Ástin á götunni Breiðablik lagði Víking Einn leikur fór fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Breiðablik vann góðan sigur á Víkingi í Kópavogi 1-0. Það var markahrókurinn Marel Baldvinsson sem skoraði sigurmarkið strax á 8. mínútu leiksins. Blikar, sem hafa verið í fallbaráttu framan af sumri, erum með sigrinum skyndilega komnir í þriðja sæti deildarinnar með 17 stig eftir 12 leiki. Víkingur er í sjötta sætinu með 15 stig. Sport 27.7.2006 21:17 Valur úr leik Valur er úr leik í forkeppni Evrópukeppni félagsliða eftir að liðið gerði markalaust jafntefli á heimavelli við danska liðið Bröndby í kvöld. Danska liðið vann fyrri leikinn 3-1 og er því komið áfram í keppninni. Sport 27.7.2006 20:48 Skagamenn úr leik þrátt fyrir sigur Skagamenn eru úr leik í forkeppni Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu þrátt fyrir 2-1 sigur á danska liðinu Randers á heimavelli sínum á Skipaskaga í kvöld. Hjörtur Hjartarson kom ÍA yfir í fyrri hálfleik, en Danirnir jöfnuðu skömmu síðar. Það var svo Bjarni Guðjónsson sem tryggði ÍA sigurinn með marki úr víti þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Sport 27.7.2006 19:51 Jafnt í hálfleik hjá Val og Bröndby Ekkert mark hefur litið dagsins ljós í leik Vals og Bröndby í forkeppni Evrópukeppni félagsliða þegar flautað hefur verið til leikhlés. Valsmenn hafa verið sterkari aðilinn á vellinum en hafa þó ekki skapað sér mörg marktækifæri. Danska liðið vann fyrri leikinn 3-1 og því er erfitt verkefni framundan hjá Hlíðarendapiltum. Sport 27.7.2006 19:34 Jafnt í hálfleik á Skaganum Staðan í leik Skagamanna og danska liðsins Randers í forkeppni evrópukeppni félagsliða er enn jöfn 1-1 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Hjörtur Hjartarson skoraði mark ÍA á 27. mínútu. Gestirnir hafa verið sterkari í fyrri hálfleiknum og fátt í stöðunni sem bendir til þess að heimamenn komst áfram í keppninni. Sport 27.7.2006 18:58 Tvö mörk komin á Skaganum Staðan í leik Skagamanna og danska liðsins Randers er orðin 1-1 eftir hálftíma leik. Hjörtur Hjartarson kom heimamönnum yfir á 28. mínútu, en gestirnir jöfnuðu aðeins tveimur mínútum síðar. Danska liðið vann fyrri leikinn 1-0 ytra. Sport 27.7.2006 18:30 Treysti strákunum til að klára þetta Davíð Þór Viðarsson, leikmaður FH, varð fyrir því óláni að slíta hásin í leiknum við Legia Varsjá í forkeppni meistaradeildarinnar í gær og segist ekki geta spilað fótbolta fyrr en í fyrsta lagi eftir sex mánuði. Davíð fer í aðgerð í dag. Sport 27.7.2006 13:23 Vill ekki tjá sig Guðmundur Viðar Mete, leikmaður Keflavíkur, er ekki tilbúinn að svara þeim alvarlegu ásökunum sem Hjörtur Hjartarson, leikmaður ÍA, bar hann í Kastljósinu á þriðjudag. Hjörtur Hjartarson viðurkenndi í þættinum að hafa kallað Guðmund "Tyrkjadjöful" en sagði jafnframt að Guðmundur væri ekki saklaus enda hefði hann ögrað sér, hótað sér lífláti sem og líkamsmeiðingum. Hjörtur segir Guðmund einnig hafa látið ófögur orð falla um móður sína. Sport 26.7.2006 16:26 Fékk gæsahúð þegar ég heyrði afmælissönginn Margrét Lára Viðarsdóttir hélt upp á tvítugsafmælið sitt með stæl í gærkvöldi þegar hún skoraði hvorki meira né minna en sjö mörk þegar Valur burstaði Fylki í Landsbankadeild kvenna. Hópur stuðningsmanna Valsliðsins söng afmælissönginn fyrir hana eftir