Ástin á götunni Newcastle á eftir Owen Komið hefur upp úr krafsinu að enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle Utd þykir líklegast til þess að hreppa landsliðsmanninn Michael Owen hjá Real Madrid. Hefur Manchester United oftast verið nefnt í því samhengi en BBC hefur öruggar heimildir fyrir því að Man Utd hafi ekki falast eftir Owen. Sport 13.10.2005 19:37 Andy Johnson áfram hjá Palace <div class="Text194214">Markamaskínan, Andy Johnson, verður áfram í herbúðum Crystal Palace þrátt fyrir að liðið hafi fallið í B deild í vor. Johnson, sem var næstmarkahæsti leikmaður Úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð skrifaði undir fimm ára samning við Palace í gær. Þar með lýkur vangaveltunum um framtíð hans í bili að minnsta kosti.</div> Sport 13.10.2005 19:37 Liverpool lánar Le Tallec Franski sóknarmaðurinn Anthony Le Tallec sem verið hefur hjá Liverpool í á þriðja ár hefur gengið til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Sunderland á árslöngum lánssamningi. Le Tallec er tvítugur og var keyptur til félagsins ásamt Florent Sinama-Pongolle í stjóratíð Gerard Houllier. Sport 13.10.2005 19:37 Leikið við Kólumbíu í ágúst Íslenska landsliðið í knatttspyrnu mætir Kólumbíu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli þann 17 ágúst n.k. Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, landsliðsþjálfarar hafa valið hópinn sem mætir Suður Ameríkumönnunum. Sport 13.10.2005 19:37 Helsingborg - Djurgarden Heilsingborg sigraði Djurgarden með tveimur mörkum gegn engu í uppgjöri efstu liðanna í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Kári Árnason var í byrjunarliði Djurgarden, en var tekinn af velli þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Sport 13.10.2005 19:37 Chelsea - AC Milan Í gærkvöldi áttust við Chelsea og AC Milan. Didier Drogba kom Chelsea yfir en Portúgalinn snjalli Rui Costa jafnaði metin á 79. mín. Lokastaðan því 1-1. Eiður Smári var í byrjunarliði Chelsea en var tekinn útaf um miðjan seinni hálfleik. Sport 13.10.2005 19:36 Góð byrjun hjá Glasgow Rangers Glasgow Rangers byrjuðu vel í skoska fótboltanum í gær. Þeir unnu Livingstone sannfærandi 3-0. Dado Prso skoraði fyrsta markið á 23 mín. Hinn nýi leikmaður Rangers Pierre-FanFan bætti við öðru marki á 53. mín. Það var svo Daninn Peter Lovendkrands sem innsiglaði góðan sigur Rangers manna. Rétt rúmlega 50 þús manns sáu leikinn á Ibrox. Sport 13.10.2005 19:36 Start enn efst í norska boltanum Start frá Noregi sem Jóhannes Harðarson leikur með, er enn efst í norska fótboltanum. Start sigraði Molde 1-0 en Jóhannes var varamaður í leiknum og fékk ekki að spreyta sig. Start er með 33 stig. Sport 13.10.2005 19:36 Owen til United? Michael Owen, leikmaður Real Madrid gæti verið á leiðinni, til Manchester United eftir að Madrídarliðið keyti brasilísku framherjana Baptista og Robinho. Kaupverðið á Owen er talið vera um 12 milljónir punda. Glazer feðgar hafa fulllvissað stjórnarformann United, David Gill að nægt fjármagn sé til staðar til að styrkja liðið. Sport 13.10.2005 19:36 Walter Samuel til Inter Argentínski varnarmaðurinn Walter Samuel, er genginn til liðs við ítölsku bikarmeistaranna í Inter Milan frá spænska risanum Real Madrid. Samuel er 27 