Ástin á götunni

Fréttamynd

Heiðar kom inn á hjá Fulham

Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn með Charlton sem sigraði nýliða Wigan 1-0 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Charlton hefur þar með unnið báða fyrstu leiki sína í deildinni á tímabilinu. Heiðar Helguson kom inn á sem varamaður í liði Fulham sem tapaði 2-1 fyrir Blackburn.

Sport
Fréttamynd

Notts County gerði jafntefli

Notts County, lið Guðjóns Þórðarsonar í ensku 3. deildinni gerði 1-1 jafntefli við Stockport í dag. Mark County var sjálfsmark og kom strákunum hans Guðjóns yfir í leiknum á 14. mínútu en heimamenn jöfnuðu á 35. mínútu. Notts County er í 5. sæti deildarinnar með 8 stig eftir 4 umferðir og hefur ekki enn tapaði leik.

Sport
Fréttamynd

Stjarnan á toppinn í 2. deild

Stjarnan laumaði sér á topp 2. deildar karla í fótbolta í dag þegar Garðabæjarliðið sótti 3-5 útisigur til Seyðisfjarðar gegn Hugin. Stjarnan er nú komin í 30 stig með tveggja stiga forskot á Leikni sem reyndar á leik til góða gegn botnliði Leiftri/Dalvík í dag kl. 16.

Sport
Fréttamynd

Lundúnaslagur á Brúnni í dag

Fyrsti risaslagur ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili fer fram í dag en þá mætast Lundúnaliðin Chelsea og Arsenal. Liðin mættust fyrir tveimur vikum síðan í leiknum um Samfélagsskjöldinn en þá var það Didier Drogba sem stal senunni og skoraði bæði mörk Chelsea sem hrósaði sigri í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Gylfi í byrjunarliði Leeds

Hermann Hreiðarsson er að vanda í byrjunarliði Charlton sem mætir Wigan í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en leikir dagsins á Englandi hefjast kl 14. Þá er Heiðar Helguson á varamannabekk Fulham sem heimsækir Blackburn. Þá vekur athygli að Gylfi Einarsson er í byrjunarliði Leeds sem mætir Wolves í ensku 1. deildinni.

Sport
Fréttamynd

Fylkir efstur í A-riðli 1. deildar

Fylkir tryggði sér í gærkvöldi sigur í A-riðli 1. deildar kvenna þegar liðið sigraði Þrótt 4-0. Fylkir fékk 28 stig en Haukar sem mæta Víði í dag eru í öðru sæti með 23 stig og geta ekki náð Fylki að stigum. Í B-riðli hefur sameiginlegt lið Þórs, KA og KS fyrir löngu tryggt sér sigur. Liðið hefur unnið alla 11 leiki sína og spilar á morgun síðasta leik sinn í riðlinum við Sindra.

Sport
Fréttamynd

Sofia sektað fyrir Cisse-atvikið

Búlgarska knattspyrnufélagið CSKA Sofia hefur verið sektað um 19.500 evrur vegna kynþáttaeineltis sem sóknarmaður Liverpool, Djibril Cisse varð fyrir í leik liðanna á dögunum. Sektin jafngildir um einni og hálfri milljón íslenskra króna.

Sport
Fréttamynd

Markalaust í hálfleik hjá Man Utd

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik í viðureign Manchester United og Aston Villa sem nú stendur yfir á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hálfleikur stendur nú yfir og staðan því 0-0 en leikurinn hófst kl. 11:45.

Sport
Fréttamynd

Tindastóll lagði Fjarðabyggð

Í 2. deild karla í knattspyrnu sigraði Tindastóll Fjarðbyggð 1-0. Tindastóll komst þar með í sjöunda sætið, er með 15 stig en Fjarðabyggð er í 4. sæti með 23 stig.

Sport
Fréttamynd

Íslendingarnir í ensku 1.deildinni

Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði jöfnunarmark Leicester sem gerði 2-2 jafntefli við Crewe í ensku 1. deildinni í fótbolta í dag. Mark Jóhannesar kom úr vítaspyrnu á 60. mínútu en hann lék allan leikinn. Gylfi Einarsson lék allan leikinn í liði Leeds sem sigraði Wolves 2-0.

Sport
Fréttamynd

Liverpool lagði Sunderland

Xabi Alonso tryggði Liverpool 1-0 sigur á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en leikurinn hófst 15 mínútum seinna en aðrir leikir. Liverpool er þar með komið með 4 stig í deildinni en liðið gerði markalaust jafntefli við Middlesbrogh í 1. umferðinni um síðustu helgi.

Sport
Fréttamynd

Jafnt á Ásvöllum

Haukar og Víkingur Ólafsvík gerðu 2-2 jafntefli á Ásvöllum í Hafnarfirði í fyrstu deild karla í kvöld.  Kristján Ómar Björnsson og Hilmar Rafn Emilsson gerðu mörk Hauka en mörk Ólafsvíkinga gerðu þeir Alexander Linta úr víti og Hermann Geir Þórisson.

Sport
Fréttamynd

Jol hefur augastað á Kuyt

Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur mikinn augastað á landa sínum Dirk Kuyt hjá Feyenoord í Hollandi, en hann er að leita sér að sterkum framherja í stað Fredi Kanoute sem seldur var til Sevilla á Spáni í vikunni.

Sport
Fréttamynd

Houllier vill Baros, ekki Cisse

Gerard Houllier, knattspyrnustjóri Lyon í Frakklandi er sagður hafa gert 8,5 milljón punda tilboð í framherjann Milan Baros hjá Liverpool og hefur játað áhuga sinn á að fá leikmanninn til liðs við frönsku meistarana.