leikinn, en Margrét skorar tæp þrjú mörk að meðaltali í leik í sumar sem er tölfræði sem hvaða handboltamaður gæti verið stoltur af. Sport 26.7.2006 15:43 Margrét Lára skoraði sjö mörk á afmælisdaginn Valskonur halda uppteknum hætti í toppbaráttunni í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu og í kvöld valtaði liðið yfir Fylki 14-0 á Valbjarnarvelli. Margrét Lára Viðarsdóttir hélt upp á tvítugsafmælið sitt með því að skora 7 mörk í leiknum. Þrír aðrir leikir fóru fram í deildinni í kvöld. Sport 25.7.2006 22:13 Þáttur um Essomótið á Sýn í kvöld Í kvöld klukkan 20:10 verður á dagskrá Sýnar sérstakur heimildarþáttur í umsjón Þorsteins Gunnarssonar íþróttafréttamanns um Essomótið í knattspyrnu sem fram fór í 20. sinn á dögunum. Mótið var venju samkvæmt haldið á Akureyri og verður stemmingunni á vellinum sem og í kring um mótið gerð góð skil í þætti kvöldsins. Sport 25.7.2006 17:40 Bjarnólfur í tveggja leikja bann Nokkrir leikmenn úr efstu deild karla í knattspyrnu voru dæmdir í leikbann í dag þegar aganefnd KSÍ kom saman og fundaði. Bjarnólfur Lárusson, leikmaður KR, var dæmdur í tveggja leikja bann eftir að vera rekinn af velli gegn fyrrum félögum sínum í ÍBV í Visa-bikarnum í gær. Sport 25.7.2006 17:31 Birkir Már framlengir við Val Knattspyrnudeild Vals hefur framlengt samning sinn við varnarmanninn Birkir Má Sævarsson til ársins 2010. Birkir er uppalinn Valsmaður og hefur spilað ágætlega með liðinu í sumar. Þá var Birkir fyrir nokkru valinn í íslenska U21 árs landsliðshópinn. Þetta kemur fram á heimasíðu Vals í dag. Sport 25.7.2006 16:50 KR-ingar í undanúrslit KR-ingar eru komnir í undanúrslitin í Visa-bikarnum eftir sigur á ÍBV í vítakeppni í Frostaskjóli í kvöld. Bjarni Aðalsteinsson kom ÍBV yfir í fyrri hálfleik, en Björgólfur Takefusa jafnaði fyrir KR í þeim síðari. Staðan var jöfn 1-1 að lokinni framlengingu og það var markvörðurinn Kristján Finnbogason sem var hetja sinna manna og tryggði þeim 4-2 sigur. Sport 24.7.2006 22:07 Þáttur um Esso-mótið á Sýn annað kvöld Annað kvöld verður á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar sérstakur þáttur helgaður Esso-mótinu í knattspyrnu sem fram fór á Akureyri á dögunum, en þetta var í 20. sinn sem mótið er haldið. Þorsteinn Gunnarsson íþróttafréttamaður var á svæðinu og tók fjölda viðtala við keppendur og áhorfendur á mótinu. Þátturinn hefst klukkan 20:10 annað kvöld. Sport 24.7.2006 13:46 Keflvíkingar lögðu Skagamenn í frábærum leik Keflavík, Víkingur og Þróttur tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Visa-bikars karla í knattspyrnu. Keflvíkingar lögðu Skagamenn 4-3 í frábærum leik á Skaganum, Víkingur lagði Val 2-1 á útivelli og Þróttarar gerðu góða ferð norður á Akureyri og burstuðu KA 5-1. Á morgun mætast svo KR og ÍBV um síðasta sætið í undanúrslitunum. Sport 23.7.2006 21:30 Jafnt á öllum vígstöðvum í hálfleik Nú hefur verið flautað til leikhlés í leikjunum þremur sem fram fara í 8-liða úrslitum Visa-bikarsins í knattspyrnu og er staðan jöfn 1-1 í þeim öllum. Valsmenn taka á móti Víkingum á Laugardalsvelli, ÍA tekur á móti Keflvíkingum á Skaganum og þá mætast KA og Þróttur fyrir norðan. Sport 23.7.2006 20:39 Ísland í fjórða sæti á NM Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði í dag 1-0 fyrir Svíum í leik um þriðja