Ástin á götunni

Fréttamynd

Ronaldo nálægt samningi við United

Nú lítur út fyrir að Manchester United muni ná að landa nýjum samningi við portúgalska snillinginn Cristiano Ronaldo, sem hefur verið mjög eftirsóttur undanfarið.

Sport
Fréttamynd

Nýtt tilboð frá Sheffield

Forráðamenn Sheffield United, sem leikur í ensku 1. deildinni, hafa ekki gefið upp vonina um að krækja í Heiðar Helguson sem er eftirsóttur þessa daganna.

Sport
Fréttamynd

Persie áfram í grjótinu í nótt

Hollenski landsliðsmaðurinn Robin van Persie, sóknarmaður Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrn dúsar í fangelsisklefa í nótt, aðra nóttina í röð. Hann var handtekinn í gærkvöldi, mánudagskvöld, eftir að stúlka kærði hann fyrir nauðgun í Rotterdam í Hollandi en atvikið á að hafa átt sér stað sl. laugardagskvöld.

Sport
Fréttamynd

Risakaup Real í bígerð?

Real Madrid er tilbúið að borga 110 milljónir punda, eða rúmlega 13 milljarða króna, fyrir Steven Gerrard hjá Liverpool og Thierry Henry Arsenal að sögn enska götublaðsins <em>The Sun</em>. Madridarliðið hefur ekki unnið titil undanfarin tvö keppnistímabil.

Sport
Fréttamynd

Van Persie grunaður um nauðgun

Sóknarmaður Arsenal, Hollendingurinn Robin Van Persie, er í haldi lögreglunnar í Rotterdam, grunaður um nauðgun. Van Persie, sem er 21 árs, var handtekinn í gær en meint nauðgun átti sér stað um helgina. Leikmaðurinn hefur ekki verið ákærður en það má halda honum í þrjá daga án ákæru.

Sport
Fréttamynd

Inter sigraði í fyrri leiknum

Adriano skoraði bæði mörk Inter Milan í 2-0 útisigri á Roma í fyrri leik liðanna um Ítalska bikarinn í knattspyrnu í gær.

Sport
Fréttamynd

Ástralía mun tilheyra Asíu

Forseti FIFA, Sepp Blatter, segir ekkert því til fyrirstöðu að ástralska landsliðið í knattspyrnu getið fengið að tilheyra asíska knattspyrnusambandinu. Blatter býst við að af þessu verði strax í september n.k. Mun því teljast æ líklegra að við sjáum Ástralíu í lokakeppni HM í nánustu framtíð en það hefur ekki gerst síðan 1974.

Sport
Fréttamynd

Öll liðin í okkar riðli með leik

Ungverjar tryggðu sér í gær vináttulandsleik við Argentínumenn sem fram fer 17. ágúst næstkomandi í Búdapest. Þar með er það ljóst að allar þjóðirnar í okkar riðli í undankeppni HM, nema Ísland, eru komin með vináttulandsleik 17. ágúst en FIFA hugsar þennan dag sem tækifæri fyrir vináttulandsleiki.

Sport
Fréttamynd

Bröndby meistari

Bröndby tryggði sér meistaratitilinn í Danmörku í gær með því að vinna stórsigur 7-0 á Herfölge.  Thomas Kahlenberg var besti maður leiksins og skoraði tvö mörk. Bröndby á enn tvo leiki eftir í deildinni, er í efsta sæti með 63 stig en FC Kaupmannahöfn er í öðru sæti með 52 stig og á þrjá leiki eftir. 

Sport
Fréttamynd

Newcastle býður í Wright-Phillips

Newcastle hafa boðið í enska landsliðsmanninn Shaun Wright-Phillips. Boðið hljóðar upp á sex milljónir punda, ásamt Craig Bellamy landsliðsmanni Wales og Frakkanum Laurent Robert, sem báðir vilja komast burt frá félaginu.