ára gamall og lék afleitlega með Real á síðustu leiktíð. Sport 13.10.2005 19:36 Start áfram á toppnum Start í Kristiansand sigraði Molde 1-0 í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og heldur þriggja stiga forystu í deildinni. Skagamaðurinn, Jóhannes Harðarson var varamaður í liði Start, en kom ekki við sögu í leiknum. Sport 13.10.2005 19:36 Arsenal vann Amsterdam mótið Arsenal sigraði á Amsterdam-mótinu í knattspyrnu í dag, þegar liðið lagði Porto frá Portúgal 2-1 í úrslitaleik. Svíinn Fredrik Ljungberg , sem nýlega skrifaði undir fjögurra ára framlengingu á samningi sínum við liðið, kom inn á sem varamaður í síðari hálfleiks og skoraði bæði mörk Arsenal. Sport 13.10.2005 19:36 Sigur hjá Räikkönen Finnski ökuþórinn Kimi Räikkönen á McLaren vann sigur í Ungverjalandskappakstrinum í Formúlu eitt í dag. Í öðru sæti varð heimsmeistarinn Michael Schumacher á Ferrari og bróðir hans Ralf varð þriðji á Toyota. Efsti maður stigakeppninnar, Spánverjinn Fernando Alonso á Renault, varð í 11. sæti og lauk keppni án stiga. Sport 13.10.2005 19:36 Sögunni endalausu að ljúka? Sögunni endalausu um hvort Brasilíumaðurinn Robinho gangi til liðs við Real Madrid virðist nú loks að ljúka. Á vefsíðu Real segir að að Robinho muni ganga til liðs við hið stjörnuprýdda lið þeirra þann 25. ágúst. Það er vegna þess að lið hans Santos vill að hann spili tvo leiki til að geta hvatt aðdáendur sína í Brasilíu. Sport 13.10.2005 19:36 Rooney gerði tvö í sigri Wayne Rooney gerði bæði mörk Manchester United sem sigraði Urawa Red Diamonds 2-0 í Japan í morgun. Þar með er Asíutúr Manchester United lokið. Næsti æfingaleikur United er gegn belgíska liðinu Antwerpen á miðvikudag. Sport 13.10.2005 19:36 Baptista til Real Brasilíski sóknarmiðjumaðurinn Julio Baptista, er genginn til liðs við Real Madrid frá Sevilla. Fyrr í dag samþykkti Sevilla 13,8 milljóna punda tilboð Real í leikmanninn. Þar með er sögunni endalusu um framtíð Baptista lokið en lengi vel leit allt útlit fyrir það að leikmaðurinn væri á leið til ensku bikarmeistaranna í Arsenal Sport 13.10.2005 19:36 Keflavík dróst gegn þýsku liði Keflavík mætir þýska liðinu Mainz í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarsins en dregið var nú rétt áðan. Keflavík átti möguleika á að mæta sænska liðinu Djurgårdens IF eða dönsku liðunum Esbjerg fB eða FC København en er þess í stað á leiðinni til Þýskalands. Sport 13.10.2005 19:36 Baros vill til Schalke Milan Baros hefur að undanförnu verið orðaður við för frá Liverpool en tilboðum í leikmanninn hingað til hefur verið neitað. Sport 13.10.2005 19:36 Hislop aftur til West Ham Shaka Hislop, sem staðið hefur á milli stanganna hjá Portsmouth undanfarin ár, er kominn aftur til West Ham og verður að öllum líkindum varamarkvörður hjá félaginu fyrir Roy Carroll. Sport 13.10.2005 19:36 Baros er alltof dýr fyrir Schalke Milan Baros er ekki á leiðinni til þýska liðsins Schalke 04 eins og allt stefndi í þar sem Þjóðverjunum þykir verðmiði Liverpool á tékkneska framherjanum vera alltof hár. Evrópumeistarar Liverpool vilja fá 7 milljónir punda eða um 800 milljónir íslenskra króna fyrir Baros. Sport 13.10.2005 19:36 Góð innkoma hjá Eiði Smára Eiður Smári Guðjohnson byrjaði á varamannabekknum en