Sport

Dregið í riðla í Meistaradeildinni

Sterkustu knattspyrnulið Evrópu bíða nú í ofvæni eftir að dregið verði í riðla í Meistaradeildinni en drátturinn fer fram í dag kl. 14 að íslenskum tíma. Athygli vekur að Englandsmeistarar Chelsea eru ekki í efsta styrkleikaflokki enda hefur Jose Mourinho knattspyrnustjóri látið UEFA hafa það óþvegið í fjölmiðlum í morgun. Chelsea getur því lent í riðli með Liverpool en þó ekki Arsenal og Man Utd. Bein útsending verður frá drættinum á Sýn kl. 14 í dag. Breiðletruðu liðin eru í efsta styrkleikaflokki og geta ekki dregist saman í riðla. AC Milan Ajax Anderlecht ARSENAL Artmedia Bratislava Barcelona Bayern Munchen Benfica CHELSEA Club Brugge Fenerbahce Inter Milan Juventus Lille LIVERPOOL Lyon MANCHESTER UNITED Olympiakos Panathinaikos Porto PSV Eindhoven Rangers Rapid Vienna Real Betis Real Madrid Rosenborg Schalke Sparta Prague Thun (Sviss) Udinese Villarreal Werder Bremen



Fleiri fréttir

Sjá meira


×