu stig víða í sókninni sem gerði varnarmönnum Grindvíkinga erfitt fyrir. Hverjar stóðu upp úr? Danielle Rodriguez spilaði allar 40 mínútur leiksins í kvöld og var stigahæst heimakvenna með 23 stig. Hún reyndi á köflum full mikið að koma öðrum leikmönnum í takt við leikinn og hefði alveg mátt taka af skarið oftar í kvöld, en hún tók aðeins 8 tveggja stiga skot og hitti úr 5 þeirra. Dani bætti við 6 fráköstum, 5 stoðsendingum og 3 stolnum boltum.Vísir/Vilhelm Hjá Valskonum skilaði Kiana Johnson þrefaldri tvennu, 18 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar. Heilsteypt frammistaði frá henni. Simone Costa kom inn af bekknum með 17 stig á 22 mínútum, og þá voru turnarnir tveir í teignum, Hildur Björg og Ásta Júlía, traustar að vanda. Ásta með 14 stig og 12 fráköst, Hildur 11 stig og 7 fráköst, og 6 stoðsendingar að auki. Kiana Johnson þræðir boltann í gegnum Grindavíkur vörnina.Vísir/Vilhelm Hvað gekk illa? Síðustu 13 mínútur leiksins gengu afleitlega hjá Grindavík. Leikurinn hljóp einfaldlega frá þeim í lokin, eftir að hafa verið í bullandi séns framan af. Nýr leikmaður Grindavíkur? Grindvíkingar geta í það minnsta tekið einn jákvæðan punkt úr þessum leik, en Alexandra Eva Sverrisdóttir lék sinn fyrsta keppnisleik síðan í janúar á síðasta ári. Alexandra er óðum að jafna sig eftir að hafa slitið krossaband. Hún gefur Grindvíkingum mikið varnarlega, en það var ekki að sjá að þarna væri leikmaður sem hefur ekki spilað í meira en ár. Hvað gerist næst? Nú kemur landsleikjahlé. Grindvíkingar fara og sleikja sárin meðan að Valskonur halda áfram eins og eimreið. Spurning hvort að pásan slái þær eitthvað úr takti? Fannst við herða vörnina vel í seinni hálfleik Ólafur Jónas á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, sagði að hans konur hefðu hreinlega ekki verið mættar til leiks í fyrri hálfleik, eins og svo oft áður gegn Grindavík í vetur. Í seinni hálfleik fóru svo hlutirnir að gerast, þá sérstaklega varnarmegin og eftirleikurinn í raun auðveldur. „Við vorum í rauninni ekki mættar til leiks hér í fyrri hálfleik. En Grindavík hefur haft tök á okkur í vetur í fyrri hálfleik, hafa leitt í öllum leikjum hingað til. Ég veit ekki hvað það er, af hverju við byrjum svona rólegar. Mér fannst við herða vörnina vel í seinni hálfleik og um leið og við gerum það þá fer eitthvað að gerast hinumegin.“ Valsliðið hefur á að skipa ótrúlegri breidd, og hún skilaði sér heldur betur í kvöld. Ólafur gat tekið undir það, og þá ekki síst þegar kom að hlut Emblu Kristínardóttur, sem virkaði eins og vítamínsprauta á liðsfélaga sína. „Já heldur betur. Við fáum hvað, 27 stig af bekknum? Það munar um minna. Við þurfum líka bara að rótera. Það var þreyta í mannskapnum fannst mér í fyrri hálfleik og það er gott að geta mixað þessu aðeins upp og prófað eitthvað nýtt. Það virkaði núna og Embla kom með mikinn kraft og náði nokkrum stoppum og gerði smá usla og það er náttúrulega bara geggjað fyrir okkur.“ Valskonur fóru illa með Grindavík í teignum og voru með mikla yfirburði í fráköstum. Ólafur sagði að fyrir leik hefði hann lagt áherslu á fráköstin, en var jafnframt ekki sáttur með marga tapaða bolta, sem fylltu tvo tugi. „Við fókuserðum á það, við ætluðum að vinna þær í fráköstum en ég held að við höfum tapað í fráköstum á móti þeim í síðasta leik. En við töpum 20 boltum, ég er alls ekki ánægður með það. Það er eitthvað sem við eigum bara ekki að láta gerast.“ Nú er landsleikjahlé framundan, hvað þýðir það fyrir Valsliðið? „Ég er að fara út, þannig að þær fá frí frá mér. Kiana tekur við og stjórnar þessu meðan ég er í burtu og ég veit að hún mun gera það vel. Þannig að við komum tvíefldar til leiks eftir hlé.“ Ef þú ert ekki að hitta á móti Val þá bara taparðu með 20 stigum Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.Vísir/Hulda Margrét Leikurinn í kvöld leit ágætlega út fyrir Grindavík framan af, en í stöðunni 47-47 var eitthvað sem klikkaði. