Víkingur Reykjavík

Fréttamynd

Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með lands­liðið

Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi Reykjavík vissi að einn daginn kæmi að þeim tímapunkti að félagið þyrfti að horfa á eftir þjálfara sínum Arnari Gunnlaugssyni til annarra starfa. Kári er ánægður með að Sölvi Geir Ottesen taki við keflinu í Víkinni og er, sem fyrrverandi varnarmaður með ákveðna skoðun á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með íslenska landsliðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Ó­sáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni

Sölvi Geir Otte­sen er nýr þjálfari karla­liðs Víkings Reykja­víkur í fót­bolta og fær hann það verðuga verk­efni að taka við stjórn liðsins af hinum sigursæla Arnari Gunn­laugs­syni sem er tekinn við íslenska landsliðinu. Arnar rak Sölva, í góðu, úr landsliðsteyminu en ekki kveiktu allir á því að allt var þetta gert í góðu og sátt allra hlutaðeigandi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bitur reynsla Arnars nú skila­boð til leik­manna Ís­lands: „Í guðanna bænum“

Skila­boð Arnars Gunn­laugs­sonar, nýráðins lands­liðsþjálfara ís­lenska karla­lands­liðsins í knatt­spyrnu, til leik­manna sinna í lands­liðinu eru skýr og þau skila­boð dregur hann sem lær­dóm af sínum lands­liðs­ferli. Hann vill að leik­menn Ís­lands taki lands­liðs­ferlinum ekki sem sjálfsögðum hlut. „Þetta er mesti heiður sem þér getur hlotnast sem leik­maður, að spila fyrir þína þjóð.“

Fótbolti
Fréttamynd

Hefði viljað fá miklu hærri upp­hæð fyrir Arnar frá KSÍ

Forráða­menn Víkings Reykja­víkur hefðu viljað fá miklu hærri upp­hæð fyrir fyrr­verandi þjálfara sinn, Arnar Gunn­laugs­son, frá KSÍ. Arnar var kynntur sem nýr lands­liðsþjálfari ís­lenska karla­lands­liðsins í fót­bolta í gær. Víkingar vildu ekki standa í vegi Arnars að drauma­starfinu og telja að endingu að niður­staðan viðræðanna sé eitt­hvað sem að allir geti verið sáttir við.

Fótbolti
Fréttamynd

„Mikil­vægasta ráðning í langan tíma“

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var gripinn í viðtal strax eftir fund með stjórn KSÍ á Hilton Nordica í Reykjavík í dag. Hann segir stjórn KSÍ nú standa frammi fyrir mikilvægustu ráðningu í íslenskum fótbolta í langan tíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnar fundar með KSÍ

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, virðist færast sífellt nær því að verða kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga

Víkingar leita nú vallar erlendis fyrir heimaleik liðsins við Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar í febrúar. Ljóst er að leiga á slíkum velli verður ekki ódýr.

Fótbolti
Fréttamynd

„Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram er­lendis

Albert Brynjar Ingason, knattspyrnusérfræðingur og þáttastjórnandi hlaðvarpsins Gula Spjaldið, segir samtöl sín við innanbúðamenn hjá Víkingi gefa sterklega í skyn að umspilsleikur liðsins gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni verði ekki spilaður á Íslandi. Víkingar hafa hingað til fengið undanþágu frá UEFA og spilað á Kópavogsvelli, sem uppfyllir ekki kröfur um flóðlýsingu.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“

Arnar Gunn­laugs­son, þjálfari Víkings Reykja­víkur, hefur ekkert heyrt frá KSÍ varðandi stöðu þjálfara karla­lands­liðs Ís­lands í fót­bolta. Sam­bandið þar af leiðandi ekki beðið Víkinga um leyfi að ræða við Arnar sem reiknar með því, eins og staðan er í dag, að stýra Víkingum í Sam­bands­deild Evrópu í febrúar. Hlutirnir geti hins vegar breyst fljótt í fót­bolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Víkingar unnu sér inn 830 milljónir

Með frammistöðu sinni í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta hafa Víkingar ekki bara tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni, fyrstir íslenskra liða, heldur að lágmarki 830 milljónir króna í verðlaunafé frá UEFA á þessu ári.

Fótbolti