sætið á Opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu. Íslenska liðið hafnaði því í fjórða sæti á mótinu. Bandaríkin og Þýskaland mætast í úrslitaleik mótsins og er hann þegar hafinn. Sport 22.7.2006 14:14 Spila um bronsið á NM Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir Svíum í leik um bronsverðlaunin á opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu um helgina. Það verða Bandaríkin og Þýskaland sem mætast í úrslitaleik, eftir að bandaríska liðið lagði heimamenn Norðmenn 4-0 í kvöld og hafnaði því fyrir ofan íslenska liðið á markamun. Sport 20.7.2006 21:39 Stórsigur á Dönum Íslenska kvennalandsliðið U-21 árs vann í dag stórsigur á Dönum 6-1 í leik liðanna á Norðurlandamótinu sem stendur yfir í Noregi um þessar mundir. Íslenska liðið hefur því náð forystu í riðli sínum, en lið Bandaríkjanna getur jafnað íslenska liðið að stigum með sigri á heimamönnum í kvöld. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrennu í leiknum í dag. Sport 20.7.2006 16:09 Mikilvægur sigur Blika í botnslagnum Breiðablik lyfti sér í kvöld úr fallsæti í Landsbankadeild karla þegar liðið vann gríðarlega mikillvægan 1-0 sigur á ÍBV í Eyjum. Það var Marel Baldvinsson sem skoraði sigurmark Blika strax aftir fjórar mínútur. Víkingur og Keflavík skildu jöfn 1-1 í Fossvogi. Guðmundur Steinarsson skoraði mark Keflvíkinga en Viktor Bjarki Arnarsson jafnaði metin fyrir heimamenn. Þá gerðu Grindavík og Fylkir 1-1 jafntefli í Grindavík þar sem Ray Anthony Jónsson og Páll Einarsson voru á skotskónum. Sport 18.7.2006 21:12 Blikar yfir í Eyjum Þrír leikir eru á dagskrá í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Breiðablik hefur yfir gegn ÍBV í Eyjum þegar flautað hefur verið til hálfleiks og það var Marel Baldvinsson sem skoraði mark Blika í upphafi leiks. Keflvíkingar hafa yfir 1-0 á Víkingsvelli með marki Guðmundar Steinarssonar og þá er jafnt 1-1 hjá Grindvíkingum og Fylki suður með sjó þar sem Páll Einarsson og Ray Anthony Jónsson skoruðu mörkin. Sport 18.7.2006 20:09 Jafnt gegn Bandaríkjamönnum Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri, gerði 1-1 jafntefli við það bandaríska á Opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu í dag. Áður hafði íslenska liðið unnið sigur á heimamönnum Norðmönnum 3-2. Það var Margrét Lára Viðarsdóttir sem skoraði mark íslenska liðsins í dag og mætir það Dönum á fimmtudag. Sport 18.7.2006 19:27 Mætir Spánverjum þann 15. ágúst Vináttulandsleik Íslendinga og Spánverja í knattspyrnu hefur verið flýtt um einn dag vegna leiks Barcelona og Espanyol í meistarakeppninni þar í landi. Leikurinn var upphaflega settur á 16. ágúst en verður háður þann 15. ágúst vegna meistarakeppninnar á Spáni, þar sem Eiður Smári og félagar í Barcelona mæta Espanyol þann 17. ágúst. Frá þessu var greint á Vísi í gær. Sport 14.7.2006 15:48 Keflvíkingar burstuðu ÍBV Keflvíkingar tóku Eyjamenn í bakaríið í leik kvöldsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu og sigruðu 6-2. Stefán Örn Arnarsson og Þórarinn Kristjánsson skoruðu sitt hvor tvö mörkin fyrir Keflavík og Kenneth Gustavsson og Guðmundur Steinarsson skoruðu eitt hvor. Pétur Runólfsson og Ulrik Drost skoruðu mörk ÍBV, en Páli Hjarðar var vikið af leikvelli fyrir olnbogaskot á 70. mínútu og léku Keflvíkingar því manni