Tindastóll

Fréttamynd

„Þegar hann er góður þá vinnur Tinda­stóll flest lið“

„Pétur Rúnar Birgisson átti flottan leik, hann átti svona leiðtogaleik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, um frammistöðu Péturs Rúnars í sigri Tindastóls á Grindavík. Farið var yfir áhrif Pavel Ermolinskij, nýs þjálfara Stólanna, á Pétur Rúnar í þættinum.

Körfubolti
Fréttamynd

„Skrýtið að vera kominn aftur inn í í­þrótta­hús í þeim til­gangi að taka þátt í körfu­bolta­leik“

Pavel Ermolinskij stýrir liði Tindastóls í fyrsta skipti á sínum þjálfaraferli er liðið sækir ÍR-inga heim í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Hann segist spenntur fyrir sínum fyrsta leik sem þjálfari, en viðurkennir að það hafi verið skrýtið að mæta inn í klefa hjá liðinu sem hann vann í úrslitaeinvígi síðasta vor.

Körfubolti
Fréttamynd

Stærsti áfanginn sem er í boði á Íslandi

Pavel Ermolinskij segist alltaf hafa litið á Tindastól sem sinn helsta andstæðing á körfuboltavellinum, á sama tíma og hann hafi borið ómælda virðingu fyrir liðinu. Nú er hann fluttur í Skagafjörð og orðinn þjálfari í Síkinu þar sem alla dreymir um eitt og aðeins eitt; fyrsta Íslandsmeistaratitilinn. Það takmark er hið stærsta sem í boði er í íslensku íþróttalífi að mati Pavels.

Körfubolti
Fréttamynd

Vlad spurður út í dóminn sem féll nokkrum klukkutímum fyrir leik: Ég hef enga skoðun á því

„Ég er enn sár eftir þennan leik en við fórum illa með okkur sjálfa. Við gerðum mikið af heimskulegum hlutum. Svona er þessi leikur. Mínir menn börðust og ég er ánægður með það en ef við viljum eitthvað meira þá verðum við að vera gáfaðari í okkar nálgun,“ sagði Vlad Anzulović þjálfari Tindastóls eftir tap gegn Haukum í Subway-deildinni í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Íhuga að breyta reglum í miðri keppni en enga kæru þarf til

Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir mögulegt fyrir sambandið að breyta reglum í miðri keppni. Hins vegar þurfi enga kæru til. Kallað hefur verið eftir vægari viðurlögum við brotum á reglum um fjölda erlenda leikmanna, eftir bikarleik Tindastóls og Hauka.

Körfubolti