Ástin á götunni

Fréttamynd

Slag Liverpool-liðanna frestað

Þeim sem vildu að Liverpool og Everton drægjust saman í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu varð ekki að ósk sinni þó svo að möguleikinn hafi vissulega verið fyrir hendi. Þess í stað fékk Everton það erfiða verkefni að mæta spænska liðinu Villareal og Liverpool mætir sigurvegaranum úr viðureignum Tirana KF og CSKA Sofia.

Sport
Fréttamynd

Liverpool-liðin mætast ekki

Liverpool-liðin, Liverpool og Everton, mætast ekki í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í dag. Vinni Liverpool Kaunas frá Litháen mætir liðið sigurvegurum úr leik Tirana og CSKA Sofia en Everton mætir spænska liðinu Villarreal. Manchester United er líklega á leiðinni til Ungverjalands.

Sport
Fréttamynd

Baptista til Real

Brasilíski sóknarmiðjumaðurinn Julio Baptista, er genginn til liðs við Real Madrid frá Sevilla. Fyrr í dag samþykkti Sevilla 13,8 milljóna punda tilboð Real í leikmanninn. Þar með er sögunni endalusu um framtíð Baptista lokið en lengi vel leit allt útlit fyrir það að leikmaðurinn væri á leið til ensku bikarmeistaranna í Arsenal 

Sport
Fréttamynd

Keflavík dróst gegn þýsku liði

Keflavík mætir þýska liðinu Mainz í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarsins en dregið var nú rétt áðan. Keflavík átti möguleika á að mæta sænska liðinu Djurgårdens IF eða dönsku liðunum Esbjerg fB eða FC København en er þess í stað á leiðinni til Þýskalands.

Sport
Fréttamynd

Baros vill til Schalke

Milan Baros hefur að undanförnu verið orðaður við för frá Liverpool en tilboðum í leikmanninn hingað til hefur verið neitað.

Sport
Fréttamynd

Keflavík áfram

Keflvíkingar sigruðu Etzella frá Lúxemburg 2-0 í kvöld á Laugardalsvelli í fyrstu umferð forkeppni UEFA keppninnar og eru þar með komir áfram. Hörður Sveinsson gerði fyrra markið en hann gerði einnig öll fjögur mörk Keflvíkinga í fyrri leiknum sem Suðurnesjamenn sigruðu 4-0. Seinna mark Keflavíkur gerði Gunnar Hilmar Kristinsson.

Sport
Fréttamynd

Mótlæti hjá ÍBV í Færeyjum

Eyjamenn eru úr leik eftir 2-1 tap fyrir færeyska liðinu B36 í Þórshöfn í gær en liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum. Ísland tapaði því fyrstu viðureign sinni gegn Færeyjum í Evrópukeppni félagsliða en Ísland hefur aldrei tapað fyrir Færeyjum í A-landsleik.

Sport
Fréttamynd

Saviola vill svör

Javier Saviola, argentínski sóknarmaðurinn sem er til mála hjá Barcelona sem vill ekkert með hann hafa, vill fá skorið úr um hvort framtíð hans liggi hjá félaginu.

Sport
Fréttamynd

Ballack kóngurinn í Þýskalandi

Þýskir íþróttafréttamenn völdu í gær knattspyrnumann ársins í Þýskalandi. Michael Ballack, miðjumaður Bayern Munchen, varð fyrir valinu en hann fékk alls 516 atkvæði. Hann hlaut yfirburðarkosningu því sá sem var á eftir honum fékk 103 atkvæði, það var Lukas Podolski sóknarmaður hjá Köln.

Sport
Fréttamynd

Baros til Schalke?