fleiri síðasta korterið í leiknum. Sport 13.7.2006 21:10 Valur lá í Danmörku Valsmenn töpuðu í kvöld fyrri leik sínum gegn danska liðinu Bröndby í forkeppni Evrópukeppni félagsliða 3-1. Danska liðið hafði yfir 3-0 í hálfleik, en Garðar Gunnlaugsson náði að rétta hlut íslenska liðsins undir lokin. Sport 13.7.2006 20:43 Keflvíkingar yfir í hálfleik Einn leikur fer fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Keflvíkingar hafa yfir 2-1 gegn ÍBV á heimavelli sínum þegar flautað hefur verið til leikhlés. Pétur Runólfsson kom ÍBV yfir á 13. mínútu, en þeir Kenneth Gustavsson og Stefán Örn Arnarsson skoruðu fyrir heimamenn. Sport 13.7.2006 20:11 Útlitið dökkt hjá Val Það stefnir í langt kvöld hjá Valsmönnum sem etja nú kappi við danska liðið Bröndby í forkeppni Evrópukeppni félagsliða. Staðan í hálfleik er 3-0 fyrir heimamenn, sem komust yfir strax eftir 8 mínútur og bættu svo við tveimur mörkum á tveggja mínútna kafla eftir hálftíma leik. Þetta er fyrri viðureign liðanna og fer fram í Danmörku. Sport 13.7.2006 19:33 Tap hjá ÍA í Danmörku Skagamenn töpuðu í kvöld fyrri leik sínum gegn danska liðinu FC Randers í forkeppni Evrópukeppni félagsliða á útivelli 1-0. Heimamenn í Randers voru ívið sterkari í leiknum, en sá síðari fer fram á Skipaskaga þann 27. júlí næstkomandi. Sport 13.7.2006 18:57 Jafnt í hálfleik hjá Skagamönnum Nú er kominn hálfleikur í viðureign Skagamanna og danska liðsins FC Randers í forkeppni Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Staðan er enn 0-0. Heimamenn voru hættulegri framan af leik, en Skagaliðið komst betur inn í leikinn þegar á leið. Sport 13.7.2006 17:58 « ‹ 276 277 278 279 280 281 282 283 284 … 334 ›
Breiðablik lagði Víking Einn leikur fór fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Breiðablik vann góðan sigur á Víkingi í Kópavogi 1-0. Það var markahrókurinn Marel Baldvinsson sem skoraði sigurmarkið strax á 8. mínútu leiksins. Blikar, sem hafa verið í fallbaráttu framan af sumri, erum með sigrinum skyndilega komnir í þriðja sæti deildarinnar með 17 stig eftir 12 leiki. Víkingur er í sjötta sætinu með 15 stig. Sport 27.7.2006 21:17
Valur úr leik Valur er úr leik í forkeppni Evrópukeppni félagsliða eftir að liðið gerði markalaust jafntefli á heimavelli við danska liðið Bröndby í kvöld. Danska liðið vann fyrri leikinn 3-1 og er því komið áfram í keppninni. Sport 27.7.2006 20:48
Skagamenn úr leik þrátt fyrir sigur Skagamenn eru úr leik í forkeppni Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu þrátt fyrir 2-1 sigur á danska liðinu Randers á heimavelli sínum á Skipaskaga í kvöld. Hjörtur Hjartarson kom ÍA yfir í fyrri hálfleik, en Danirnir jöfnuðu skömmu síðar. Það var svo Bjarni Guðjónsson sem tryggði ÍA sigurinn með marki úr víti þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Sport 27.7.2006 19:51
Jafnt í hálfleik hjá Val og Bröndby Ekkert mark hefur litið dagsins ljós í leik Vals og Bröndby í forkeppni Evrópukeppni félagsliða þegar flautað hefur verið til leikhlés. Valsmenn hafa verið sterkari aðilinn á vellinum en hafa þó ekki skapað sér mörg marktækifæri. Danska liðið vann fyrri leikinn 3-1 og því er erfitt verkefni framundan hjá Hlíðarendapiltum. Sport 27.7.2006 19:34
Jafnt í hálfleik á Skaganum Staðan í leik Skagamanna og danska liðsins Randers í forkeppni evrópukeppni félagsliða er enn jöfn 1-1 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Hjörtur Hjartarson skoraði mark ÍA á 27. mínútu. Gestirnir hafa verið sterkari í fyrri hálfleiknum og fátt í stöðunni sem bendir til þess að heimamenn komst áfram í keppninni. Sport 27.7.2006 18:58
Tvö mörk komin á Skaganum Staðan í leik Skagamanna og danska liðsins Randers er orðin 1-1 eftir hálftíma leik. Hjörtur Hjartarson kom heimamönnum yfir á 28. mínútu, en gestirnir jöfnuðu aðeins tveimur mínútum síðar. Danska liðið vann fyrri leikinn 1-0 ytra. Sport 27.7.2006 18:30
Treysti strákunum til að klára þetta Davíð Þór Viðarsson, leikmaður FH, varð fyrir því óláni að slíta hásin í leiknum við Legia Varsjá í forkeppni meistaradeildarinnar í gær og segist ekki geta spilað fótbolta fyrr en í fyrsta lagi eftir sex mánuði. Davíð fer í aðgerð í dag. Sport 27.7.2006 13:23
Vill ekki tjá sig Guðmundur Viðar Mete, leikmaður Keflavíkur, er ekki tilbúinn að svara þeim alvarlegu ásökunum sem Hjörtur Hjartarson, leikmaður ÍA, bar hann í Kastljósinu á þriðjudag. Hjörtur Hjartarson viðurkenndi í þættinum að hafa kallað Guðmund "Tyrkjadjöful" en sagði jafnframt að Guðmundur væri ekki saklaus enda hefði hann ögrað sér, hótað sér lífláti sem og líkamsmeiðingum. Hjörtur segir Guðmund einnig hafa látið ófögur orð falla um móður sína. Sport 26.7.2006 16:26
Fékk gæsahúð þegar ég heyrði afmælissönginn Margrét Lára Viðarsdóttir hélt upp á tvítugsafmælið sitt með stæl í gærkvöldi þegar hún skoraði hvorki meira né minna en sjö mörk þegar Valur burstaði Fylki í Landsbankadeild kvenna. Hópur stuðningsmanna Valsliðsins söng afmælissönginn fyrir hana eftir leikinn, en Margrét skorar tæp þrjú mörk að meðaltali í leik í sumar sem er tölfræði sem hvaða handboltamaður gæti verið stoltur af. Sport 26.7.2006 15:43
Margrét Lára skoraði sjö mörk á afmælisdaginn Valskonur halda uppteknum hætti í toppbaráttunni í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu og í kvöld valtaði liðið yfir Fylki 14-0 á Valbjarnarvelli. Margrét Lára Viðarsdóttir hélt upp á tvítugsafmælið sitt með því að skora 7 mörk í leiknum. Þrír aðrir leikir fóru fram í deildinni í kvöld. Sport 25.7.2006 22:13
Þáttur um Essomótið á Sýn í kvöld Í kvöld klukkan 20:10 verður á dagskrá Sýnar sérstakur heimildarþáttur í umsjón Þorsteins Gunnarssonar íþróttafréttamanns um Essomótið í knattspyrnu sem fram fór í 20. sinn á dögunum. Mótið var venju samkvæmt haldið á Akureyri og verður stemmingunni á vellinum sem og í kring um mótið gerð góð skil í þætti kvöldsins. Sport 25.7.2006 17:40
Bjarnólfur í tveggja leikja bann Nokkrir leikmenn úr efstu deild karla í knattspyrnu voru dæmdir í leikbann í dag þegar aganefnd KSÍ kom saman og fundaði. Bjarnólfur Lárusson, leikmaður KR, var dæmdur í tveggja leikja bann eftir að vera rekinn af velli gegn fyrrum félögum sínum í ÍBV í Visa-bikarnum í gær. Sport 25.7.2006 17:31
Birkir Már framlengir við Val Knattspyrnudeild Vals hefur framlengt samning sinn við varnarmanninn Birkir Má Sævarsson til ársins 2010. Birkir er uppalinn Valsmaður og hefur spilað ágætlega með liðinu í sumar. Þá var Birkir fyrir nokkru valinn í íslenska U21 árs landsliðshópinn. Þetta kemur fram á heimasíðu Vals í dag. Sport 25.7.2006 16:50
KR-ingar í undanúrslit KR-ingar eru komnir í undanúrslitin í Visa-bikarnum eftir sigur á ÍBV í vítakeppni í Frostaskjóli í kvöld. Bjarni Aðalsteinsson kom ÍBV yfir í fyrri hálfleik, en Björgólfur Takefusa jafnaði fyrir KR í þeim síðari. Staðan var jöfn 1-1 að lokinni framlengingu og það var markvörðurinn Kristján Finnbogason sem var hetja sinna manna og tryggði þeim 4-2 sigur. Sport 24.7.2006 22:07
Þáttur um Esso-mótið á Sýn annað kvöld Annað kvöld verður á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar sérstakur þáttur helgaður Esso-mótinu í knattspyrnu sem fram fór á Akureyri á dögunum, en þetta var í 20. sinn sem mótið er haldið. Þorsteinn Gunnarsson íþróttafréttamaður var á svæðinu og tók fjölda viðtala við keppendur og áhorfendur á mótinu. Þátturinn hefst klukkan 20:10 annað kvöld. Sport 24.7.2006 13:46
Keflvíkingar lögðu Skagamenn í frábærum leik Keflavík, Víkingur og Þróttur tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Visa-bikars karla í knattspyrnu. Keflvíkingar lögðu Skagamenn 4-3 í frábærum leik á Skaganum, Víkingur lagði Val 2-1 á útivelli og Þróttarar gerðu góða ferð norður á Akureyri og burstuðu KA 5-1. Á morgun mætast svo KR og ÍBV um síðasta sætið í undanúrslitunum. Sport 23.7.2006 21:30
Jafnt á öllum vígstöðvum í hálfleik Nú hefur verið flautað til leikhlés í leikjunum þremur sem fram fara í 8-liða úrslitum Visa-bikarsins í knattspyrnu og er staðan jöfn 1-1 í þeim öllum. Valsmenn taka á móti Víkingum á Laugardalsvelli, ÍA tekur á móti Keflvíkingum á Skaganum og þá mætast KA og Þróttur fyrir norðan. Sport 23.7.2006 20:39
Ísland í fjórða sæti á NM Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði í dag 1-0 fyrir Svíum í leik um þriðja sætið á Opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu. Íslenska liðið hafnaði því í fjórða sæti á mótinu. Bandaríkin og Þýskaland mætast í úrslitaleik mótsins og er hann þegar hafinn. Sport 22.7.2006 14:14
Spila um bronsið á NM Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir Svíum í leik um bronsverðlaunin á opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu um helgina. Það verða Bandaríkin og Þýskaland sem mætast í úrslitaleik, eftir að bandaríska liðið lagði heimamenn Norðmenn 4-0 í kvöld og hafnaði því fyrir ofan íslenska liðið á markamun. Sport 20.7.2006 21:39
Stórsigur á Dönum Íslenska kvennalandsliðið U-21 árs vann í dag stórsigur á Dönum 6-1 í leik liðanna á Norðurlandamótinu sem stendur yfir í Noregi um þessar mundir. Íslenska liðið hefur því náð forystu í riðli sínum, en lið Bandaríkjanna getur jafnað íslenska liðið að stigum með sigri á heimamönnum í kvöld. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrennu í leiknum í dag. Sport 20.7.2006 16:09
Mikilvægur sigur Blika í botnslagnum Breiðablik lyfti sér í kvöld úr fallsæti í Landsbankadeild karla þegar liðið vann gríðarlega mikillvægan 1-0 sigur á ÍBV í Eyjum. Það var Marel Baldvinsson sem skoraði sigurmark Blika strax aftir fjórar mínútur. Víkingur og Keflavík skildu jöfn 1-1 í Fossvogi. Guðmundur Steinarsson skoraði mark Keflvíkinga en Viktor Bjarki Arnarsson jafnaði metin fyrir heimamenn. Þá gerðu Grindavík og Fylkir 1-1 jafntefli í Grindavík þar sem Ray Anthony Jónsson og Páll Einarsson voru á skotskónum. Sport 18.7.2006 21:12
Blikar yfir í Eyjum Þrír leikir eru á dagskrá í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Breiðablik hefur yfir gegn ÍBV í Eyjum þegar flautað hefur verið til hálfleiks og það var Marel Baldvinsson sem skoraði mark Blika í upphafi leiks. Keflvíkingar hafa yfir 1-0 á Víkingsvelli með marki Guðmundar Steinarssonar og þá er jafnt 1-1 hjá Grindvíkingum og Fylki suður með sjó þar sem Páll Einarsson og Ray Anthony Jónsson skoruðu mörkin. Sport 18.7.2006 20:09
Jafnt gegn Bandaríkjamönnum Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri, gerði 1-1 jafntefli við það bandaríska á Opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu í dag. Áður hafði íslenska liðið unnið sigur á heimamönnum Norðmönnum 3-2. Það var Margrét Lára Viðarsdóttir sem skoraði mark íslenska liðsins í dag og mætir það Dönum á fimmtudag. Sport 18.7.2006 19:27
Mætir Spánverjum þann 15. ágúst Vináttulandsleik Íslendinga og Spánverja í knattspyrnu hefur verið flýtt um einn dag vegna leiks Barcelona og Espanyol í meistarakeppninni þar í landi. Leikurinn var upphaflega settur á 16. ágúst en verður háður þann 15. ágúst vegna meistarakeppninnar á Spáni, þar sem Eiður Smári og félagar í Barcelona mæta Espanyol þann 17. ágúst. Frá þessu var greint á Vísi í gær. Sport 14.7.2006 15:48
Keflvíkingar burstuðu ÍBV Keflvíkingar tóku Eyjamenn í bakaríið í leik kvöldsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu og sigruðu 6-2. Stefán Örn Arnarsson og Þórarinn Kristjánsson skoruðu sitt hvor tvö mörkin fyrir Keflavík og Kenneth Gustavsson og Guðmundur Steinarsson skoruðu eitt hvor. Pétur Runólfsson og Ulrik Drost skoruðu mörk ÍBV, en Páli Hjarðar var vikið af leikvelli fyrir olnbogaskot á 70. mínútu og léku Keflvíkingar því manni fleiri síðasta korterið í leiknum. Sport 13.7.2006 21:10
Valur lá í Danmörku Valsmenn töpuðu í kvöld fyrri leik sínum gegn danska liðinu Bröndby í forkeppni Evrópukeppni félagsliða 3-1. Danska liðið hafði yfir 3-0 í hálfleik, en Garðar Gunnlaugsson náði að rétta hlut íslenska liðsins undir lokin. Sport 13.7.2006 20:43
Keflvíkingar yfir í hálfleik Einn leikur fer fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Keflvíkingar hafa yfir 2-1 gegn ÍBV á heimavelli sínum þegar flautað hefur verið til leikhlés. Pétur Runólfsson kom ÍBV yfir á 13. mínútu, en þeir Kenneth Gustavsson og Stefán Örn Arnarsson skoruðu fyrir heimamenn. Sport 13.7.2006 20:11
Útlitið dökkt hjá Val Það stefnir í langt kvöld hjá Valsmönnum sem etja nú kappi við danska liðið Bröndby í forkeppni Evrópukeppni félagsliða. Staðan í hálfleik er 3-0 fyrir heimamenn, sem komust yfir strax eftir 8 mínútur og bættu svo við tveimur mörkum á tveggja mínútna kafla eftir hálftíma leik. Þetta er fyrri viðureign liðanna og fer fram í Danmörku. Sport 13.7.2006 19:33
Tap hjá ÍA í Danmörku Skagamenn töpuðu í kvöld fyrri leik sínum gegn danska liðinu FC Randers í forkeppni Evrópukeppni félagsliða á útivelli 1-0. Heimamenn í Randers voru ívið sterkari í leiknum, en sá síðari fer fram á Skipaskaga þann 27. júlí næstkomandi. Sport 13.7.2006 18:57
Jafnt í hálfleik hjá Skagamönnum Nú er kominn hálfleikur í viðureign Skagamanna og danska liðsins FC Randers í forkeppni Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Staðan er enn 0-0. Heimamenn voru hættulegri framan af leik, en Skagaliðið komst betur inn í leikinn þegar á leið. Sport 13.7.2006 17:58