Innlent

Af­lýsa óvissu­stigi á Aust­fjörðum

Atli Ísleifsson skrifar
Nokkur krapahlaup féllu yfir vegi á sunnanverðum Austfjörðum þegar asahláka gekk yfir á föstudag og laugardag. Myndin er úr safni.
Nokkur krapahlaup féllu yfir vegi á sunnanverðum Austfjörðum þegar asahláka gekk yfir á föstudag og laugardag. Myndin er úr safni. Vísir/Sigurjón

Óvissustigi vegna ofanflóðahættu sem tók gildi á föstudagskvöld á Austfjörðum hefur nú verið aflétt.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar og sömuleiðis í tilkynningu frá lögreglunni á Ausrfjörðum.

Nokkur krapahlaup féllu yfir vegi á sunnanverðum Austfjörðum þegar asahláka gekk yfir á föstudag og laugardag.

„Það stytti upp á laugardag og var veður skaplegt fram undir sunnudagkvöld en þá hvessti aftur með talsverðri rigningu og var því vel fylgst með farvegum þar sem krapahlaup gætu fallið. Nú hefur dregið verulega úr úrkomu og heldur kólnað þó enn sé hiti yfir frostmarki á láglendi. Það spáir áfram kólnandi veðri með kvöldinu og úrkomulitlu en éljagangi fram á miðvikudag,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×