átti fína innkomu þegar Chelsea sigraði bandaríska liðið DC United í æfingaleik í Bandaríkjunum í fyrrinótt, 2-1. Eiður kom inn á þegar rúmur hálftími var eftir af leiknum og samkvæmt leikskýrslu á opinberri heimasíðu Chelsea batnaði leikur ensku meistarana til mikilla muna með innkomu Eiðs. Sport 13.10.2005 19:36 Slag Liverpool-liðanna frestað Þeim sem vildu að Liverpool og Everton drægjust saman í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu varð ekki að ósk sinni þó svo að möguleikinn hafi vissulega verið fyrir hendi. Þess í stað fékk Everton það erfiða verkefni að mæta spænska liðinu Villareal og Liverpool mætir sigurvegaranum úr viðureignum Tirana KF og CSKA Sofia. Sport 13.10.2005 19:36 Liverpool-liðin mætast ekki Liverpool-liðin, Liverpool og Everton, mætast ekki í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í dag. Vinni Liverpool Kaunas frá Litháen mætir liðið sigurvegurum úr leik Tirana og CSKA Sofia en Everton mætir spænska liðinu Villarreal. Manchester United er líklega á leiðinni til Ungverjalands. Sport 13.10.2005 19:36 Það er erfitt að eyða Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir það vera erfiðasta starf í heimi að þurfa að eyða pening frá Roman Abramovich í nýja leikmenn. Sport 13.10.2005 19:35 Mutu skoraði Rúmenski landsliðsmaðurinn Adrian Mutu skoraði í fyrrakvöld sitt fyrsta mark fyrir Juventus sem sigraði Cesena naumlega í æfingaleik 1-0. Mutu skoraði sigurmarkið á 88.mínútu í leik sem fer ekki í sögubækurnar að öðru leyti. Mutu kom til Juventus í janúar á frjálsri sölu eftir að hafa afplánað leikbann vegna lyfjamisnotkunar. Sport 13.10.2005 19:35 Lyon reynir að halda í Essien Franska liðið Lyon ætlar að gera allt sem það getur til að halda Michael Essien innan sinna raða.Viðræður við Chelsea um leikmanninn standa nú yfir og má fastlega búast við því að ensku meistararnir muni greiða það fyrir hann sem Lyon vill fá. Sport 13.10.2005 19:35 Djurgarden tapaði fyrir Landskrona Efsta liðið í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, Djurgarden, tapaðí í gærkvöldi á heimavelli fyrir Landskrona 0-1. Kári Árnason var í liði Djurgarden sem er með 30 stig í deildinni, þremur meira en Helsingborg sem er í öðru sæti. Sport 13.10.2005 19:35 Schalke sigraði Werder Bremen Schalke sigraði Werder Bremen í undanúrslitum í þýsku deildabikarkeppninni 2-1 í kvöld að viðstöddum tæplega 60 þúsund áhorfendum á heimavelli sínum. Mörk Schalke gerðu Ebbe Sand og Zlata Bajramovic en mark Werder Bremen gerði Valdez. Schalke mætir Stuttgart í úrslitum deildabikarsins á laugardaginn. Sport 13.10.2005 19:35 Janft í Akureyrarslagnum Þór og KA gerðu 2-2 jafntefli í fyrstu deild karla í kvöld. Jóhann Helgason og Pálmi Rafn Pálmason gerðu mörk KA manna en þeir Dragan Stojanovic og Ibra Jagne gerðu mörk Þórs. KS og HK gerðu markalaust jafntefli á Siglufirði og þá sigraði Völsungur lið Hauka 1-0 með marki Hermanns Aðalgeirssonar. Sport 13.10.2005 19:35 Keflavík jafnaði Evrópumet Skagans Keflavík komst í gær áfram í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða með 2-0 sigri á Etzella frá Lúxemborg og jafnaði um leið Evrópumet Skagans frá 1995 með því að vinna samanlagt með sex marka mun. Sport 13.10.2005 19:35 « ‹ 320 321 322 323 324 325 326 327 328 … 334 ›
