Pólski handboltinn

Fréttamynd

Fínn leikur Ís­lendinganna í Þýska­landi dugði ekki til

Íslendingalið Melsungen mátti þola tap í þýsku úrvalsdeild karla í handbolta í kvöld. Sömu sögu er að segja af Ými Erni Gíslasyni og félögum í Göppingen. Aldís Ásta Heimisdóttir átti hins vegar góðan leik þegar lið hennar Skara vann stórsigur í Svíþjóð.

Handbolti
Fréttamynd

Haukur til Dinamo Búkarest

Haukur Þrastarson, landsliðsmaður handbolta, er genginn í raðir Rúmeníumeistara Dinamo Búkarest frá Kielce í Póllandi.

Handbolti
Fréttamynd

Haukur marka­hæstur í sigur­leik Kielce

Haukur Þrastarson virðist vera óðum að finna sitt gamla form eftir meiðsli en hann var markahæstur í dag þegar Kielce vann Zag­lebie 24-30 í pólsku úr­vals­deild­inni í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

„Hélt að þetta væri búið, að draumurinn væri búinn“

Gísli Þorgeir Kristjánsson stóð uppi sem Evrópumeistari í handbolta sem og verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar eftir að fara úr axlarlið í undanúrslitum. Hann segir helgina hafa verið sturlaða, að þetta sé það sem hann hafi dreymt um frá unga aldri og hvað það skipti hann miklu máli að hafa sitt nánast fólk með sér í höllinni í Köln.

Handbolti
Fréttamynd

Telur fjár­hags­vand­ræði stór­liðs Ki­elce al­var­legri en áður

Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss í Olís-deild karla í handbolta og fyrrum leikmaður pólska stórveldisins Kielce, var á línunni í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Þar fór hann meðal annars yfir ástandið hjá sínu fyrrum félagi, en framtíð Kielce er í mikilli óvissu eftir að stærsti styrktaraðili félagsins hætti að styrkja félagið í byrjun þessa árs.

Handbolti