Sport

Dregið í riðla í meistaradeildinni

Í dag klukkan 14 að íslenskum tíma verður dregið í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu. 32 lið eru í pottinum, helmingur þeirra gekk í gegnum forkeppnina en hinn helmingurinn kemur beint inn í keppnina á þessu stigi. Örlög Evrópumeistara Liverpool eru spennandi en svo gæti farið að liðið dragist í sama riðil og Chelsea. Undir venjulegum kringumstæðum ættu lið frá sama landi ekki geta dregist saman í riðil en þar sem Liverpool var veittur þátttökuréttur á sérstökum forsendum á sú regla ekki við það lið. En vegna styrkleikaniðurröðun liðanna í keppninni getur Liverpool ekki mætt Manchester United eða Arsenal á þessu stigi. Það er athyglisvert að Chelsea er ekki sett í efsta styrkleikaflokk í keppninni og er það því nánast öruggt að liðið fái að minnsta kosti einn mjög sterkan anstæðing. Dregið verður í átta fjögurra liða riðla og komast tvo lið úr hverjum riðli áfram í 16-liða úrslit, þar sem útsláttarfyrirkomulagið tekur við. Liðin sem verða í pottinum í dag (feitletruð lið eru í efsta styrkleikaflokki): AC Milan Ajax Anderlecht Arsenal Artmedia Bratislava Barcelona Bayern Munich Benfica Chelsea Club Brugge Fenerbahce Inter Milan Juventus Lille Liverpool Lyon Manchester United Olympiakos Panathinaikos Porto PSV Eindhoven Rangers Rapid Vienna Real Betis Real Madrid Rosenborg Schalke Sparta Prague Thun Udinese Villarreal Werder Bremen



Fleiri fréttir

Sjá meira


×