Newcastle á eftir Owen Komið hefur upp úr krafsinu að enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle Utd þykir líklegast til þess að hreppa landsliðsmanninn Michael Owen hjá Real Madrid. Hefur Manchester United oftast verið nefnt í því samhengi en BBC hefur öruggar heimildir fyrir því að Man Utd hafi ekki falast eftir Owen. Sport 13.10.2005 19:37
Andy Johnson áfram hjá Palace <div class="Text194214">Markamaskínan, Andy Johnson, verður áfram í herbúðum Crystal Palace þrátt fyrir að liðið hafi fallið í B deild í vor. Johnson, sem var næstmarkahæsti leikmaður Úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð skrifaði undir fimm ára samning við Palace í gær. Þar með lýkur vangaveltunum um framtíð hans í bili að minnsta kosti.</div> Sport 13.10.2005 19:37
Liverpool lánar Le Tallec Franski sóknarmaðurinn Anthony Le Tallec sem verið hefur hjá Liverpool í á þriðja ár hefur gengið til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Sunderland á árslöngum lánssamningi. Le Tallec er tvítugur og var keyptur til félagsins ásamt Florent Sinama-Pongolle í stjóratíð Gerard Houllier. Sport 13.10.2005 19:37
Leikið við Kólumbíu í ágúst Íslenska landsliðið í knatttspyrnu mætir Kólumbíu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli þann 17 ágúst n.k. Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, landsliðsþjálfarar hafa valið hópinn sem mætir Suður Ameríkumönnunum. Sport 13.10.2005 19:37
Helsingborg - Djurgarden Heilsingborg sigraði Djurgarden með tveimur mörkum gegn engu í uppgjöri efstu liðanna í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Kári Árnason var í byrjunarliði Djurgarden, en var tekinn af velli þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Sport 13.10.2005 19:37
Chelsea - AC Milan Í gærkvöldi áttust við Chelsea og AC Milan. Didier Drogba kom Chelsea yfir en Portúgalinn snjalli Rui Costa jafnaði metin á 79. mín. Lokastaðan því 1-1. Eiður Smári var í byrjunarliði Chelsea en var tekinn útaf um miðjan seinni hálfleik. Sport 13.10.2005 19:36
Góð byrjun hjá Glasgow Rangers Glasgow Rangers byrjuðu vel í skoska fótboltanum í gær. Þeir unnu Livingstone sannfærandi 3-0. Dado Prso skoraði fyrsta markið á 23 mín. Hinn nýi leikmaður Rangers Pierre-FanFan bætti við öðru marki á 53. mín. Það var svo Daninn Peter Lovendkrands sem innsiglaði góðan sigur Rangers manna. Rétt rúmlega 50 þús manns sáu leikinn á Ibrox. Sport 13.10.2005 19:36
Start enn efst í norska boltanum Start frá Noregi sem Jóhannes Harðarson leikur með, er enn efst í norska fótboltanum. Start sigraði Molde 1-0 en Jóhannes var varamaður í leiknum og fékk ekki að spreyta sig. Start er með 33 stig. Sport 13.10.2005 19:36
Owen til United? Michael Owen, leikmaður Real Madrid gæti verið á leiðinni, til Manchester United eftir að Madrídarliðið keyti brasilísku framherjana Baptista og Robinho. Kaupverðið á Owen er talið vera um 12 milljónir punda. Glazer feðgar hafa fulllvissað stjórnarformann United, David Gill að nægt fjármagn sé til staðar til að styrkja liðið. Sport 13.10.2005 19:36
Walter Samuel til Inter Argentínski varnarmaðurinn Walter Samuel, er genginn til liðs við ítölsku bikarmeistaranna í Inter Milan frá spænska risanum Real Madrid. Samuel er 27 ára gamall og lék afleitlega með Real á síðustu leiktíð. Sport 13.10.2005 19:36
