Ástin á götunni

Fréttamynd

"KSÍ ráðlagði okkur að láta þá ekki skrifa undir samning"

Ráðleggingar frá starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands urðu til þess að Ben Everson og Theodore Furness, leikmenn 1.deildarliðs Tindastóls eru báðir á leið frá félaginu, án greiðslu, Everson til Breiðabliks og Fuerness til ÍA. Forráðamenn Tindastóls fóru að ráðum sambandsins og ákváðu að láta erlendu leikmenn sína ekki skrifa undir svokallaðan KSÍ-samning.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Páll Einarsson: Tilhlökkun að mæta góðu liði á útivelli

"Það er tilhlökkun að mæta góðu liði á útivelli en vissulega hefðum við viljað fá heimaleik,“ sagði Páll Einarsson þjálfari Þróttar eftir að ljóst var að liðið mætir Stjörnunni á útivelli í undanúrslitum Borgunarbikarsins í fótbolta karla. Þróttur er í næst efstu deild og liðinu hefur ekki gengið vel í deildinni það sem ef er sumri.

Fótbolti
Fréttamynd

Daníel Laxdal: Var alveg sama hvað lið við myndum fá

"Ég er mjög ánægður með að fá heimaleik, en við höfum verið á heimavelli fram til þessa í keppninni. Mér var alveg sama hvaða lið við myndum fá,“ sagði Daníel Laxdal leikmaður Stjörnunnar eftir að ljóst var að liðið fær 1. deildarlið Þróttar í undanúrslitum Borgunarbikarsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Lilja Dögg er sátt við að fá heimaleik gegn Val

Lilja Dögg Valþórsdóttir leikmaður KR var sátt við að fá heimaleik gegn bikarmeistaraliði Vals í undanúrslitum Borgunarbikarsins. "Ég er sátt við það fá heimaleik, en það skiptir engu máli hvernig staðan er í deildinni. Við mættumst í úrslitaleiknum á síðasta ári. Ég hlakka til að mæta Val og ég held að bæði lið ætli sér að sýna það að þau geti meira en staða þeirra sýnir í deildinni,“ sagði Lilja Dögg.

Fótbolti
Fréttamynd

Rakel Logadóttir: Ætlum að sjálfsögðu að verja titilinn

"Mér líst bara mjög vel á að fá KR,“ sagði Rakel Logadóttir leikmaður Vals í dag þegar ljóst var að bikarmeistaralið Vals fékk útileik gegn KR í undanúrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu kvenna. Dregið var í hádeginu í dag. Þessi lið áttust við í úrslitum keppninnar í fyrra.

Fótbolti
Fréttamynd

Borgunarbikarkeppnin: KR sækir Grindavík heim | Stjarnan fékk Þrótt

Stjarnan og 1. deildarlið Þróttar eigast við í undaúrslitum Borgunarbikarkeppninnar í karlaflokki, og Grindavík fær bikarmeistaralið KR í heimsókn. Dregið var í hádeginu í höfuðstöðvum KSÍ. Fyrst var dregið um hvaða lið fengu heimaleiki og komu Stjarnan og Grindavík upp fyrst. Undanúrslitaleikirnir fara fram 1. og 2. ágúst.

Fótbolti
Fréttamynd

Borgunarbikarkeppnin: Valur mætir KR | Stjarnan gegn Þór/KA

Stjarnan og KR fengu heimaleiki þegar dregið var í undanúrslitum Borgunarbikarkeppni kvenna í knattspyrnu í höfuðstöðvum KSÍ í dag. KR fær bikarmeistaralið Vals í heimsókn en þessi lið áttust við í úrslitaleiknum í fyrra á Laugardalsvelli. Íslandsmeistaralið Stjörnunnar mætir liði Þórs/KA í hinni undanúrslitaviðureigninni.

Fótbolti
Fréttamynd

Hundrað milljónir evra til evrópskra félagsliða

Um það bil 580 knattspyrnufélög í öllum aðildarlöndum UEFA munu fá skerf af þeim fjármunum sem UEFA hefur aflað með úrslitakeppni EM sem lauk nýlega og fram fór í Póllandi og Úkraínu. Þetta er fjölgun um 400 félög frá árinu 2008, en þá var þessi fjöldi "einungis“ 180. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Fótbolti