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat ekki bent á eitthvað eitt sem fór úrskeiðis, en sagði að það væri einfaldlega ekki í boði að hitta illa gegn jafn sterku liði og Val. „Já það er ýmislegt sem klikkar. Eigum við ekki að segja að við séum bara 20 stigum frá Val eins og staðan er í dag? Valur bara með virkilega gott lið, ég sagði við stelpurnar eftir leik að ég var virkilega ánægður með hvernig þær börðust allan leikinn. Við reyndum og vorum ekkert að hika. Hvað ef við hefðum hitt úr öllum þessum skotum sem við vorum að búa okkur til í seinni hálfleik, þar sem í raun lítið sem ekkert fer ofan í? Ef þú ert ekki að hitta á móti Val þá bara taparðu með 20 stigum.“ Fyrir leik talaði Þorleifur um að hans konur þyrftu að hitta á sinn besta leik til að eiga möguleika, það vantaði töluvert upp á það í kvöld? „Já eigum við ekki að segja að við höfum hitt á okkar besta fyrri hálfleik, en svo okkar versta seinni hálfleik. Þetta þarf náttúrulega bara að smella, og við spiluðum virkilega vel í 20 mínútur og það sem ég er ánægðastur með og stoltur af stelpunum með er að þær héldu áfram. Þetta var svolítið vonlaust, þær að skora mikið af auðveldum körfum og við að klikka mikið. En við gáfumst ekki upp nema kannski rétt í restina og það er það sem við þurfum að taka með okkur úr þessu. Fyrri hálfleikurinn og sú staðreynd að við gáfumst ekki upp.“ Margir ljósir punktar greinilega þrátt fyrir tap. Einn ljós punktur til viðbótar hlýtur að vera endurkoma Alexöndru Evu, en það var ekki að sjá að þar væri á ferðinni leikmaður að stíga upp úr meiðslum. Hún spilaði á fullu gasi allan tímann sem hún var inná og gerði Valskonum lífið leitt í vörninni. „Hún er bara virkilega sterkur varnarmaður og gefur okkur meira svigrúm í „rotation“. Kemur með mjög góða hluti inn í liðið sem mun hjálpa okkur.“ Nú er smá pása framundan þar sem Grindvíkingar fá tækifæri á að æfa vel. Hvernig leggst þessi seinni partur af mótinu í Þorleif, og hvernig metur hann líkurnar á að ná í þetta eftirsótta fjórða sæti? „Hann leggst bara vel í mig. Við þurfum bara, eins og ég hef oft sagt áður, að verða betri og bæta okkur. Ef það tekst þá eigum við bara virkilega góðan séns í að ná þessu fjórða sæti.“ Subway-deild kvenna UMF Grindavík Valur Tengdar fréttir Aðallega fyrir andlegu hliðina að koma aftur og vera með Embla Kristínardóttir átti kröftuga innkomu af bekknum fyrir Valskonur í kvöld þegar þær báru sigurorð af Grindavík í Subway-deild kvenna, lokatölur 63-83 suður með sjó. Embla, sem er hokin af reynslu, bæði í deild og með landsliði Íslands þrátt fyrir ungan aldur, er að sögn hægt og bítandi að finna sitt gamla form en hún fór í barneignarleyfi undir lok árs 2021. 1. febrúar 2023 23:16
Grindavík tók á móti Val í Subway-deild kvenna í HS-orku höllinni í kvöld. Valskonur fyrir leik á miklu skriði, með 10. deildarsigurinn í röð í sigtinu. Það hefur sömuleiðis verið stígandi í leik Grindavíkur sem daðra nú við að taka fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, talaði um það fyrir leik að hans konur þyrftu sennilega að hitta á sinn allra besta leik til að eiga möguleika á sigri gegn firnasterku Valsliði. Framan af leik leit allt út fyrir að það væri mögulega að raungerast. Valskonum gekk illa að skora á hálfum velli, þar sem Grindvíkingar gengu hart fram í vörninni. Góður lokasprettur í fyrri hálfleik skilaði Grindvíkingum tveggja stiga forskoti inn í hálfleikinn. Jafnt var á flestum tölum framan af seinni hálfleik en í stöðunni 47-47, þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af þriðja leikhluta, var eins og Valsliðið hrykki loks í gang. Þær tóku 11-0 áhlaup á Grindavík og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. Grindvíkingar skoruðu aðeins 16 stig til viðbótar meðan að gestirnir smelltu í 36 stig. Grindvíkingar að hitta frekar illa, en það verður að gefa þeim kredit fyrir að gefast ekki upp. Þær voru að fá ágætis færi sem þær voru einfaldlega ekki að