Guðjón ánægður með sína menn

Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Notts County, og lærisveinar hans unnu góðan sigur á Wrexham í gær 1-0 með marki á lokamínútunni. "Þessi úrslit voru mjög góð gegn sterku Wrexham liði. Ég sagði mínum mönnum að vera þolinmóðir. Við biðum færis og það skilaði sér," sagði Guðjón kampakátur eftir leik.