Sport
Fréttamynd

Rooney og spúsa hrella 6 ára gutta

"<em>Ég skal plokka úr þér helv**** augun</em>" fékk lítill 6 ára gutti að heyra frá kærustu enska knattspyrnulandsliðsmannsins Wayne Rooney á dögunum. Coleen McLoughlin var að ganga inn á skyndibitastað fyrir skömmu þegar 6 ára drengur smellti mynd af henni úr myndavélasíma bróður síns.

Sport
Fréttamynd

Bolton fær Laurent Robert

Franski knattspyrnumaðurinn Laurent Robert er á förum frá Newcastle í ensku úrvalsdeildinni en umboðsmaður hans segir í viðtali við BBC í dag að leikmaðurinn sé búinn að semja við Bolton. Robert á aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun áður en hann skrifar undir 3 ára samning á morgun mánudag.

Sport
Fréttamynd

Fyrsti sigur Völsungs

Völsungur vann sinn fyrsta sigur í fyrstu deild karla í knattspyrnu í gær þegar liðið lagði Fjölni 1-0. Þá lagði Þór Akureyri Hauka á útvelli með sama markamun.

Sport
Fréttamynd

Norðmenn í undanúrslit EM kvenna

Noregur tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu með 5-3 sigri á Ítalíu í B-riðli en keppnin fer fram í Englandi. Norsku stúlkurnar mæta toppliði A-riðils, Svíum, í undanúrslitunum á fimmtudag en Þjóðverjar mæta Dönum á miðvikudag. Þýsku stúlkurnar unnu 3-0 sigur á Frökkum í dag og höfnuðu efstar í B-riðli.

Sport
Fréttamynd

Svíar og Danir áfram á EM kvenna

Svíar og Danir komust í gær í undanúrslit Evrópukeppni kvennalandsliða á Englandi. Svíar sigruðu heimastúlkur 1-0 í lokaumferðinni í A-riðli en Danir komust áfram þrátt fyrir tap fyrir Finnum, 2-1.

Sport
Fréttamynd

Kuranyi yfirgefur Stuttgart

Þýski landsliðssóknarmaðurinn Kevin Kuranyi er að yfirgefa Suttgart þar sem hann hefur verið síðan 1997 en hann er á leið til Schalke í þýsku Bundesligunni í knattspyrnu. Kuranyi kveðst í viðtali í þýska blaðinu Bild am Sonntag í dag hafa skrifað undir 5 ára samning við félagið.

Sport
Fréttamynd

Ég er vanur því að vinna titla

Brøndby tryggði sér um helgina danska meistaratitilinn í knattspyrnu þegar liðið valtaði yfir Herfølge, 7-0. Brøndby hefur 11 stiga forskot á meistara síðasta árs, FC København og á þó eftir að leika tvo leiki. Brøndby vann einnig danska bikarinn og sigurinn því tvödaldur í ár hjá Michael Laudrup þjálfara og lærisveinum hans.

Sport
Fréttamynd

Real Betis bikarmeistari á Spáni

Real Betis tryggði sér í gærkvöld spænska konungsbikarinn í knattspyrnu þegar liðið sigraði Osasuna 2-1 í framlengdum úrslitaleik í Madríd.

Sport
Fréttamynd

Wigan hækkar tilboðið í Heiðar

Enski netmiðillinn Teamtalk greindi frá því rétt í þessu að nýliðar Wigan í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu muni á næstu klukkutímum leggja fram 1.5 milljón punda tilboð í Heiðar Helguson hjá Watford. Watford hefur áður hafnað tilboði í Heiðar frá Wigan upp á 1 milljón punda og settu í kjölfarið 2 mlljóna punda verðmiða á hann.

Sport
Fréttamynd

Genoa og Empoli upp í Serie A

Genoa tryggði sér um helgina sæti í efstu deild í ítalska fótboltanum eftir 10 ára fjarveru þegar liðið lagði Venezia 3-2 í Serie B. Empoli sem höfnuðu í 2. sæti fylgja Genoa upp í Serie A en 4 lið berjast um þriðja lausa sætið í umspili. Þau eru Ascoli, Torino, Treviso og Perugia.

