Kringlan

Fréttamynd

Loka Fabrikkunni í Kringlunni

Íslenska hamborgafabrikkan hefur lokað útibúi sínu í Kringlunni í Reykjavík. Útibúið við Höfðatorg stendur nú eitt eftir en veitingastaðnum á Akureyri var lokað í desember.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Notuð bókasafnsbók versta jóla­gjöfin

Fjöldi fólks skilaði jólagjöfum í Kringlunni í gær þegar verslanir voru opnaðar á ný eftir jólahátíðina. Einn sagði hnífasett bestu gjöfina en notaða bók þá allra verstu.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herra fékk fyrsta gjafa­kort sinnar tegundar í heimunum

Kringlan er fyrsta verslunarmiðstöð í heiminum til að gera viðskiptavinum kleift að vera með eitt stafrænt gjafakort fyrir alla verslunar – og þjónustuaðila Kringlunnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tók formlega við fyrsta gjafakorti Kringlunnar í dag og verslaði með því í snyrtivörudeild Hagkaupa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nóró loka­niður­staðan og endur­greiða veikum gestum

Talið er að umfangsmikil hópsýking sem upp kom hjá starfsfólki og gestum á veitingastað Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni hafi verið af völdum nóróveiru. Þetta er niðurstaða embættis sóttvarnalæknis en nokkuð hefur verið á reiki hvort um nóróveirusýkingu hafi verið að ræða eða bakteríu sem veldur líkum einkennum og hefur greinst í álíka hópsýkingum.

Innlent
Fréttamynd

Líklega ekki nóróveira

Líkur eru á að hópsmit á Hamborgarafabrikkunni hafi ekki verið af völdum nóróveiru heldur annarrar þekktar bakteríu, sem áður hefur valdið hópsmiti á veitingastöðum.

Innlent
Fréttamynd

Fabrikkan í Kringlunni opin á ný

Ham­borgara­fabrikkan í Kringlunni opnaði aftur í gær eftir að hafa lokað um stund eftir að hátt í hundrað til­kynningar bárust heil­brigðis­eftir­liti vegna mögu­legrar nóró­veiru­smita. Fram­kvæmda­stjóri segir sóla­hrings­vinnu hafa falist í því að sótt­hreinsa staðinn og henda mat­vælum. Heil­brigðis­eftir­litið segir rann­sókn á upp­runa veikindanna enn standa yfir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Loka Fabrikkunni til að komast að því hvers vegna fólk veiktist

Ham­borgara­fabrikkan kannar hvers vegna veitinga­húsa­gestir í Kringlunni urðu veikir eftir að hafa snætt á veitinga­staðnum um helgina. Fram­kvæmda­stjórinn segir allar slíkar á­bendingar teknar al­var­lega. Staðnum hefur verið lokað í dag á meðan unnið er að sótt­hreinsun og sósur sendar í greiningu. Ekki sé rétt að lirfa hafi fundist í ham­borgara staðarins.

Neytendur
Fréttamynd

Gamestöðin færir sig úr Kringlunni yfir í netheima

Gamestöðin mun loka verslun sinni í Kringlunna næstkomandi sunnudag. Eigandi verslunarinnar segir að ekki sé hægt að keppa við netverslunina í leikjatölvunum sjálfum. Gamestöðin er þó ekki hætt í rekstri þar sem hún lætur til skarar skríða á heimavelli - í netheimum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Opna Fætur toga á ný

Verslunin Fætur toga verður opnuð aftur á morgun eftir stutta lokun. Heildsalan Run2 hefur tekið við rekstrinum og verður starfsemi búðanna í nánast óbreyttri mynd. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Býst við allt að þrjú þúsund börnum

Öskudagurinn er í dag og víða stendur mikið til. Dagurinn er sá skemmtilegasti á árinu í Kringlunni, að sögn markaðsstjóra sem býst við þúsundum barna í verslunarmiðstöðinni í dag.

Lífið
Fréttamynd

Sekta fimm­tán veitinga­staði í mat­höllum

Fimmtán veitingastaðir í mathöllum landsins hafa verið sektaðir um fimmtíu þúsund krónur fyrir að bregðast ekki við athugasemdum Neytendastofu um ófullnægjandi verðmerkingar. Alls gerði Neytendastofu athugasemd við merkingar hjá 37 af 54 veitingastöðum.

Neytendur
Fréttamynd

„Ég er á allra síðustu stundu“

Fjölmenni lagði leið sína í Kringluna í morgun. Sumir keyptu jólagjafir á síðustu stundu en aðrir voru einfaldlega bara á röltinu. Framkvæmdastjóri segir að um tíu þúsund manns heimsæki Kringluna milli klukkan 10 til 13 á aðfangadag.

Innlent
Fréttamynd

Kúmen Kahoot í Kringlunni með Evu Ruzu & Hjálmari slær í gegn

Það var mikil stemning á Kúmen í gærkvöldi og gestir að njóta eftir góða verslunarferð. Skemmtikraftarnir Eva Ruza og Hjálmar Örn stigu á stokk og efndu til Kahoot spurningakeppni, allir með snjallsíma gátu tekið þátt og unnið frábær verðlaun. Arnar Gauti heilsaði upp á þau og drakk í sig einstaka stemninguna.

Lífið samstarf