Start áfram á toppnum Start í Kristiansand sigraði Molde 1-0 í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og heldur þriggja stiga forystu í deildinni. Skagamaðurinn, Jóhannes Harðarson var varamaður í liði Start, en kom ekki við sögu í leiknum. Sport 13.10.2005 19:36
Arsenal vann Amsterdam mótið Arsenal sigraði á Amsterdam-mótinu í knattspyrnu í dag, þegar liðið lagði Porto frá Portúgal 2-1 í úrslitaleik. Svíinn Fredrik Ljungberg , sem nýlega skrifaði undir fjögurra ára framlengingu á samningi sínum við liðið, kom inn á sem varamaður í síðari hálfleiks og skoraði bæði mörk Arsenal. Sport 13.10.2005 19:36
Sigur hjá Räikkönen Finnski ökuþórinn Kimi Räikkönen á McLaren vann sigur í Ungverjalandskappakstrinum í Formúlu eitt í dag. Í öðru sæti varð heimsmeistarinn Michael Schumacher á Ferrari og bróðir hans Ralf varð þriðji á Toyota. Efsti maður stigakeppninnar, Spánverjinn Fernando Alonso á Renault, varð í 11. sæti og lauk keppni án stiga. Sport 13.10.2005 19:36
Sögunni endalausu að ljúka? Sögunni endalausu um hvort Brasilíumaðurinn Robinho gangi til liðs við Real Madrid virðist nú loks að ljúka. Á vefsíðu Real segir að að Robinho muni ganga til liðs við hið stjörnuprýdda lið þeirra þann 25. ágúst. Það er vegna þess að lið hans Santos vill að hann spili tvo leiki til að geta hvatt aðdáendur sína í Brasilíu. Sport 13.10.2005 19:36
Rooney gerði tvö í sigri Wayne Rooney gerði bæði mörk Manchester United sem sigraði Urawa Red Diamonds 2-0 í Japan í morgun. Þar með er Asíutúr Manchester United lokið. Næsti æfingaleikur United er gegn belgíska liðinu Antwerpen á miðvikudag. Sport 13.10.2005 19:36
Baptista til Real Brasilíski sóknarmiðjumaðurinn Julio Baptista, er genginn til liðs við Real Madrid frá Sevilla. Fyrr í dag samþykkti Sevilla 13,8 milljóna punda tilboð Real í leikmanninn. Þar með er sögunni endalusu um framtíð Baptista lokið en lengi vel leit allt útlit fyrir það að leikmaðurinn væri á leið til ensku bikarmeistaranna í Arsenal Sport 13.10.2005 19:36
Keflavík dróst gegn þýsku liði Keflavík mætir þýska liðinu Mainz í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarsins en dregið var nú rétt áðan. Keflavík átti möguleika á að mæta sænska liðinu Djurgårdens IF eða dönsku liðunum Esbjerg fB eða FC København en er þess í stað á leiðinni til Þýskalands. Sport 13.10.2005 19:36
Baros vill til Schalke Milan Baros hefur að undanförnu verið orðaður við för frá Liverpool en tilboðum í leikmanninn hingað til hefur verið neitað. Sport 13.10.2005 19:36
Hislop aftur til West Ham Shaka Hislop, sem staðið hefur á milli stanganna hjá Portsmouth undanfarin ár, er kominn aftur til West Ham og verður að öllum líkindum varamarkvörður hjá félaginu fyrir Roy Carroll. Sport 13.10.2005 19:36
Baros er alltof dýr fyrir Schalke Milan Baros er ekki á leiðinni til þýska liðsins Schalke 04 eins og allt stefndi í þar sem Þjóðverjunum þykir verðmiði Liverpool á tékkneska framherjanum vera alltof hár. Evrópumeistarar Liverpool vilja fá 7 milljónir punda eða um 800 milljónir íslenskra króna fyrir Baros. Sport 13.10.2005 19:36
