Tjáningarfrelsi

Fréttamynd

Fimm vitni höfðu sögur að segja af hegðun Ingólfs

Fimm vitni komu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag og sögðu frá samskiptum sínum eða vina sinna við Ingólf Þórarinsson. Ingólfur stefnir Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni fyrir ummæli sem Sindri lét falla á Twitter og krefst greiðslu miskabóta vegna þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Sindri segist hafa heyrt mjög margar sögur af Ingó í gegnum árin

Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson segir að á þeim tíma sem hann kallaði Ingólf Þórarinsson barnaníðing á samfélagsmiðlum hafi verið komnar fram gríðarlega alvarlegar ásakanir í garð tónlistarmannsins. Aðspurður hvers vegna hann lét sig málið varða svaraði Sindri: „Af hverju ekki?“

Innlent
Fréttamynd

Ingó og Sindri takast á um umdeild ummæli í dómsal

Aðalmeðferð í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni er hafin í Héraðsdómi Reykjavíkur. Báðir voru mættir í dómsal þar sem þinghald hófst klukkan 10.

Innlent
Fréttamynd

Sagði „nauðgunar­her“ vera á leið til sam­nemanda

Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema hefur staðfest ákvörðun sviðsstjóra Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands um að víkja nemanda við sálfræðideild skólans úr skólanum að fullu eftir að hann hafði sent samnemanda skilaboð sem metin voru „óforsvaranleg“, „ógnandi“ og „til þess [fallin] að valda [ótta].“

Innlent
Fréttamynd

Sindri hafði betur gegn Sverri vegna ummæla á Twitter

Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson hefur verið sýknaður í héraðsdómi af kæru um meiðyrði gegn löfræðingnum og eiganda Nýju vínbúðarinnar Sverri Einari Eiríkssyni. Sverrir krafðist þess að Sindri greiddi honum þrjár milljónir króna í bætur en mun þurfa að greiða málskostnað Sindra Þórs.

Innlent
Fréttamynd

„Hlutlaust ríkisútvarp er bara rangt, rangt frá a til ö“

Eyjólfur Ármannsson Flokki fólksins tók þátt í sérstakri umræðu á Alþingi um umhverfi fjölmiðla og fengu íslenskir fjölmiðlar falleinkunn hjá þingmanninum og þá sér í lagi RÚV. Eyjólfur talar af biturri reynslu sem formaður Orkunnar okkar og lýsti henni fyrir þingheimi.

Innlent
Fréttamynd

Instagram bannar Kanye

Meta hefur tekið þá ákvörðun að banna Kanye West af Instagram í sólarhring vegna áreitis á miðlinum. Rapparinn hefur verið að áreita Pete Davidson sem er kærasti fyrrverandi eiginkonu hans Kim og einnig þáttastjórnandann Trevor Noah.

Lífið
Fréttamynd

Tjáningarfrelsið okkar allra

Tjáningarfrelsi er af hinu góða. Um það getum við öll verið sammála. Þetta tjáningarfrelsi leiðir til þess að við fréttum af ýmsu sem við hefðum annars ekki frétt af.

Skoðun
Fréttamynd

Arn­þrúður hafði betur gegn Reyni í Hæsta­rétti

Ummæli Arnþrúðar Karlsdóttur, útvarpskonu á Útvarpi Sögu, um Reyni Traustason ritstjóra standa. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Landsréttar þess efnis. Reynir hafði höfðað mál á hendur Arnþrúði og sakað hana um ærumeiðandi ummæli.

Innlent
Fréttamynd

Ásakanir um kynferðisbrot - Í góðri trú eða ekki?

Nýlegur dómur héraðsdóms Norðurlands eystra í ærumeiðingamáli hefur vakið nokkra athygli. Í hnotskurn er niðurstaðan sú að stefnda var ekki talin hafa farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis síns með því að saka pilt um það á samfélagsmiðli að hafa nauðgað sér. Aftur á móti voru ómerkt orð hennar gagnvart sama manni um að hann hefði nauðgað annarri stúlku.

Skoðun
Fréttamynd

Er ekki bara best að sleppa þumlinum?

Undanfarna mánuði hefur ítrekað ratað í fréttir að háttsett fólk innan þjóðfélagsins setji like, eða jafnvel hjörtu eða önnur tjákn á umdeildar færslur. Þá virðist alltaf sama umræðan fara af stað, hvort verið sé að oftúlka gjörninginn eða hvort sá sem setti þumal á tiltekna færslu sé með gjörningnum að taka afstöðu í viðkvæmu máli.

Skoðun
Fréttamynd

Vill að Sindra verði gert að birta dóminn á Twitter

Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, vill að forsendur dóms í máli gegn Sindra Þór Sigríðarssyni Hilmarssyni verði birtar á Twitter. Málið varðar meint ærumeiðandi ummæli Sindra um tónlistarmanninn en aðalmeðferð fer fram þann 18. janúar næstkomandi.  

Innlent
Fréttamynd

„Saman munum við mæta þessari stefnu Ingólfs af hörku“

Fyrsta meiðyrðamálið sem Ingólfur Þórarinsson tónlistarmaður hefur höfðað er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur þann 18. janúar næstkomandi. Málið er höfðað gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni sem birti færslu um efnið á Twitter-síðu sinni fyrr í dag. Þar kvaðst hann ætla að mæta Ingólfi af hörku.

Innlent
Fréttamynd

Páll ekki rekinn en hlýtur ákúrur frá skólameistara

Kristinn Þorsteinsson skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ hefur sent nemendum og aðstandendum skólans bréf þar sem hann fer yfir mál Páls Vilhjálmssonar kennara við skólann sem varða afar umdeild bloggskrif hans um Helga Seljan fréttamann. Skólameistari lýsir sig afar ósáttan við skilaboð Páls til geðsjúkra.

Innlent
Fréttamynd

Vörumst mistök annara í útlendingamálum

Ég hef talað fyrir opinni og frjálsri umræðu um málefni útlendinga á Íslandi. Þetta er mikilvægur málaflokkur sem hefur verið í mikilli gerjun í nágranalöndunum enda hafa þau orðið að glíma við margvíslega erfiðleika og áskoranir þeim samfara, erfiðleika sem við höfum ekki séð enn hér á landi, sem betur fer.

Skoðun
Fréttamynd

Meira um einelti á netinu hér en í Noregi

Mun meira er um haturstal, neteinelti, ögranir og háðung í athugasemdakerfum á Íslandi en í Noregi, samkvæmt nýrri skýrslu fjölmiðlanefndar um haturstal og neikvæða upplifun af netinu.

Innlent
Fréttamynd

Yfirlæknarnir vilja óþvingað tjáningar- og skoðanafrelsi

Stjórn Samtaka yfirlækna á Landspítalanum sendu á föstudag frá sér yfirlýsingu þar sem þeir kölluðu eftir því að framkvæmdastjórn Landspítalaháskólahúss tæki af öll tvímæli um stöðu stjórnenda þegar kæmi að opinberri umræðu um heilbrigðismál og starfsemi spítalans.

Innlent
Fréttamynd

Ingó sendir sjötta kröfubréfið vegna nýrra ummæla

Ingólfur Þórarinson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hefur sent sjötta kröfubréfið vegna ummæla um hann á samfélags- eða fjölmiðlum. Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Ingólfs í samskiptum við fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá sendingu kröfunnar. Þá staðfestir Vilhjálmur að nýja krafan sé vegna ummæla sem birt voru eftir að fyrri kröfubréf voru send.

Innlent