KA

Fréttamynd

KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu

KA/Þór tryggði sér í dag sigur í 1. deild kvenna í handbolta en liðið hefur ekki enn tapað leik á leiktíðinni. Eftir fall á síðustu leiktíð hefur liðið sýnt og sannað að það er alltof gott fyrir 1. deildina og mun leika í Olís-deildinni á næstu leiktíð.

Handbolti
Fréttamynd

KA fær lykilmann úr Eyjum

Bikarmeistarar KA í fótbolta hafa bætt við sig leikmanni en Héraðsmaðurinn Guðjón Ernir Hrafnkelsson skrifaði undir samning við félagið sem gildir til næstu þriggja tímabila.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Mos­fellingar stálu stigi í há­spennu­leik

Afturelding missti af tækifærinu að minnka forskot FH á toppi Olís-deildarinnar eftir að liðið gerði jafntefli við KA á Akureyri í kvöld. KA var grátlega nálægt því að næla í bæði stigin í leiknum.

Handbolti
Fréttamynd

Mætti syni sínum

Fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn Steinþór Freyr Þorsteinsson mætti syni sínum, Emil, í Kjarnafæðismótinu í gær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fimmta tap Gróttu í röð

KA hafði sætaskipti við Gróttu eftir öruggan sigur, 29-23, í leik liðanna í Olís deild karla í kvöld. KA-menn eru í 8. sæti deildarinnar en Seltirningar í því níunda. Bæði lið eru með níu stig.

Handbolti
Fréttamynd

Elfar Árni heim í Völsung

Framherjinn Elfar Árni Aðalsteinsson er genginn í raðir Völsungs eftir langa dvöl hjá KA. Völsungur vann sér sæti í Lengjudeildinni á síðasta tímabili.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH-ingar í fínum gír án Arons

FH-ingar áttu ekki í miklum vandræðum með að tryggja stöðu sína á toppi Olís deildar karla í handbolta í kvöld en þeir unnu þá öruggan 36-25 sigur á KA-mönnum.

Handbolti
Fréttamynd

Fram fyrir Ljósið: „Veit að hún hugsar hlý­lega til okkar“

„Það er svolítið sárt að hugsa til þess en engu að síður þá veit ég að hún hugsar hlýlega til Ljóssins og okkar sem erum að vinna í þessu,“ segir Guðmundur Torfason, formaður knattspyrnudeildar Fram, sem missti Bryndísi systur sína úr krabbameini í byrjun árs. Framarar hafa nú ákveðið að lokaleikur þeirra í Bestu deildinni í ár verði til styrktar Ljósinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KA-strákarnir fengu að halda gullinu

Þó að Stjarnan hafi í gær verið krýnd Íslandsmeistari í 4. flokki C-liða, eftir umdeildan leik við KA, þá fengu strákarnir í KA-liðinu að halda gullverðlaunum sínum eftir allt sem á undan er gengið.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjálfboðaliðinn miður sín og fengið að heyra það héðan og þaðan

„Sjálfboðaliðinn er alveg miður sín og þetta hjálpar okkur ekki að menn fái svona yfir sig þegar þeir gera mistök,“ segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, um sjálfboðaliða félagsins sem dæmdi úrslitaleikinn við Stjörnuna í C-liðum 4. flokks drengja. Framlenging leiksins, og mögulega vítaspyrnukeppni, verður endurtekin í dag.

Íslenski boltinn