Þýska liðið Schalke hefur bæst í hóp þeirra liða sem vilja fá sóknarmanninn Milan Baros frá Liverpool og viðræður milli félagana tveggja eru komnar í gang. Schalke hefur nýlega selt sinn helsta sóknarmann, brasilíumanninn Ailton, til Besiktas og hugsa Baros sem eftirmann hans

Sport
Fréttamynd

Leikir í Evrópukeppni í kvöld

ÍBV og Keflavík eiga bæði leik í kvöld í 1. umferð forkeppni UEFA keppninnar knattspyrnu. ÍBV keppir við B36 í Færeyjum en fyrri leikur liðanna lauk með jafntefli 1-1 í Vestmannaeyjum. Keflavík keppir við Etzella frá Lúxemborg á Laugardalsvelli en Keflavík vann fyrri leikinn 4-0 ytra og gerði Hörður Sveinsson öll mörk Keflvíkinga.

Sport
Fréttamynd

ÍBV er úr leik

ÍBV tapaði fyrir B36 frá Færeyjum 2-1 ytra í kvöld í fyrstu umferð forkeppni UEFA keppninnar í knatttspyrnu. Ian Jeffs gerði mark Eyjamanna, en hann jafnaði leikinn í 1-1. Skömmu síðar fengu bæði hann og Pétur Óskar Sigurðsson að líta rauða spjaldið. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni þar sem færeyskt lið fer áfram í Evrópukeppni.

Sport
Fréttamynd

Strachan eyðilagður eftir risatap

Celtic beið afhroð í leik sínum gegn Artmedia frá Slóvakíu í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og tapaði 5-0. Flestir bjuggust við tiltölulega auðveldum sigri Celtic í leiknum og eru úrslitin einhver þau óvæntustu í sögu forkeppni Meistaradeildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Ljungberg framlengir

Freddy Ljungberg, leikmaður Arsenal skrifaði undir þriggja ára framlengingu á samningi sínum við Arsenal í dag. Ljungberg sem er 28 ára hefur nú þegar verið hjá Arsenal í sjö ár og ef hann klárar samning sinn verður hann hjá bikarmeisturnum til ársins 2009.

Sport
Fréttamynd

Það er erfitt að eyða

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir það vera erfiðasta starf í heimi að þurfa að eyða pening frá Roman Abramovich í nýja leikmenn.

Sport
Fréttamynd

Landsbankadeildin tekin út í kvöld

Klukkan 20:30 í kvöld verður klukkustundarlangur þáttur á Sýn þar sem fjallað verður um Landsbankadeildina í knattspyrnu. Fjallað verður um umferðir 7-12, rætt við þjálfara, leikmenn og bestu stuðningsmennina.

Sport
Fréttamynd

Vilja reka Strachan

Stuðningsmenn skoska knattspyrnuliðsins Glasgow Celtic heimta að nýi knattspyrnustjórinn Gordon Strachan verði rekinn. Strachan stýrði Celtic í fyrsta alvöru keppnisleiknum í gærkvöldi en þá tapaði Celtic 5-0 fyrir Artmedia Petrzalka frá Slóvakíu í forkeppni meistaradeildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Lyn býður í Garðar Jóhannson

Norska úrvalsdeildarliðið Lyn hefur sent KR-ingum tilboð í sóknarmanninn Garðar Jóhannsson.  Garðar fór til Noregs fyrr í þessari viku og náði að heilla forystumenn norska liðsins. 

Sport
Fréttamynd

Lyon - Auxerre 4-1

Lyon sigraði Auxerre í gærkvöldi 4-1 í árlegum leik deildar- og bikarmeistaranna í franska fótboltanum. Norðmaðurinn John Carew skoraði þrjú marka Lyon en liðinu stýrir núna Gerard Houllier fyrrverandi knattspyrnustjóri Liverpool.

Sport
Fréttamynd

Hefur verið orðaður við Stoke

Indriði Sigurðsson hefur verið sterklega orðaður við Stoke City að undanförnu en hefur samt ekki hugmynd um hvort Stoke vilji sig. Fréttablaðið heyrði í honum í gær til þess að kanna stöðu mála.