nýta. Elma Dautovic átti einn sinn slakasta leik í langan tíma, 4/19 í skotum. Skotnýting Grindvíkinga heilt yfir slök, aðeins 32% heilt yfir og 22% fyrir utan. Valskonur gerðu Grindvíkingum lífið leitt í teignum, en frákastabaráttan fór 50-31, Val í vil. Einn tölfræðiþáttur sem stendur þó nokkuð óvænt upp úr voru tapaðir boltar Vals, en þeir voru 20 í kvöld, fjórum fleiri en hjá Grindavík. Það kom þó ekki að sök, 20 stiga sanngjarn Valssigur staðreynd þar sem gestirnir hreinlega keyrðu yfir heimakonur síðustu 13 mínúturnar. Af hverju vann Valur? Valskonur hertu vörnina all hressilega þegar líða tók á leikinn og slökktu hreinlega í Grindvíkingum, en sóknarleikur þeirra virkaði ansi stífur undir lokin. Valskonur fundu stig víða í sókninni sem gerði varnarmönnum Grindvíkinga erfitt fyrir. Hverjar stóðu upp úr? Danielle Rodriguez spilaði allar 40 mínútur leiksins í kvöld og var stigahæst heimakvenna með 23 stig. Hún reyndi á köflum full mikið að koma öðrum leikmönnum í takt við leikinn og hefði alveg mátt taka af skarið oftar í kvöld, en hún tók aðeins 8 tveggja stiga skot og hitti úr 5 þeirra. Dani bætti við 6 fráköstum, 5 stoðsendingum og 3 stolnum boltum.Vísir/Vilhelm Hjá Valskonum skilaði Kiana Johnson þrefaldri tvennu, 18 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar. Heilsteypt frammistaði frá henni. Simone Costa kom inn af bekknum með 17 stig á 22 mínútum, og þá voru turnarnir tveir í teignum, Hildur Björg og Ásta Júlía, traustar að vanda. Ásta með 14 stig og 12 fráköst, Hildur 11 stig og 7 fráköst, og 6 stoðsendingar að auki. Kiana Johnson þræðir boltann í gegnum Grindavíkur vörnina.Vísir/Vilhelm Hvað gekk illa? Síðustu 13 mínútur leiksins gengu afleitlega hjá Grindavík. Leikurinn hljóp einfaldlega frá þeim í lokin, eftir að hafa verið í bullandi séns framan af. Nýr leikmaður Grindavíkur? Grindvíkingar geta í það minnsta tekið einn jákvæðan punkt úr þessum leik, en Alexandra Eva Sverrisdóttir lék sinn fyrsta keppnisleik síðan í janúar á síðasta ári. Alexandra er óðum að jafna sig eftir að hafa slitið krossaband. Hún gefur Grindvíkingum mikið varnarlega, en það var ekki að sjá að þarna væri leikmaður sem hefur ekki spilað í meira en ár. Hvað gerist næst? Nú kemur landsleikjahlé. Grindvíkingar fara og sleikja sárin meðan að Valskonur halda áfram eins og eimreið. Spurning hvort að pásan slái þær eitthvað úr takti? Fannst við herða vörnina vel í seinni hálfleik Ólafur Jónas á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, sagði að hans konur hefðu hreinlega ekki verið mættar til leiks í fyrri hálfleik, eins og svo oft áður gegn Grindavík í vetur. Í seinni hálfleik fóru svo hlutirnir að gerast, þá sérstaklega varnarmegin og eftirleikurinn í raun auðveldur. „Við vorum í rauninni ekki mættar til leiks hér í fyrri hálfleik. En Grindavík hefur haft tök á okkur í vetur í fyrri hálfleik, hafa leitt í öllum leikjum hingað til. Ég veit ekki hvað það er, af hverju við byrjum svona rólegar. Mér fannst við herða vörnina vel í seinni hálfleik og um leið og við gerum það þá fer eitthvað að gerast hinumegin.“ Valsliðið hefur á að skipa ótrúlegri breidd, og hún skilaði sér heldur betur í kvöld. Ólafur gat tekið undir það, og þá ekki síst þegar kom að hlut Emblu Kristínardóttur, sem virkaði eins og vítamínsprauta á liðsfélaga sína. „Já heldur betur. Við fáum hvað, 27 stig af bekknum? Það munar um minna. Við þurfum líka bara að rótera. Það var þreyta í mannskapnum fannst mér í fyrri hálfleik og það er gott að geta mixað þessu aðeins upp og prófað eitthvað nýtt. Það virkaði núna og Embla kom með mikinn kraft og náði nokkrum stoppum og gerði smá usla og það er náttúrulega bara geggjað fyrir okkur.“ Valskonur fóru illa með Grindavík í teignum og voru með mikla yfirburði í fráköstum. Ólafur sagði að fyrir leik hefði hann lagt áherslu á fráköstin, en var jafnframt ekki sáttur með marga tapaða bolta, sem fylltu tvo tugi. „Við fókuserðum á það, við ætluðum að vinna þær í fráköstum en ég held að við höfum tapað í fráköstum á móti þeim í síðasta leik. En við töpum 20 boltum, ég er alls ekki ánægður með það. Það er eitthvað sem við eigum bara ekki að láta gerast.