Seinni bylgjan: Óafsakanlegt að negla í átt að höfði markvarðar úr þröngu færi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2022 09:35 Phil Döhler fékk fast skot í andlitið í leik KA og FH nýverið. vísir/bára KA vann magnaðan sigur á FH í Olís deild karla í handbolta á dögunum en strákarnir í Seinni bylgjunni gátu ekki farið yfir neitt annað en þann fjölda skota sem enduðu í andliti markvarða leiksins. „Saga þessara leiks er náttúrulega þrjú skot í höfuðið á markverði. Gaupi er búinn að fjalla um þetta alla vikuna í fréttunum, þetta er ofboðslega alvarlegt. Þetta eru þrjú skot í þessum leik, mér fannst þetta eiginlega verst,“ sagði þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson er Allan Nordberg fór inn úr hægri horninu og smellti boltanum í andlitið á Phil Döhler, markverði FH. Svo kom annað atvik í síðari hálfleik þar sem Bruno Bernat, markvörður KA, fékk boltann beint í andlitið. „Mér finnst þetta svolítið skrítin skot að velja hjá hornamönnunum. Þú ert að fara þröngt inn, það sem þú vilt gera þar er að komast nálægt markmanninum og ef hann stendur þá reynir þú að gera einhverjar rósir. Þarna bara beint … ég veit það ekki,“ sagði Bjarni Fritzson og hristi höfuðið yfir skotavali hornamanna beggja liða. „Mér finnst þessi hornafæri, þegar það er verið að negla á hausinn bara óafsakanlegt. Það er ekki hægt að skýla sér á bakvið það að þetta sé óvart. Þeir velja sér að fara þröngt og ætla bara að dúndra á hausinn til að markvörðurinn fari niður með hendurnar því færið er mjög þröngt. Víti er bara slys en …,“ bætti Jóhann Gunnar Einarsson við áður en við fengum myndir af því þegar Brynjar Darri Baldursson, fyrrverandi markvörður Stjörnunnar fékk fast skot í andlitið. Hann er nú hættur í handbolta. Reglubreyting eftir þetta tímabil Leikmaður fær tvær mínútur ef þeir skjóta í höfuðið á markverði nema það sé verið að brjóta á þeim – varnarmaður fær tvær mínútur eða dæmt vítakast, annars verða það alltaf tvær mínútur. Umræðu Seinni bylgjunnar um höfuðhöggin og reglubreytinguna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Ítrekuð skot í höfuð markvarða Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Seinni bylgjan FH KA Tengdar fréttir Ótrúlegt sjálfsmark Phils Döhler „Það var mark skorað í þessum leik. Mark tímabilsins,“ sagði stjórnandi Seinni bylgjunnar, Stefán Árni Pálsson, um sjálfsmarkið sem Phil Döhler skoraði í leik FH gegn KA í gær. 5. mars 2022 23:16 Jónatan: Skora á alla KA menn að mæta og styðja liðið Jónatan Magnússon, þjálfari KA, gat ekki annað en verið sáttur eftir sterkan fimm marka sigur gegn FH í KA-heimilinu í kvöld. 4. mars 2022 20:43 Umfjöllun og viðtöl: KA - FH 32-27 | Mikilvægur sigur KA-manna KA og FH mættust í 17. umferð Olís-deildar karla í handbolta í KA heimilinu í kvöld. KA fyrir leikinn í 8. sæti en FH í þriðja sæti með tvo leiki til góða á efstu liðin. Að lokum fór KA með sterkan fimm marka sigur af hólmi, 32-27, eftir virkilega flottan síðari hálfleik. 4. mars 2022 21:00 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