Sport
Fréttamynd

Þeir ættu að reka Eriksson

Fyrrum landsliðsmaðurinn Mick Channon segir að enska knattspyrnusambandið ætti að sjá sóma sinn í að reka landsliðsþjálfara sinn Sven-Göran Eriksson, eftir útreiðina sem liðið fékk á Parken í Kaupmannahöfn í 4-1 tapinu í vikunni.

Sport
Fréttamynd

Luque ekki til Newcastle

Graeme Souness, knattspyrnustjóri Newcastle hefur viðurkennt að félaginu hafi enn á ný mistekist að klófesta sterkan sóknarmann og sá nýjasti er Alberto Luque hjá Deportivo la Corunia á Spáni.

Sport
Fréttamynd

Carvalho biður Mourinho afsökunar

Ricardo Carvalho varnarmaður Chelsea hefur beðið Jose Mourinho afsökunar á ummælum sínum eftir leikinn gegn Wigan í úrvalsdeildinni um helgina. Þrátt fyrir afsökunarbeiðnina er reiknað með því að hann verði sektaður um tveggja vikna laun.

Sport
Fréttamynd

Carvalho þarf í greindarpróf

Jose Mourinho brást ókvæða við ummælum Ricardo Carvalho nýverið, þar sem hann gagnrýndi ákvarðanir þjálfarans að hafa sig á varamannabekk Chelsea um síðustu helgi.

Sport
Fréttamynd

Sá besti sem við gátum fengið

Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea segir að miðjumaðurinn Michael Essien fullkomni Chelsea liðið og hann sé besti leikmaður í sinni stöðu sem hægt hafi verið að fá. Essien er 22 ára og kostaði Chelsea 24,4 milljónir punda sem er félagsmet.

Sport
Fréttamynd

Heiðar verður að vera þolinmóður

Chris Coleman, knattspyrnustjóri Fulham, gaf það í skyn í viðtali í morgun að Heiðar Helguson gæti þurft að vera þolinmóður á að fá tækifæri í byrjunarliði Fulham, því hann segist nokkuð ánægður með framherja sína.

Sport
Fréttamynd

Toppslagur í 1.deild

KA og Víkingur mætast í 1.deild karla í kvöld. Víkingur er í öðru sæti á eftir Breiðablik en KA er í því þriðja sæti tveimur stigum á eftir Víking. Úrslit leiksins munu því líklega hafa mikil áhrif á það hvað lið kemst í úrvalsdeildina í haust. Þá munu Fjölnismenn taka á móti HK í botnslag í Grafarvogi og Völsungar fá Þórsara...

Sport
Fréttamynd

Eriksson aðvarar leikmenn sína

Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands, hefur varað leikmenn sína við því að ef þeir spila einhverntímann aftur eins og í síðari hálfleiknum gegn Dönum í gærkvöldi, geti þeir gleymt því að komast á HM næsta sumar.

Sport
Fréttamynd

Wembley á áætlun

Þrátt fyrir áhyggjur breskra fjölmiðla undanfarið, virðist sem  nýji Wembley-völlurinn í Lundúnum verði tilbúinn til notkunar fyrir úrslitaleikinn í FA bikarnum í vor.

Sport
Fréttamynd

Denilson til Vestel Manisaspor

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Denilson sem eitt sinn var álitinn einn efnilegasti leikmaður heims er genginn til liðs við nýliða Vestel Manisaspor, í tyrknesku úrvalsdeildinni að láni frá spænska liðinu Real Betis. Denilson gekk til liðs við Betis eftir heimsmeistarakeppnina 1998 en aldrei staðið undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar.

Sport
Fréttamynd

Morrison til Norwich

Sóknarmaðurinn Clinton Morrison er genginn til liðs við Norwich í Championship deildinni frá úrvalsdeildarliði Birmingham fyrir 2 milljónir punda. Morrison taldi sig ekki fá sanngjarna meðferð frá Steve Bruce, knattspyrnustjóra Birmingham og bað um sölu.

Sport
Fréttamynd

Owen á leið til Liverpool?

Breskir fjölmiðlar kepptust um það í morgun að greina frá því að Michael Owen væri á leið aftur til Liverpool eftir allt saman.

Sport
Fréttamynd

Pearce stendur með sínum manni

Stuart Pearce, knattspyrnustjóri Man. City, hefur komið markverði sínum David James til varnar, en hann átti hörmulegan leik með Englandi gegn Dönum í gær og hefur þurft að þola mikil skítköst frá breskum fjölmiðlum.

Sport
Fréttamynd

Stærsti ósigur Breta í 25 ár

Sven Göran Eriksson landsliðsþjálfari Englands var æfur út í sína menn og vandaði þeim ekki kveðjurnar á Sky sjónvarpstðinni í gærkvöld eftir 4 - 1  tap enskra fyrir Dönum á Parken í Kaupmannahöfn. Danir léku Englendinga grátt í síðari hálfleik og það tók þá aðeins sjö mínútur að skora þrjú mörk.

Sport
Fréttamynd

Vináttulandsleikir í gær

Fjölmargir vináttulandsleikir fóru fram í gær. Króatar og Brasilíumenn gerðu jafntefli 1 - 1  í Split , Svíar lögðu Tékka 2 - 1. Holland og Þýskaland gerðu jafntefli 2 - 2 í Hollandi en heimamenn komust í 2 - 0.

Sport
Fréttamynd

Nakata hæstánægður

Hidetoshi Nakata er genginn til liðs við Bolton frá Fiorentina á eins árs lánssamningi. Hann er viss um að enska úrvalsdeildin hennti honum vel en hann hefur leikið í sjö ár í efstu deild á Ítalíu.

Sport