Sport
Fréttamynd

Mutu skoraði

Rúmenski landsliðsmaðurinn Adrian Mutu skoraði í fyrrakvöld sitt fyrsta mark fyrir Juventus sem sigraði Cesena naumlega í æfingaleik 1-0. Mutu skoraði sigurmarkið á 88.mínútu í leik sem fer ekki í sögubækurnar að öðru leyti. Mutu kom til Juventus í janúar á frjálsri sölu eftir að hafa afplánað leikbann vegna lyfjamisnotkunar.

Sport
Fréttamynd

Lyon reynir að halda í Essien

Franska liðið Lyon ætlar að gera allt sem það getur til að halda Michael Essien innan sinna raða.Viðræður við Chelsea um leikmanninn standa nú yfir og má fastlega búast við því að ensku meistararnir muni greiða það fyrir hann sem Lyon vill fá.

Sport
Fréttamynd

Djurgarden tapaði fyrir Landskrona

Efsta liðið í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, Djurgarden, tapaðí í gærkvöldi á heimavelli fyrir Landskrona 0-1. Kári Árnason var í liði Djurgarden sem er með 30 stig í deildinni, þremur meira en Helsingborg sem er í öðru sæti.

Sport
Fréttamynd

Schalke sigraði Werder Bremen

Schalke sigraði Werder Bremen í undanúrslitum í þýsku deildabikarkeppninni 2-1 í kvöld að viðstöddum tæplega 60 þúsund áhorfendum á heimavelli sínum. Mörk Schalke gerðu Ebbe Sand og Zlata Bajramovic en mark Werder Bremen gerði Valdez. Schalke mætir Stuttgart í úrslitum deildabikarsins á laugardaginn.

Sport
Fréttamynd

Janft í Akureyrarslagnum

Þór og KA gerðu 2-2 jafntefli í fyrstu deild karla í kvöld. Jóhann Helgason og Pálmi Rafn Pálmason gerðu mörk KA manna en þeir Dragan Stojanovic og Ibra Jagne gerðu mörk Þórs.  KS og HK gerðu markalaust jafntefli á Siglufirði og þá sigraði Völsungur lið Hauka 1-0 með marki Hermanns Aðalgeirssonar.

Sport
Fréttamynd

Keflavík jafnaði Evrópumet Skagans

Keflavík komst í gær áfram í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða með 2-0 sigri á Etzella frá Lúxemborg og jafnaði um leið Evrópumet Skagans frá 1995 með því að vinna samanlagt með sex marka mun.

Sport
Fréttamynd

Keane spilaði einn hálfleik

Roy Keane, fyrirliði Man. Utd, spilaði í 45 mínútur með C-liði liðsins í æfingaleik gegn utanddeildarliðinu Rossendale í gær, þrátt fyrir að vera sagður meiddur og þess vegna ófær um að fylgja aðalliðinu í æfingaferð til Asíu.

Sport
Fréttamynd

Woodgate meiddur enn og aftur

Það á ekki af varnarmanninum Jonathan Woodgate að ganga. Nú hefur hann enn einu orðið fyrir meiðslum og er líklegur til að missa af fyrstu vikum komandi keppnistímabils á Spáni.

Sport
Fréttamynd

Kristinn dæmir í Meistaradeildinni

Knattspyrnudómarinn Kristinn Jakobsson dæmir í kvöld leik í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn er heimaleikur albanska liðsins KF Tirana og CSKA Sofia frá Búlgaríu og hefst hann kl. 18:30 að íslenskum tíma. Aðstoðardómarar í leiknum verða Pjetur Sigurðsson og Sigurður Óli Þorleifson. Eigill Már Markússon er eftirlitsdómari.

Sport
Fréttamynd

Baptista ekki til Arsenal

Sókanarmiðjumaður spænska liðsins Sevilla, Julio Baptista hefur engan áhuga á að að ganga til liðs við enska liðið Arsenal. Baptista, sem er brasilískur vill vera kyrr á Spáni og fá spænskt vegabréf. Arsene Wenger, knattspyrnusjóri Arsenal er hins vegar sagður ekki vera búinn að gefa upp alla von.

Sport