„Saga þessara leiks er náttúrulega þrjú skot í höfuðið á markverði. Gaupi er búinn að fjalla um þetta alla vikuna í fréttunum, þetta er ofboðslega alvarlegt. Þetta eru þrjú skot í þessum leik, mér fannst þetta eiginlega verst,“ sagði þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson er Allan Nordberg fór inn úr hægri horninu og smellti boltanum í andlitið á Phil Döhler, markverði FH. Svo kom annað atvik í síðari hálfleik þar sem Bruno Bernat, markvörður KA, fékk boltann beint í andlitið. „Mér finnst þetta svolítið skrítin skot að velja hjá hornamönnunum. Þú ert að fara þröngt inn, það sem þú vilt gera þar er að komast nálægt markmanninum og ef hann stendur þá reynir þú að gera einhverjar rósir. Þarna bara beint … ég veit það ekki,“ sagði Bjarni Fritzson og hristi höfuðið yfir skotavali hornamanna beggja liða. „Mér finnst þessi hornafæri, þegar það er verið að negla á hausinn bara óafsakanlegt. Það er ekki hægt að skýla sér á bakvið það að þetta sé óvart. Þeir velja sér að fara þröngt og ætla bara að dúndra á hausinn til að markvörðurinn fari niður með hendurnar því færið er mjög þröngt. Víti er bara slys en …,“ bætti Jóhann Gunnar Einarsson við áður en við fengum myndir af því þegar Brynjar Darri Baldursson, fyrrverandi markvörður Stjörnunnar fékk fast skot í andlitið. Hann er nú hættur í handbolta. Reglubreyting eftir þetta tímabil Leikmaður fær tvær mínútur ef þeir skjóta í höfuðið á markverði nema það sé verið að brjóta á þeim – varnarmaður fær tvær mínútur eða dæmt vítakast, annars verða það alltaf tvær mínútur. Umræðu Seinni bylgjunnar um höfuðhöggin og reglubreytinguna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Ítrekuð skot í höfuð markvarða Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Seinni bylgjan FH KA Tengdar fréttir Ótrúlegt sjálfsmark Phils Döhler „Það var mark skorað í þessum leik. Mark tímabilsins,“ sagði stjórnandi Seinni bylgjunnar, Stefán Árni Pálsson, um sjálfsmarkið sem Phil Döhler skoraði í leik FH gegn KA í gær. 5. mars 2022 23:16 Jónatan: Skora á alla KA menn að mæta og styðja liðið Jónatan Magnússon, þjálfari KA, gat ekki annað en verið sáttur eftir sterkan fimm marka sigur gegn FH í KA-heimilinu í kvöld. 4. mars 2022 20:43 Umfjöllun og viðtöl: KA - FH 32-27 | Mikilvægur sigur KA-manna KA og FH mættust í 17. umferð Olís-deildar karla í handbolta í KA heimilinu í kvöld. KA fyrir leikinn í 8. sæti en FH í þriðja sæti með tvo leiki til góða á efstu liðin. Að lokum fór KA með sterkan fimm marka sigur af hólmi, 32-27, eftir virkilega flottan síðari hálfleik. 4. mars 2022 21:00 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Ótrúlegt sjálfsmark Phils Döhler „Það var mark skorað í þessum leik. Mark tímabilsins,“ sagði stjórnandi Seinni bylgjunnar, Stefán Árni Pálsson, um sjálfsmarkið sem Phil Döhler skoraði í leik FH gegn KA í gær. 5. mars 2022 23:16
Jónatan: Skora á alla KA menn að mæta og styðja liðið Jónatan Magnússon, þjálfari KA, gat ekki annað en verið sáttur eftir sterkan fimm marka sigur gegn FH í KA-heimilinu í kvöld. 4. mars 2022 20:43
Umfjöllun og viðtöl: KA - FH 32-27 | Mikilvægur sigur KA-manna KA og FH mættust í 17. umferð Olís-deildar karla í handbolta í KA heimilinu í kvöld. KA fyrir leikinn í 8. sæti en FH í þriðja sæti með tvo leiki til góða á efstu liðin. Að lokum fór KA með sterkan fimm marka sigur af hólmi, 32-27, eftir virkilega flottan síðari hálfleik. 4. mars 2022 21:00