“ Nú er landsleikjahlé framundan, hvað þýðir það fyrir Valsliðið? „Ég er að fara út, þannig að þær fá frí frá mér. Kiana tekur við og stjórnar þessu meðan ég er í burtu og ég veit að hún mun gera það vel. Þannig að við komum tvíefldar til leiks eftir hlé.“ Ef þú ert ekki að hitta á móti Val þá bara taparðu með 20 stigum Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.Vísir/Hulda Margrét Leikurinn í kvöld leit ágætlega út fyrir Grindavík framan af, en í stöðunni 47-47 var eitthvað sem klikkaði. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat ekki bent á eitthvað eitt sem fór úrskeiðis, en sagði að það væri einfaldlega ekki í boði að hitta illa gegn jafn sterku liði og Val. „Já það er ýmislegt sem klikkar. Eigum við ekki að segja að við séum bara 20 stigum frá Val eins og staðan er í dag? Valur bara með virkilega gott lið, ég sagði við stelpurnar eftir leik að ég var virkilega ánægður með hvernig þær börðust allan leikinn. Við reyndum og vorum ekkert að hika. Hvað ef við hefðum hitt úr öllum þessum skotum sem við vorum að búa okkur til í seinni hálfleik, þar sem í raun lítið sem ekkert fer ofan í? Ef þú ert ekki að hitta á móti Val þá bara taparðu með 20 stigum.“ Fyrir leik talaði Þorleifur um að hans konur þyrftu að hitta á sinn besta leik til að eiga möguleika, það vantaði töluvert upp á það í kvöld? „Já eigum við ekki að segja að við höfum hitt á okkar besta fyrri hálfleik, en svo okkar versta seinni hálfleik. Þetta þarf náttúrulega bara að smella, og við spiluðum virkilega vel í 20 mínútur og það sem ég er ánægðastur með og stoltur af stelpunum með er að þær héldu áfram. Þetta var svolítið vonlaust, þær að skora mikið af auðveldum körfum og við að klikka mikið. En við gáfumst ekki upp nema kannski rétt í restina og það er það sem við þurfum að taka með okkur úr þessu. Fyrri hálfleikurinn og sú staðreynd að við gáfumst ekki upp.“ Margir ljósir punktar greinilega þrátt fyrir tap. Einn ljós punktur til viðbótar hlýtur að vera endurkoma Alexöndru Evu, en það var ekki að sjá að þar væri á ferðinni leikmaður að stíga upp úr meiðslum. Hún spilaði á fullu gasi allan tímann sem hún var inná og gerði Valskonum lífið leitt í vörninni. „Hún er bara virkilega sterkur varnarmaður og gefur okkur meira svigrúm í „rotation“. Kemur með mjög góða hluti inn í liðið sem mun hjálpa okkur.“ Nú er smá pása framundan þar sem Grindvíkingar fá tækifæri á að æfa vel. Hvernig leggst þessi seinni partur af mótinu í Þorleif, og hvernig metur hann líkurnar á að ná í þetta eftirsótta fjórða sæti? „Hann leggst bara vel í mig. Við þurfum bara, eins og ég hef oft sagt áður, að verða betri og bæta okkur. Ef það tekst þá eigum við bara virkilega góðan séns í að ná þessu fjórða sæti.“
Subway-deild kvenna UMF Grindavík Valur Tengdar fréttir Aðallega fyrir andlegu hliðina að koma aftur og vera með Embla Kristínardóttir átti kröftuga innkomu af bekknum fyrir Valskonur í kvöld þegar þær báru sigurorð af Grindavík í Subway-deild kvenna, lokatölur 63-83 suður með sjó. Embla, sem er hokin af reynslu, bæði í deild og með landsliði Íslands þrátt fyrir ungan aldur, er að sögn hægt og bítandi að finna sitt gamla form en hún fór í barneignarleyfi undir lok árs 2021. 1. febrúar 2023 23:16
Aðallega fyrir andlegu hliðina að koma aftur og vera með Embla Kristínardóttir átti kröftuga innkomu af bekknum fyrir Valskonur í kvöld þegar þær báru sigurorð af Grindavík í Subway-deild kvenna, lokatölur 63-83 suður með sjó. Embla, sem er hokin af reynslu, bæði í deild og með landsliði Íslands þrátt fyrir ungan aldur, er að sögn hægt og bítandi að finna sitt gamla form en hún fór í barneignarleyfi undir lok árs 2021. 1. febrúar 2023 23:16
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum