„Hlutlaust ríkisútvarp er bara rangt, rangt frá a til ö“ Jakob Bjarnar skrifar 30. mars 2022 17:42 Reynsla þingmannsins Eyjólfs Ármannssonar af formennsku í Orkunni okkar kenndi honum sitthvað um það hvernig fjölmiðlar virka. Þeir sem voru á móti 3. orkupakkanum voru algerlega útilokaðir, að sögn þingmannsins. vísir/vilhelm Eyjólfur Ármannsson Flokki fólksins tók þátt í sérstakri umræðu á Alþingi um umhverfi fjölmiðla og fengu íslenskir fjölmiðlar falleinkunn hjá þingmanninum og þá sér í lagi RÚV. Eyjólfur talar af biturri reynslu sem formaður Orkunnar okkar og lýsti henni fyrir þingheimi. Eyjólfur sagði að sú væri staða á fjölmiðlamarkaði nú að íslenskir auðjöfrar eigi nokkra helstu fjölmiðla landsins. Kvótaeigendur eigi Morgunblaðið. „Af hverju ætli það sé? Jú, ég tel að það sé til að tryggja framgang núverandi kvótakerfis. Það er helsta markmiðið. Það er ekki endilega að upplýsa þjóðina og vera svo góðir við íslenskt samfélag, að styrkja Morgunblaðið ár eftir ár er ekki til þess. Sama á við annan auðjöfur sem heldur úti blaði vegna ESB-aðildar,“ sagði Eyjólfur og afgreiddi þannig helstu prentmiðla landsins. Hlutlaust ríkisútvarp er rangt, rangt frá a til ö En stóra málið í hans huga er þó RÚV og hvernig það hallast á eina sveif umfram aðra. „Það skerðir samkeppnisstöðu íslenskra einkarekinna fjölmiðla og skerðir þannig tjáningarfrelsið.“ Eyjólfur sagði varðandi aðhaldshlutverk fjölmiðla gott og gilt í rannsóknarblaðamennsku og öðru slíku, en fólk ætti að gá að því að það sé líka aðhaldshlutverk í frjálsum félagasamtökum. Og þannig vildi til að hann hafi verið formaður slíkra samtaka sem heitir Orkan okkar. Og afstöðu sína til aðkomu ríkisvaldsins að fjölmiðlum byggir hann á biturri reynslu: „Fyrir þau samtök skrifaði ég kæru til fjölmiðlanefndar og fór fram á það að Ríkisútvarpið yrði kært vegna framkomu þess í máli þriðja orkupakkans. Það að tala um hlutlaust ríkisútvarp er bara rangt, rangt frá a til ö,“ sagði Eyjólfur sem hafði þarna lokið ræðutíma sínum og hrópaði í kappi við bjöllu forseta Alþingis. Algjörlega lokað á Orkupakka-fólkið En Eyjólfur hafði ekki lokið máli sínu og fór aftur í pontu í þessari tilteknu umræðu til að skýra betur sitt mál. Hann sagði núverandi kerfi; með ríkisstyrkjum og eignarhaldi auðjöfra sem halda uppi ósjálfbærum fjölmiðlum, skekki viðskiptamódelið í dag sem er hjá íslenskum fjölmiðlum. Eyjólfur sagði að lítið sé um að notendur greiði fyrir afnot af fréttasíðum vegna vegna ríkisstyrkjanna og það er vegna þess að íslenskir auðjöfrar haldi uppi ósjálfbærum fjölmiðlum. Það að vera bæði með auðjöfrana og ríkisstyrki gangi alls ekki upp. Eyjólfur fór mikinn í umræðu um fjölmiðla á Alþingi nú síðdegis. Hann telur ríkisstyrki til fjölmiðla ekki til þess fallna að auka tjáningarfrelsi, svo mikið sé víst.Flokkur fólksins „Þetta lýtur að tjáningarfrelsinu og aðgangi fólks að fjölmiðlum,“ sagði Eyjólfur og sneri orðum sínum þá aftur af reynslu sinni. „Ég, sem var formaður Orkunnar okkar, fann það svo vel í þriðja orkupakkanum. Við skrifuðu sérfræðingaskýrslu, lögðum mikla vinnu í hana, hún var vel yfir 100 bls., og það var algjörlega hunsað. Ríkisútvarpið, RÚV, virðist líta á sig sem einhvern verndara EES-aðildar Íslands. Ef það kemur eitthvað upp sem er hættulegt málinu þá er algjörlega lokað á það og þau hagsmunasamtök sem eru að berjast, eins og gegn þriðja orkupakkanum,“ sagði Eyjólfur. Illa talað um fólk sem var á móti þriðja orkupakkanum Hann sagði að algerlega hafi verið lokað fyrir þau hjá Orkunni okkar. „Áhugi minn á því máli byrjaði á því hversu illa var talað um fólk sem var á móti þriðja orkupakkanum. Ég las tillöguna, skrifaði grein í Morgunblaðið og þá byrjaði boltinn að rúlla hjá mér. Ég væri sennilega ekki í þessari pontu hérna í dag ef ég hefði ekki orðið var við það í einni heimsókn minni hingað fyrir páska hversu illa var talað um fólk sem var á móti þessum þriðja orkupakka. Og það var í fjölmiðlum. Það var alveg komið niður í útlendingaandúð og fleiri atriði,“ sagði Eyjólfur og skoraði á fólk að gúgla: þriðji orkupakkinn og útlendingaandúð. „Það sjáum við í leiðara eins af netmiðlunum. Ég tel að íslenska ríkið eigi ekki að koma að þessum málum nema varðandi skattleysi,“ sagði Eyjólfur sem taldi að auka þurfi tjáningarfrelsi í landinu og það verði ekki gert með því að ríkið auki styrki. Alþingi Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Tjáningarfrelsi Þriðji orkupakkinn Ríkisútvarpið Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Eyjólfur sagði að sú væri staða á fjölmiðlamarkaði nú að íslenskir auðjöfrar eigi nokkra helstu fjölmiðla landsins. Kvótaeigendur eigi Morgunblaðið. „Af hverju ætli það sé? Jú, ég tel að það sé til að tryggja framgang núverandi kvótakerfis. Það er helsta markmiðið. Það er ekki endilega að upplýsa þjóðina og vera svo góðir við íslenskt samfélag, að styrkja Morgunblaðið ár eftir ár er ekki til þess. Sama á við annan auðjöfur sem heldur úti blaði vegna ESB-aðildar,“ sagði Eyjólfur og afgreiddi þannig helstu prentmiðla landsins. Hlutlaust ríkisútvarp er rangt, rangt frá a til ö En stóra málið í hans huga er þó RÚV og hvernig það hallast á eina sveif umfram aðra. „Það skerðir samkeppnisstöðu íslenskra einkarekinna fjölmiðla og skerðir þannig tjáningarfrelsið.“ Eyjólfur sagði varðandi aðhaldshlutverk fjölmiðla gott og gilt í rannsóknarblaðamennsku og öðru slíku, en fólk ætti að gá að því að það sé líka aðhaldshlutverk í frjálsum félagasamtökum. Og þannig vildi til að hann hafi verið formaður slíkra samtaka sem heitir Orkan okkar. Og afstöðu sína til aðkomu ríkisvaldsins að fjölmiðlum byggir hann á biturri reynslu: „Fyrir þau samtök skrifaði ég kæru til fjölmiðlanefndar og fór fram á það að Ríkisútvarpið yrði kært vegna framkomu þess í máli þriðja orkupakkans. Það að tala um hlutlaust ríkisútvarp er bara rangt, rangt frá a til ö,“ sagði Eyjólfur sem hafði þarna lokið ræðutíma sínum og hrópaði í kappi við bjöllu forseta Alþingis. Algjörlega lokað á Orkupakka-fólkið En Eyjólfur hafði ekki lokið máli sínu og fór aftur í pontu í þessari tilteknu umræðu til að skýra betur sitt mál. Hann sagði núverandi kerfi; með ríkisstyrkjum og eignarhaldi auðjöfra sem halda uppi ósjálfbærum fjölmiðlum, skekki viðskiptamódelið í dag sem er hjá íslenskum fjölmiðlum. Eyjólfur sagði að lítið sé um að notendur greiði fyrir afnot af fréttasíðum vegna vegna ríkisstyrkjanna og það er vegna þess að íslenskir auðjöfrar haldi uppi ósjálfbærum fjölmiðlum. Það að vera bæði með auðjöfrana og ríkisstyrki gangi alls ekki upp. Eyjólfur fór mikinn í umræðu um fjölmiðla á Alþingi nú síðdegis. Hann telur ríkisstyrki til fjölmiðla ekki til þess fallna að auka tjáningarfrelsi, svo mikið sé víst.Flokkur fólksins „Þetta lýtur að tjáningarfrelsinu og aðgangi fólks að fjölmiðlum,“ sagði Eyjólfur og sneri orðum sínum þá aftur af reynslu sinni. „Ég, sem var formaður Orkunnar okkar, fann það svo vel í þriðja orkupakkanum. Við skrifuðu sérfræðingaskýrslu, lögðum mikla vinnu í hana, hún var vel yfir 100 bls., og það var algjörlega hunsað. Ríkisútvarpið, RÚV, virðist líta á sig sem einhvern verndara EES-aðildar Íslands. Ef það kemur eitthvað upp sem er hættulegt málinu þá er algjörlega lokað á það og þau hagsmunasamtök sem eru að berjast, eins og gegn þriðja orkupakkanum,“ sagði Eyjólfur. Illa talað um fólk sem var á móti þriðja orkupakkanum Hann sagði að algerlega hafi verið lokað fyrir þau hjá Orkunni okkar. „Áhugi minn á því máli byrjaði á því hversu illa var talað um fólk sem var á móti þriðja orkupakkanum. Ég las tillöguna, skrifaði grein í Morgunblaðið og þá byrjaði boltinn að rúlla hjá mér. Ég væri sennilega ekki í þessari pontu hérna í dag ef ég hefði ekki orðið var við það í einni heimsókn minni hingað fyrir páska hversu illa var talað um fólk sem var á móti þessum þriðja orkupakka. Og það var í fjölmiðlum. Það var alveg komið niður í útlendingaandúð og fleiri atriði,“ sagði Eyjólfur og skoraði á fólk að gúgla: þriðji orkupakkinn og útlendingaandúð. „Það sjáum við í leiðara eins af netmiðlunum. Ég tel að íslenska ríkið eigi ekki að koma að þessum málum nema varðandi skattleysi,“ sagði Eyjólfur sem taldi að auka þurfi tjáningarfrelsi í landinu og það verði ekki gert með því að ríkið auki styrki.
Alþingi Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Tjáningarfrelsi Þriðji orkupakkinn Ríkisútvarpið Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira