Ástin á götunni Enn ein meiðslin hjá Villa Wilfred Bouma, varnarmaður Aston Villa er meiddur á læri og verður frá í nokkrar vikur og eykur með því enn á meiðslavandann hjá mönnum David O´Leary, sem þegar hefur misst þá Jlloyd Samuel, Martin Laursen og Gary Cahill í erfið meiðsli. Sport 23.10.2005 17:51 Carroll klaufalegur Markvörðurinn Roy Carroll hjá West Ham verður líklega ekki á milli stanganna hjá liði sínu um helgina eftir að hafa meitt sig á hné á æfingu í dag. Meiðslin eru í hæsta máta neyðarleg, því markvörðurinn flæktist í marknetinu þegar hann var að safna saman boltum eftir æfinguna. Sport 23.10.2005 17:51 Richardson semur við United Kieran Richardson hélt upp á 21 árs afmæli sitt með því að skrifa undir nýjan samning við Manchester United og því er ljóst að hann verður hjá félaginu til ársins 2009. Sport 23.10.2005 17:51 Halmstad tapaði fyrir Hertha Gunnar Heiðar Þorvaldsson og félagar í sænska liðinu Halmstad, töpuðu 1-0 fyrir þýska liðinu Hertha Berlin í C-riðli Evrópukeppni félagsliða nú áðan. Það var Neuendorf sem skoraði mark þýska liðsins á 67. mínútu. Síðar í kvöld mætast Steua Búkarest og Lens í þessum sama riðli. Sport 23.10.2005 17:51 Middlesbrough sigraði Middlesbrough sigraði svissneska liðið Grasshoppers með einu marki gegn engu í fyrsta leik liðsins í riðlakeppni UEFA bikarsins í kvöld. Mark liðsins skoraði Jimmy Floyd Hasselbaink snemma leiks. Bolton varð hinsvegar að sætta sig við jafntefli 1-1 við Besiktas. Ailton skoraði fyrir Tyrkina, en Borgetti fyrir Bolton. Sport 23.10.2005 17:51 Torres orðaður við Arsenal Breska dagblaðið Daily Mirror greinir frá því í dag að Arsenal sé á höttunum eftir spænska landsliðsmanninum Fernando Torres hjá Atletico Madrid, en talið er að hann myndi kosta enska liðið um 15 milljónir punda. Sport 23.10.2005 17:51 Jol í vandræðum með Keane Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, viðurkennir fúslega að það sé óréttlátt að maður eins og Robbie Keane skuli þurfa að sitja á varamannabekk liðsins leik eftir leik, en segir að í sínum augum sé hann hluti af byrjunarliði sínu. Sport 23.10.2005 17:51 Mark Gonzalez til Liverpool Liverpool hefur gengið frá kaupum á miðjumanninum Mark Gonzalez frá Chile, en hann er 21 árs og kemur frá spænska liðinu Albacete. Liverpool reyndi að kaupa hann í sumar, en ekkert varð af því eftir að félaginu mistókst að fá atvinnuleyfi fyrir hann. Það mun nú vera í vinnslu, þó þess verði nokkuð að bíða að hann gangi í raðir félagsins. Sport 23.10.2005 17:51 Cudicini vill framlengja Ítalski markvörðurinn Carlo Cudicini segist vilja framlengja samning sinn við Chelsea til ársins 2009, jafnvel þó hann hafi vermt varamannabekk liðsins allt frá því Petr Cech kom til Chelsea á sínum tíma. Sport 23.10.2005 17:51 Fjöldi leikja í UEFA bikarnum Margir leikir verða á dagskrá í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða í kvöld og nokkrir eru þegar hafnir. Kristinn Jakobsson dæmir leik CSKA Moskvu og Marseille, sem er nýhafinn og er í beinni útsendingu á Eurosport. Þá eru Gunnar Heiðar Þorvaldsson og félagar í eldlínunni, sem og nokkur ensk lið. Sport 23.10.2005 17:51 Christianval meiddur Hrakfallabálkurinn Philippe Christanval hjá Fulham verður frá í þrjár vikur vegna meiðsla á læri, sem hann varð fyrir eftir aðeins 35 mínútna leik með nýja liðinu sínu á mánudagskvöldið. Ferill Christanval hefur einkennst af miklum meiðslum, en engum dyljast hæfileikar þessa fyrrum landsliðsmanns Frakka. Sport 23.10.2005 17:51 Gunnar fékk úr litlu að moða Gunnar Heiðar Þorvaldsson sagði í samtali við Vísi nú áðan að hann hefði fengið úr litlu að moða í Evrópuleiknum gegn Hertha Berlin áðan, en lið hans Halmstad tapaði 1-0 á heimavelli fyrir þýska liðinu. Sport 23.10.2005 17:51 Laporta ætlar að ná í Henry Joan Laporta, forseti Barcelona, er sagður ætla að tryggja sér áframhaldandi setu í embætti með því að ná að lokka Thierry Henry til félagsins frá Arsenal, ef marka má frétt frá The Daily Star. Sú staðreynd að Henry hefur neitað að ræða nýjan samning við Arsenal, hefur nú ýtt frekar undir sögusagnir um að hann sé á förum frá félaginu. Sport 23.10.2005 17:51 Henry stendur við orð sín Franski sóknarmaðurinn Thierry Henry hjá Arsenal ætlar ekki að láta fjölmiðlafárið í kring um framtíð sína hjá félaginu hafa nein áhrif á sig og segir að hann muni ekki skoða nýjan samning fyrr en í sumar þegar tímabilinu lýkur. Sport 23.10.2005 17:51 Woodgate þakkaði sjúkraþjálfaranum Varnarmaðurinn Jonathan Woodgate fagnaði marki sínu fyrir Real Madrid í Meistaradeildinni í gær með því að stökkva í fangið á sjúkraþjálfaranum sínum sem stóð á hliðarlínunni og segir að hann sé maðurinn á bak við endurkomu sína úr meiðslum. Sport 23.10.2005 17:51 Tottenham fær ekki Ólympíuleikvang Vonir forráðamanna Tottenham Hotspur um að flytja heimavöll liðsins á frjálsíþróttaleikvanginn sem reistur verður fyrir Ólympíuleikana árið 2012 eru að engu orðnar, eftir að aðilar sem standa að byggingunni tilkynntu að leikvangurinn yrði áfram notaður undir frjálsar íþróttir eftir að leikunum líkur. Sport 23.10.2005 17:51 Giggs fer í aðgerð Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, þarf að fara í aðgerð vegna kinnbeinsbrotsins sem hann hlaut í leiknum gegn Lille í Meistaradeildinni á þriðjudaginn og óvíst er hversu lengi kappinn verður frá keppni í kjölfarið, en það verða væntanlega nokkrar vikur. Sport 23.10.2005 17:51 Fjöldi liða skoðar Gunnar í kvöld Útsendarar liða frá Englandi og Þýskalandi munu í kvöld fylgjast með Gunnari Heiðari Þorvaldssyni, markahæsta leikmanni sænsku deildarinnar, þegar lið hans Halmstad mætir Hertha Berlin í Evrópukeppninni. Birmingham og Everton eru á meðal áhugasamra liða samkvæmt fréttavef BBC. Sport 23.10.2005 17:51 Ronaldo handtekinn Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United hefur verið handtekinn og færður til yfirheyrslu vegna gruns um nauðgun. Forráðamenn Manchester United hafa enn ekki tjáð sig um málið, sem er í rannsókn. Sport 23.10.2005 17:50 Meistaradeildin á Sýn í kvöld Átta leikir eru á dagskrá í Meistaradeildinni í knattspyrnu í kvöld og aðalleikur kvöldsins á Sýn er viðureign Chelsea og Real Betis, síðar um kvöldið verður svo leikur Anderlecht og Liverpool á dagskrá, en sá leikur verður í beinni á Sýn Extra. Leikirnir hefjast klukkan 18:30, en þar á undan verður upphitun með Guðna Bergs. Sport 23.10.2005 17:50 Rosenborg er yfir gegn Real Madrid Nú er kominn hálfleikur í leikjunum átta í Meistaradeild Evrópu. Chelsea hefur örugga 2-0 forystu gegn Real Betis, þar sem Drogba og Carvalho skoruðu mörkin, en Real Madrid er undir 1-0 gegn Rosenborg á heimavelli. Sport 23.10.2005 17:50 Rio tippar á Tottenham Varnarmaðurinn Rio Ferdinand segir að kannski sé tími Tottenham kominn í ensku úrvalsdeildinni og bendir á að liðið virðist loksins að ná þeim stöðugleika sem það hafi skort á undanförnum árum. Manchester United og Tottenham mætast á Old Trafford um helgina. Sport 23.10.2005 17:50 Ballack lofar ákvörðun fyrir jól Miðjumaðurinn sterki, Michael Ballack hjá Bayern Munchen, hefur lofað félaginu að hann tilkynni ákvörðun um framtíð sína fyrir jól, en hann hefur mikið verið orðaður við Manchester United eftir að samningi hans hjá þýska liðinu lýkur. Sport 23.10.2005 17:50 Owen meiddur á læri Framherjinn Michael Owen hjá Newcastle er tæpur fyrir grannaslag Newcastle og Sunderland í ensku úrvalsdeildinni um helgina vegna meiðsla á læri sem hann hlaut í æfingaleik í fyrrakvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kappinn meiðist á læri, en Shola Ameobi mun líklega taka stöðu hans um helgina. Sport 23.10.2005 17:50 Ísland í 92. sæti á FIFA listanum Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á nýja styrkleikalistanum frá FIFA, sem gefinn var út í morgun. Brasilíumenn eru enn í efsta sæti listans en Hollendingar koma þar á eftir og Tékkar eru í þriðja sætinu. Svíar eru efstir Norðurlandaþjóðanna á listanum og sitja í fjórtánda sæti, einu sæti fyrir ofan Dani. Sport 23.10.2005 17:50 Kerr ósáttur við uppsögnina Brian Kerr, fráfarandi landsliðsþjálfari írska landsliðsins í knattspyrnu, sakar stjórn knattspyrnusambandsins um skammsýni eftir að honum var sagt upp störfum á dögunum og bendir á að uppsögn hans sé á skjön við stefnu sem sett hafi verið árið 2002. Sport 23.10.2005 17:50 Auðveldur sigur Chelsea Chelsea burstaði Real Betis 4-0 á heimavelli sínum í kvöld. Ricardo Carvalho, Didier Drogba, Hernan Crespo og Joe Cole skoruðu mörk enska liðsins. Real Madrid valtaði yfir Rosenborg 4-1, eftir að hafa verið undir 1-0 í hálfleik. Sport 23.10.2005 17:50 Reyes verður ekki lengi frá Spánverjinn Jose Antonio Reyes hjá Arsenal verður ekki eins lengi frá keppni og óttast var, eftir að hann meiddist í leiknum gegn Sparta Prag í fyrrakvöld. Talið var að hann yrði frá keppni í nokkrar vikur, en meiðslin eru ekki eins alvarleg og talið var. Hann verður þó tæplega með Arsenal gegn Manchester City á laugardaginn. Sport 23.10.2005 17:50 Cissé líklegur gegn Anderlecht Rafael Benitez segir vel koma til greina að nýta hungur franska framherjans Djibril Cissé með því að gefa honum tækifæri í byrjunarliðinu gegn Anderlecht í Meistaradeildinni annað kvöld, en liðin eigast við í G-riðli. Sport 23.10.2005 17:50 Essien sleppur Michael Essien, leikmaður Chelsea, sleppur við frekari refsingu frá enska knattspyrnusambandinu eftir að farið var yfir myndbandsupptökur af broti hans í leiknum gegn Bolton um helgina. Brot hans þótti ljótt og var hann talinn sleppa vel með gult spjald, en sambandinu þótti ekki fótur fyrir frekari aðgerðum í málinu. Sport 23.10.2005 17:50 « ‹ 285 286 287 288 289 290 291 292 293 … 334 ›
Enn ein meiðslin hjá Villa Wilfred Bouma, varnarmaður Aston Villa er meiddur á læri og verður frá í nokkrar vikur og eykur með því enn á meiðslavandann hjá mönnum David O´Leary, sem þegar hefur misst þá Jlloyd Samuel, Martin Laursen og Gary Cahill í erfið meiðsli. Sport 23.10.2005 17:51
Carroll klaufalegur Markvörðurinn Roy Carroll hjá West Ham verður líklega ekki á milli stanganna hjá liði sínu um helgina eftir að hafa meitt sig á hné á æfingu í dag. Meiðslin eru í hæsta máta neyðarleg, því markvörðurinn flæktist í marknetinu þegar hann var að safna saman boltum eftir æfinguna. Sport 23.10.2005 17:51
Richardson semur við United Kieran Richardson hélt upp á 21 árs afmæli sitt með því að skrifa undir nýjan samning við Manchester United og því er ljóst að hann verður hjá félaginu til ársins 2009. Sport 23.10.2005 17:51
Halmstad tapaði fyrir Hertha Gunnar Heiðar Þorvaldsson og félagar í sænska liðinu Halmstad, töpuðu 1-0 fyrir þýska liðinu Hertha Berlin í C-riðli Evrópukeppni félagsliða nú áðan. Það var Neuendorf sem skoraði mark þýska liðsins á 67. mínútu. Síðar í kvöld mætast Steua Búkarest og Lens í þessum sama riðli. Sport 23.10.2005 17:51
Middlesbrough sigraði Middlesbrough sigraði svissneska liðið Grasshoppers með einu marki gegn engu í fyrsta leik liðsins í riðlakeppni UEFA bikarsins í kvöld. Mark liðsins skoraði Jimmy Floyd Hasselbaink snemma leiks. Bolton varð hinsvegar að sætta sig við jafntefli 1-1 við Besiktas. Ailton skoraði fyrir Tyrkina, en Borgetti fyrir Bolton. Sport 23.10.2005 17:51
Torres orðaður við Arsenal Breska dagblaðið Daily Mirror greinir frá því í dag að Arsenal sé á höttunum eftir spænska landsliðsmanninum Fernando Torres hjá Atletico Madrid, en talið er að hann myndi kosta enska liðið um 15 milljónir punda. Sport 23.10.2005 17:51
Jol í vandræðum með Keane Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, viðurkennir fúslega að það sé óréttlátt að maður eins og Robbie Keane skuli þurfa að sitja á varamannabekk liðsins leik eftir leik, en segir að í sínum augum sé hann hluti af byrjunarliði sínu. Sport 23.10.2005 17:51
Mark Gonzalez til Liverpool Liverpool hefur gengið frá kaupum á miðjumanninum Mark Gonzalez frá Chile, en hann er 21 árs og kemur frá spænska liðinu Albacete. Liverpool reyndi að kaupa hann í sumar, en ekkert varð af því eftir að félaginu mistókst að fá atvinnuleyfi fyrir hann. Það mun nú vera í vinnslu, þó þess verði nokkuð að bíða að hann gangi í raðir félagsins. Sport 23.10.2005 17:51
Cudicini vill framlengja Ítalski markvörðurinn Carlo Cudicini segist vilja framlengja samning sinn við Chelsea til ársins 2009, jafnvel þó hann hafi vermt varamannabekk liðsins allt frá því Petr Cech kom til Chelsea á sínum tíma. Sport 23.10.2005 17:51
Fjöldi leikja í UEFA bikarnum Margir leikir verða á dagskrá í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða í kvöld og nokkrir eru þegar hafnir. Kristinn Jakobsson dæmir leik CSKA Moskvu og Marseille, sem er nýhafinn og er í beinni útsendingu á Eurosport. Þá eru Gunnar Heiðar Þorvaldsson og félagar í eldlínunni, sem og nokkur ensk lið. Sport 23.10.2005 17:51
Christianval meiddur Hrakfallabálkurinn Philippe Christanval hjá Fulham verður frá í þrjár vikur vegna meiðsla á læri, sem hann varð fyrir eftir aðeins 35 mínútna leik með nýja liðinu sínu á mánudagskvöldið. Ferill Christanval hefur einkennst af miklum meiðslum, en engum dyljast hæfileikar þessa fyrrum landsliðsmanns Frakka. Sport 23.10.2005 17:51
Gunnar fékk úr litlu að moða Gunnar Heiðar Þorvaldsson sagði í samtali við Vísi nú áðan að hann hefði fengið úr litlu að moða í Evrópuleiknum gegn Hertha Berlin áðan, en lið hans Halmstad tapaði 1-0 á heimavelli fyrir þýska liðinu. Sport 23.10.2005 17:51
Laporta ætlar að ná í Henry Joan Laporta, forseti Barcelona, er sagður ætla að tryggja sér áframhaldandi setu í embætti með því að ná að lokka Thierry Henry til félagsins frá Arsenal, ef marka má frétt frá The Daily Star. Sú staðreynd að Henry hefur neitað að ræða nýjan samning við Arsenal, hefur nú ýtt frekar undir sögusagnir um að hann sé á förum frá félaginu. Sport 23.10.2005 17:51
Henry stendur við orð sín Franski sóknarmaðurinn Thierry Henry hjá Arsenal ætlar ekki að láta fjölmiðlafárið í kring um framtíð sína hjá félaginu hafa nein áhrif á sig og segir að hann muni ekki skoða nýjan samning fyrr en í sumar þegar tímabilinu lýkur. Sport 23.10.2005 17:51
Woodgate þakkaði sjúkraþjálfaranum Varnarmaðurinn Jonathan Woodgate fagnaði marki sínu fyrir Real Madrid í Meistaradeildinni í gær með því að stökkva í fangið á sjúkraþjálfaranum sínum sem stóð á hliðarlínunni og segir að hann sé maðurinn á bak við endurkomu sína úr meiðslum. Sport 23.10.2005 17:51
Tottenham fær ekki Ólympíuleikvang Vonir forráðamanna Tottenham Hotspur um að flytja heimavöll liðsins á frjálsíþróttaleikvanginn sem reistur verður fyrir Ólympíuleikana árið 2012 eru að engu orðnar, eftir að aðilar sem standa að byggingunni tilkynntu að leikvangurinn yrði áfram notaður undir frjálsar íþróttir eftir að leikunum líkur. Sport 23.10.2005 17:51
Giggs fer í aðgerð Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, þarf að fara í aðgerð vegna kinnbeinsbrotsins sem hann hlaut í leiknum gegn Lille í Meistaradeildinni á þriðjudaginn og óvíst er hversu lengi kappinn verður frá keppni í kjölfarið, en það verða væntanlega nokkrar vikur. Sport 23.10.2005 17:51
Fjöldi liða skoðar Gunnar í kvöld Útsendarar liða frá Englandi og Þýskalandi munu í kvöld fylgjast með Gunnari Heiðari Þorvaldssyni, markahæsta leikmanni sænsku deildarinnar, þegar lið hans Halmstad mætir Hertha Berlin í Evrópukeppninni. Birmingham og Everton eru á meðal áhugasamra liða samkvæmt fréttavef BBC. Sport 23.10.2005 17:51
Ronaldo handtekinn Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United hefur verið handtekinn og færður til yfirheyrslu vegna gruns um nauðgun. Forráðamenn Manchester United hafa enn ekki tjáð sig um málið, sem er í rannsókn. Sport 23.10.2005 17:50
Meistaradeildin á Sýn í kvöld Átta leikir eru á dagskrá í Meistaradeildinni í knattspyrnu í kvöld og aðalleikur kvöldsins á Sýn er viðureign Chelsea og Real Betis, síðar um kvöldið verður svo leikur Anderlecht og Liverpool á dagskrá, en sá leikur verður í beinni á Sýn Extra. Leikirnir hefjast klukkan 18:30, en þar á undan verður upphitun með Guðna Bergs. Sport 23.10.2005 17:50
Rosenborg er yfir gegn Real Madrid Nú er kominn hálfleikur í leikjunum átta í Meistaradeild Evrópu. Chelsea hefur örugga 2-0 forystu gegn Real Betis, þar sem Drogba og Carvalho skoruðu mörkin, en Real Madrid er undir 1-0 gegn Rosenborg á heimavelli. Sport 23.10.2005 17:50
Rio tippar á Tottenham Varnarmaðurinn Rio Ferdinand segir að kannski sé tími Tottenham kominn í ensku úrvalsdeildinni og bendir á að liðið virðist loksins að ná þeim stöðugleika sem það hafi skort á undanförnum árum. Manchester United og Tottenham mætast á Old Trafford um helgina. Sport 23.10.2005 17:50
Ballack lofar ákvörðun fyrir jól Miðjumaðurinn sterki, Michael Ballack hjá Bayern Munchen, hefur lofað félaginu að hann tilkynni ákvörðun um framtíð sína fyrir jól, en hann hefur mikið verið orðaður við Manchester United eftir að samningi hans hjá þýska liðinu lýkur. Sport 23.10.2005 17:50
Owen meiddur á læri Framherjinn Michael Owen hjá Newcastle er tæpur fyrir grannaslag Newcastle og Sunderland í ensku úrvalsdeildinni um helgina vegna meiðsla á læri sem hann hlaut í æfingaleik í fyrrakvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kappinn meiðist á læri, en Shola Ameobi mun líklega taka stöðu hans um helgina. Sport 23.10.2005 17:50
Ísland í 92. sæti á FIFA listanum Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á nýja styrkleikalistanum frá FIFA, sem gefinn var út í morgun. Brasilíumenn eru enn í efsta sæti listans en Hollendingar koma þar á eftir og Tékkar eru í þriðja sætinu. Svíar eru efstir Norðurlandaþjóðanna á listanum og sitja í fjórtánda sæti, einu sæti fyrir ofan Dani. Sport 23.10.2005 17:50
Kerr ósáttur við uppsögnina Brian Kerr, fráfarandi landsliðsþjálfari írska landsliðsins í knattspyrnu, sakar stjórn knattspyrnusambandsins um skammsýni eftir að honum var sagt upp störfum á dögunum og bendir á að uppsögn hans sé á skjön við stefnu sem sett hafi verið árið 2002. Sport 23.10.2005 17:50
Auðveldur sigur Chelsea Chelsea burstaði Real Betis 4-0 á heimavelli sínum í kvöld. Ricardo Carvalho, Didier Drogba, Hernan Crespo og Joe Cole skoruðu mörk enska liðsins. Real Madrid valtaði yfir Rosenborg 4-1, eftir að hafa verið undir 1-0 í hálfleik. Sport 23.10.2005 17:50
Reyes verður ekki lengi frá Spánverjinn Jose Antonio Reyes hjá Arsenal verður ekki eins lengi frá keppni og óttast var, eftir að hann meiddist í leiknum gegn Sparta Prag í fyrrakvöld. Talið var að hann yrði frá keppni í nokkrar vikur, en meiðslin eru ekki eins alvarleg og talið var. Hann verður þó tæplega með Arsenal gegn Manchester City á laugardaginn. Sport 23.10.2005 17:50
Cissé líklegur gegn Anderlecht Rafael Benitez segir vel koma til greina að nýta hungur franska framherjans Djibril Cissé með því að gefa honum tækifæri í byrjunarliðinu gegn Anderlecht í Meistaradeildinni annað kvöld, en liðin eigast við í G-riðli. Sport 23.10.2005 17:50
Essien sleppur Michael Essien, leikmaður Chelsea, sleppur við frekari refsingu frá enska knattspyrnusambandinu eftir að farið var yfir myndbandsupptökur af broti hans í leiknum gegn Bolton um helgina. Brot hans þótti ljótt og var hann talinn sleppa vel með gult spjald, en sambandinu þótti ekki fótur fyrir frekari aðgerðum í málinu. Sport 23.10.2005 17:50