Sport
Fréttamynd

Leikmaður Man Utd laus úr fangelsi

Danski leikmaðurinn Mads Timm hjá Manchester United er laus úr fangelsi en honum var stungið í steininn fyrir gáleysi í umferðinni. Timm er tvítugur miðvallarleikmaður í varaliði Man Utd. Vítaverður akstur hans í umferðinni olli alvarlegu slysi og hefur hann setið inni fyrir brotið.

Sport
Fréttamynd

Chelsea kaupir tvo varnarmenn

Chelsea mun ganga frá kaupum á spænska varnarmanninum Asier del Horno eftir helgina en hann kemur frá Athletic Bilbao fyrir 12 milljónir punda. Horno er vinstri bakvörður og á að leysa af hólmi Frakkann William Gallas sem ku ekki vera í framtíðarplönum Jose Mourinho þjálfara.

Sport
Fréttamynd

Fertugur sóknarmaður í úrvalsdeild

Það verður fertugur sóknarmaður í eldlínunni í ensku úrvaldseildinni í knattspyrnu á næsta tímabili en gamli refurinn, Teddy Sheringham hefur framlengt samning sinn við nýliða West Ham um eitt ár.

Sport
Fréttamynd

Jafntefli hjá KA og KS

Einn leikur fór fram í 1. deild karla í kvöld. KA og KS skildu jöfn 1-1 á Akureyri og eru KA-menn í 3. sæti deildarinnar með 7 stig en KS í 6. sæti með 5 stig eftir 5 umferðir.

Sport
Fréttamynd

Hvað felst í U-beygju Liverpool?

Í morgun var ljóst að Evrópumeistararnir í knattspyrnu, Liverpool, fá eftir allt saman að leika í Meistaradeildinni næsta tímabil. Liðið þarf þó að hefja keppni strax í forkeppninni sem hefst 12. júlí en ýmsar athyglisverðar hrókeringar þurftu að eiga sér stað til að dæmið gengi upp.

Sport
Fréttamynd

Nýr markvörður kominn til Man Utd

Hollenski landsliðsmarkvörðurinn Edwyn van der Sar skrifaði í kvöld undir 2 ára samning við Manchester United. Van der Sar gekkst undir læknisskoðun á Old Trafford síðdegis og gekk í kjölfarið frá samningnum en kaupverð hans er ekki gefið upp.

Sport
Fréttamynd

2. deild-Leiknir í 3 stiga forystu

Þrír leikir fóru fram í 2. deild karla í kvöld. Topplið Leiknis er með 3 stiga forystu á toppi deildarinnar eftir að liðið sótti 3 stig til Seyðisfjarðar með 1-2 sigri á Huginn.

Sport
Fréttamynd

Blikar áfram á toppnum

Breiðablik er á toppnum í 1. deild karla í knattspyrnu eftir 3-0 sigur á Víkingi Ólafsvík á Kópavogsvelli í gær. Olgeir Sigurðsson, Ellert Hreinsson og Ragnar Gunnarsson skoruðu mörk Breiðabliks.

Sport
Fréttamynd

Allt vitlaust út af Glazer

Malcom Glazer, nýr meirihlutaeigandi í Manchester United, er strax farinn að ergja aðdáendur liðsins með afskiptum sínum af rekstri félagsins.Spurst hefur út að miðaverð á úrvalsdeildarleiki á heimavellinum Old Trafford muni hækka úr 30 pundum í 46 pund á fimm árum.

Sport
Fréttamynd

Þjóðverjar sigruðu Ítali á EM

Þýskaland sigraði Ítalíu með fjórum mörkum gegn engu í Evrópukeppni kvennalandsliða á Englandi. Þjóðverjar efstir í A-riðli  með sex stig en Ítalía er hins vegar án stiga. Frakkar eru í öðru sæti í riðlinum með fjögur stig eftir jafntefli gegn Norðmönnum, 1-1.

Sport