Góð innkoma hjá Eiði Smára Eiður Smári Guðjohnson byrjaði á varamannabekknum en átti fína innkomu þegar Chelsea sigraði bandaríska liðið DC United í æfingaleik í Bandaríkjunum í fyrrinótt, 2-1. Eiður kom inn á þegar rúmur hálftími var eftir af leiknum og samkvæmt leikskýrslu á opinberri heimasíðu Chelsea batnaði leikur ensku meistarana til mikilla muna með innkomu Eiðs. Sport 13.10.2005 19:36
Slag Liverpool-liðanna frestað Þeim sem vildu að Liverpool og Everton drægjust saman í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu varð ekki að ósk sinni þó svo að möguleikinn hafi vissulega verið fyrir hendi. Þess í stað fékk Everton það erfiða verkefni að mæta spænska liðinu Villareal og Liverpool mætir sigurvegaranum úr viðureignum Tirana KF og CSKA Sofia. Sport 13.10.2005 19:36
Liverpool-liðin mætast ekki Liverpool-liðin, Liverpool og Everton, mætast ekki í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í dag. Vinni Liverpool Kaunas frá Litháen mætir liðið sigurvegurum úr leik Tirana og CSKA Sofia en Everton mætir spænska liðinu Villarreal. Manchester United er líklega á leiðinni til Ungverjalands. Sport 13.10.2005 19:36
Það er erfitt að eyða Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir það vera erfiðasta starf í heimi að þurfa að eyða pening frá Roman Abramovich í nýja leikmenn. Sport 13.10.2005 19:35
Mutu skoraði Rúmenski landsliðsmaðurinn Adrian Mutu skoraði í fyrrakvöld sitt fyrsta mark fyrir Juventus sem sigraði Cesena naumlega í æfingaleik 1-0. Mutu skoraði sigurmarkið á 88.mínútu í leik sem fer ekki í sögubækurnar að öðru leyti. Mutu kom til Juventus í janúar á frjálsri sölu eftir að hafa afplánað leikbann vegna lyfjamisnotkunar. Sport 13.10.2005 19:35
Lyon reynir að halda í Essien Franska liðið Lyon ætlar að gera allt sem það getur til að halda Michael Essien innan sinna raða.Viðræður við Chelsea um leikmanninn standa nú yfir og má fastlega búast við því að ensku meistararnir muni greiða það fyrir hann sem Lyon vill fá. Sport 13.10.2005 19:35
Djurgarden tapaði fyrir Landskrona Efsta liðið í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, Djurgarden, tapaðí í gærkvöldi á heimavelli fyrir Landskrona 0-1. Kári Árnason var í liði Djurgarden sem er með 30 stig í deildinni, þremur meira en Helsingborg sem er í öðru sæti. Sport 13.10.2005 19:35
Schalke sigraði Werder Bremen Schalke sigraði Werder Bremen í undanúrslitum í þýsku deildabikarkeppninni 2-1 í kvöld að viðstöddum tæplega 60 þúsund áhorfendum á heimavelli sínum. Mörk Schalke gerðu Ebbe Sand og Zlata Bajramovic en mark Werder Bremen gerði Valdez. Schalke mætir Stuttgart í úrslitum deildabikarsins á laugardaginn. Sport 13.10.2005 19:35
Janft í Akureyrarslagnum Þór og KA gerðu 2-2 jafntefli í fyrstu deild karla í kvöld. Jóhann Helgason og Pálmi Rafn Pálmason gerðu mörk KA manna en þeir Dragan Stojanovic og Ibra Jagne gerðu mörk Þórs. KS og HK gerðu markalaust jafntefli á Siglufirði og þá sigraði Völsungur lið Hauka 1-0 með marki Hermanns Aðalgeirssonar. Sport 13.10.2005 19:35
Keflavík jafnaði Evrópumet Skagans Keflavík komst í gær áfram í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða með 2-0 sigri á Etzella frá Lúxemborg og jafnaði um leið Evrópumet Skagans frá 1995 með því að vinna samanlagt með sex marka mun. Sport 13.10.2005 19:35