Körfubolti

Fréttamynd

Jón Arnór gerði sitt en það var ekki nóg

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza hafa ekki náð að fylgja eftir sigrinum glæsilega á Barcelona á dögunum því liðið tapaði með tíu stigum á móti Unicaja Málaga á heimavelli, 81-91, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena og félagar örugglega inn í undanúrslitin

Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í DVTK-Miskolc eru komnar áfram í undanúrslit í ungversku kvennadeildinni í körfubolta eftir öruggan sigur á MTK-Budapest í tveimur leikjum í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Aðalsteinn dæmdi bikarúrslitaleikinn í Sviss

Íslenski körfuboltadómarinn Aðalsteinn Hjartarson dæmdi um helgina bikarúrslitaleikinn í svissneska körfuboltanum þar sem Les Lions de Genève tryggði sér svissneska bikarinn eftir 73-59 sigur á Fribourg Olympic.

Körfubolti
Fréttamynd

CAI Zaragoza steinlá gegn Joventut

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza náðu ekki að fylgja eftir góðum sigri á Barcelona síðustu helgi gegn Joventut í spænsku deildinni í körfubolta í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Fannst ég verðskulda meiri hreinskilni

Jakob Örn Sigurðarson lauk sínu fimmta tímabili með Sundsvall Dragons í vikunni. Mikið hefur gengið á hjá Drekunum en liðið er í miklum fjárhagsvandræðum og segir Jakob það hafa haft sín áhrif.

Körfubolti
Fréttamynd

Hlynur: Meira en til í að vera áfram

Hlynur Bæringsson var valinn besti varnarmaður sænsku úrvalsdeildarinnar annað árið í röð. Hann segir stemninguna hjá Sundsvall vera skemmtilegri eftir að liðið lenti í fjárhagskröggum.

Körfubolti
Fréttamynd

Hlynur besti varnarmaðurinn í sænsku deildinni

Hlynur Bæringsson, leikmaður Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta, hefur verið valinn besti varnarmaðurinn í sænsku deildinni á þessu tímabili en þetta kemur fram á heimasíðu sænska körfuboltasambandsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Drekarnir fengu skell

Íslendingaliðið Sundsvall Dragons er í vondum málum í úrslitakeppni sænska körfuboltans eftir tap, 95-65, gegn Uppsala Basket í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Barkley gerði grín að grátandi þjálfara

Körfuboltagoðsögnin Charles Barkley er þekktur fyrir að halda ekki aftur af sér og láta allt gossa enda álíka orðheppinn og hann var harður inni á vellinum á sínum tíma. Nú varð Saul Phillips fyrir barðinu á Barkley.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór stigahæstur í sigri

Jón Arnór Stefánsson átti góðan leik þegar CAI Zaragoza lagði La Bruixa D`or 74-71 í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í hádeginu. Jón Arnór skoraði 16 stig í leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena tapaði í toppslag

Helena Sverrisdóttir skoraði fjórtán stig þegar lið hennar, DVTK Miskolc, tapaði fyrir Uniqa Euroleasing í toppslag ungversku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Körfubolti