
Íslenski handboltinn

Andri Snær: Þetta var kærkominn sigur á Fram
Ótrúlegur seinni hálfleikur KA/Þórs tryggði liðinu þriggja marka útisigur á Fram 27-30. Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, var afar ánægður eftir leik.

Reynsluboltinn Ásbjörn: „Þegar þú ert með börn og heimili þá er oft gott að komast á æfingu með strákunum“
Hinn stórskemmtilegi liður „Eina“ með hinum eina sanna Guðjóni Guðmundssyni eða Gaupa eins og alþjóð þekkir hann betur sem var á sínum stað í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Þar var rætt við Ásbjörn Friðriksson, einn besta leikmann FH sem og Olís-deildar karla í handbolta.

Eins og við erum að spila núna þá erum við ekki líklegir til þess að gera neitt
Stjarnan tapaði í kvöld sínum fimmta leik í röð þegar liðið tapaði 30-27 á heimavelli gegn Gróttu. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunar fannst lið sitt spila nokkuð vel í fyrri hálfleik en missa sjálfstraustið í þeim síðari.

Haukar í basli með botnliðið en sendu það niður um deild
Topplið Olís-deildar karla í handbolta, Haukar, mörðu botnlið Víkings 28-26 í leik liðanna í kvöld. Úrslitin þýða að Víkingar eru fallnir úr deildinni líkt og HK sem féll einnig eftir tap í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 31-25 | Fram sannfærandi í seinni hálfleik
Fram vann nokkuð öruggan sigur á Stjörnunni. Það var jafnt í hálfleik en Fram átti frábæran seinni hálfleik sem skilaði sér í sex marka sigri 31-25.

„Erum með hörkulið og eigum ekki að tapa fyrir Fram með sex mörkum“
Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur með sex marka tap gegn Fram í Safarmýrinni.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Valur 30-22 | Heimamenn hefndu fyrir tapið í bikarnum
FH-ingar fengu nýkrýnda bikarmeistara Vals í heimsókn í 18. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Liðin mættust síðast í undanúrslitum Coca-cola bikarsins þar sem Valsmenn slóu FH út og því við hörkuleik að búast. Lokatölur 30-22.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA 24-26 | Möguleikar Safamýrarpilta á sæti í úrslitakeppninni fara dvínandi
KA vann sterkan tveggja marka útisigur á Fram í leik sem Safamýrarpiltar þurftu nauðsynlega að vinna til að halda í vonina um sæti í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta. Lokatölur 26-24 gestunum frá Akureyri í vil og vonir Fram fara því dvínandi.

Íslendingar í efsta styrkleikaflokki og sleppa við sterkustu liðin
Vegna árangurs karlalandsliðs Íslands í handbolta á Evrópumótinu í janúar er liðið í efsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í undankeppni EM 2024. Dregið verður í riðla fimmtudaginn 31. mars.

Andri Snær: Allt liðið sýndi góða frammistöðu
KA/Þór vann mikilvægan sigur á Haukum í KA heimilinu í dag, lokatölur 34-26 fyrir heimakonur og var Andri Snær Stefánsson þjálfari heimakvenna sáttur að leikslokum.

Afturelding enn án stiga eftir stórt tap gegn Stjörnunni
Stjarnan vann þægilegan níu marka sigur í Mosfellsbæ er liðið heimsótti Aftureldingu í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, lokatölur 26-35.

Sunna eftir tap á Hlíðarenda: Þegar eitthvað virkar ekki þá brotnum við niður
Sunna Jónsdóttir, fyrirliði ÍBV, var að vonum svekkt eftir tap síns liðs gegn Val í Olís-deild kvenna í handbolta í dag.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 29-23 | Lygileg frammistaða Lovísu
Nýkrýndir bikarmeistarar Vals unnu góðan sex marka sigur á ÍBV en Valskonur höfðu einnig betur er liðin mættust í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins fyrir rúmri viku. Lokatölur á Hlíðarenda í dag 29-23. Segja má að Lovísa Thompson hafi stolið senunni í dag en hún skoraði alls 15 mörk.

Örvhentu skytturnar áfram hjá meisturunum
Eftir að hafa tryggt sér annan bikarmeistaratitil sinn í röð um helgina tilkynntu Íslands- og bikarmeistarar Vals í handbolta karla um að samningar hefðu verið framlengdir við helstu örhventu skyttur liðsins.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍBV 28-20 | Valsvörnin skellti í lás
Valur er kominn í úrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í handbolta eftir öruggan sigur á ÍBV, 28-20, á Ásvöllum í kvöld. Þetta er í fjórtánda sinn sem Valskonur komast í bikarúrslit. Þar mætir Valur Fram í Reykjavíkurslag á laugardaginn.

Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Fram 23-31| Fram í úrslit
Fram er komið í úrslit Coca-cola bikarins eftir 8 marka sigur á KA/Þór. Jafnræði var með liðunum á fyrstu mínútunum en Fram keyrði framúr undir miðbik fyrri hálfleik og leit aldrei til baka. Lokatölur 23-31.

„Að deyja úr spenningi“ en í hefndarhug
„Þetta eru skemmtilegustu leikirnir og þeir draga fram það besta hjá öllum,“ segir Morgan Marie Þorkelsdóttir, leikmaður Vals, fyrir undanúrslitaleikinn við ÍBV í dag í Coca Cola-bikarnum í handbolta.

Umfjöllun: Selfoss 27 - 28 KA | KA í úrslit eftir framlengingu
KA mun mæta Val í úrslitaleik Coca-Cola bikarsins í handbolta eftir 28-27 sigur á Selfossi í undanúrslitum í kvöld.

Umfjöllun: FH - Valur 27-37 | Valsmenn niðurlægðu Fimleikafélagið
Valur er kominn í úrslit Coca Cola-bikarsins eftir frábæran tíu marka sigur, 27-37, á FH í undanúrslitaleik í kvöld.

Seinni bylgjan: „Stjörnumenn neituðu bara að koma sér inn í leikinn“
Fyrir leik Vals og Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta var búist við öruggum sigri Valsmanna þar sem þeir höfðu unnið fjóra leiki í röð á meðan Stjarnan hafði tapað fjórum í röð. Að því sögðu hafði Patrekur Jóhannesson unnið Snorra Stein Guðjónsson í síðustu níu leikjum þeirra.

Seinni bylgjan: Óafsakanlegt að negla í átt að höfði markvarðar úr þröngu færi
KA vann magnaðan sigur á FH í Olís deild karla í handbolta á dögunum en strákarnir í Seinni bylgjunni gátu ekki farið yfir neitt annað en þann fjölda skota sem enduðu í andliti markvarða leiksins.

Jónatan: Skora á alla KA menn að mæta og styðja liðið
Jónatan Magnússon, þjálfari KA, gat ekki annað en verið sáttur eftir sterkan fimm marka sigur gegn FH í KA-heimilinu í kvöld.

Klökkur Óli Stef ræddi um feril sonarins: Eitt að spila og annað að horfa á strákinn sinn
Einar Þorsteinn Ólafsson hefur verið frábær í liði Valsmanna í Olís-deild karla í handbolta undanfarna mánuði. Einar er eins og flestum er kunnugt sonur eins besta handboltamanns Íslandssögunnar, Ólafs Stefánssonar, en Óli ræddi við Stöð 2 um feril stráksins og það sem framundan er.

Patrekur: Eigum mikið inni
Stjarnan tapaði sínum fimmta leik í röð gegn Val í Origo-höllinni. Valur vann átta marka sigur 30-22. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var afar svekktur eftir leik.

Snorri Steinn: „13 marka sigur gerist ekki á hverjum degi“
Snorri Steinn Guðjónsson var sáttur þegar Valsarar sigruðu KA með þrettán mörkum í Olís-deild karla í dag. Valsarar mættu gríðarlega öflugir til leiks og tóku völdin strax á fyrstu mínútunum. Lokatölur 33-20.

Hrósaði Val fyrir að fara í 7 á 6: „Gerðu það til að höggva á hnútinn“
Farið var yfir leik Fram og Vals í Olís-deild karla í handbolta í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Jóhann Gunnar Einarsson, einn af sérfræðingum þáttarins, hrósaði Snorra Steini Guðjónssyni og Valsliði hans sérstaklega.

Stórleikir í undanúrslitum bikarsins
Það verða sannkallaðir stórleikir á dagskrá í undanúrslitum Coca Cola-bikars kvenna og karla í handbolta í mars en dregið var í dag.

Erlingur: Sáttur með eitt stig úr því sem komið var
KA og ÍBV skildu jöfn, 32-32, í KA heimilinu í kvöld.

ÍBV í undanúrslit eftir spennutrylli í Eyjum
ÍBV er komið í undanúrslit Coca Cola bikarkeppninnar í handbolta eftir dramatískan sigur á Stjörnunni í Vestmannaeyjum í kvöld.

Arnar Daði: „Mætum svo graðir og glaðir á Ásvelli“
Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu var virkilega sáttur með sigurinn er Grótta vann HK, 30-25 í Olís-deild karla í kvöld. Jafnræði var með liðunum þar til stundarfjórðungur var eftir. Þá gáfu Gróttumenn í og sigruðu með 5 mörkum.