Alþingiskosningar 2021

Fréttamynd

VG í snúinni stöðu vegna heil­brigðis­mála

Ekkert hefur bent til annars en að sitjandi ríkis­stjórn haldi á­fram störfum sínum á næsta kjör­tíma­bili. For­menn flokkanna þriggja hafa fundað reglulega frá kosningum og má búast við að stjórnar­myndunar­við­ræðurnar haldi á­fram næstu vikurnar en eins og prófessor í stjórn­mála­fræði bendir á liggur þeim alls ekkert á að semja stjórnar­sátt­málann og geta tekið sér allan þann tíma sem þeim hentar.

Innlent
Fréttamynd

Undir­búnings­kjör­bréfa­nefnd á vett­vang talningar í Borgar­nesi

Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fundar í dag á hótel Borgarnesi þar sem talning fór fram í Norðvesturkjördæmi í nýafstaðnum alþingiskosningum. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að nefndin vandi til verka þótt æskilegt væri að uppkosning færi fram sem fyrst ef niðurstaðan yrði að endurtaka þyrfti kosningarnar í kjördæminu.

Innlent
Fréttamynd

Magnús Norðdahl hættur að hugsa um kosningarnar og farinn að verja refi

Magnús Davíð Norð­dahl, lög­fræðingur og odd­viti Pírata í Norð­vestur­kjör­dæmi í síðustu al­þingis­kosningum, er hættur að hugsa um kosninga­málið í bili og farinn að snúa sér aftur að lög­fræði­störfum. Þar á meðal máli sem kom ný­lega inn á borð lög­fræði­stofu hans, um refinn Gústa Jr. sem Vísir hefur fjallað um.

Innlent
Fréttamynd

Titlar sig vafa­þing­mann

Karl Gauti Hjaltason titlar sig vafaþingmann eftir alþingiskosningarnar í haust. Hann fór yfir framkvæmd kosninganna á Sprengisandi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Sprengi­sandur: Efna­hags­mál, kosningar og um­hverfis­mál í brenni­depli

Á Sprengisandi í dag verður farið um víðan völl. Meðal annarra verður rætt við Má Mixa fjárfesti og háskólakennara sem ætlar að kasta mati á vexti, verðbólgu, hækkanir á eignaverði og eitt og annað fleira sem við glímum við í hagkerfinu á Íslandi, en þeir Kristján Kristjánsson ætla líka að tala um aflandsviðskipti í kjölfar Pandóru-skjalanna sem birt hafa verið síðustu vikur.

Innlent
Fréttamynd

Hlé á stjórnar­myndunar­við­ræðum í dag

For­menn ríkis­stjórnar­flokkanna taka sér hlé frá stjórnar­myndunar­við­ræðum í dag en hittast aftur á morgun. Þetta stað­festir Sigurður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sóknar­flokksins og sam­göngu- og sveitar­stjórnar­ráð­herra, við frétta­stofu.

Innlent
Fréttamynd

Loftslagsmál vega þungt í stjórnar­myndunar­við­ræðum

Formenn ríkisstjórnarflokkanna funda áfram í dag og reyna að finna leiðir til áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfs. Framsókn og Vinstri græn leggja mikla áherslu á loftslagsmál á komandi kjörtímabili en sýn þeirra á málaflokkinn er enn ólík.

Innlent
Fréttamynd

Ellefu hafa kært talningu í Norð­vestur­kjör­dæmi

Alls hafa ellefu manns kært framkvæmd talningar og meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Sex frambjóðendur og fimm almennir borgarar. Fulltrúi Pírata í undirbúningskjörbréfanefnd segir að óskað verði eftir gögnum frá Lögreglunni á Vesturlandi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Tekist á um orkustefnu í stjórnarmyndunarviðræðum

Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks telja að leysa þurfi úr ágreiningi stjórnarflokkanna um orkunýtingu til framtíðar í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum. Arftaki umhverfisráðherra hjá Landvernd varar hins vegar við því að „látið verði undan áróðursherferð óseðjandi orkuiðnaðar“ eins og það er orðað.

Innlent
Fréttamynd

Segist hafa misskilið að Erna vildi í flokkinn

Erna Bjarnadóttir varaþingmaður Miðflokksins segist ekki hafa ætlað að fylgja Birgi Þórarinssyni í Sjálfstæðisflokkinn. Hann hafi oftúlkað orð hennar um það. Tilkynningu þar sem Erna var boðin velkomin í Sjálfstæðisflokkinn var breytt rétt fyrir hádegi.

Innlent
Fréttamynd

Gefa sér þann tíma sem þarf

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir hann og formenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, vilja vanda sig í stjórnarmyndunarviðræðum. Það séu áskoranir í viðræðunum sem hafi ekki verið leystar á síðustu fjórum árum og það sé verið að vinna í því.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni afar spenntur fyrir heil­brigðis­málunum

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stjórnarmyndunarviðræður hans, Sigurðar Inga í Framsóknarflokknum og Katrínar Jakobsdóttur í Vinstri grænum, í eðlilegum farvegi. Hann segist spenntur fyrir heilbrigðismálunum sem málaflokki. Þar séu mörg tækifæri.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkurinn bauð Ernu vel­komna í flokkinn á laugar­dag

Sjálfstæðisflokkurinn tilkynnti á laugardag að Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Birgis Þórarinssonar og Miðflokkskona, hafi ákveðið að fylgja Birgi yfir í Sjálfstæðisflokkinn og starfa innan þingflokks hans. Erna tilkynnti hins vegar í morgun að hún muni ekki fylgja Birgi eftir, heldur halda til í Miðflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Erna fylgir Birgi ekki í Sjálfstæðisflokkinn

Erna Bjarnadóttir ætlar ekki að fylgja Birgi Þórarinssyni og verða varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu. Birgir gaf í skyn yfirlýsingu um helgina að Erna ætlaði að fylgja honum úr Miðflokknum til Sjálfstæðisflokksins

Innlent
Fréttamynd

Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður

Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin.

Innlent